Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Page 14
14
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÚLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 700 kr.
Verð í lausasölu virka daga 65 kr. - Helgarblað 80 kr.
IMeyðaróp úr frystihúsum
Ekki eru þær uppörvandi ræðurnar sem fluttar eru
á aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna. For-
ystumenn SH senda ríkisstjórninni tóninn, boða rekstr-
arstöðvun og atvinnuleysi og kveinka sér undan
skilningsleysi stjórnvalda jafnt sem fjölmiðla á rekstrar-
grundvelli frystihúsanna. Þeir hafna því alfarið að
samruni frystihúsa leysi nokkurn vanda og telja að erf-
iðleikarnir stafi ekki af eigin mistökum heldur ytri
aðstæðum. Og skilaboðin frá þessum fundi eru skýr.
Ef gengið verður ekki fellt og gripið til róttækra efna-
hagsaðgerða á næstunni er frystingin komin á hausinn.
Þegar SH-menn bera sig aumlega undan skilnings-
skorti á gildi og rekstri frystingarinnar í landinu geta
þeir sjálfum sér um kennt. Talsmenn SH hafa haft til-
hneigingu til að sitja í fílabeinsturnum, á eintali við
sjálfan sig og stjórnvöld, og nánast yfir það hafnir að
taka þátt í almennum umræðum. Sölusamtökin hafa
fengið á sig stimpil einokunar og aukið frelsi eða breyt-
ingar á físksölu hefur verið sem eitur í þeirra beinum.
Og enn sitja þeir við sama heygarðshornið á aðalfundin-
um. Nú er ekki aðeins verið að skammast yfir því að
aðrir en SH og SÍS fái að flytja út til Bandaríkjanna
heldur eru hornin rekin í ferskfisksöluna og gámaút-
flutninginn. Allt eru þetta þó sjálfsbjargartilraunir
sjávarútvegsmanna til að fá sem mest verðmæti fyrir
sjávaraflann og leita nýrra leiða í útflutningsverslun-
inni. Þar að auki eru þessar ýfingar einkennilegar þegar
tii þess er tekið að það eru sömu mennirnir, eigendur
frystihúsa og útgerðar, sem geta tekið skammirnar til
sín. Slíkur málflutningur, svona tvískinnungur, er auð-
vitað ekki sæmandi mönnum sem vilja láta taka mark
á sér.
Málatilbúnaður af þessu tagi er sjálfsagt arfur frá
þeim tímum þegar SH þurfti ekki annað en lyfta litla
fingri til að segja stjórnvöldum fyrir verkum. Þetta eru
leifarnar af þeim hugsunarhætti að þjóðinni kæmi ekki
við hvað höfðingjarnir hefðust að. En tímarnir eru
breyttir og ef frystihúsamönnum þykir óvægilega að sér
vegið eiga þeir að svara fyrir sig, gangá fram fyrir
skjöldu og opna línuna milli sín og þjóðarinnar. Enginn
efast um þýðingu þess að frystihúsin og sölumiðstöðin
beri sig. En þau þurfa að fá almenningsálitið á sitt band.
Þau þurfa að útskýra fyrir fjölmiðlum og almenningi
að hagur frystihúsanna sé ekki bara hagur eigendanna
heldur allrar þjóðarinnar. Vanþekking á stöðu og rekstri
íslenskra fyrstihúsa er afleiðing af þeirra eigin tregðu
til að mæta nýjum aðstæðum á öld upplýsinga og vakn-
andi þjóðarvitundar.
Þessar vangaveltur breyta hins vegar ekki þeirri stað-
reynd að gagnrýni þeirra frystihúsamanna á aðgerða-
leysi stjórnvalda er réttmæt. Og hún er alvarleg. Þeir
benda á með óyggjandi rökum að staða þeirra hafi stór-
lega versnað vegna fastgengisstefnunnar. Eftir gott
tímabil, allt til síðasta árs, hefur stöðugt sigið á ógæfu-
hliðina sem rekja má til þess að samfara föstu gengi
dollar, hefur framleiðslukostnaður vaxið og verðlag
dregist saman. Þrátt fyrir aðgerðirnar í febrúar segja
útreikningar að frystingin sé rekin með fimmtán pró-
sent tapi. Ekkert frystihús þolir slíkt tap.
