Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1987, Qupperneq 55
LAUGARDAGUR 31. OKTÖBER 1987.
67
dv Fólk í fréttum
Jón Baldvin Hannibalsson
Jón Baldvin Hannibalsson fjár-
málaráðherra fundaði með for-
ystumönnum verkalýðshreyfmg-
arinnar á miðvikudagskvöldið en
þá lýsti hann því yfir að matar-
skattinum svonefnda yrði frestað
fram til áramóta. Þetta kom fram
í DV-fréttum sl. fimmtudag.
Jón Baldvin er fæddur 21. febrúar
1939 á ísafirði og lauk prófi í hag-
fræði frá Edinborgarháskóla 1963.
Hann var í framhaldsnámi í vinnu-
markaðshagfræði í Stokkhólmi
1963-1964 og lauk prófi í uppeldis-
og kennslufræðum frá Háskóla ís-
lands 1965. Jón var kennari við
Hagaskóla 1964-1970 og skólameist-
ari Menntaskólans á ísafirði
1970-1979. Hann var ritstjóri Al-
þýðublaösins 1979-1982 og alþingis-
maður Reykvíkinga frá 1982. Jón
varð formaður Alþýðuflokksins
1984 og fjármálaráðherra 1987.
Kona Jóns er Bryndís Schram, f.
9. júlí 1938, varaborgarfulltrúi. For-
eldrar Bryndísar eru Björgvin
Schram stórkaupmaður og kona
hans, Aldís Brynjólfsdóttir. Börn
Jóns og Bryndísar eru Aldís Bald-
vinsdóttir, f. 21. janúar 1959, lög-
fræðingur; Glúmur Baldvinsson, f.
13. október 1966, nemi í markaös-
fræðum í Bandaríkjunum; Snæ-
fríður Baldvinsdóttir, f. 18. maí
1968, sýningastúlka í París; Kol-
finna Baldvinsdóttir, f. 6. október
1970, menntaskólanemi. Systkini
Jóns eru Arnór, f. 1934, dósent í
heimspeki, giftur Nínu Sveinsdótt-
ur viðskiptafræðingi, þau eiga
fimm börn; Ólafur, f. 1936, sem var
bóndi í Selárdal, á þrjú börn; Elín,
f. 1937, kennari á Flúðum í Hruna-
mannahreppi, á fjögur börn;
Guðríður, f. 1938, bankastarfsmað-
ur, á tvö börn; og Ingjaldur, f. 1951,
iðnaðarverkfræðingur.
Foreldrar Jóns eru Hannibal
Valdimarsson, fyrrverandi ráð-
herra, og kona hans, Sólveig
Ólafsdóttir. Hannibal er bróðir
Finnboga, fyrrv. alþingismanns og
ritstjóra. Faðir Hannibals var
Valdimar, b. í Fremri-Arnardal í
Norður-Isaíjarðarsýslu, Jónsson-
ar, b. í Litlu-Ávík í Strandasýslu,
Jónssonar, b. á Melum í Víkur-
sveit, Guðmundssonar. Móðir
Valdimars var Helga Guðmunds-
dóttir, b. á Kjörvogi í Reykjarfirði,
Jónssonar. Móðir Hannibals var
Elín Hannibalsdóttir, b. á Neðri-
bakka í Langadal, Jóhannessonar,
b. á Kleifum í Skötufirði, Guð-
mundssonar, sterka á Kleifum,
Sigurðssonar. Móðir Elínar var
Sigríöur Arnórsdóttir, prests í
Vatnsfirði, Jónssonar, bróður Auð-
uns, langafa Jóns, fóður Auðar
Auöuns. Móðir Sigríöar var Guðr-
ún Magnúsdóttir „eymdar-
skrokks", b. í Súöavík, bróöur
Ingibjargar, ömmu Jóns forseta og
Jens rektors, langafa Jóhannesar
Nordal. Magnús var sonur Ólafs
lögsagnara á Eyri, Jónssonar, for-
fóður Matthíasar Á. Mathiesen,
Geirs Hallgrímssonar og Vals Arn-
þórssonar.
Móðir Jóns, Sólveig, er systir
Guðrúnar, móður Jóns Helgason-
ar, fyrrv. formanns Einingar á
Akureyri, og Friðfmns, forstjóra
Háskólabíós, fóður Bjöms, aðstoð-
armanns Jóns Sigurðssonar dóms-
og kirkjumálaráðherra. Faðir Sól-
veigar var Ólafur, b. í Strandseljum
í Ögurhreppi, Þórðarson, b. á Hjöll-
um í Skötufirði, Gíslasonar. Móðir
Ólafs var Guðrún Ólafsdóttir, b. á
Skjaldfónn, Jónssonar og konu
hans, Jóhönnu Egilsdóttur, b. á
Bakkaseli, Sigurðssonar „réttláta"
á Gilsíjarðarmúla, Jónssonar.
