Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. Fréttir Kaffibaunamálið í Hæstarétti: Ákæran er afkáraleg - sagði Guðmundur Ingvi Sigurðsson hæstaréttariögmaður Málflutningi var fram haldið í kafflbaunamálinu í gær. Þrír verj- endur luku við varnarræður sínar: Guðmundur Ingvi Sigurðsson, verjandi Hjalta Pálssonar, en hann hóf ræðu sína í gær, Eiríkur Tóm- asson, verjandi Siguröar Árna Sigurðssonar, og Örn Clausen, verjandi Gísla Theódórssonar. Allir verjendurnir lögðu áherslu á aö ekki hefði verið um umboös- viðskipti að ræða milli fyrirtækj- anna heldur hefðu viðskiptin byggst á kaupum og sölu. Dómarar spyrja Verjendur höfðu getið þess í máli sínu að Lundúnaskrifstofa SÍS hóf ekki að greiða fyrir hrákaífl fyrr enn á árinu 1979. Sú staðreynd hef- ur verið ein helstu rökin fyrir því að ekki hafi verið um umboðsversl- un að ræða. Dómarar vörpuðu fram þeirri spurningu hvort und- anfari hafi orðiö að þessum breyt- ingum og hvort ekki sé í gögnum málsins eitthvað að fmna um þess- ar breytingar. Verjendur höfðu ekki svör á reið- um höndum um þessi atriöi. Vísað var til þess að svo til öll samskipti Katflbrennslu Akureyrar og SÍS höíðu fariö fram munnlega. Dómarar lögðu fram fleiri spurn- ingar. Þeir spurðu Eirík Tómasson hvort honum þætti vegna tengsla fyrirtækjanna, þótt ekki heföi verið um umboðsviðskipti að ræða, aö SÍS hefði ekki boriö lagaleg skylda til að greina KA frá þeim mikla hagnaöi sem SÍS hafði af kafflkaup- unum. Eiríkur sagði að skoða yrði vel samband á milli þess sem beitir svikum og þess sem beittur er svik- um. Hann sagði einnig að sama verkaskipting hefði verið á þessum viðskiptum og hjá O. Johnson og Kaaber. Þá var spurt hvort hin miklu tengsl hafi ekki aukið á skyldu SÍS til að upplýsa KA. „Ég tel svo ekki vera,“ svaraði lögmaðurinn og bætti við að siöferðilega gæti svarið verið a'nnað. En hann sagði að laga- lega hefði SÍS ekki borið neina sérstaka upplýsingaskyldu gagn- vart KA. Það kom fram í máli hans síðar að um eðlilega viðskiptaleynd hefði veriö aö ræða. Örn Clausen var spurður, þegar hann lýsti þætti Lundúnaskrifstof- unnar, hvort þar hefðu verið útbúnir reiknar fyrir flutning og tryggingar á kaffisendingunum og ef þaö var ekki gert þar hvar þeir reikningar heföu þá verið útbúnir og hver borgaði þessi gjöld. Þessu gat verjandinn ekki svarað og bað um frest til þess. Umboðsviðskipti eða ekki? Þegar Guðmundur Ingvi Sigurðs- son hélt vörn sinni áfram vék hann enn að þvi að ekki hefði verið um umboðsviðskipti að ræða. í máli hans kom fram að þó starfsmenn SÍS hefðu kallað þetta umboðsvið- skipti og haldið á sínum tíma að svo hefði verið þá verði að líta á staðreyndirnar, þær sýndu allt annað. Enginn vafi er á að SÍS var eigandi að kaffinu, mislengi þó. Guðmundur vitnaði nokkuð í skýrslu nafna síns, Einarssonar, máli sínu til stuðnings. Umboðslaun áfram Eftir breytingarnar á viðskiptun- um, 1979, hélt SÍS áfram að taka umboðslaun. Guðmundur taldi að það breytti engu um eðli viöskipt- anna. Guðmundur benti á að Sigurður Ámi Sigurðsson og fram- kvæmdastjóri KA hefðu gert með sér munnlegt samkomulag þar um. Bragi Steinarsson, sækjandi í kaffibaunamálinu, gluggar í málskjalabunkann. Hér fara nokkur brot úr ræöu Guðmundar: „Þetta er ágreiningur af einkamálalegum toga„Al- gjört innanríkismál hjá SÍS... “ „í Sakadómi voru meðdómendur end- urskoðendur, verjendur hefðu viljað að annar þeirra heföi haft