Aldamót - 01.01.1898, Blaðsíða 172
172
Þetta er nú nokkuð gömul liók, prentuð á Eng-
Bunyan: För landi 1876 í ísl. þýðing eftir Eirík Magnússon á
pílagrírnsins. kostnað kristilega smáritafélagsins í Lundún-
um. Það er býsna stói' bók, 304 blaðsíður auk
formála, prýðilega prentuð, laglega bundin, með átta fallegum
litmyndum. Bók þessa er nú hægt að fá hér fyrir vestan við
afar lágu verði. Síra Jönas A. Sigurðsson gjörði samning við
smáritafélagið um sölu á henni hér fyrir vestan fyrir hálfvirði
á ferð sinni heim til Islands í sumar. Eg vil ráða mönnum til
að eignast þessa bök handa börnum sínum. Hún er alveg ein-
stök í sinni röð meðal allra bóka. Hún er til á öllum tungu-
málum heimsins og hefur náð meiri útbreiðslu en nokkur önnur
bök, að biblíunni einni undan tekinni. Efnið er andlegt stríð
og barátta og sigjrr kristins manns,framsett í líkingarf ullri frá-
sögu; öll bökin er líking frá upphafi til enda. Brennheit trú á
frelsarann gengur gegnum hana alla. En þar kemur líka fram
ein hin dýpsta syndajátning, sem meðvitundin um brot og
yfirtroðslur hefur þi'ýst út úr hjarta trúaðs manns. Bókin er
ef til vill að þessu leyti hið fullkomnasta bergmál af Davíðs
sálmum, sem til er í kristilegum bókmentum. Oumræðilega
skýr sjön inn í andans heim kemur hvervetna í ljós. Það er
einn galii á bökinni, og það er formálinn, er segir frá ævi
Bunyans. Höf. þessarar ævisögu hefur ekki skilið Bunyan,
sem er einn af hinum merkustu mönnum, sem uppi hafa verið,
og dæmir rangt um sumt hið bezta í fari hans, af því hann hef-
ur ekki skilið kristindöminn sjálfau og skort kristilega lífs-
reynslu. Hann er ritaður í ókirkjulegum anda, og mun þó
smáritafélagið ekki hafa ætlast til þess. — Síra Oddur V. Gísla-
son þýddi bók þessa áður; kom sú þýðing út í Reykjavík 1864—
65 og var nefnd ,,Krossgangan“.