Móöir Sólveigar var Guðríður Haf-
liðadóttir vegghleðslumanns,
Jóhannessonar, bróður Hannibals,
afa Hannibals Valdimarssonar.
Móðir Guðríðar var Þóra Rósin-
kransdóttir, b. á Svarthamri,
bróður Sigurðar, afa Jóns Bald-
vinssonar, fyrsta formanns Al-
þýðuílokksins og langafa Ingigerð-
ar, móður Þorsteins Pálssonar.
Sigurður var sonur Hafliða, b. í
Kálfavík, Guðmundssonar sterka,
Sigurðssonar, forfóður Ólafs Þ.
Þórðarsonar og Sverris Hermanns-
Jón Baldvin Hannibalsson.
sonar. Móðir Þóru var Elísabet
Jónsdóttir, b. á Svarthamri, Jóns-
sonar. Langamma Elísabetar var
Sigríður Magnúsdóttir, bróður-
dóttir Jóns Teitssonar biskups,
langafa Katrínar, móöur Einars
Benediktssonar skálds. Móðir Sig-
ríðar var Ingibjörg Markúsdóttir,
systir Herdísar, formóður Guö-
laugs Tryggva Karlssonar hag-
fræðings.
Afmæli
Gunnhildur Hrólfsdóttir
Gunnhildur Hrólfsdóttir, rithöf-
undur og skrifstofustúlka hjá
Flugleiðum, til heimilis að Ásgarði
77, Reykjavík, verður fertug á
morgun. Gunnhildur fæddist í
Vestmannaeyjum og ólst þar upp.
Hún var ung þegar hún missti
móður sína en faðir hennar kvænt-
ist aftur. Hann er nú látinn en
eftirlifandi seinni kona hans er
Hrefna Sveinsdóttir sem nú starfar
hjá Alþingi. Gunnhildur hefur ve-
rið forstöðumaður barnaheimilis
og hún hefur verið gjaldkeri en hún
starfar nú hjá Flugleiðum og stund-
ar auk þess nám á viðskiptasviði i
öldungadeild Fjölbrautaskólans í
Breiðholti. Með námi og vinnu hef-
ur Gunnhildur svo stundað ritstörf
en út hafa komið tvær bækur eftir
hana, verðlaunabókin Undir regn-
boganum, 1980, og Vil, vil ekki,
1986. Von er á þriðju bók hennar
nú fyrir jólin. Heitir hún Spor í
rétta átt.
Gunnhildur á þrjá syni: Ólafur,
f. 6.10.1964; Stefán, f. 1.3.1970; Kári,
f. 1.4. 1976.
Sambýlismaður Gunnhildar er
Finnur Eiríksson.
Gunnhildur á sjö systkini: Andri,
f. 29.3. 1945, er stöðvastjóri Flug-
leiða á Reykjavíkurflugvelli; Ing-
ólfur, f. 23.5.1946, er hitaveitustjóri
á Akranesi; Elsa, f. 19.10. 1949, er
skrifstofustúlka og býr í Mosfells-
bæ; Bryndís, f. 27.8. 1952, er
húsmóðir í Reykjavík; Sveinn, f.
12.1.1961, býr í Noregi og er húsa-
smiður þar; Daði, f. 30.3. 1963, er
sjómaður í Vestmannaeyjum; Arn-
ar, f. 11.2. 1968, er við nám í
Reykjavík.
Foreldrar Gunnhildar voru
Hrólfur, f. á Vopnafirði 20.12.1917,
d. 1984, Ingólfsson og fyrri kona
hans, Ólöf, f. 1.12.1920, d. 23.5.1959,
Andrésdóttir. Hrólfur var bæjar-
gjaldkeri i Vestmannaeyjum
1946-54, framkvæmdastjóri Fiski-
vers Vestmannaeyja 1960-63,
bæjarstjóri á Seyðisfirði 1963-1970
og sveitarstjóri í Mosfellssveit frá
1970-74. Föðurforeldrar Gunnhild-
Gunnhildur Hrólfsdóttir.
ar voru Ingólfur, b. að Vakurstöð-
um í Vopnafirði og síöar
verkamaður á Seyðisfirði, Hrólfs-
son og kona hans, Guðrún Eiríks-
dóttir, ættuð af Jökuldal.
