Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Page 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Page 23
23 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. $»lnó! Holly Johnson, fyrrum söngv- ari Frankie Goes to Holly- wood, er nú kominn i máiaferli við gamla útgáfufyr- irtækið sitt, ZZT. Eftir að Holly yfirgaf Frankie vildi hann ekkert hafa við ZZT sam- an að sælda en fyrirtækið sveitinni sé hann enn samn- ingsbundinnfyrirtækinu. Og um þetta snúast málaferlin; Hofly vill losna og segir að ZZT hafi staðið i vegi fyrir þvi að hann geti byrjað að vinna að sólóplötu sem hann ætlaði nokkru ,. Hérfyrrá árum var það helsta dægrastytting poppara á tónleikaferðum að möiva hljóðfærín mélinu smærra á sviðinu. Þessir sið- ir lögðust siðan af að mestu en eitthvað eimir enn eftir af x>v Nýjar plötur Bjarni Tryggva - Önnur veröld .. . o g hún í svartsýnna lagi „Nú erða svart," verður manni hugsað eftir að hafa hlýtt á þessa nýju sólóplötu Bjarna Tryggva. Ekki er nóg með að umslag plötunnar sé biksvart heldur er innihaldið þrung- ið þvílíku svartnætti að engu er líkara en að höfundurinn hafi verið á samfelldum bömmer í áraraðir. Og þetta innihald stingur skemmti- lega í stúf við orð sem er að finna á fréttatilkynningu sem fylgdi plöt- unni en þar segir að Bjarni Tryggva líti björtum augum á nútíð og fram- tíð með þessari annarri sólóplötu sinni. Kannski er þetta kaldhæðni. Það sem fyrst og fremst skapar þessa þunglyndislegu stemningu á plötunni eru textar Bjarna en í þeim dregur hann upp hverja myndina annarri dekkri. Myrkur, blóð og hel- farir eru á hveiju strái og því alls ekki hægt að mæla með þessari plötu fyrir viðkvæmar sálir. Tónlist Bjarna hefur hins vegar tekiö miklum framfórum frá fyrstu plötunni; hér er margt ágætra laga sem hefðu orðið enn betri með léttari textum. í sumum tilvikum stingur svartsýni textanna algerlega í stúf við tiltölulega létta laglínu. Engu að síður er heildaryfirbragð laganna frekar í drungalegri kantin- um; án efa vegna áhrifa frá textun- um. í einu tilviki er fiðlum beitt á þann veg að engu líkara er en aö um útfararsálm sé að ræða. Vonandi nær Bjarni aö rífa sig sem fyrst uppúr þessu svartnætti sem umlykur textagerð hans á þessari plötu því hann getur sett saman ágæta texta þó svo að þjónkun hans við rímið leiði hann alloft á villigöt- ur. Hvað lagasmíðarnar varðar er ljóst að hann er mjög vaxandi á því sviði og forvitnilegt að vita hvað hann gæti gert í bjartsýniskasti. Við bíðum eftir því. -SþS- Hooters - One Way Home Vel lukkuð blanda hljómsveitir fara til fjarlægari staöa. Þannig var breska hljómsveitin Cult á ferð i Ástralíu um daginn og var djöfulgangurinn slikur að hljómsveitin verður að öllum iikindum að hætta við ferð til Japan vegna þess að hún stendur uppi hljóðfæralaus. Liðsmennimir gengu nefni- lega af göflunum á einum tónleikum og lögðu sviðið hreinlega i rúst að öllum hljóðfærum meðtöldum að andvirði um tvær milljónir islenskra króna.. .Gamlingj- arnir i Status Quo fá þessa dagana heldur betur á baukinn hjá ýmsum kollegum i popp- inu. Ástæðan er sú að Rossi og félagar héldu tónleika i Suður-Afriku en fjölmenn samtök breskra poppara hafa bannlýst allt samstarf við hvita minnihlutann i Suður- Afríku. Einn af talsmönnum þessa hóps, Paul Heaton, liðs- maður Housemartins, segir þetta uppátæki Status Quo óskiljanlegt og lýsi annað- hvort mikilli heimsku eða einfaldlega fégræðgi. Rossi og eo. hafa ekkert látið hafa eftir sér um þetta mál, enda hafa þeir ekki góðan málstað Poppstjömur dagsins i dag verða sifeilt yngri og yngri og það nýjasta i þeim efnum er bandarísk stúlka, Shanice Wilson að nafni, en hún er aðeins 14 ára. Hún hefur ver- ið samningsbundinn lista- maður frá ellefu ára aldri og ernýbúin að senda frá sér sina fyrstu sólóplötu. Stúlka þessi ku vera vasaútgáfa af Janet Jackson og er spáð bjartri framtið.. .