Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1987, Page 37
LAUGARDAGUR 14. NÓVEMBER 1987. 49 Skák HM á Jamaica Ahorfendaskarinn hróp- aði upp þegar Lindquist sagði pass við redoblinu Englendingar unnu Svía nokkuð örugglega í öðrum undanúrslita- leik heimsmeistarakeppninnar á Jamaica. Leikurinn verður sænska spilaranum Fallenius sjálfsagt mjög minnisstæður en hann átti þann vafasama heiður að tapa stærstri tölu frá því að byrjað var að spila um Bermudaskálina árið 1952. Umrætt spil var spilað á cllum átta borðum keppninnar og á sex borðum opnaði suður í fyrstu hönd og missti töluna í flestum tilfellum. Leikur Breta og Svía var spilaður á sýningartöflunni og áhorfendur fengu sannarlega að skemmta sér. S/ALLIR 106 765 ÁK73 Á764 G ÁK854 3 DG102 G109864 D5 KD852 D9732 103 ÁK984 2 G9 Með Bretana Forrester og Arms- trong n-s en Svíana Lindquist og Fallenius a-v gengu sagnir á þessa leið: Suður Vestur Norður Austur 2G1) pass 3H2) pass pass'1) 3G) dobl) pass) pass redobl) pass pass) pass 1) Tveir litir, hvorugur lauf. 7-10 p. 2) Stoppsögn ef suður á báða hálitina. Til í framhald ef annar liturinn er tígull. 3) Sjálfstjórn, sjálfstjórn. 4) Upphafsvillan að mati bridgeskýrenda. Tveggja lita sagnir eiga vel við þegar maður getur búist við að spila sóknina en þær gefa alltof miklar upp- lýsingar ef andstæðingur verður sagnhafi. í þessu tilfelli er betra fyrir vestur að spila vörn. Bridge Stefán Guðjohnsen 5) Forrester aðvarar suöur um að láta sig um spilið. Bridge- skýrendumir hristu alvarlegir höfuðið því doblið gaf austri möguleika á því að segja pass ef hann hefði ekki áhuga á því að spila láglit. 6) Austur notfærir sér doblið. 7) Vestur á að velja htinn. Ung- ur makker gæti misskiliö redobhð og Lindquist var ungur maður þegar spiliö byrjaði. 8) Lokamistökin. Besta sögn austurs er fjórir lauftíglar. Næstbesta er sterkari láglitur- inn. Áhorfendaskarinn hrópaði upp þegar Lindquist sagði pass við redoblinu og fylgdust síðan með blóðbaðinu. Vörnin var ógeðslega nákvæm. Norður spilaði út hjartafimmi og suður drap tiuna með kóngnum. Síöan kom hjartanía til baka og sagnhafi gaf. Suður skipti þá i laufaníu í því augnamiöi að skera á sambandið viö vesturhöndina og geta síðan lagt gosann á tíuna síöar. Vestur lét kónginn og noröur gaf klókinda- lega og þar meö var vestur inni í fyrsta og síðasta sinn. Bæði suður og vestur voru út úr myndinni í bili. Vestur spilaði spaðagosa á ásinn og spilaði hjartadrottningu. Suður drap á ásinn og spilaði laufagosa, drottningu og ás. Norður tók nú tvo hæstu í tígli og spllaði síðan spaða- tíu. Sagnhafi gerði sitt besta með því að gefa en suður drap á drottningu til þess að bjarga norðri frá þvi að þurfa að spila tígli eöa laufi. Hann spilaði blindum siðan inn á hjarta. Sagnhafi gat nú tekið spaðaás en varð síðan að gefa restina. Afrakst- urinn var fjórir slagir og n-s fengu 2800 að viöbættum 110 frá hinu borðinu þegar Sheehan spilaði þrjá tígla og vann þá. Það var 21 impi til Englands. Merming Víðáttumálverk Sýning Bjöms Bimis að Kjarvalsstöðum Björn Birnir er einn af mörgum huldumönnum í íslenskri myndlist sem rækta sinn garð í kyrrþey hvernig sem vindarnir blása. Sem þýðir ekki endilega að þeir hafi misst af bátnum eða koðnaö nið- ur heldur kemur það fyrir í öllum hstgreinum að menn finna sér þá tækni, það form, þá hugsjón sem á betur við skaphöfn þeirra en allt annað sem þeir hafa fengist við. Þannig staldraði Petrarka við sonnettuna um margra ára skeið, rétt eins og Della Robbia feðgarnir helguðu sig htríkum leirskúlptúr og Schubert sökkti sér niður í gerð sönglaga. Við erum kannski ekki komin til með aö segja að verk þessara lista- manna séu eins stórbrotin, lýsandi fyrir samtíð sína og áríðandi fyrir alla tíö eins og verk nokkurra starfs- bræðra þeirra sem gerðu sér far bæði um að taka þátt í og móta þá menningarstrauma sem um þá léku hverju sinni, segjum (til að