Móðurforeldrar Gunnhildar voru
Andrés, b. á Stóru-Breiðuvíkur-
hjáleigu við Eskifjörð, Sigfússon og
kona hans, Valgerður Kristjáns-
dóttir, en þau hjónin voru bæði
ættuð úr Vöðlavík.
Sigurður
Sigurður Ólafsson bakari, Sunda-
bakka 10A, Stykkishólmi, verður
sjötugur á morgun. Sigurður fæd-
dist við Barónsstíginn í Reykjavík
en var á fyrsta árinu þegar faöir
hans drukknaði. Sigurður var þá
sendur í fóstur í Skáleyjar á Breiða-
firði, til hjónanna Skúla Berg-
sveinssonar b. og konu hans,
Kristínar Einarsdóttur. Meðal upp-
eldisbræðra Sigurðar má því nefna
Bergsvein, höfund Breiðfirskra
sagna. Sigurður var í Skáleyjum til
fimmtán ára aldurs en fór þá til
Reykjavíkur og hóf bakaranám í
Björnsbakaríi en þar starfaði hann
í tíu ár. Sigurður hefur búið í
Reykjavík um árabil og ein sextán
ár í Kópavogi en þau hjónin fluttu
vestur í Stykkishólm 1984 og búa
þar enn.
Kona Sigúrðar er Unnur Lilja, f.
Sérverslun
með blóm og
skreytingar.
Opit) til kl. 21 iilI kviild
nöBlóm
wQskicjtingar
Laugauegi 53, sími 20266
Sendum um land allL
Ólafsson
á Hellissandi 3.9.1922, en þau giftu
sig 1941. Foreldrar hennar: Jó-
hannes, formaður á Hellissandi,
Jónsson, og Anna Guðmundsdótt-
ir.
Sigurður og Unnur Lilja eignuö-
ust fjögur börn en misstu eitt í
fæðingu. Elst er Ingveldur, f. 6.4.
1942. Hún býr í Reykjavík, á einn
son og er gift Þór Hróbjartssyni.
Skúli, f. 1.5.1946, býr í Hafnarfirði
og er starfsmaður hjá Ofnasmiðj-
unni. Ólafur, f. 2.1.1964, á einn son
og býr í Reykjavík.
Sigurður átti sex systkini og eru
þrjú þeirra á lífi: Unnur er látin en
hún var gift Jóhanni Karlssyni
heildsala í Reykjavík; Eggert vél-
stjóri, fórst með mótorbátnum
Erninum frá Hafnarfirði 1935; Ægir
er skrifstofumaður í Reykjavík;
Bára er látin en maður hennar var
Sigurður Jóhannesson, starfsmað-
ur Pósfs og síma í Reykjavík;
Ólafur er heildsali í Reykjavík, gift-
ur Sigrúnu Eyþórsdóttur, og eiga
þau fimm börn.
Foreldrar Sigurðar voru Ólafur
Sigurður Ólafsson.
skipstjóri, Sigurðsson, f. 5.5. 1875,
en hann fórst með skipinu Beautif-
ul Star út af Vestfjörðum 1917, og
kona hans. Guðrún, f. á Siglunesi
2.8. 1878, d. 1945, Baldvinsdóttir.
Föðurforeldrar Sigurðar voru Sig-
urður, formaður og útvegsbóndi
frá Hrólfsbúð í Flatey á Breiða-
firði, Ólafsson, og Guðrún frá
Skriðnafelli, f. 1849, Þórðardóttir.
Móðurforeldrar Sigurðar voru
Baldvin, hákarlaformaöur og út-
vegsbóndi á Siglunesi, f. 1856,
Jóhannsson, og Jónína Ásta, f. á
Kvíabekk í Ólafsfirði, Magnúsdótt-
ir.
Andlát
Sæmundur Friðjónsson, Gullteigi Eyþór Óskar Sigurgeirsson, Kjarr-
29, Reykjavík, andaðist í Borgarsp- hólma 36, Kópavogi, lést fóstudag-
ítalanum aðfaranótt 30. október. inn 30. október.
Guðríður Þorkelsdóttir, Snorra- Jón Heiðar Kristinsson, fyrrver-
braut 73, Reykjavík, lést fimmtu- andi bóndi, Ytra-Felli, lést á heimili
daginn 29. október. sínu, Sólvöllum 1, Akureyri, að
_______________________________morgni 30. október._____
Þuríður Sigurðardóttir
Þuríöur Sigurðardóttir, Há-
steinsvegi 60, Vestmannaeyjum, er
áttræð í dag. Hún fæddist að Rafns-
eyri í Vestmannaeyjum, ólst upp
hjá foreldrum sínum í Eyjum og
hefur búið þar alla sína tíð, að einu
ári slepptu þegar hvað mest gekk
á í gosinu. Þuríður vann mikið í
fiski á unglingsárunum en hún
missti fóður sinn úr spönsku veik-
inni 1918.
