Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Page 25
LAUGARDAGUR 31. OKTÓBER 1987. 25 dv_____________________Bridge Bridgeheilræðakeppni BOLS: Vertu ávallt reiðubúinn að breyta um áætlun Það er ítalski bridgemeistarinn Forquet sem gefur okkur bridgeheil- ræði í keppni sem hollenska stórfyr- irtækið BOLS gengst fyrir. Og Forquet segir: Vertu ávallt reiðubúinn að skipta um áætlun. „Þótt þú hafir gert góða áætlun þá skaltu vera opinn fyrir því að breyta henni ef þú kemst að raun um að hún getur ekki heppnast. Hér er dæmi: Þú ert vestur og spilar íjóra spaða. Vestur Austur Á976 G1054 D32 ÁG K 75 Á1063 ÁD8 765 Allir eru á hættu og sagnir ganga: Vestur Norður Austur Suður ÍG pass 2L pass 2S pass 4S pass pass pass Norður spilar út hjartafimmu, þú lætur gosann, sem á slaginn. Þú spil- ar síðan spaðagosa, svínar og norður drepur á drottningu. Norður heldur áfram með hjartafjarka og þú spilar spaðatíu og báðir fylgja lit. Norður kastar síðan hjarta í spaðaás, meðan suðu lætur kónginn. Þú getur nú tal- ið örugga níu slagi. Hvaða áætlun hefur þú um tíunda slaginn? Ef lauf- svíningin gengur er ekkert vandamál en ef norður á laufakóng þá verður þú að ráðast strax á tígulinn til þess aö fá niðurkast fyrir lauflð. Ef tígl- arnir eru 3-3 þá er ekkert vandamál. En eigi suöur háspii annað er rétt að spila ásnum, síðan litlu á kónginn og að lokum litlu á tíuna. Tian verð- ur þá tíundi slagurinn. Eftir þessa áætlun tekur þú ás og kóng í tígli en það er norður sem lætur drottninguna. Nú v'erður þú að athuga málið. Hvaða ályktun má draga af drottningu norðurs. Það er ólíklegt að norður hafi átt D G X í tígli því hann hefði stungið í milli í fyrsta tígulslag. Hugsanlega hefði hann líka spilað út tígli í stað þess aö spila frá óvölduðum kóng. Það verður líka að taka annan möguleika til greina. Norður getur verið nógu klókur til þess að gefa háspilin af sér til þess að kom suðri inn á tíuna. En dómgreind þín segir þér að lokum að norður sé ekki spilari af þeirri gráðu sem spilar það góða vörn. Hérna er allt spilið. ♦ Á976 ^ D32 <> K75 * ÁD8 4 D8 <2 K10854 <>D4 4KG93 ♦ G1054 ÁG 0 Á1063 4 765 ♦ K32 ^ 976 0 G982 4 1042 Og þetta er staðan þegar sex spil eru eftir: Noröur 4 K10 0- 4 KG93 T9 D <0*7 4 AD8 # 4 5 y? _ <J> 106 4 765 T 0? 9 0 G9 4 1042 Á þessu augnabliki verður þú að breyta um áætlun því þú ætlar ekki að reyna við þriðja tígulslaginn. Þú ákveður því að spila hjarta- drottningu og kastar laufi úr bhnd- um. Norður drepuf á kóng og spilar tíunni. Ef þú trompar og spilar laufi þá eyðileggur suður þá áætlun með því að láta tíuna. Þú kastar því laufi í hjartatíuna og tígli að heiman. Norður sér nú eftir hjartanu sem hann kastaði í þriðja tromp'ð því hann verður að spila laufi frá kóngn- um og gefa þér tíunda slaginn. Þetta dæmi sannar gildi heilræöis míns: Jafnvel þótt þú hafir gert góða áætlun skaltu ávallt vera reiðubúinn að breyta henni þegar í ljós kemur að hún getur ekki heppnast. í þessu tilfelli verð ég að játa að heilræði mitt heppnaðist eingöngu vegna góðrar spilamennsku þinnar". Bridge Stefán Guðjohnsen Bridgedeitd Skagfirðinga Þriöjudaginn 27.10.’87 var spiluö síð- asta umferðin í hausttvímenningi deildarinnar. Hæstu skor hlutu: A riðill 1. Torfi Ásgeirsson - Sverrir Kristinsson 187 stig. 2. Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 183 stig. 3. Gylfi Gíslason - Hermann Erlingsson 180 stig. B riðill 1. Guðm. Theodórs/Brynjólfur - Ólafur Ólafsson 217 stig. 2. Elísabet Jónsdóttir - Leifur Jóhannsson 206 stig. 3. Sigmar Jónsson - Vilhjálmur Einarsson 203 stig. Heildarúrslit í tvímenningnum urðu því: 1. Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 481 stig. 2. Baldur Ásgeirsson - Magnús Halldórsson 480 stig. 3. Guðmundur Kr. Sigurðsson - Sveinn Sveinsson 470 stig. 4. Steingrímur Steingrímsson - Örn Scheving 470 stig. 5. Eyþór Hauksson - Lúðvík Wdowiak 468 stig. 6. Torfi Ásgeirsson - Sverrir Kristinsson 465 stig Næsta þriðjudag, 3. nóvember, hefst 5 kvölda barómeter og er skráning þegar vel á veg komin. Þið sem ekki eru búin að skrá ykkur, hafið sam- band við keppnisstjórann, Hjálmtý Baldursson, í síma 26877, eða Sigmár Jónsson í síma 687070 eða 35271 (heimasími). Bridgefélag Akraness Fyrsta mót Bridgefélags Akraness á þessu starfsári var firmakeppni sem jafnframt var einmennings- meistaramót. Úrslit urðu þessi: 1. Skcljungur hf., spilari Halldór Hallgrímsson, 85 2. Myndb. leigan Ás, spilari Hreinn Björnsson, 78 3. Þorgeir og Ellert hf., spilari Guðjón Guðmundsson, 76 4. -6. Olíufélagið hf., spilari Vigfús Sigurðsson, 73 4.-6. Brauða- og kökugerðin. spilari Karl Ó. Alfreðsson, 73 4.-6. Landsbankinn, spilari Oliver Kristófersson. 73 Nú stendur yfir þriggja kvölda tví- menningur. Staða efstu para aö loknum tveimur kvöldum er þessi: 1. Þráinn Sigurðsson - HÖrður Pálsson 490 2. Karl Alfreðsson - Jón Alfreðsson 475 3. Árni Bragason - Erlingur Einarsson 456 4. -5. Einar Guðmundsson Ingi St. Gunnlaugss. 453 4.-5 Sigurður Guðmundsson - Einar Gislason 453 Merming Tveir sýningargestir skoða hest ur eðalmálmi eftir Ófeig Björnsson. Gullið í skelinni Sýning Gullsmiðafélagsins að Kjarvalsstöðum I vesturgangi Kjarvalsstaða stend- ur yfir sýning sem Félag íslenskra gullsmiða er ábyrgt fyrir. Á henni eru um það bil eitt hundrað gripir eftir þrjátíu og sex félagsmenn. Það er út af fyrir sig voða gaman að sjá svona mikið af eðalmálmum og dýrum steinum á einum stað. Samt sem áður er mér ekki alveg ljóst hvers vegna og hvernig var staðið að sýningunni. Um það þegir sýningarskráin þunnu hljóði. Hún er líka gagnslítil að öðru leyti, nema hvað hún sýnir hvernig þrjátíu og sex íslenskir gullsmiðir líta út. Sem er gott og blessað en ekki hefði sakað að fá með einhverjar upplýsingar um til- drög sýningarinnar, fáein orð um stöðu gullsmíða á íslandi. nokkrar myndir af smíðisgripum. ég tala nú ekki um lista yfir sýnd verk. Uns annað verður upplýst hlýt ég að gera ráð fyrir að þátttakendur hafi valið úr eigin verkum til sýn- ingarinnar. í meðalmennskunni Þá kemur margt skrítiö upp úr dúrnum. Segja verður hverja sögu eins og hún er: Meirihluti íslenskra gull- smiða virðist hafa gefið upp á bátinn allt það sem kalla mætti „listrænan metnað". Þess í stað hafa þeir gengist á hönd skrautfíkni hins óupplýsta. minjagripaiðnaðinum. eða þá að þeir koðna niður í andlausum end- urtekningum og eftirhkingum. Þó eru þeir prýðilegir handverks- menn upp til hópa. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson Þeir hefðu gert sjálfum sér og okk- ur mikinn greiða með því að veita einhverjum ábyrgum aðila eða að- ilum umboð til að velja verk á þessa sýningu eftir eigin höfði og þá ein- göngu í samræmi við listræna verðleika þeirra. Fataskart og annað skart Þá geri ég líka ráð fyrir að hálsm- en eftir Ásdísi Thoroddsen mundu verða fyrir valinu, sömuleiðis næl- ur eftir nöfnu hennar Hafsteins- dóttur. hugsanlega einnig „fata- skarfi' Dýrfmnu Torfadóttur. hálsmen eftir Flosa Jónsson. ör- ugglega armbönd eftir Hjálmar Jón Torfason og hálsskraut og baugar Hjördísar Gissurardóttur. \1tan- lega flest þaö sem þau Jens Guð.. Jón Snorri og Hansína Jens. láta frá sér fara. dittó um verk Ófeigs Björnssonar. Armbönd og nælur Péturs Trygg\ra Hjálmarssonar mundu einnig sóma sér vel í þvi kompaníi. svo og skúlptúrar Stefáns B. Stef- ánssonar og skartgripir Sveins Guðnasonar. Ekki er heldur hægt að ganga framhjá skarti Guðbrands Jezorski sem ekki á verk á þessari sýningu. Þegar verkum þessara gullsmiöa, svo og nokkurra efnilegra nema. sem nú eru að ljúka námi úti í lönd- um. hefur verið stillt upp í sam- hengi verður loks hægt að gera sér grein fyrir stöðu íslenskrar gull- smíði í dag. -ai Fljúgandi fjöll Sýning Georgs Guðna í Gallerí Svart á hvítu Einföldustu fyrirbæri eru oft undarleg ásýndar. eins og við get- um sannreynt á okkur sjálfum með því að starblina á einhvern hvers- dagslegan hlut fyrir framan okkur, penna, bók eða kafíibolla. Eftir stutta stund er eins og hlut- urinn hefji sig upp yfir annaö sem í kringum hann er, fljóti í eigin rými, í eigin metafýsíska veruleika. Þar með fer úr skorðum hið „eðli- lega" samhengi hlutanna sem kemur af stað vissri togstreitu þeirra í millum. Jafnframt er eins og hinn um- ræddi hlutur sé nú nær uppruna sínum, hugmyndinni sem varð kveikjan að sköpun hans, í plat- ónskum skilningi. Georg Guðni, sem nú sýnir í Gall- eríi Svart á hvítu. ber sig einmitt að með þessum hætti, það er hann einblínir á íjöll og hóla uns sérhver þeirra fær á sig bæði einstakt og almennt yfirbragð. Það gerir hann með því að mýkja allar útlínur og minnir voöfelldur Georg Guðni við trönurnar. stíll hans um margt á Ágúst Peters- en og Júlíönu. Litróf hans, réttara sagt vöntun á litrófi, gegnir svipuðu hlutverki, það er að ítreka hið gefna form, fjall, stapa, eyju, en ekki drepa at- hygli okkar á dreif með litaflóði. Hingað til hefur Georg Guðni reitt sig á heild hvers fialls sem hann málar en nú bregður hann út af venjunni með því að mála part af fiallshlið með sínum rétta halla, sjá myndina af Hjörleifs- höfða. Einhvern tímann á hann eftir að mála höfðann í fullri stærð. Með þessum hætti flækir Georg Guðni málið enn frekar fyrir okkur því nú höfum við ekki fiallsheildina að styðjast við þegar viö lesum úr verkinu. Þótt verk listamannsins virðist í fyrstu ærið einhæf og drungaleg gefa þau áhorfandanum æ meir því oftar sem hann ber þau augum, ekki einvörðungu formrænt, held- ur einnig tæknilega. Pensildrættirnir liggja með mis- munandi hætti á striganum, eftir því hvert viðfangsefnið er, og innan í grárri móðu leynast stundum svarbláir tónar. Sýningin i Gallerí Svart á hvítu gefur kannski ekki rétta mynd af Qölhæfni þessa „takmarkaða" unga málara. En hún dregur engu aö síður upp mynd af sterkum list- rænum persónuleika. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.