Aldamót - 01.01.1898, Síða 168
168
úrelt og önnur ný orð hafa bætst við, eins óg á sér stað í öllum
lifandi málum. Það væri nær fyrir bókmentafélagið að gefa
út eina bók göða en margar ónýtar.
Heilmargar þýðingar af útlendum ritum eru
Arn i. nú farnar að koma út á íslenzku. Sumar eru
vel valdar og vel gjörðar, en aftur aðrar miður
heppilega valdar og ekki sem bezt af hendi leystar. Það er vel
til fundið að þýða hinar eldri sögur eftir Björnson. Allar
sögurnar hans af hændalífinu norska ættu að vera til i ís-
lenzkum þýðingum. Þær eru allar ósvikinn skáldskapur og
holl fæða. Ég fæ ekki betur séð en Þorsteinn Gíslason hafi
leyst þýðinguna vel af hendi. Kórvilla er það samt æði slæm,
að þýða ,,Hallingdans“ með ,,hallardans“ eins og liann gjörir
(11). Það á auðvitað að vera „Haddingjadans" — dans, sem
tíðkast meðal fólksins í Haddingjadal (Hallingdal) í Noregi, og
þess vegna er kendur við það. Kvæðin eru ljómandi vel þýdd
að svo miklu leyti, sem ég hefi veitt því eftirtekt, og var það
þó ekki vandalaust verk, þvi það er óvenjulega torvelt.að snúa
kvæðum Björnsons á hvaða mál sem er. Þorsteinn Gíslason
hefur í mínum augum vaxið af þessu og hulið fjölda bökmenta-
legra sýnda, því það er auðséð, að hann hefur viljað leysa þýð-
inguna samvizkusamlega af hendi og ekki hagga neinu. Það
er mikið unnið við að eignast þessi kvæði á ísienzku, því við
þau eru ljómandi falleg sönglög, sem fræg eru orðin hvervetna.
þar sem vel er sungið, auk þess sem kvæðin eru í sjálfu sér
sannir gimsteinar.
íslenzkur prentari í Kaupmannahöfn, Oddur
Bókmnfn Bj'irnsson að nafni, hefur tekið sér fyrir hend-
utþýdn. ur að gefa út bækur, sem hann nefnir ,,Bóka-
safn alþýðu“. ,,Þyrnar“ eftir Þorstein Erlings-
son var fyrsta bókin í því safni. Nú eru komnar 3 aðrar.
„Sögur frá Síberíu" eftir rússneska skáldið YUdimir Korolr.nko
eru þýddar af þremur ísl. námsmönnum í Kaupmannahöfn;
hafa þeir þýtt sína söguna hver, en Sigfús Blöndal ritað for-
málann. Korolenko er talinn gott skáld, en stórlega efastég
gm, að sögur þessar falli í smekk íslenzkrar alþýðu. -Sögurnar