Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. / 47 IþróttapistiU Fjörugt ársþing um helgina Islenskir knattspyrnumenn hafa gert víðreist undanfarna daga og leikið landsleiki á erlendri grundu. Ekki verður sagt að árangur liðsins sé góður og reyndar finnst mér hann rétt svo sæmilegur. Þrjú töp í þremur leikjum, að vísu alltaf á útivelli. Hafa verður þaö í huga að keppnistímabil knattspyrnumanna hér á landi er nýhafið og þeir því ekki líklegir til stórræða á þessum árstíma. Skrýtin ákvörðun hjá þjálfaranum Ég sá auðvitað ekki þessa þijá leiki og get því ekki farið út í það aö dæma frammistöðuna í heild en þó vekja nokkur atriði athygh í sambandi við þessa leiki og þá sérs- taklega sú ákvörðun landsliðsþjálf- arans, Sigfrieds Held, að skipta um markvörð frá ólympíuleikjunum við Hollendinga og Austur-Þjóð- verja til vináttuleiksins gegn Ungverjum. Birkir Kristinsson varði mark íslands í ólympíuleikj- unum og samkvæmt lýsingum íþróttafréttamanna, sem leikinn sáu, stóð hann sig afburðavel. Hvaða ástæða var þá til að kalla á Guðmund Baldursson frá íslandi til aö leika leikinn gegn Ungverjum í Búdapest? Guðmundur hafði ekki, fyrir leikinn gegn Ungverjum, leik- ið leik á grasvelli á þessu ári og því var það algerlega ástæðulaust hjá Held að láta hann leika gegn Ung- veijum. Enda kom í ljós í leiknum gegn Ungverjum að Guðmundur gerði afdrifarík mistök sem geta kostað hann landsliðssæti í fram- tíðinni. Ótrúleg keppnisharka Fyrir þessa keppnisferð lands- liðsins var það vitað aö Skagamað- urinn Ólafur Þórðarson væri mikill baráttujaxl og þar færi leik- maður sem aldrei gæfist upp. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks í leik Aust- ur-Þýskalands og íslands gerðist það óhapp að brotið var gróflega á Ólafi en þrátt fyrir að skór hans rifnuðu og sokkurinn líka sá dóm- arinn ekki ástæðu til að dæma á brotið. í leikhléinu voru saumuð flögur spor í hæl Ólafs sem síðan lék áfram með í síðari hálfleik eða þar til nokkrar mínútur voru eftir af leiknum. Hann var síðan aftur meö gegn Ungverjum og sýndi í þessari ferð gífurlega keppnis- hörku sem margir aðrir knatt- spyrnumenn okkar, þar með taldir atvinnumenn sem leika erlendis, mættu taka sér til eftirbreytni. Búast má við fjörugu árs- þingi hjá körfuknattleiks- mönnum Ársþing körfuknattleikssam- bands íslands stendur yfir um þessa helgi og má búast við miklum átökum á þinginu. Tvö mál ber hæst, annars vegar spurningin um það hvort leyfa eigi erlenda leik- menn á næsta keppnistímabili og hins vegar um breytt fyrir komulag í keppni úrvalsdeildar. Menn skiptast nokkuö í tvo hópa varðandi erlendu leikmennina. Það eru einkum leikmenn og jafnvel þjálfarar sem vilja fá erlenda leik- menn en forráöamenn félaganna, þeir sem þurfa aö afla peninganna, eru flestir á móti þessari hugmynd. Ég er þeirrar skoðunar að leyfa eigi erlenda leikmenn og það sé frumskilyrði þess að karfan hér á landi nái að hrifsa til sín athygli áhorfenda. Hvort erlendir leik- menn bæta körfuboltann hér á landi skal ósagt látið. Spurningin er þessi: Hvort er mikilvægara að fá áhorfendur-til að fjölmenna á leikina næsta vetur og auka um- fjöllun í fjölmiðlum um leið eða að hjakka áfram í sama farinu? Síðast þegar erlendir leikmenn léku hér á landi skorti mjög á skipulag og góða framkvæmd hjá liðunum. Leikmönnunum voru greidd alltof há laun og mörg félög fóru illa út úr því. Nú hljóta menn að hafa lært af reynslunni og forráðamenn félaganna i úrvalsdeildinni hljóta að vera á þeirri skoðun að hleypa þurfi nýju og fersku blóði í körfuna hér á landi. Sé það vilji þeirra að auka vinsældir þeirrar íþróttar, sem þeir starfa fyrir, staðfesta