Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 36
48 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. Ekki sjaldan heyrast raddir um að nú sé „ís- öld“ að dynjayfir mannkynið. Sveiílur í veðurfari eru oft metnar sem viðvarandi ástand. Sumir telja siggeta spáðum veður mánuðieðaárframítímann. Oftar enekki er um hreinan hugarspuna að ræða. Það eina sem við ættum að slá föstu, áður en við leggjum eyrun við stóradómi um veðurfarið, er að margs konar og mislangar sveiflur hafa átt sér stað í veðurfarinu, veðrið er síbreytilegt. Eldgos geta valdið því að veðurfar breytist um tíma, staðbundið. Athuganir benda til að Skaftáreldar hafi valdið köldum árum 1783 og 1784. ísöldin Riljum upp nokkur atriði við hina eiginlegu ísöld. Það hugtak má helst ekki nota um kólnandi veðurfar einhvers staðar í heimin- um um þessar mundir. ísöld er heiti sem notað er um tiltekið tímabil í jarðsögunni. Það hófst fyrir um 3 milljónum ára hér á norðurhveli jarðar (aldur jarðar er um 4500 milíj. ára). Þá hafði loft- slag kólnað hægt og bítandi í nokkrar milljónir ára að því er virðist. Svo kom að því að jöklar höfðu stækkað svo mikið að lífríki og umhverfi stórra landssvæða breytti afgerandi um svip. Jarðlög frá þessum tíma einkennast til dæmis af miklu afjökulættuðu seti. Ætla má að stórir hlutar íslands hafi verið huldir jökli skömmu eft- ir að ísöld hófst. Tímabilið nefnist jökulskeið. Ekki er vitað hve langt það var en líkur eru á að það hafi varað í tugþúsundir ára. Þegar hlýnaði minnkuðu stóijöklarnir mjög eða hurfu og hlýskeið tók við af jökulskeiðinu. Lengd þess kann að vera svipuð og lengd fyrsta jök- ulskeiðsins. Svo kólnaði á ný og jökulhvelin risu aftur. Þannig gekk á víxl í hátt á þriðju milljón ára,- sum jökulskeiðin voru ef til vill aUt að 100-200 þúsund ára löng og heildarfjöldinn 20-30. Á íslandi má finna menjar um a.m.k. 10 jökul- skeið en þess ber að gæta að jöklar' eins skeiðs eyða miklu af jarð- myndunum eldri skeiða. Á hlý- skeiðunum var loftslag hér í ætt við það sem við nú þekkjum en á jökulskeiðunum líklega meira í ætt við loftslag á eyjunum vestan Grænlands og norðan Kanada. Síð- astliðna jökulskeiðið hófst fyrir um 70 þús. árum og stóð með litlum breytingum þar til fyrir um 20 þús. árum en þá fór að hlýna veruiega. Venjulega er miðað við að síðasti ísaldaxjökull hafi verið horfinn að mestu eða öllu leyti fyrir 8 til 10 þús. árum. Þaðan í frá heitir nútími (10 þús. ár) og verðum við áð líta á hann sem upphaf hlýskeiðs sem ekki sér fyrir endann á. Og veit raunar enginn hvort ísakuldunum sé í raun lokið eða ekki. Svo gæti farið, eftir nokkur þúsund eða tug- . þúsundir ára, að enn eitt jökul- skeiðið gengi í garð. Slíkt ætti sér langan aðdraganda. Til eru nokkrar tilgátur um or- sakir ísaldarinnar. Þar hefur til dæmis breytt afstaða landa (vegna plötuskriðs/landreks) verið nefnd til, breytingar á sjávarstraumum, ferð sólkerfisins í gegnum geimský er deyfa sólargeislunina sem tU okkar berst og sveiflur í útgeislun sólar. Flestir telja síðustu tilgátuna líklegasta og á hún þá einnig að skýra fyrri ísaidir sem menjar eru um í mjög gömlum jarðlögum. Rannsóknir á nálægum sólum í vetrarbrautinni sýna að til eru margar gerðir sólna með breytilegu ljósmagni 1 rás tímans. Sveiflumar eiga sér flestar eðlifræðilegar skýr- ingar í iðrum stjamanna þar sem kjamasammni á sér stað, en hann „kyndir" sólimar. itz Á íslandi hafa miklar veðurfars- sveiflur átt sér stað. Sumar voru mjög langæjar og ná 2 til 3 milljón- ir ára aftur i timann. Aðrar eru skammvinnar og hafa áhrif á dag- legt lif okkar. 