Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 30
30 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. 43 , ,Baráttuandinn blés upp þrátt íyrir bogin bök" - segir Kristinn Sigtryggsson, framkvæmdastjóri Amarflugs, sem rifið hefur reksturinn upp Kristinn Sigtryggsson, fram- kvæmdastjóri Arnarflugs, hefur á rúmu ári náö aö koma fyrirtækinu upp úr aö vera nær gjaldþrota í þaö að sýna hagnað. Þaö uröu margir hissa þegar Arnarflug réð fram- kvæmdastjóra sem aldrei hafði unniö í eða kynnst flugrekstri. Hins vegar vita færri að Kristinn haföi unnið hjá endurskoðunarfyrirtæk- inu N. Manscher frá árinu 1963 og rifið það fyrirtæki upp í að verða mjög öfiug endurskoöunarskrif- stofa með útibú víða um land. Undir lokin var hann orðinn ráð- gjafi í fyrirtækinu og einn eigandi þess. Engu að síður var hann far- inn að hugsa sér til hreyfings er honum bauöst óvænt staða fram- kvæmdastjóra Arnarflugs. Krist-. inn vakti aftur athygli er hann samdi sérstaklega fyrir starfsfólk sitt í síðustu viku og var honum kennt um að sprengja samstöðuna í verkfallinu. „Við ætluðum alltaf að gera samning beint við verslunar- mannafélögin en ennþá erum við ekki aðilar að Vinnuveitendasam- bandinu. Við höfðum enga fulltrúa til að semja fyrir okkur og hljótum því að gera það sjálfir. Við héldum að okkur höndunum í byrjun að gera samning vegna þess að við óttuðumst að hann yrði rangtúlk- aður og heildinni til skaða. Það var síðan ljóst þegar við skoðuðum máliö að við áttum fullan rétt á að fljúga þar sem við vorum með stöðvarstjóra í Keflavík sem hafði gengið í öll störf þar. Þaö var ekki fyrr en Flugleiðir fóru að reyna líka sem við vorum stoppaðir. Þá fórum við að skoða samningastöðuna aft- ur og áttum ekki margra kosta völ ef við ætluðum að halda áfram að fijúga. Það hlýtur aö vera skylda okkar að halda fiuginu áfram ef við finnum leiðir til að gera það og vera ekki aö baka félaginu tjón sem er óþarft," sagði Kristinn er við ræddum verkfallið í upphafi. Viðreisnarstarf í byggingu „Ef flugið hefði stöðvast hefð- um við tapað sjö hundruð þúsund- um til milljón á dag og þar sem við erum í viðreisnarstarfi fannst okk- ur ekki hægt að kyngja því fyrr en búið væri að leita allra leiða í þessu sambandi. Deilan milli Verslunar- mannafélaganna og Vinnuveit- endasambandsins snerist einfald- lega um lágmarkslaun. Þessi lágmarkslaun eru hvergi vanda- mál nema í stórmörkuðum og nokkrum fyrirtækjum þar fyrir utan. Við erum hér með sérhæft fólk og eru öll okkar skrifstofustörf með sérhæfingu þannig að þetta vandamál, þegar við fórum að skoða það, var ekki vandamál hér hjá okkur. Við gátum gert samning þar sem engin laun voru lægri en lágmarkið sem verslunarmannafé- lögin gerðu kröfu til án þess að hann væri nokkuð úr samhengi við þann ramma sem Vinnuveitenda- sambandið vildi ganga út frá. Þama er um að ræða 5-6 þúsund króna bil milli óreynds afgreiðslu- fólks í stórmarkaði og sérhæfðs starfskrafts hér hjá okkur og ef eitt- hvað er þá er bilið of lítið. Þegar við lögðum málefnalegt mat á samninginn var hann alls ekkert vandamál þó svo að á okkur hafi verið deilt af Vinnuveitendasam- bandinu fyrir að gera hann. Ég get ekki séð annað en að það hafi verið vegna þess að þeim láðist að lesa samninginn hjá okkur áður en hann var undirritaöur. Samningur okkar átti ekki að breyta samnings- stöðunni á nokkurn hátt nema menn hafi lesið vitlaust úr honum. Hann var nákvæmlega innan þess ramma sem Vinnuveitendasam- bandið hafði skrifað undir en var reyndar felldur. Hins vegar mis- túlkuðu verslunarmannafélögin þennan samning. Þau vildu mjög ákveðið, þegar búið var að gera samninginn við okkur og aðra, fá sams konar samning og sams kon- ar laun fyrir allt annað fólk, fyrir fólk sem var að byrja í verslun og er ekkert sambærilegt. Það er skrýtin staða. En við héldum okkar striki þó engu að síður hafi verk- falhð skaðað okkur talsvert þar sem bókanir hrundu af okkur. Fólk sem var á leið í einkaerindi erlend- is hætti við að fara þegar óvissan blasti við um að komast heim aft- ur. Við reyndum að gera sem minnst að því að fljúga með tómar vélar þannig að við breyttum að hluta til í vöruflutninga. í aðalat- riðum gekk það upp.