Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Page 20
20 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. Spumingaleikur_________ Veistu fyrr en í fimmtu tilraun? Hér býður DV lesendum að reyna sig við sjö spurningar úr ýmsum áttum. Skráið hjá ykkur stigin og sjáið hve glögg þið eruð. 5 stig 4 stig 3 stig 2 stig 1 stig Fleyg orð „Spyrjið ekki að því hvað landið ykkar geti gert fyrir ykkur heldur hvað þið getið gert fyrir það," sagði hann í ræðu. Hann var um skeið valda- mesti maður sinnar þjóðar. Hann var fæddur árið 1917 í Bandaríkjunum. Hann var myrtur í Dallas í Texas 22. nóvember árið 1963. Þegar sá atburður varó var þessi mynd tekin. Staður í veröldinni Þar varð mikið eldgos árið 1875. Svona er umhorfs nú á þess- um slóðum. Eldgosið átti drjúgan þátt í landnámi íslendinga í fjar- lægri heimsálfu. Staður þessi er á norðaustan- verðu landinu. Staður þessi er eftirsóttur ferðamannastaður á hálend- inu. Fólk í fréttum Hann hefur verið í fréttunum vegna bókar. Hann hefur þó ekki ritstörf að aðalatvinnu heldur mál- flutning. Tilganginn með bókinni segir hann vera „að upplýsa fólk um það hverja málsmeðferð mál af þessu tagi fá hjá Hæstarétti". Þannig lítur þessi maður Bók sína nefnir hann Deilt á dómarann. Frægt í sögunni Um er að ræða eina mestu orrustu sem háð hefur verið eftir að síðari heimsstyrjöld- inni lauk. Hershöfðingjarnir, sem þarna mættust með liði sínu, hétu Navarre og Giap. Þeir stjórnuðu herjum Frakka og skæruliða Víetminh. Frakkar biðu þarna mikinn ósigur. Orrustan var háð í maí árið 1954. Sjaldgæft orð I einni merkingu er þetta orð notað um næturgöltur eða ráf að nóttu til. í svipaðri merkingu er það notað um slæping. Þetta orð er einnig notað um seinlæti. Sagnorð dregið af þessu orði er sömu merkingar og orða- sambandið að fara sér hægt. Þetta orð er stundum notað í stað orðanna að drattast eða dunda og jafnvel að fálma. Stjórn- málamaður Hann var fæddur á Dagverð- areyri við Eyjafjörð árið 1894. Stjórnmálaferill hans hefur verið rifjaður upp vegna hugsanlegra tengsla við leyniþjónustu Bandaríkj- anna. Hann var um árabil þingmað- ur Alþýðuflokksins, fyrst árið 1934. Hann var formaður þess flokks á árunum 1938 til 1952. Hann var forsætisráðherra á árunum 1947 til 1949. Rithöfundur Fyrstu bók sína nefndi hann Blindsker og önnur bókin bar heitið Strandbúar. Hann var fæddur árið 1898 og andaðist árið 1985. Hann var mjög afkastamikill rithöfundur og samdi auk skáldrita þekktar ævisögur. Frægasta saga hans heitir Kristrún í Hamravík. Sögu- korrr um þá gömlu góðu konu. Svör á bls. 46 íslensk fyndni Leggið manninum orð í munn. Höfundur; Einar Sverrir Sanders, Merkið tillöguna: „íslensk fyndni", DV, pósthólf 5380, 125 Reykjavík Víðilundi 39, 107 Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.