Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Side 2
2 LAUGARDAGUR 14. NOVEMBER 1987. Fréttir Ungfrú heimur: Góð frammistaða íslenskra stúlkna Sföastliðin sex ár hafa íslenskar stulkur náö góöum árangri í keppninni um titilinn ungfrú heira- ur. Áriö 1982 komst María Björk Sverrisdóttir í 15 stúlkna úrsliL 1983 hafnaði Unnur Steinsson í fjórða sæti keppninnar og buöust henni í kjölfar þessmörg atvinnut- ilboö erlendis frá. Áriö 1984 komst Berglind Johansen í 7 stúlkna úr- slit. Hólmfríður Karlsdóttir var kjörinn ungfrú heimur áriö 1985 en árið 1986 komst fulltrúi íslands, Gígja Birgisdóttir, hins vegar ekki í úrsht og var því um kennt að túli- trúum þeirra þjóða, sem eiga ungfrú heim það áriö, vegni ekki sem skyldi að ári liðnu. í keppninni í ár hafhaði eins og kunnugt er Anna Margrét Jónsdóttir, fúlltrúi íslands, í þriðja sæti -J.Mar Heiðar Jónsson snyrtir. Heiðar Jónsson snyrtir: Kristjana Geirsdóttir veitingastjóri. Krístjana Geirsdóttir: Mjög stoK af Önnu Margréti „Ég er míög ánægö með frammi- stöðu Önnu Margrétar, hún stóð sig frábærlega vel,“ sagði Kristjana Geirsdóttir sem undanfarin ár hefur séð um Fegurðarsamkeppni íslands. „Það kom mér hins vegar á óvart að austurríska stúlkan skyldi vinna, þaö yar nokkuð sem ég bjóst aldrei við. Ég hélt að stúlkan frá Venezuela og Anna Margrét yrðu í tveimur efstu sætunum. Það er mjög ánæjulegt hyersu hátt skrifaðar íslenskar stúlkur eru orðn- ar í keppninni um titíhnn ungfrú heimur, þær hafa hka staðið sig með sóma undanfarin ár.“ -J.Mar Hólmfríður Karisdóttir fóstra: Skritið að þekkja engan keppandann „Mér fannst það alveg meiriháttar að Anna Margrét skyldi hafna í þriðja sæti. Ég bjóst alveg eins við því því að maður veit aldrei hvað gerist í svona keppni," sagði Hólm- fríður Karlsdóttir. „Ég var alveg rosalega spennt þeg- ar ég var að horfa á keppnina, maginn á mér herptist alveg saman. Annars fannst mér voðalega skrítið að horfa á keppnina og þekkja engan eftir aö hafa þekkt flestá keppend- urna undanfarin tvö ár - fyrra árið þegar ég var kjörin ungfrú heimur og seinna árið þegar ég krýndi arf- taka minn. Þessi frammistaða Önnu Margrét- ar getur opnað henni marga mögu- leika í framtíðinni, það skiptir sjálfsagt mestu máli hvernig hún spilar sjálf úr þeim tækifærum sem henni bjóðast." -J.Mar Hólmfríður Karlsdóttir fóstra og fyrr- um ungfrú heimur. Var búinn að spá þriðja sætinu „Ég var búinn að spá því að Anna Margrét mundi hafna í þriðja sæti en sem íslendingi fannst mér nátt- úrulega að hún ætti að vinna,“ sagði Heiðar Jónsson snyrtir. „Mér fannst sigurvegarinn mjög glæsilegur þó aö mér þætti hárið dálítið tætingslegt. Mér fannst það áberandi við þessa keppni hversu jafnhuggulegar stúlkumar voru og lítið af sláandi fallegum stúlkum. Frammistaða Önnu Margrétar var mjög góð, hún var eðlilega snyrt og langminnst máluð af stúlkunum í keppninni. Þaö var hennar fegurð en ekki einhver tilbúin fegurð sem hún státaði í keppninni." -J.Mar Sóley Jóhannsdóttir danskennari: Hélt að stúlkan frá Venezuela yrði númer eitt Sóley Jóhannsdóttir danskennari. „Ég var búin að spá því að ungfrú Venezuela yrði númer eitt, Anna Margrét yrði í öðru sæti og þýska stúlkan í því þriðja," sagöi Sóley Jó- hannsdóttir en hún sá um þjálfun Önnu Margrétar fyrir keppnina um titilinn ungfrú ísland. „Anna Margrét kom mjög vel fyrir í keppninni, hún er sviðsvön og svar- aði vel fyrir sig. Hún var ekki taugaóstyrk og stóð sig í alla staði frábærlega vel. Mér fannst stelpurnar, sem kepptu í ár, vera fallegri en í fyrra. Það er eins og það séu svolítii áraskipti af því hversu glæsilegar stúlkur veljast til keppninnar. Ég held að við íslend- ingar megum vera stolt af frammi- stööu Önnu Margrétar." -J.Mar Anna Margrét kom heim í gær öllum að óvörum „Ég er varla búin að átta mig á því sæti í keppninni um titilinn ungfrú Jónsdóttir við komuna til íslands í ennþá að ég skyldi hafna i þriöja heimur," sagði Anna Margrét gær. „Ég átti ekki von á því að ég Guómundur Pálsson framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs og Erna Hrólfsdóttir yfirflugfreyja hjá Flugleiöum, færðu Önnu Margréti blóm og árnaðaróskir þegar hún gekk inn í flugstöð Leifs Eirikssonar. DV-mynd Brynjar Gauti Anna Margrét þreytt en alsæl við komuna til Keflavikur í gær. DV-mynd Brynjar Gauti myndi ná svona langt. Ég vissi ekki heldur fyrr en eftir keppnina að ég var hæst að stigum þeirra stúlkna sem komust í úrslit.“ í verðlaun fékk Anna Margrét 1000 pund og verðlaunagrip frá Top Shbp. Hún hefur líka fengið atvinn- utilboð frá ýmsum aðilum í London sem vilja gjarnan fá hana í fyrir- sætustörf. „Þetta er búinn að vera mjög skemmtilegur tími og það var mjög gaman að kynnast stelpunum sem tóku þátt í keppninni ásamt mér. Það var svolítið sárt að þurfa að kveðja þær og sjá þær kannski aldrei aftur,“ sagði Anna Margrét aö lokum og var að vonum farin að hlakka til að hitta fjölskyldu sína og sambýlismann sem vissu ekki að hún var að koma heim, hún kom því öllum að óvörum. -J.Mar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.