Aldamót - 01.01.1898, Síða 162
162
þá augsýnilega vandaö sig miklu meir en annars.
Enginn sálmur er samt prentaöur eftir hann í þessu
stóra safni; þótt hinir frumorktu sálmar hans séu glat-
aöir, heföi þó mátt láta þýðingarnar, sem til eru eftir
hann, standa hér. þ>að var sjálfsagt, til að gefa full-
komna og sanna mynd af manninum. En hver ein
einasta klámvísa, sem til er eftir hann, er nákvæm-
lega tilfærð. Er nú hverjum heilvita manni auðsætt,
hve öfugt og ranglátt þetta er. Eins og það sé um að
gjöra, að sýna það hjá mönnunum, sem lakast er og
ljótast, og varðveita það, en stinga hinu undir stól,
sem göfugast er og bezt og láta menn gleyma því.
j>að er nákvæmlega sama aðferðin og höfð var við hina
yönduðu útgáfu bókmentafélagsins af kvæðum Stefáns
Olafssonar. Niðurröðun efnisins er óskapleg. Alt er
prentað í belg ’og biðu. A bls. 112 stendur fyrirsögnin:
Bænarvers. Koma þar á eftir heit og hjartnæm bæn-
arljóð. Undir sömu fyrirsögninni, án nokkurrar að-
greiningar, svo augað verður ekki annars vart en það
sé enn annað bænarvers, stendur svo mjög ógeðsleg
vísa um hvolp (113). Liggur býsna nærri að ætla, að
þetta sé gjört af ásettu ráði og sé af sama toga spunn-
ið og hin glánalega neðanmálsgrein á bls. 178—179.
•— En eins og áður er tekið fram má margt af bók-
inni læra. Páll Vídalín hefur þýtt á íslenzku hinn
fræga sálm eftir hinn heilaga Bcrnhard: ,,Jesú, þín
minning mjög sæt er“. þórður biskup lét prenta
Grallarann 1691 og ,,bað lögmann, sem þá var skóla-
meistari, að leiðrétta þá gömlu Jesúminning, því sér
þætti hún stirð í nokkrum versum. þetta var á laug-
ardagskvöld. “ Um nóttina sneri hann öllum sálmin-
um, sem er 48 vers, og sýndi biskupinum þá þýðing,
þegar þeir komu úr kirkju daginn eítir, og lét biskup
þá lesa sér þýðinguna. ,,Stóð biskupinn þá upp og
þakkaði skólameistara rneð kossi grátandi og sagði, að
hún (þýðingin) mundi sungin verða í guðs kirkju þar á
landi, þá báðir þeir væru fúnir í moldu“ (178). þessi
þýðing hans var líka sungin af ísl. kirkjulýð hátt á