2500 ára sveiflan Lítið er vitað um loftslagssveifl- ur á jökulskeiðunum og hlýskeið- um þar á milli. Öðru máli gegnir um undangengin 10-20 þús. ár. Menn vita til dæmis að afturkippur kom tvisvar í bráðnun síðasta ís- aldarjökulsins. í fyrra sinnið gengu jökuljaðrar fram í kuldakasti sem náði hámarki fyrir um þaö bil 12-13000 árum. Svo hlýnaði en kólnaði enn á ný eitt til tvö þúsund ámm síðar og náöi seinna kuldak- astið hámarki fyrir um 10- 11000 ámm. Svipaðar sveiflur urðu loks á næstu 10 þús. ámm. Má skipta þeim (og líklega lokahluta jökul- skeiðsins á undan) í 2000 til 2500 ára tímabil. Þau em köld og hlý á víxl. í hlýindunum á nútíma minnkuðu mýrar, birkiskógar stækkuðu og væntanlega vom vet- ur kaldir en þurrir og sumur fremur hiý og ekki úrkomusöm. Kuldaskeiðin einkenndust af svöl- um sumrum og aukinni úrkomu með tilheyrandi breytingum á mýrlendi og skógum. Við lifum ein- mitt á svona skeiði sem hófst fyrir rúmum 2000 árum, mörgum öldum áður en landið var numið. Ef til vill dregur nú nær lokum þess, sé miðað við 2500 ára sveiflu. Það eru meðal annars menjar í ís- lenskum mýrum sem sýna umræddar 2500 ára veðurfars- sveiflur. Oftast eru tvö lög úr fúnum birkilurkum í mýrunum en þykk mólög í mifli. Á undanfömum árum hefur ný vitneskja rennt stoðum undir þessar sveiflur. Það eru upplýsingar um eins konar árs- meðalhita sem lesa má úr greining- um á borkjömum úr Grænland- sjökfl. Kemur þar fram 2500 ára Jöklar eru næmir fyrir veöurfars- sveiflum. Skriðjökulssporðar á íslandi hopuðu allhratt frá þvi mælingar hófust um 1930 og þar til á 8. áratugnum. Undanfarin ár hafa sumir sporðanna tekið að ganga fram á ný. hitasveifla langt aftur í tímann. ís- lendingurinn Sigfús Johnsen hefur tekið þátt í þessum rannsóknum. Helsta skýringin á umræddum breytingum er s'em áður sveiflur (púlsar) í útgeilsun sólar, eins kon- ar langæ hitabylgja með 2000 til 2500 ára millibili. Veðurfar eítir landnám Þegar landnámsmenn komu hingað var veðurfar þegar tekið að kólna, ef miðað er við síðara hlýja skeiðið á nútímanum. Það hófst fyrir um 5000 árum og því lauk nokkrum öldum fyrir okkar tímatal. En þrátt fyrir kólnunina var tiltölulega skammt liðið á nú- verandi kuldaskeið og gróður í landinu mun meiri en síðar varð. Einkum var birki útbreiddara en nú og gróið heiðaland víðáttumikið á afréttum og hálendissvæðum sem nú eru örfoka. í þessu sambandi er rétt að minna á að staðhæfmgar um að 2/3 hlutar landsins hafi ve- rið grónir við landnám eiga ekki við þann tíma heldur upphaf kulda- skeiðsins meira en 1000 árum þar á undan. Á landnámsöld hlýtur land þegar að hafa verið búið að láta á sjá miðað við upphaflegu 60 hundraðshluta gróins lands því undangengnu 1000 árin hijóta að hafa tekið sinn toll. Síðar kom svo til ræktun, skógarhögg og beit á vegum landnemanna. Af upp- greftri fornminja og lestri forn- bókmennta má ráða að veðurfar fram á miðaldir hafi engu að síður verið hlýrra og úrkomuminna en nú. Frjókorn þeirra tíma jurta í mýrum segja svipaða sögu að því er virðist. Til dæmis var komrækt allútbreidd. En svo seig á ógæfu- hliðina. Á15. öld var veðurfar orðið kaldara og líklega úrkomusamara en áður. Svonefnd „litla ísöld“ var hafin. Auðvitað var ekki um eigin- lega ísöld að ræða eins og útskýr- ingamar hér að framan bera með sér, heldur enn ein veðurfarssvei- flan. Næstu aídir einkenndust af kuldum, þótt þar á væm undan- tekningar. Ritaðar heimildir og athuganir sýna að gróðri hrakaði enn, uppblástur jókst til muna og jöklar stækkuðu. Taflð er að kuld- amir hafi náð hámarki á 18. öld. og að ekki hafi komið langur hlý- indakafli fyrr en upp úr 1920. Öldin átjánda varð íslendingum þung í skauti. Mörg og öflug eldgos hrelldu fólk, hafís var þrálátur og veðurfar var oft afleitt. í nýlegri grein í tímaritinu Jökli kemst breskur vísindamaður að þeirri niðurstöðu (Ogilvie/Jökull 1986) að hafís hafi náð hér ströndum tólf sinnum á 20 ámm (1741-1760) sem reyndar voru flest köld. Fyrsti ára- tugur aldarinnar segir hann að hafi verið mildari en síðar varð um miðbik aldarinnar en árin fyrir og Staður Ársúrkoma í mm Ársmeðaltöl hitastigs í °C 1901-’30 ’30-’70 ’61-’70 1901-’30 ’31-’60 ’ 61-70 Reykjavík 904 805 764 4,5 5,0 4,6 Suöureyri 902 1082 1021 3,3 4,1 3,5 Akureyri 465 474 446 3,0 3,9 3,0 Grimsstaðir 465 366 351 0,5 1,2 -0,1 Teigarhorn 1256 1293 1105 3,8 4,4 3,6 Vik 2093 2256 2221 5,0 5,7 5,3 Ársúrkoma og meðalhiti nokkurra árabila á okkar öld í öllum lands- flórðungum. Til samanburðar má geta þess að sömu tölur fyrir Vasa, er liggur á svipaðri breiddargráðu og Reykjavík í Finnlandi, eru 530 mm og 3,5°C. (Tekið eftir Náttúru íslands 1981, 240-241).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.