Það er auðvitað deginum ljósara að íslendingar hafa
ekki efni á að undirstöðuatvinnuvegirnir búi við shkar
rekstraraðstæður. Ef undirstaðan brestur þá brestur
þjóðfélagið. Hér þarf ekki aðeins að bjarga illa stöddum
frystihúsum. Hér þarf að bjarga þjóðarbúinu.
Ellert B. Schram
Væri hægt að koma
ritskoðun á
Iandkynninguna?
Nokkur hér sem veit hvar Sjúk-
úllsú er?
Hélt þaö heldur ekki.
Svona vitum viö miklu meira hér
á meginlandinu.
Sjúkúllsú er hægra megin á ís-
landskortinu. Og er oft stafað
Jökulsá.
í Sjónvarpinu okkar (40 rásir,
hver annarri heilbrigðari af sam-
keppninni) er þáttur sem heitir
Jónatan. Persónugervingur Jónat-
ans er rindilslegur maöur meö ljóst
hár. í hárinu eru þannig bylgjur,
aö maöur skilur strax af hverju
Jónatan heldur úti þætti um sanna
karlmenn og mannraunir í stað
þess að fá sér einhverja almenni-
lega vinnu.
Hann kynnir þættina hangandi
utan á flugvél yfir Ölpunum meö
gogglur og hljóðnema. Þannig er
Jónatan.
í gærkvöldi ráðlagði hann öllum
sem vilja takast á við tilveruna og
eru hættir að fá nokkuð út úr al-
mennum umferðarslysum, stór-
brunum og flugvélahrapi að
skreppa til íslands.
í talfæri
Auður Haralds
SMYRIL-UNE
„Eða álíka þreytt og þið verðið heima þegar hundruð vaskra manna
vella upp úr ferjunni með allan útbúnað til að tæta upp náttúruna okkar."
Svo fór hann með okkur til ís-
lands.
í leiðangrinum voru sjö skeggjað-
ir Bretar og tíu milljónir sveittra
skrifstofumanna í hægindastólum
víðs vegar um Ítalíu.
Við lögðum að þar sem Vatnajök-
ull rekur tær skriðjökulsins út í
sjó. Um leið hófst upplýsinga-
streymi:
„Einmitt hér tóku vikingarnir
land. Þeir kölluðu landið Æseland,
sem þýðir Klakaland og þaö er ekk-
ert skrýtið því landið er umgyrt
æsbergum.
Erindið er aö kanna stórfljótiö
Sjúkúllsú, sem á upptök sín undir
Vaddannasjúkúll og rennur þaðan
alla leið út í Pólhafið. Þetta fljót
hefur aldrei verið siglt, aldrei
kannað og aldrei fótum troðiö.
Ætlunin er að sigla upp þetta fljót
hér, ganga yfir jökulinn og sigla
síðan frá uppsprettu Sjúkúllsú,
sem leið hggur út í Pólhafið."
Draga menn nú kajaka úr pússi
sínu'og taka að róa lífróður upp
„þetta fljót hér“, sem er jökullóniö.
„Þetta er stórhættulegt, lífs-
hættulegt, afar erfitt að finna leið
á milli æsberganna sem á hverju
augnabliki geta lokað leiðinni og
malað leiðangursmenn niöur.“
Æsbergin válegu eru klakahnull-
ungar sem standa klettfastir í
jökullóninu og bráöna í ágústsól-
inni. Þeir komast lífs yfir pollinn
og hefla gönguna á jökulinn. Þar
tilað:
„Ofsafenginn snjóstormur kyrr-
setur leiðangursmenn. Þeir hafast
við í tjöldum sínum. Tjöldin þola
vart álagið lengur. Er öll von
úti?“
Úti er bara allþónokkuðtalsverð
von. Eða smágola og hundslappa-
drífa. Tjöldin blakta ekki einu
sinni. En ofurkapparnir neyöast
ekki til aö gefast upp gagnvart nátt-
úrúöflunum, því skyndilega stend-
ur voða spakur og góðlegur snjóbíll
á tjaldstæðinu. Þeir pakka. Beijast
þeir svo um stund á móti golunni,
eða þar til komið er að gati í jöklin-
um. Niður um það síga þrír menn
og þrír kajakar, því viö erum kom-
in að hinum heitu uppsprettum
sem örfáum metrum síðar breytast
í ískalda jökulána.