halda tímaröðinni) Dante, Donatello og Beethoven. En framlag þeirra er mikilvægt engu að síður, bæði fyrir sína eigin sérstæðu verðleika og vegna þess að það skapar mótvægi við nýbylgjurn- ar, gerir okkur kleift aö leggja á þær raunsætt mat. Tvennt er þaö aðallega sem virðist hafa valdið straumhvörfum á list- ferli Björns Birnis, annars vegar menntun hans í skreytilist og skilta- gerð, hins vegar námsdvöl hans í Guðs eigin landi (aðallega Indiana og Maryland). Reiknikúnstir Ekki er fjarri lagi að álykta að hið Björrv Birnir - Hlutamynd, akrýl á striga, 1987. DV-mynd Brynjar Gauti fyrrnefnda, svo og nám hans í raun- vísindum, hafl mótað afstöðu Björns Birnis til hinnar tæknilegu hliðar myndgerðar. Hér á ég aðallega við þær reiknikúnstir sem hann beitir viö samsetningu mynda sinna, dáldiö harðneskjulega línuteikninguna og hina sléttu, köldu liti. Þessi tækni helst svo í hendur við Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson þá myndsýn sem er trúa mín að hann hafi ánetjast í Miðvesturríkjum Bandaríkjanna, en sú sýn veröur til við nálægð víðáttunnar, „the wide open spaces", sem jafnt raunsæis- sinnaðir sem afstraktmálarar þar í landi hafa fengist við að túlka, allt frá panóramamálurunum á 19. öld til Richards Diebenkorn. Ég get heldur ekki að því gert, mér finnst sem svo ólíkir málarar sem Morris Louis og Ellsworth Kelly séu í eðli sínu túlkendur hinna miklu amerísku vídda, þótt alls staðar séu þeir skráðir sem afstraktmálarar. Björn Birnir er sem ságt eins konar landslagsmálari sem sníður lands- lagið niöur í stílfærðar frumeindir sínar, leitar uppi megináherslur þess og prófar þanþol, uns hann er kom- inn með mátulega spennimagnaðar kompósisjónir á strigann. , Þetta reynist honum dáldið erfitt stundum enda bera margar myndir hans vitni miklum endurskoðunum og hugarfarsbreytingum. Dulinn innileiki En öfugt við marga þenkjandi mál- ara er Björn Birnir ekkert aö fela sinnaskipti sín og mistök heldur ger- ir þau hluta af útkomunni. Hins vegar er einnig eins og lista- maðurinn sé stundum óviss í sinni sök því í nokkrum myndum gerir hann tilraunir til að tefla saman af- skaplega skýrt uppbyggðum formum og frjálslegri pensilskrift. Sumar síðarnefndu myndirnar op- inbera áður dulinn ljóðrænan inni- leika sem Björn Birnir mætti að ósekju gefa oftar lausan tauminn. Bestu myndir hans á sýningunni að Kjarvalsstöðum eru sennilega „Af sléttunni" (nr. 12), „Veggir" (nr. 17) og „Hlutamynd“ (nr. 24), en allar hafa þær mikla nánd og slagkraft. Helstu annmarkar á verkum hans er áðurnefnt ofskipulag, sem á stund- um dregur úr þeim allt fjör, og náskyldur smíðagalli, nostur við smágerð form sem ekki skipta sköp- um fyrir myndirnar. -ai Fréttir Forsætisráðheira á ráðstefnu um byggðamál á Selfossi: Andvirði af sölu ríkis- ■ eigna fari til að efla atvinnulrf um landið Þorsteinn Pálsson forsætisráð- herra sagði á fjölmennri ráðstefnu Byggðastofnunar og Sambands ís- lenskra sveitarfélaga um byggðamál á Selfossi í gær að til greina kæmi að ríkið notaði andvirði af sölu rík- iseigna, opinberra fyrirtækja eða stofnana, til að efla og auka flöl- breytni atvinnulífs um land allt og þá með því að aöstoða einstaklinga og fyrirtæki til að leggja fram hlutafé til að treysta starfandi fyrirtæki eða stofna ný í heimabyggð. Forsætisráðherra sagði að eitt merkasta nýmælið, sem nú væri unnið að á vegum ríkisstjórnarinnar, væri að flytja verkefni, vald og ábyrgð frá ríki til sveitarfélaga, sem væri stórt og mikilvægt skref í átt til aukinnar valddreifingar. „Hefur byggðastefnan brugðist? Svo er spurt í yfirskrift þessarar ráð- stefnu. Svar mitt er þetta: Byggðastefna sem felur í sér að ausið er af skattfé almennings í fram- kvæmdir án flárhagslegrar fyrir- hyggju og kröfu um arðsemi, sem felur í sér að viðhalda úreltum fram- leiðsluháttum, sem felur í sér kyrr- stöðu, og sem felur í sér mismunun milli atvinnugreina, er dæmd til að mistakast," sagði Þorsteinn Pálsson á Selfossi. Hann sagöi ennfremur: „Framtíð landsbyggðarinnar felst í að taka mið af framþróun, tækni- væðingu, markaðsskilyrðum og flárhagslegum afrakstri flárfesting- * ar. Hún felst í að sækja fram, keppa á markaði, skapa öllum jöfn skilyrði til árangurs en ekki tryggja öllum saman árangur.