Aldamót - 01.01.1898, Page 161
161
neistann vantar, og aí því ætti hann, háskólagenginn,
aö hafa veöur. þar sem mentunin er annars vegar,
veröa kröfurnar ósjálfrátt hærri.
Dr. Jón þorkelsson yngri hefur séð
Vísnakver um prentun áVísnakveri Páls Vída-
Páls Vídalíns. líns, en Siguröur Kristjánsson gefiö
út á kostnað sinn. Er ólíklegt, að
sú útgáfa verði mikið gróðabragö, því fremur fáir
munu kæra sig um að kaupa þessa bók, sem er bæði
stór og dýr, nema fáeinir fræðimenn. A undan vís-
unum er löng ritgjörð eftir Grunnavíkur-Jón ,,um þá
lærðu Vídalína“ á meir en ioo blaðsíðum, og er hún
að mörgu leyti býsna fróðleg. þessi skáldskapur eftir
Pál Vídalín, sem uppi var 1667—1727, er nú fremur
lélegur og hefur enga aðra þýðing en þá, að sýna oss
aldarháttinn, veita oss ljósari þekking á einum helzta
manninum, sem þá var uppi, og gefa oss hugmynd um
það andans líf, sem þá átti sér stað á íslandi. það er
töluvert á bókinni að græð a að þessu leyti. En óhætt
hefði verið að prenta ekki nema svo sem helminginn
af þessu vísnastagli, en gefa hitt gleymskunni. Vér
Islendingar höfum óskiljanlega tilhneiging til að hrúga
saman öllu, sem til er, alveg hugsunarlaust, án þess
að láta nokkurn snefil af dómgreind komast að, þegar
um svona útgáfur er að ræða. Stórþjóðirnar láta sér
ekkert slíkt til hugar koma. það er til urmull af
ómerkilegum skáldskap eftir mörg heimsfræg skáld,
sem engum lifandi manni hefur komið til hjartans hug-
ar að gefa út. En vér höfum efni á, að snuðra upp
hvern vísuhelming og hvert ógætilegt orð og gefa út á
prent og láta almenning kaupa, oft og tíðum til að
spilla bæði smekk og siðferði. — Páll Vídalín var
sálmaskáld og trúmaður eftir þeirrar tíðar hætti. Má
nærri geta, að hið bezta, sem til var í fari hans, kom
frarii, þegar hann var að yrkja sálma, enda hefur hann