Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Side 19

Dagblaðið Vísir - DV - 28.10.1985, Side 19
DV. MÁNUDAGUR 28. OKTOBER1985. 19 Bifreiðakostnaður ríkisins: 815 milljónir á síöasta ári Bílakostnaður ríkisins og fyrir- tækja á vegum þess var um 815 millj- ónir á síðasta ári. Þetta er aukning sem nemur um 28 prósentum en þá var þessi kostnaður um 638 milljónir. I þessum tölum er allur viðhalds- og rekstrarkostnaður bifreiða í eigu ríkisins. Þá er einnig kostnaður við leigubílaakstur. Þá eru greiðslur fyrir afnot af bílum starfsmanna svo eitthvað sé nefnt. Kostnaður vegna greiðslna vegna bifreiða starfsmanna nam t.d. tæp- lega 132 milljónum á síðasta ári. Kostnaður vegna ríkisbifreiða var 548 milljónir eða stærstur hluti bif- reiðakostnaðar ríkisins. Kostnaður vegna leigubilaaksturs var um 30 milljónir og vegna bíla- leigubíla 48 milljónir. Fjöldi ríkisbifreiða á síðasta ári var 1037 en var 1000 árið áður. APH Gaddahanskinn, sem lögreglan hefur nú í vörslu sinni, er hreinasta voðaverkfæri, eins og glöggt sést á myndinni. DV-mynd JGH. Lögreglan á Húsavík: Lagði hald á stórhættulegan gaddahanska Frá Jóni G. Haukssyni, blaða- manni DV á Akureyri: Lögreglan á Húsavík tók um næstsíðustu helgi stórhættulegan gaddahanska af ungum manni sem vísað hafði verið af skóladansleik í Laugaskóla í Þingeyjarsýslu. Ungi maðurinn var kærður fyrir líkamsárás á Laugum. Þar hafði hann ráðist á einn kennara skól- ans, ásamt tveim félögum sínum. Hann notaði ekki gaddahanskann í áflogúnum en hótaði með honum. Gaddahanski þessi er hreinastá voðaverkfæri og óskiljanlegt að menn skuli gera slíkan hanska. Sé hanskanum slegið í andlit fólks tætir hann andlitið og getur valdið óbætanlegum lýtum. Ungi maðurinn hafði, ásamt fé- lögum sínum, komið á dansleikinn á Laugaskóla. Vegna hegðunar var þeim vísað af dansleiknum af ein- um kennaranum. Út úr því urðu slagsmál og bar ungi maðurinn gaddahanskann í látunum. Kennarinn kærði slagsmálin og handtók lögreglan á Húsavík þá félaga þar sem þeir voru á leiðinni til Húsavíkur. Ungi maðurinn var þá enn með gaddahanskann á sér. Þensla í lánskjörum Lánskjaravísitala í nóvember verð- ur 1.301 stig, 2,76% hærri en nú í október. Hækkunin jafngildir 38,7% árshækkun. Það er reyndar ná- kvæmlega sú hækkun sem hefur orðið á lánskjaravísitölunni síðustu 12 mánuði. HERB. IKAN alla vikuna Úrval vid allra hœfi Lýsi hf. Grandavegi42, Reykjavík. Þorskalýsi eða ufsalýsi frá Lýsi hf. ..heHsiinmr veema ARGUS «€> viDEO MYNDBANDALEIGURI HiH Nýtt efni komið, sama hagstæða verðið. VIDEO VIDED Tilbúið . til afgreiðslu | s núþegar: || u u í„ o o «| I 8 £ Ul Ss U U Tilbúið til 11 afgreiðslu 11 29. október: 1f Vinsamlega hafið samband við skrifstofu okkar sem fyrst. Takmarkað upplag. Opið frá kl. 13.00-17.00, sími 38150. laugatfsbiA © X ■o £ © u u •<o a ■fc £ >. O § s < c/> S a >S -M 13 W Si 0. M a U .2 5 £ u ú ■n V. X C O) S

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.