reynslu í milliríkjaviðskiptum... “ SÍS var kaupandinn Guðmundur sagði að í skeytum frá Norræna samvinnusamband- inu, NAF, og eins frá Brasilíu kæmi alltaf fram að SÍS hefði verið kaup- andi að kaffinu. í lok ræðu sinnar ítrekaði verjandinn að ekki hefði verið um umboðsviðskipti að ræða. Hann taldi grundvöll fyrir ákæru um íjársvik brostinn, ákæru um skjalafals fokinn og fyrir gjaldeyr- islagabrot væri líka fokinn. „Virðulegi Hæstiréttur, ákæran er afkáraleg eftir að reyttar hafa verið af henni skrautfjaðrirnar, skjala- falsið.....ég krefst sýknu fyrir skjólstæðing minn, Hjalta Páls- son.“ Ákærurnar mistök Eiríkur Tómasson hóf ræðu sína á því að segja ákærurnar mistök og þá einnig hverjir voru ákærðir og hverjir ekki. Hann sagði skjól- stæðing sinn, Sigurð Árna Sigurðs- son, ekki hafa haft afskipti af öllum þeim viðskiptum sem væru talin upp í ákærunni. Eiríkur nefndi nokkúr dæmi um það sem hann kallaði misræmi i málinu og sagði að ákæruvaldið hefði gerf sig sekt um vitavert misræmi. Eiríkur lagði mikla áherslu á að skjólstæðingur hans hefði farið eft- ir fyrirmælum yfirmanna sinna. Hann taldi því furðulegt ef Sigurð- ur Árni yrði sakfelldur. Hann skoraöi á ákæruavaldið að falla frá ákæru á hendur Sigurði Áma. Eiríkur vísaði á bug að frum- kvæði að tvöfoldu reikningunum hefði komiö frá SÍS. „Meginreglan i viðskiptum er sú að menn mega semja um hvað sem þeir vilja..." „Það er ekki ákært fyrir umboðs- svik. Þó dómarar telji að það eigi við þá kemur það ekki til álita..." Vafi sakborningum í hag „Það er ekki hægt að leggja of mikið upp úr orðanotkun manna, síst í refsimáli þar sem allur vafi skal vera sakborningum í hag>“ sagði Eiríkur. Hann las upp úr skjali, frá Sigurði Árná, þar sem kom fram að ekki hefði verið um umboðsviðskipti að ræða. Sigurður taldi að víxlar þeir sem KA sam- þykkti hefðu ekki verið greiðsla heldur trygging. Eiríkur tók sem dæmi að ef KA hefði orðið gjald- þrota þá hefði SÍS setiö uppi með kaffið. „Ef ég væri bústjóri í slíku búi tæki ég slíka kröfu ekki til greina. Þetta sýnir að SÍS bar allar skyldur kaupanda í viðskiptun- um.“ Eiríkur sagði að forráðamenn KA væru ekki hlutlausir þegar þeir segðu að umboðsviðskipti heíðu verið á milli félaganna og aö þeir sem notuðu þessi orð gerðu sér ekki alltaf grein fyrir lögfræðilegri þýðingu þeirra. Nokkur atriði úr ræðu Eiríks: „Það ræður ekki niðurstöðum hvemigbókun er háttað... “ „Hér- aðsdómur féll í þá gryfju að líta á jöfnunargreiðslurnar sem venju- legan afslátt... “ „Slíkt má opinber dómstóll ekki láta sig henda, síst í svona málum.“ Eiríkur vitnaði í bréf frá 0. John- son og Kaaber til Helga V. Jónsson- ar lögmanns. í bréfinu sagði að fyrirtækið ætti orðiö hærri kredit- nótur en þaö þyrfti til kaffikaupa. Reynt hetði verið að koma afslætt- inum í peninga og að boðin hefðu verið afloll á afsláttinn. Eiríkur sagði viðskipti SÍS og KA sama eðlis og kaffiinnflutning 0. John- son og Kaaber, samt væru fimm menn annars fyrirtækisins fyrir dómi. Eðlileg viðskiptaleynd Síðar í ræðu sinni segir Eiríkur að ekki hafi verið um leynd á við- skiptunum að ræða innan SÍS heldur hitt aö um eðlilega við- skiptaleynd gagnvart KA hafi verið aö ræða. Hann endaði síðan ræðu sína rneð því að árétta að skjólstæð- ingur sinn hefði farið eftir fyrir- mæíum frá sínum yfirmönnum, þeim Hjalta Pálssyni og Erlendi Einarssyni, og bætti við að þeir þyrftu ekki að skammast sín fyrir þær