Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 23
T LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. 23 Miðað við aðrar þjóðir er það vægast sagt ekki mikið. Allir aðrir keppend- ur voru með fjölmenn fylgdarlið með sér og gegndi hver og einn ákveðnu hlutverki. Þá er auðséð að sjónvarps- stöðvarnar og blöðin senda sömu menn ár eftir ár og þannig er fólkið farið að þekkjast innbyrðis. Auðveld- ara er því fyrir það fólk að ganga að hlutunum vísum. íslendingarnir voru spurðir hvar þeir menn væru sem voru í fyrra en Björn Björnsson og Egill Eðvarðsson voru frá sjón- varpinu bæði fyrri árin sem að öllum líkindum hefur hjálpað upp á sakirn- ar í fyrra. íslenska sjónvarpið ætti að stefna að því í framtíðinni að hafa sama fólkið til að vinna með okkar kepp- endum í Eurovision og leggja áherslu á að þar sé líka maður sem þekkingu og reynslu hefur á fjölmiðlatengslum og kynningarstörfum. í ár var enginn slíkur maður með keppendum. Það getur verið erfitt fyrir fólk, eins og núna, að eyða dýrmætum tíma í að afla sér upplýsinga og læra á Euro- vision-keríið. Óklárar sviðsæfmgar Annar hlutur sem þarf að gagn- rýna, ef við ætlum að vera með í keppninni á annað borð, er að æfmg- ar keppenda eiga að vera fullklárar áður en haldið er af stað. í þetta skiptið virtist það hafa brugðist. Sviðsframkoma skiptir vitanlega mjög miklu máli. Þegar á sviðið í Dublin er komið, þótt um æfingar sé að ræða, snýst málið um hljóðkerfi, stöðu myndavéla og önnur tæknileg atriði en ekki hvernig fólk á að haga sér á sviðinu. Þá má og gagnrýna, eins og var einnig gert í fyrra, að ís- lenska sjónvarpið sendi engan hljóð- mann. Fólk hefur verið að velta því fyrir sér hvort við gerum of mikið úr möguleikum okkar um sigur í keppn- inni. Ef við erum í keppninni til þess eins að vera í botnsætunum gætum við eins setið heima. Allir, sem keppa á annað borð, hljóta að stefna að sigri í hvaða grein sem keppt er í. Ein- hverjum þætti u'ndarlegt ef knatt- spyrnumenn segðust ætla að tapa leiknum áður en hann er byrjaður. Sverrir Stormsker gerði því alveg rétt þegar hann sagðist ætla í keppn- ina til að vinna hana. Hann missti þó vonina fljótlega eftir að komið var út, að minnsta kosti á yfirborðinu. Þótt veðbankar spái ekki sigri er engin ástæða til að missa móðinn. Betra er að stíga með sigurvissu á sviðið heldur en að syngja bara til að vera með. Áhugi á íslandi Mjög margir íslendingar hafa áhuga fyrir Eurovision keppninni og mikill spenningur var einnig í kring- um söngvakeppnina sem haldin var hér heima. Auðséð er að Eurovision á marga aðdáendur og sjónvarpið, sem er í bullandi samkeppni við Stöð 2, fær bæði mikla horfun og auknar auglýsingar út á keppnina. Ef sjón- varpið tekur þá áhættu að vera ekki með í keppninni í eitt eða tvö ár get- ur Stöð 2 hæglega gengið í EBU og þar með fengið rétt á keppninni. Hvort sem það verður ríkið eða einkaframtakið sem heldur næstu keppni þá er eitt víst að ekki er nóg að senda keppendur sjálfa, þjálfað fagfólk þarf einnig að vera til staðar. -ELA Stormskeriö settist við flygilinn á hótelinu og lék klassískt frumsamið lag fyrir Hrafn Gunnlaugsson og aðra gesti hótelsins sem voru nærstaddir. Þýska stúlkan fékk mikla athygli og hér er hún að koma úr útvarpsviðtali. Það nægði henni þó ekki til sigurs, eins og margir höfðu spáð, heldur hafnaði hún í fjórtánda sætinu með móður sinni. DV-myndir -ELA l^éiðsfa Þk//agre/n Vei q°ná^erra 9ialda 9 ‘aunaareiöslna . 'm*an* n'»ó i»un ——_______ l,,<Jt>etnin<| hvers mánaðar Launagreiðendum ber að skila afdreginni staðgreiðslu af launum og reiknuðu endur- gjaldi mánaðarlega. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftir á. Gjalddagi skila er 1. hvers mánaðar en eindagi þann 15. Með greiðslu skal fylgja grein- argerð á sérstöku eyðublaði „skilagrein". Skilagrein ber að skila, þó svo að engin stað- greiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heilum krónum. Allir launagreiðendur og sjálf- stæðir rekstraraðilar eiga að hafá fengið eyðublöð fyrir skilagrein send. Þeir sem ein- hverra hluta vegna hafa ekki fengið þau snúi sér til skatt- stjóra, ríkisskattstjóra, gjald- heimtna eða innheimtumanna ríkissjóðs. -Gerið skil tímanlega og forðist örtröð síðustu dagana. RSK RÍKISSKATTSTJÓRI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.