það er margt skrýtið i kýrhausn- um ,.. -SþS- Það er tiltölulega sjaldgæft að bandarískar rokkhljómsveitir hafl evrópska þjóðlagatónlist aö fyrir- mynd og raunar meö ólíkindum að mönnum detti í hug að blanda evr- ópskri þjóðlagatónlist saman við vesturheimskt iðnaðarrokk. Þetta hafa engu að síður strákarnir í Hoot- ers látið sér detta í hug og með hreint bærilegum árangri. Þó svo að hljómsveitin sé fyrst að vekja athygli hér á landi um þessar mundir má geta þess að í fyrra var hljómsveitin kosin efnilegasta rokk- sveit Bandaríkjanna í kosningu tímaritsins Billboard. Á þessari nýju plötu Hooters má Cliff Richard, þetta fyrrverandi goð ungra stúlkna er enn einu sinni á ferð með nýja plötu - orðinn fjörutíu og átta ára en hefur útlit ungs manns. Hvernig kappinn fer að því að líta segja að hljómsveitin springi út fyrir alvöru; stíllinn virðist vera orðinn nokkuö fastmótaður og lagasmíðarn- ar fullþroskaðar. Hér glitra nefnilega perlurnar á bandi frá fyrsta lagi til þess síðasta. Tónlistin er nokkuð hrá í flutningi, uppsetningin þessi gamla góða, gítar, bassi, trommur, að viðbættum þjóð- lagahljóðfærum á borð við harmón- íku og mandólin. Og það eru einmitt þessi hljóðfæri sem setja hinn sérkennilega og sjarmerandi svip á tónlist Hooters og gera hana að öðru og meiru en réttu og sléttu iðnaðarrokki. Annað er það sem setur sterkan alltaf út eins og unglamb er ábyggi- lega eitthvað sem aðrir gamlir popparar öfunda hann af. Það er auðvelt að færa útlit kapp- ans yfir á tónlistina þvi hún hefur svip á tónlist Hooters en það er fjöl- breyttur söngur og raddanir sem að öllu jöfnu tíðkast ekki í iðnaðarrokk- deildinni. Það er svo hins vegar álitamál hvort nokkuö eigi að bendla tónlist Hooters við iönaðarrokkdeildina. Fjölbreytileikinn er það mikill þó svo að ákveðin einkenni iðnaðarrokks séu áberandi í sumum lögum. Til dæmis er titillag plötunnar í reggae- stíl og þarna er lag í sveitarokksstíl og svo mætti lengi telja. Einfaldast er hreinlega að segja að þetta sé góð rokkplata. -SþS- nákvæmlega ekkert breyst hjá hon- um, léttrokkuð lög af rólegri gerð- inni, lög sem nánast eru væmin, einkenna nýjustu skífu Richards Al- ways Guaranteed. ClifT Richard hefur í gegnum lang- an sólóferil átt yfir sextíu lög á vinsældalistum. í Bretlandi og nú hefur bæst viö í hópinn Some People af Always Guaranteed. Auðlærð mel- ódía sem sjálfsagt hefði ekki vakiö neina athygli hefði ófrægari söngvari sungið hana. Það er því slæmt að þurfa að segja að Some People skuli samt sem áður vera eitt skásta lagið á plötunni. I raun er ekki eitt lag sem talist getur eftirtektarvert. Rödd Richards, sem er frekar tilbreytingarlaus, þarf sterkari lög en þau sem prýða Al- ways Guaranteed, eða þá undirspil manna á borð við The Shadows er gerðu garðinn frægan með honum fyrr á árum. Á Always Guaranteed hefur Cliff Richard treyst um of á náunga sem heitir Alan Tarney. Má segja aö hann geri allt nema að syngja lögin. Hann semur langflest lögin, spilar nánast á öll hljóðfæri og stjórnar upptökum. Fyrir utan það að lög hans eru langt frá því að vera nógu góö er allur hljóðfæraleikur tilbreytingarlaus, eins og oft vill verða þegar hljóð- gervlar eru ofnotaöir. Always Guaranteed verður sjálf- sagt ekki til að auka vinsældir Cliffs Richard. En kannski er þetta einmitt tónlistin sem miðaldra aðdáendur hans vilja. Ýmsir- Dirty Dancing Dansað eftir gömlum og nýjum lögum Dirty Dancing er kvikmynd sem notið hefur mikilla vinsælda vestan- hafs að undanfórnu, fylgir í kjölfar Flashdance og Footloose hvað vin- sældir snertir. Lögin úr myndinni eru á einni plötu er ber nafn myndarinnar. Eins og í álíka myndum koma lögin úr ýmsum áttum. Það sem kemur samt mest á óvart er hversu mörg gömul lög eru á plötunni. Ný lög eru að sjálf- sögðu einnig, misjöfn að gæðum eins og eldri lögin. Og satt best að segja verður þessi blanda ójöfn og er lítill heildarsvipur yfir Dirty Dancing. Þekktasta nýja lagið á Dirty Danc- ing er (I’ve Had) The Time of My Life, lag sem setið hefur hátt á vin- sældalistum vestanhafs. Flytjendur eru Bill Medley og Jennifer Warnes. Lagið er rólegt en htið spennandi og hefur Jennifer Warnes oftast gert betur. Af öðrum nýjum lögum er það helst Hungi'y Eyes, sem flutt er af Eric Carmen, sem grípur mann - eitt fárra laga á plötunni sem maður hefur á tilfmningunni að sé dansað eftir í myndinni. Eldri lögin eru yfirleitt mjög göm- ul, það elsta frá 1956 og það yngsta frá 1963. Sum eru í upprunalegri gerö eins og Be My Baby sem The Ronett- es flytja. Önnur hafa verið poppuð upp. Ber þar helst að nefna You Don’t Own Me sem flutt er af The Blow Monkeys. Virkilega vel flutt af dokt- ornum og félögum hans. Dirty Dancing er í heild hvorki spennandi lagalega eða tónlistarlega séð. Þaö getur verið að lögin öðlist meiri fyllingu við að horfa á kvik- myndina en hún verður tekin til sýningar hérlendis. Cliff Richard - Always Guaranteed Staðnaður poppari -HK -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.