Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 18
18 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. Með tíu tíma fyrirvara til Dublin: *veró mktast við framköllun og koperinguá 24 niynda litfilnuiog 24 mvnda KONICA litfilmu sem jxi íærð til haka „Iitil atriði skipta stóru máli^ -segirGunnar MárSigur- finnsson sem varblaðafull- trúiBeathoven íDublin Gunnar Már er aðeins 22ja ára en fékk vandasamt starf með tíu klukkustunda fyrir- vara á Eurovision. DV-mynd Brynjar Gauti „Þaö var svolítið skondiö hvernig vildi til aö ég fór meö hópnum til Dublin. Ég talaði viö Steinar Berg daginn fyrir brottför til aö semja um plötu Greifanna. Hann var þá að böl- sótast yfir aö komast ekki vegna verkfallsins og ég spurði þá í gríni hvort ég ætti ekki að fara í staðinn. Steinar tók mig á oröinu og pantaði flugfarið fyrir mig tíu tímum fyrir brottför," sagöi Gunnar Már Sigurf- innsson sem fór á Eurovision sem blaöafulltrúi Beathoven frá hljóm- plötuútgáfunni Steinum. Gunnar Már er umboðsmaður hljómsveitar- innar Greifanna. „Ég trúöi þessu ekki fyrst en ákvaö aö slá til og fór. Ég vissi ekkert hvaö ég var aö taka aö mér en Steinar reyndi að setja mig inn í hlutina ásamt Baldvin Jónssyni auglýsinga- stjóra. Þeir sögöu mér hvaöa fólk ég ætti að hafa samband við er ég kæmi út, eins og t.d. yfirmann Eurovision við íjölmiöla og þá menn sem voru með næturklúbbana sem viö héldum fundi í. Þar sem þetta var mjög skammur tími gátu þeir varla sagt mér allt sem þeir hefðu viljað segja mér. Ég hef starfað við aö koma Greifunum á framfæri og ákvað frá byrjun að haga mínum störfum á sama hátt. Ég varö þó að vega það og meta er ég kom út hvort þau vinnubrögð hentuöu." Eifitt starf Gunnar Már sagöist fyrst er hann kom til Dublin hafa farið í RDS, þar sem flestallir blaðamennirnir voru, og reynt að kynna sér hvað væri að gerast. „Steinarlagði mestaáherslu á að ég næði sambandi viö írsku og bresku blöðin, einnig að ég kynnti keppendur fyrir þeim blaðamönnum sem voru á staðnum, auk lands og þjóðar. Þetta starf var gífurlega erfitt vegna þess að ég hafði aldrei unnið svona áður. Ef maður ætlar að ná til pressunnar og láta taka eftir sér verður að halda til á því svæði þar sem blaðamenn eru og ræöa við þá meira eða minna allan daginn. Það verður að vekja upp áhuga hjá þeim. Ég held að blaðamannafundir okkar hafi tekist ágætlega. Ég sá umfjöllun um okkur í Daily Mail og í Daily Express og ég heyrði að sænsku blöð- in hefðu fjallað um okkur. írska sjónvarpið var með viðtal við Jón Pál og Beathoven. Það auðveldaði kynninguna að hafa Jón Pál því að hann vakti mikla athygli." - Heldurðuað JónPállhafi vakið of mikla athygli og stolið senunni frá Beathoven? Ahuginn minnkaði „Jón Páll var sérstaða okkar því að af skiljanlegum ástæðum var eng- inn annar með sterkasta mann í heimi. Beathoven var bara einn keppandi af tuttugu og einum. Síðan kom upp þessi leiðindastaða þegar Stefán veiktist og gat ekki mætt á blaðamannafundi. Ósjálfrátt minnk- aði áhuginn á Beathoven og það voru eðlileg viðbrögð sem ekkert var við að gera.“ - Varstu ánægður með þá athygli sem við fengum? „Að sjálfsögðu vill maður alltaf gera betur. Ég hefði auðvitað kosið að Stefán hefði ekki veikst og að við hefðum getað haldinn hópinn betur saman. Við hefðum með því móti áreiðanlega fengið meira út úr okkar blaðamannafundum. Ég var alger- lega óreyndur og vissi ekkert út í hvað ég var að fara. Ég hef ekki held- ur samanburð frá fyrri árum.“ Vantaðiplötur - Myndirþúgerahlutinaöðru- vísi eftir þá reynslu sem þú hefur núna? „Ég hefði undirbúið mig.miklu bet- ur og reynt að ná sambandi við þá blaöamenn sem ég vildi ná tali af áður en haldið var á staðinn. Þá fannst mér mjög slæmt að hafa kass- ettur í stað platna. Þetta eru atriði sem eru kannski ekki stór en skipta gríðarlega miklu máli. Það er nauð- synlegt að senda góðan blaðafulltrúa með íslenska hópnum því að keppnin snýst um hver nær mestri athygli. Það þarf að senda sérstakt fólk með keppendunum til að skipuleggja og sjá um kynningarmál. Við höfum kannski meiri þörf en margar aðrar þjóðir fyrir að kynna okkur. Tveir menn komast yfir meira en einn maður en alltaf er spurning hversu miklu á að kosta til. Steinar borgaöi fyrir mig og Jón Pál og ég er ekki viss um að hann hefði veriö tilbúinn aö borga undir fleiri. En keppnin er á milli sjónvarpsstöðva og mér finnst að ríkissjónvarpið heföi átt að standa fyrir eigin kynningum á sínu fólki. Aðrar sjónvarpsstöðvar senda fólk sem sér um kynningarmál og mér finnst eölilegt að við gerum það líka. Gunnar Már sagði ennfremur að íslendingar væru fáfróðir um keppn- ina og vissu í raun ekki út á hvaö hún gengi. „Ég gerði mér grein fyrir því straxog við komum til Dublin að fáir þekktu okkur. Það er mikið atriði fyrir okkur að halda áfram aö vera með í keppninni. Ef við dettum út í eitt eða tvö ár þá missum við strax þau sambönd sem við höfum þó komiö okkur upp. Ég tók eftir því að hjá öðrum sjónvarpsstöðvum er það mikiö til sama fólkið sem vinnur við keppnina. Sumir blaðamenn voru að koma á sjöttu Eurovision- keppnina og þeir þekktu allt og alla. “ Langar aftur Gunnar Már er 22ja ára úr Vest- mannaeyjum og hefur starfað undanfarin ár sem umboðsmaður Greifanna. Annar „greifi“ var með í Eurovison í ár en það var Kristján Viðar Haraldsson hljómborðsleikari. Gunnar sagöi að plata þeirra félaga væri að koma út í júní og vel gæti komið til greina að hljómsveitin sendi inn lag í næstu söngvakeppni. „Eurovision gefur mikla möguleika og reynslu. Keppnin er skemmtileg og ég gæti vel hugsað mér að fara aftur - með örlítið meiri fyrirvara." -ELA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.