ákvarðanir. Fyrirmæli yfirmanna Órn Clausen, verjandi Gísla The- ódórssonar, var þriðji og síðasti verjandinn sem lauk máli sínu í dag. Örn lagði áherslu á aö skjól- stæðingur hans heföi unnið samkvæmt fyrirmælum yfirmanna sinna. Hefði það sem nú er vitað í í þessu máli komið fram fyrr hefði ekki verið ákært, sagði Örn. „KA kvartaði aldrei og kærði ekki. Þetta er heimatilbúið hjá skattstjóra og ákæruvaldi... ... þettá er sórglegur misskilning- ur. Blöðin komust í málið á meðan það var til rannsóknar hjá ríkis- skattstjóra, hvemig sem á því stóð. Ég virði ákæruvaldinu þaö til vor- kunnar aö þar héldu menn aö þeir væru komnir í feitt..." „Málið snýst ekki um hvort maöur, sem drakk Bragakaffi, hafi borgað meira fyrir það eri... “ Málflutningi verður fram haldið á mánudag. Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttarlögmaður flytur þá varnarræðu fyrir skjólstæöing sinn, Arnór Valgeirsson. -sme Jóhann lagði Jusupov í gær Jóhann Hjartarson hélt áfram sig- urgöngu sinni á skákmótinu í Múnchen í gær er hann sigraði sov- éska stórmeistarann Jusupov í fimmtu umferð mótsins. Hann hefur þá unnið þijár skákir á mótinu en gert tvö jafntefli. Jóhann er einn í efsta sæti með fjóra vinninga en næstur honum kemur Húbner með þrjá og hálfan vinning. Sjötta umferð mótsins verður tefld í dag. Iðnaðarmannafélogin: Enim famir að minna á okkur í biðróðinni - segir Benedikt Davíðsson Þótt einhver iðnaðarmannafélög séu búin að gera kjarasamninga, þar á meðal bókagerðarmenn, eru flest iðnaðarmannafélögin með lausa samninga og hafa verið það síðan um áramót. Næsta samningalota ætti því að vera þeirra. „Við höfum þegar lagt fram okkar kröfur og einstaka félög innan sam- bandsins hafa átt í viðræðum við sína viðsemjendur án árangurs. Nú nýlega rituðum við viðsemjendum okkar bréf og óskuðum eftir samn- ingaviðræðum. Við erum svona að minna á okkur í biðröðinni og teljum að nú sé komið að okkur,“ sagöi Benedikt Davíðsson, formaöur Sam- bands byggingamanna, í samtali við DV. Benedikt sagði að ef ekki yrði farið að tala við byggingafélögin í næstu viku myndu þau fara að þrýsta á um samningaviðræður með einhveijum hætti enda væru þau búin að bíöa síðan um áramót. Mjög mikil þensla er í byggingar- iðnaði um þessar mundir og á eftir að verða enn meiri í sumar. Bygg- ingariðnaðarmenn telja því stöðu sína sterka nú en vinnuveitendur munu að sjálfsögðu reyna að halda sig innan þess ramma launahækk- ana sem smíðaður var í vetur. -S.dór Opið í Hlíðar- fjalli um helgina Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Skíðasvæðiö í Hlíðarfjalli verður opið í dag og á morgun og má segja að hér sé um tilraun að ræða með að hafa opið í maí. Venjan hefur verið sú að loka skíðasvæðinu 1. maí ár hvert. Þar sem nú er óvenjumikill snjór í fjall- inu hefur hins vegar verið ákveöið að hafa opið, a.m.k. nú um helgina, °g sennilega verður einnig opið um næstu helgi ef aðsókn verður góð nú og aöstæður leyfa. 654 milljónir í bamabætur Greiðsla barnabóta og bamabóta- auka fyrir 2. ársfjóröung 1988 fór fram 29. apríl hjá fjármálaráðuneyt- inu. Greiddar vom barnabætur að fjárhæð 552,3 milljónir og bamabóta- auki að fjárhæð 101,7 milljónir eða alls 654 milljónir. Frá áramótum hafa verið greiddar bamabætur að fjárhæö 1.105,2 millj- ónir og bamabótaauki að fjárhæð 204,1 milijónir eða samtals 1.309,3 milljónir. _SMJ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.