Aldamót - 01.01.1898, Page 165
365
Fjóröi árgangur ,, Eimreiöarinn-
EimreiSitt. ar“, 3. hefti, er nú allur hinga'ö
kominn, og heldur hún áfram að
vera skemtilegt og fróðlegt rit í marga staði. En betur
finst mér ]?ar þyrfti að kynda undir katlinum, ef Jón
landi ætti að finna mikinn mun á ferðalaginu síðan
hún kom til sögunnar. það er eins og enn sé verið að
berja fótastokkinn. Nokkurn veginn eina frumsamda
ritgjörðin í þessum árgangi, sem nokkuð kveður að, er
um ,,framfærslu og sveitarstjórn á þjóðveldistíman-
um“ eftir ritstjórann, dr. Valtý Guðmundsson, í tveim
fyrstu heftunum. Er hún bæði fróðlega og gætilega
rituð eins og hans er von og vísa og ýmislegt á henni
að græða. ,,Nútíðarbókmentir Norðmanna“, þýdd
grein eftir Björnson, sem fyrst ritaði hana í tímarit
eitt hér í Ameríku, eins og tekið var fram í fyrirlestri
um ,,Hugsjónir“ í 6. árg. Aldamóta, er fjörug og
skemtileg ritgjörð, en langt frá að vera réttlát. —
í 3. heftinu stendur önnur þýdd ritgjörð um dönsk
skáld eftir danskan námsmann ungan, er hefur samið
hana eftir tilmælum ritstjórans, og er hún að mörgu
leyti góð. það er eins og íslenzkum námsmönnum í
Kaupmannahöfn sé farið að förlast. A dögum ,,Verð-
andi“ hefði þeim víst fundist óþarfi að fara í smiðju
til Dana, til að semja slíka ritgjörð. þeir virðast
stunda nám sitt nú af meira kappi en oft að undan-
förnu, og er það góðra gjalda vert. En það ber lítið á,
að andlegum eldingum slái niður hjá þeim nú á þess-
um tímum, og mun þó lífið býsna fjörugt enn þarna í
Aþenuborg hinni nyrðri eins og það á vanda til. —
Ritdómarnir í ,,Eimreiðinni“ hafa verið fremur vand-
aðir og ýmsir þeirra rækilega og vel af hendi leystir,
en þó ekki nærri allra bóka minst, sem út koma. En
mjög illa situr það á jafn-stiltum og vönduðum manni
og ritstjóranum, að velja mönnum og stéttum háð-
ungarnöfn að orsakalausu, þegar hann minnist á ein-
hverja bók. þetta hefur hann leyft sér í undurstuttri
smágrein um prédikunarfræði síra Helga heitins Hálf-