þeir hinir sömu þann vilja sinn með því að samþykkja tillögu á ársþinginu um helgina þess efnis að erlendir leikmenn verði leyföir hér á landi næsta vetur. Breytt keppnisfyrirkomulag í úrvalsdeild Eins og sjá mátti í frétt í DV á fimmtudaginn kemur fram tillaga frá stjórn KKÍ á þinginu um helg- ina þar sem lagt verður til að núverandi keppnisfyrirkomulagi í úrvalsdeildinni verði breytt. Aðal- atriðin í tillögunni eru þau að leikið verði í tveimur fjögurra liða riðl- um, fjórföld umferð í riðlunum og síðan leiki öll liðin innbyrðis á milli riðla, heima og heiman. Þessi tillaga hefur vakið gífurlega reiöi norður á Akureyri vegna þess að verði þetta samþykkt detta Þórsar- ar úr úrvalsdeildinni. Þar hafa þeir þó leikið þijá leiki gegn ÍS um laust sæti í deildinni næsta vetur og hafa með sigri úr þessum viðureignum tryggt sér úrvalsdeildarsætiö. Reiði Akureyringa ástæðu- laus? Vera kann að reiði Akureyringa sé ástæðulaus. í samtali við DV sagði Björn Björgvinsson, formað- ur KKÍ, að þessi tillaga væri fyrst og fremst lögð fram til þess að opna umræðu um keppnisfyrirkomulag- ið á þinginu og auðvitað er það af hinu góða ef málin eru rædd. Alveg eins mun koma til greina að leika í tveimur fimm liða riðlum og þá yrðu væntanlega allir ánægð- ir. Það verður fróðlegt að fylgjast meö gangi mála á þinginu um helg ina og nýjustu fréttir af stöðu mála munu að sjálfsögðu birtast i DV á mánudaginn. _ SK • Dirk Dunbar er einn þeirra erlendu leikmanna sem hér hafa leikið en hann lék með ÍS. Dunbar var ótrúlega snjall leikmaður og dró að fjölda áhorfenda. Verða erlendir leikmenn leyfðir hér á landi að nýju á ársþingi körfuknattleikssambandsins um helgina? Útboð Byggingarnefnd Foldaskóla óskar eftir tilboðum í lokafrágang annars áfanga Foldaskóla í Grafarvogi. Um er að ræða allan lokafrágang hússins, sem er um 1.900 m2, að undanskildum föstum innréttingum. Útboðsgögn eru afhent á Teiknistofu Guðmundar Þórs Pálssonar, Óðinsgötu 7, 3.h. til hægri, gegn 15.000 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 18. maí nk. kl. 11.00. Byggingarnefnd Foldaskóla Auglýsing um verklegt próf í endurskoðun Samkvæmt reglugerð nr. 208/1979, sbr. reglugerð nr. 1/1980, verður haldið verklegt próf til löggilding- ar til endurskoðunarstarfa og er áætlað að það verði á tímabilinu frá 20. október til 10. nóvember 1986. Þeir sem hyggjast þreyta prófraun sendi prófnefnd löggiltra endurskoðenda, c/o fjármálaráðuneytið, til- kynningu þar að lútandi fyrir 13. júlí nk. Tilkynning- unni skulu fylgja skilríki um að fullnægt sé skilyrðum til að þreyta prófraun sbr. lög nr. 67/1976. Prófnefndin mun boða til fundar með prófmönnum í september nk. Reykjavík, 3. maí 1 988. Prófnefnd löggiltra endurskoðenda. SMÁAUGLÝSINGAR DV MARKAÐSTORG TÆKIFÆRANNA Þú átt kost á aö kaupa og selja allt sem gengur kaupum og sölum. Bara aö nefna þaö í smáauglýsingum DV, hinu ótrúlega markaöstorgi tækifæranna. Markaöstorgiö teygir sig víöa. Þaö er sunnanlands sem noröan, vestan sem austan, í bátum sem flug- vélum, snjóbílum sem fólksbílum, hvarvetna er DV lesiö. Einkamál. Já, þaö er margt í gangi á markaöstorginu, en um hvaö er samiö er auövitaö einkamál hvers og eins. Sumir borga meö fínpressuöum seölum. Menn nýkomnir úr banka? Þarf alls ekki aö vera. Gætu hafa keypt straubretti á markaöstorginu daginn áöur. Smáauglýsingar DV eru markaöur meö mikinn mátt. Þar er allt sneisafullt af tækifærum. Þaö er bara aö grípa þau. Þú hringir...27022 Við birtum... Það ber árangurl Smáauglýsingadeildin er í Þverholti 11. Oplð: Mánudaga-föstudaga, 9.00—22.00 a ER SMÁAUGLÝSINGABLAUD
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.