Eiginmaður Þuríðar var Sigur-
lás, f. í Miðhúsum í Hvolhreppi
13.8. 1893, d. 1980, en hann var
verkamaöur og var mikið við fisk-
vinnslu. Foreldrar hans: Þorleifur,
b. í Miðhúsum, Nikulásson og
Kristín Þorvaldsdóttir.
Þuríður átti eina dóttur fyrir
hjónaband en hún og Sigurlás eign-
uðust fimmtán börn.
Þuríður átti sjö systkini en á nú
eina systur á lífi. Sú er Ólafía sem
nú býr á Hrafnistu í Hafnarfiröi.
Foreldrar Þuríðar voru Sigurður
Ólafsson, ættaður úr Landeyjum.
og Margrét Þorsteinsdóttir.
75 ára______________________
Anna Jónsdóttir, Miklubraut 30,
Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í
dag.
70 ára_________________________
Ingvar Róbert Bjarnason, Langa-
gerði 64. Reykjavík. er sjötugur í
dag.
Geir J. Geirsson vélstjóri. Hagamel
30. Reykjavík. er sjötugur í dag.
60 ára______________________
Unnur Sigurjóna Jónsdóttir, Lóu-
rima 7, Selfossi, er sextug í dag.
Friðrik P. Benediktsson. Grettis-
götu 37. Reykjavík. er sextugur í
dag.
50 ára_____________________
Guðjón Benediktsson húsasmíða-
meistari, Melabraut 49. Seltjarnar-
nesi, er fimmtugur í dag.
Vilmundur Þ. Kristinsson, Árbergi,
75 ára________________________
Sigtryggur Ólafsson, Hafnarstræti
77, A-kureyri, verður sjötíu og fimm
ára á morgun.
Rósa Jónsdóttir, Hávegi 15, Siglu-
firöi, verður sjötíu og fimm ára á
morgun.
Þórhildur Frímannsdóttir, Ægis-
götu 3, Árskógshreppi, verður
sjötíu og fimm ára á morgun.
70 ára________________________
Ellert N. Hannesson, Grænukinn
12, Hafnarfiröi, verður sjötugur á
morgun.
Sigurður P. Björnsson, Garðars-
braut 19, Húsavík, veröui sjötugur
á morgun._____________________
60 ára________________________
Ólafur Guðmundsson bifreiðar-
stjóri, Bröttukinn 27, Hafnarfirði,
verður sextugur á morgun.
Gnúpverjahreppi, er fimmtugur í
dag.
Guðmundur Jónsson, Hofsstöðum.
Skútustaðahreppi. er fimmtugur í
dag.
Lúðvík Ólafsson, Melabraut 45,
Seltjarnarnesi. er fimmtugur í dag.
Grétar Geirsson, Áshóli, Ása-
hreppi. er fimmtugur í dag.
40 ára___________________________
Sigurbergur Hauksson. Gilsbakka
2. Neskaupstaö. er fertugur í dag.
Ásta Sigurðardóttir, Asparlundi 5,
Garðabæ. er fertug í dag.
Hólmgrímur G. Stefánsson. Skóla-
braut 45. Seltjarnarnesi, er fertug-
ur í dag.
Evgló Óskarsdóttir. Glitvangi 9.
Hafnarfirði. er fertug í dag.
Sigurður Ingólfsson. Háeyrarvöll-
um 34. Eyrarbakka, er fertugur í
dag.
Erna Einarsdóttir, Sveinsstöðum.
Fellsstrandarhreppi, er fertug í
dag.
Óskar Guðmundur Jóhannesson
skipstjóri, Fjarðarstræti 57,
ísafirði, verður sextugur á morgun.
50 ára_________________________
Guðný Árnadóttir, Laugargerðis-
skóla, Eyjahreppi, verður fimmtug
á morgun.
Ólafur Þórðarson, Austurvegi 10,
Mýrdalshreppi, verður fimmtugur
á morgun.
40 ára_________________________
Óskar Óskarsson, Ósabakka 15,
Reykjavík, veröur fertugur á morg-
un.
Maron Tryggvi Bjarnason, Hryggj-
arseli 13, Reykjavík, verður fertug-
ur á morgun.
Sigurlaug Ingimundardóttir,
Skólastíg 13, Bolungarvík, verður
fertug á morgun.
Kristín Jónsdóttir, Melbæ 28,
Reykjavík, verður fertug á morgun.
C