“ Forsætisráðherra sagði knýjandi aö koma á sáttum um stefnu er lyti aö búsetu þjóðarinnar í landinu. Stefna ríkisstjórnarinnar miðaði að því markmiði. Með aukinni framleiðni í hefð- bundnum framleiöslugreinum væri lögð sífellt meiri áhersla á vöruþró- un, úrvinnslu, sölustarf, markaðs- mál og þjónustu. Atvinnulífiö væri að breytast úr framleiðslu í þjónustu. Tryggja yrði að atvinnulífið á lands- byggðinni fylgdi þessari almennu þróun. Mikilvægt væri aö nýjungar í at- vinnustarfsemi á hverjum stað yrðu að frumkvæði og ábyrgð heima- manna. Þá væru meiri líkur á aö vel tækist til en ella. -KMU Þing Landssambands verslunarmanna: „Ópiúttnar aðgerðir ríkisstjórnarinnar“ - sagði Bjóm Þórhallsson Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Bjöm Þórhallsson, formaður Landssambands íslenskra verslun- armanna, sagði við setningu 16. þings sambandsins á Akureyri í gær að efnahagsþróunin og óprúttnar að- gerðir ríkisstjórnarinnar gæfu ekki tilefni til bjartsýni í komandi kjara- samningum. „Það em óprúttnar aðgerðir ríkisstjórnarinnar að hóta aukinni skattheimtu en fresta síðan þeim aðgerðum gegn því að verka- lýðshreyfingin sýni hófsemi í kjara- samningum. Við erum óánægð með frammistöðu ríkisstjórnarinnar og hún verður að bæta ráð sitt,“ sagði Björn. Björn sagði að úrsht alþingiskosn- inganna síðastliðið vor hefðu ekki orðið til þess að efla vitiborið sam- starf milli stjórnvalda og verkalýðs- hreyfingarinnar. Fórnir verkalýðs- ins mættu ekki verða til einskis og það þyrfti að veita stjórnvöldum auk- ið aðhald. Um komandi kjarasamninga sagði Björn að leggja yrði áherslu á að tryggja þann kaupmátt sem um verð- ur samið. Átak yrði að gera til þess að færa taxta að greiddum launum. Dagvinnulaun yrðu í samræmi við ‘ c framfærslukostnað og leggja yrði áherslu á að halda verðbólgunni niðri. „Verkalýðshreyfingin er orðin leið á því að axla byrðarnar einsömul. Nú veldur miklu að samstaða náist í kjarabaráttunni því sundruð verka- lýðshreyfmg er óskastaða vinnuveit- enda,“ sagði Björn Þórhallsson. Sameiginleg not á myndlykli ekki moguleg „Það er rétt, við erum hættir að gera flölbýlishúsasamninga en að sjálfsögðu eru þeir samningar sem geröir voru enn í gildi,“ sagði Sig- hvatur Blöndal, framkvæmdastjóri markaðssviðs Stöðvar 2, en DV hafði borist til eyrna að margir væru óhressir með að geta ekki keypt myndlykil í samvinnu við aðra. I fyrravetur bauðst fólki í flölbýlis- húsum að gera samninga við Stöð 2 og fólu þeir í sér að margir gátu sam- einast um notkun eins myndlykils. Þetta getur verið verulegur sparnað- ur fyrir áskrifendur Stöðvarinnar. Ef tekið er dæmi af íbúum 30 íbúða flölbýhshúss þá geta þeir með þessu móti sparað sér um 450.000 kr. Þetta er ekki mögulegt nú því að núna verða allir áskrifendur að hafa sinn myndlykil. Fyrir þessu taldi Sig- hvatur tvær ástæður: „í fyrsta lagi stafar þetta af samn- ingi sem geröur var við framleiðend- ur myndlyklanna og i öðru lagi vegna þess að þetta var mjög erfitt í framkvæmd. Þaö hefur reynst erfitt að innheimta gjöídin og þá er vanda- samt að beita lokunarrefsingum." Sighvatur sagði að erfiðleikarnir vegna afhendingar myndlyklanna hefðu orðiö til þess aö verksmiöjan hefði veitt undanþágur sem ekki væri hægt að fá núna. Hann játaði að vissulega gæti vakaö fyrir verk- smiðjunni aö selja fleiri myndlykla með þessu móti en hann vissi þó ekkert um þaö. Það er því ljóst að ef fólk ætlar aö fá sér myndlykil þarf það að greiða 15.000 kr. fyrir hann hvort sem því líkar betur eða verr. -SMJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.