Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Side 26
26 LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. Áreiðanlegar heimildir Mér brá satt að segja dálítið um daginn þegar mér var sagt að tóm- atsósa væri ekki búin til úr tómöt- um, appelsínusafi væri ekki framleiddur úr appelsínum en hins vegar kæmi kakómjólkin úr kún- um og var það síðastnefnda haft eftir áreiðanlegum heimildum en eins og menn vita er allt haft eftir áreiðanlegum heimildum nú til dags, ekki síst ef það er verið aö ljúga einhverju að manni. Fréttamaður segir kannski allt í einu: Áreiðanlegar heimildir herma að í gærkvöldi hafi Jón Jónsson elt köttinn sinn um allt Bústaöahverfið í þeim tilgangi að snúa hann úr hálsliðnum og stafaði reiði Jóns af því að skömmu áður hafði hann fengið sér gúlsopa úr glasi sem hann hélt að í væri tólf Háaloft Benedikt Axelsson ára gamalt viskí. Þar sem fréttin um Jón í Bústaða- hverfinu er svokölluð stórfrétt er henni fylgt eftir eins og það er kall- að og fer það eftir því hvað Jón er fljótur að hlaupa hvenær frétta- maðurinn getur farið að snúa sér að öðru eins og til dæmis því að telja frystihúsin í landinu: Haft er eftir áreiðanlegum heimildum að nú muni vera starfrækt í landinu þijú hundruð fimmtíu og sjö frysti- hús og svo framvegis. Og nú hef ég það sem sagt eftir áreiðanlegum heimildum að jólin séu komin niðri í miðbæ og þar séu jólasveinamir farnir að ganga fyrir rafmagni dag og nótt og veldur þetta okkur sem búum í úthverfun- um ekki hinu minnsta hugarangri. Aftur á móti hrökkvum við stundum við á kvöldin þegar dyra- bjöllunni er hringt því að við erum ailtaf að bíða eftir mönnum með svartar skjalatöskur fullar af pappírum um það hvað við skuld- um mikið í skatta og útsvar og afborganir af lánum sem tilkynna okkur hvað þeir ætli að flýta sér mikið að selja ofan af okkur kof- ann. En þegar við opnum dyrnar til hálfs og gægjumst út stendur þar lágvaxin manneskja og spyr hvort ekki megi selja okkur jólakort til styrktar einhverju kvenfélagi. Kaupmennska Og ég komst mjög fljótlega að raun um að maður yrði ekki lengi að gera sig rúmlega gjaldþrota ef maður ætlaði sér að styrkja öll kvenfélögin í landinu því að þrátt fyrir áætlanir um jafnan rétt kvenna og karla til að vaska ekki upp eftir matinn virðist kvenfélög- um fara fjölgandi og er það svo sem allt í lagi á meðan jólin eru ekki nema einu sinni á ári. En á þessum árstíma eru fleiri á ferðinni en jólasveinamir og kven- félögin, einstaklingsframtakið grasserer líka í fólki og það líður varla sá dagur að ekki sé einhver staddur fyrir utan húsið hjá manni sem vill endilega pranga inn á mann sokkum, vettlingum, trefl- um, húfum eða happdrættismið- um. Oftast nær öllu þessu og um daginn komu meira að segja til okkar einhverjar útlendar konur sem buðust til að selja konunni minni guðsríkið, hvorki meira né minna, á hundrað og fimmtíu krón- ur. Og ekki má gleyma hjálparstofn- unum sem verða sér alltaf úti um hungursneyð um þetta leyti árs og er það svo sem gott og blessað því aö þegar hátíðin, sem hjartanu er skyldust, nálgast finnst fólki til- heyra að láta eitthvað gott af sér leiða. Og þótt það komi þessu máli í sjálfu sér ekkert við sakar ekki að geta þess að í Ameríku söfnuðu menn eitt sinn dágóðri upphæð til styrktar ekkju óþekkta hermanns- ins. Kveðja Ben. Ax. Finnurðu átta breytingar? 69 Þessar tvær myndir sýnast í fljótu bragði eins. En á neðri myndinni hafa fallið burt hlutar af myndinni eða þeir breyst, alls á átta stöðum. Það er misjafnlega erfitt að flnna þessar breytingar en ef fjölskyldan sameinast um að leysa þetta trúum við þvi að allt komi þetta að lokum. Merkið með hring eða krossi, þar sem breytingarnar eru, og sendið okkur neðri myndina. Skilafrestur er tíu dagar. Að þeim tíma liðnum drögum við úr réttum lausnum og veitum þrenn verðlaun, öll frá versluninni Japis, Brautar- holti 2. Þau eru Supertech ferðatæki (verðmæti 3.860,-), LED útvarpsvekjari (verðmæti 2.350,-) og Supertech útvarpstæki (verðmæti 1.365,-). I öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en ný þraut kemur í næsta helgarblaði. Góða skemmtun! Merkið umslagið: „Átta breytingar - 69, c/o DV, pósthólf5380,125 Reykjavík. Verðlaunahafar 67. gátu reyndust vera: Sigríður Guð- mundsdóttir, Boðaslóð 19, 900 Vestmannaeyjar (ferðatæki); Trausti Finnsson, Melbæ 17, 110 Reykjavík (útvarpsvekj- ari); Andrés Jónsson, Engjaseli 84,109 Reykjavík (útvarps- tæki). Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.