Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Side 29

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Side 29
LAllGARDAGUR 7. MAÍ 1988. 29 Hinhliðin • Magnús Gislason, formaður Verslunarmannafélags Suðurnesja, segist mest langa til að hitta Frakklands- forseta. „Ýsa úr Garösjónum og engum öðrum sjó" - Magnús Gíslason, form. VR á Suðumesjum, sýnir hina hliðina „Ég hóf störf sem formaður verslunarmanna á Suöurnesjum áriö 1980 og hef verið formaður síö- an,“ segir Magnús Gíslason en hann hefur verið mikið í fréttum undanfarið vegna kjaradeilu versl- unarmanna á Suðurnesjum og ekki síst vegna þeirra aðgerða sem fé- lagsmenn hans stóðu fyrir í flug- stöð Leifs Eiríkssonar. Svör Magnúsar fara hér á eftir: Fullt nafn: Magnús Gíslason og ekkert meira. Fæðingardagur og ár: 5. ágúst 1932. Maki: Hólmfríður Sólveig Ólafs- dóttir. Börn: Fjórar dætur. Ásta, 24 ára, Jóhanna, 23 ára, Þóra Björg, 20 ára, og Solveig, 18 ára. Bifreið: Peugeot 309, árgerð 1987. Starf: Formaður Verslunarmanna- félags Suöurnesja og starfa líka við verslunarstörf á Keflavíkurflug- velh. Laun: Meðallaun. Áhugamál: Ef ég ætti aö telja eitt framar öðru þá nefni ég myndlist. Hvað hefur þú fengið margar tölur réttar í lottóinu? Þrívegis hef ég fengið 3 tölur réttar en hef ekki nennt að athuga með tvo síöustu seðla. Hvað finnst þér skemmtilegast aö gera? Skemmtilegast er aö gera ekki neitt. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Gera eitthvað. Hvað er það neyðarlegasta sem fyr- ir þig hefur komið? Það var þegar ég rak Ólaf Júlíusson út af þegar hann lék með 5. flokki ÍBK. Ég var ekki alveg viss í minni sök og þetta nagaði mig ein 15 eða 20 ár. Loks barst þetta í tal við Ólaf síðar og þá sagði hann „Blessaður vertu, hann átti það fyllilega skilið að ég kýldi hann.“ Uppáhaldsmatur: Ýsa úr Garðsjón- um, engum öðrum sjó. Uppáhaldsdrykkur: Móöurmjólk- in. Hvaða íslenskur íþróttamaður er fremstur í dag? Þýskalandsmeist- arinn, Kristján Arason. Uppáhaldstímarit: VR-blaðið. Fallegasta kona sem þú hefur séð fyrir utan konuna þína: Ég hef ekki séð hana ennþá en er alltaf að leita að henni. Hlynntur eða andvigur ríkisstjórn- inni: Ég get ekki fundið fyrir neinu sem heitir ríkisstjórn, ég finn hana ekki. í hvaða sæti hafnar íslenska hand- knattleikslandsliðið í Seoul? Ætla að vera bjartsýnn og spá þeim þriðja sæti. Þeir mega líká vera ofar. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Mitterrand Frakklands- forseta Uppáhaldsleikari: Steingrímur Hermannsson. Uppáhaldssöngvari: Sjeljatin, sov- éskur söngvari. Uppáhaldsstjórnmálamaður: Hvað er það? Hlynntur eða andvígur bjórnum: Andvígur. Hann má fara norður og niður. Hlynntur eða andvígur veru varn- arliðsins hér á landi: Þetta er frekar spurning um það hvort varnarliðið er hlynnt minni veru hjá sér, miðað við atburðarásina síðustu daga. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? Gamla gufan. Uppáhaldsútvarpsmaður: Ævar Kjartansson. Hvort er betra Sjónvarpið eða Stöð 2: Horfi lítið á sjónvarp, 1-1. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Einna snjöllust finnast mér Sigrún Stef- ánsdóttir og Ómar Ragnarsson. Uppáhaldsskemmtistaöur: Ha. Anddyrið í Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Uppáhaldsfélag í íþróttum: Víðir í Garði. Að hverju stefnir þú á árinu? Að verða mér úti um rýmri tíma fyrir sjálfan mig. Hvað ætlar þú að gera í sumarleyf- inu? Það kemur til greina að fara eitthvað út fyrir landsteinana. -SK ORLANDO FLUGLEIÐIR -fyrír þig- R ó Almennt kennaranám til B.ED.-prófs Umsóknarfrestur um þriggja ára almennt kennaranám við Kennaraháskóla íslands er til 5. júní, en dagana 14. og 15. júlí verður tekið við viðbótarumsóknum. Áttatíu af hundraði væntanlegra kennaranema eru valdir úr hópi þeirra sem sækja um fyrir 5. júní. 120 nýnemar verða tekn- ir inn í Kennaraháskólann næsta haust. Inntaka nemenda er í höndum sérstakrar nefndar sem starfar á vegum skóla- ráðs. Hún byggir niðurstöður sínar á umsóknum og viðtölum við nemendur. Umsókninni skal fylgja staðfest afrit af prófskírteinum. Umsækjendur koma til viðtals í júní, þar sem þeim verður gefinn kostur á að gera grein fyrir umsókn sinni. Inntökuskilyrði eru stúdentspróf eða annað nám sem skólaráð telur jafngilt. Nánari upplýsingar ásamt umsóknareyðublöðum fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð - 105 Reykjavík, sími 91-688700. Rektor Kennaraháskóla íslands KENNARA- HÁSKÓU ÍSLANDS Áður Nú Khaki-buxur 1.490 500 Galla-buxur 1.490 500 Joggingpeysur 1.425 600 Joggingbuxur 1.190 400 Peysur 2.490 1.900 Skyrtur 1.790 400 Gallajakkar 2.900 1.400 Dömujakkar 2.790 1.395 Barnabuxur 1.100 600 Áprentaðir bolir 600 300

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.