Alhr í bað. Til að undirstrika
mótsagnirnar í íslensku náttúr-
inni.
Svo drífa þeir sig í gúmmígallann
og nú heíjast mannraunirnar fyrir
alvöru. Disney heföi öfundað þá af
næsta skoti: Þrjár undraverur, aö
hálfu kajak og hálfur maður, líða
í gegnum skínandi hvíta klakahöll
Vatnajökuls.
Nútímariddararnir koma út und-
ir bert loft og þá eykst upplýsinga-
streymið aftur:
Jökulsá er brún af ólgu. Ekki af
framburði, eins og var logið aö okk-
ur í barnaskóla. Frekar svona af
geðillsku. Hún þrýstist í gegnum
þröng kaníons og þar eru rastir og
flúðir. Sá sem sekkur þar kemur
aldrei upp aftur.
í því hverfur einn leiöangurs-
manna. Maður afskrifar hann
bara. Þá kemur hann syndandi á
móti myndavélinni. Það eru von-
brigði.
Þulurinn rétt nær að segja okkur
að það taki marga mánuði að ganga
niður með Sjúkúllsú. Þá eru hetj-
umar orðnar svo þrekaðar að þær
taka sabbatviku á árbakkanum.
Myndavéhn líður angurvær yfir
útbúnaöinn. Það þarf að setja bót á
gúmmíbátinn og eitt bitaboxiö er
beyglað. Þeir hafa raðað hafurtask-
inu þannig í kambinn að lítur út
eins og áin hafi spýtt þessu öllu út
úr sér.
Við fengum aldrei aö sjá land-
könnuðina kljúfa öldur Pólhafsins.
Heimildarspennuþátturinn endaði
á skoti af dökkgráum eyðisandi og
einni örvæntingarfullri holtasóley.
Texti: „Á íslandi er vart nokkur
gróður, næstum engin dýr og að-
eins örfáir menn.“ Þá kom Jónatan
aftur á skerminn og endurtók
hvatningar sínar til ahra sem vilja
fróa sjálfseyðileggingarhvöt sinni:
Út til íslands, hörkutól.
Því þar stendur eldsúlan upp úr
jöröinni og sleikir vinstri ermina
um leið og hægri ermin kubbast
sundur í kvörn æsberganna. Á
meöan ferðamaðurinn verður fyrir
þessari kitlandi reynslu stendur
hann í bullandi hver upp að mitti.
Ættingjarnir fá svo bringubeinið
sent i pósti.
Ef ég kem einhvern tíma höndum
yfir Jónatan þá ætla ég fyrst að
vefja hann í fjallgöngureipið sem
hann notar fyrir tannþráö. Síðan
nota ég Jónatan fyrir jójó. Þegar
hann er orðinn hæfilega meyr ætla
ég að segja honum frá skýjakljúf-
unum í Breiðholti, Búrfellsvirkjun,
hitaveitunni, háskólanum og Borg-
arspítalanum. Sérstaklega ætla ég
að nefna hvað læknarnir okkar eru
fhnkir aö græöa brenndu bífurnar
aftur á ævintýramennina sem
heimsækja okkur. Þessa sem fengu
að vita hjá hundruöum innfæddra
að hverirnir væru heitir en óðu út
í þá samt.
Ég er nefnilega orðin þreytt á
þessari einhliða landkynningu.
Eða álíka þreytt og þið verðið
heima þegar hundruð vaskra
manna vella upp úr ferjunni með
allan útbúnað til að tæta upp nátt-
úruna okkar. Og eru að auki með
bensín og nesti með sér.
En hvernig á þessum mönnum
að detta í hug að það séu reknar
matvöruverslanir og bensínstöðv-
ar í landinu? Þeir hafa aldrei séð
heimOdarmynd frá íslandi þar sem
farið er yfir fljót á brú eöa sér svo
mikið sem í slettu af malbiki. Að
ekki sé minnst á eitthvað kvikt.
Og þaö er heldur ekkert skrýtið
að mér hafi veriö vikiö út af ít-
alskri símstöð með orðunum:
„Hringja til íslands? Það er ekki
hægt. Á íslandi er enginn sími. ís-
land er eyðimörk."