“ Illa statt fyrirtæki Kristinn lætur greinilega til sín taka þegar á þarf að halda en frá fyrsta degi í janúar 1987 hefur hann breytt fyrirtækinu. „Fyrirtækið var ákaflega illa statt þegar ég byrj- aði hér og það var ljóst þegar ég kom hér inn aö það var miklu verr statt en ráð hafði verið gert fyrir. Það lá líka fyrir þegar ég kom hér inn að mörg traust og góð íslensk fyrirtæki voru búin að kaupa hluti í því. Það var ein aðalástæðan fyrir að ég tók starfið að mér. Það er kannski ekki alveg rétt orðað hjá þér að ég hafi rifið fyrirtækið upp því hér hefur setið stjórn sem hefur fundað vikulega allan timann og verið mjög virk með mér í starfinu. Skýringin er fyrst og fremst sú að við skoðuðum þaö í fortiðinni hvað hafði gengið vel og skildum frá þá þætti í rekstrinum sem höfðu verið baggi. Það voru erlend leiguverk- efni, t.d. pílagrímaflug í Afríku, sem hafði verið mjög óarðbært síð- ustu árin. Ég geri mér ekki alveg ljóst af hverju pílagrimaflugið var ekki lengur eins aröbært og áður fyrr en síðustu tvö árin var það rekið í miklu tapi. Ég held að meg- inskýringar séu tvær; í fyrsta lagi tekur þetta flug yfir mjög stuttan tíma og félagið var ekki svo mikið í slíkum verkefnum allt áriö. Þess vegna þurfti að leigja vélar og ráða mannskap í miklum mæli til þess aö fljúga með tugþúsundir manna á nokkrum vikum og síðan var allt búið. Þetta þýddi að fólkið, sem var ráðið, og vélarnar, sem fengnar voru til verksins, þurfti að greiða fyrir í lengri tíma en verkefnið stóð. í öðru lagi var Amarflug fjárhags- lega veikt og hafði ekki bolmagn til þess að taka svo stórt verkefni að sér.“ Spuming um innanlandsflug „Það var mörkuð sú stefna að gera áætlunarflugið milli íslands og Evrópu að aðalþættinum í rekstrinum. Um tíma var spurning um hvort leggja ætti niður innan- landsflugið og það var komið mjög nærri því að taka þá ákvörðun. Sá rekstur var búinn að vera í tapi í mörg ár. Niðurstaöan varð sú að það var stofnað annað félag sem heitir Amarflug, innanlands hf., til þess að annast þann rekstur og skilja stjórnunarlega frá okkar rekstri hér. Þar er annar fram- kvæmdastjóri, Árni Ingvarsson, og ég sé ekki betur en að það sé að takast að koma þeim rekstri yfir í að verða arðbær. Þetta voru grand- vallaratriðin en það sem var gert fleira var aö breyta ímynd flugfé- lagsins sem áætlunarflugfélags. í aðalatriðum var það þjónustuþátt- urinn sem við tókum fyrir. Settum upp nýja deild, þjónustudeild, og undir hana heyrir öll þjónusta sem snýr að farþegum okkar. Bæði söluskrifstofa, þjónusta á flugvelli og um borð. Við vildum skera okk- ar þjónustu frá keppinautunum. Áhersla var lögð á tímasetningar og ég held að það sé viðurkennt núna að við séum alltaf á áætlun. Við fljúgum á besta tengiflugvöll í Evrópu og eftir að við lendum í Amsterdam eru flug þaðan til allra staða í heiminum. Við verðum aö fara vel með þessi gæði sem við höfum og það er aðeins ein leið til þess; að vera alltaf á réttum tíma svo fólk geti treyst því að það nái næstu flugvél. Fleira gerðum við til að bæta þjónustuna. Það var frægt hér áður að í Arnarflugsvélunum væri þröngt á milli sæta, eins og að sitja í sardínudós. Við færðum sætin og höfum núna mesta sætisbil sem þekkist í vélum hérlendis, svipað og er í „business class“ í Evrópu- flugvélum. Einnig tókum við matinn fyrir. Við gerðum samning við einkaaðila, Veitingaþjón- ustuna, en það er Axel Jónsson sem rak Glóðina í Keflavík. Hann hefur farið á okkar vegum í flug með nokkram af þeim betri flugfélögum sem eru í Evrópu og kynnt sér hvaö er boðið upp á. Það verður aö segjast eins og er að við erum mjögánægðir með matinn frá Axel sem hefur skilað góðu.“ Þjónustan útundan „Það sem var vandamálið þegar ég byrjaði hér var að allt starfs- fólkið, sem vann hér, hafði verið svo upptekið í stórum verkefnum að millilandaflugiö og þjónustan hafði verið útundan. Með því að skera alla þessa þætti frá rekstrin- um gafst okkur betra tóm til að sinna þessum þætti almennilega." Þegar Kristinn var spurður hvað hefði komið honum, endurskoð- andanum, til að taka við starfi er tengdist flugi og flugrekstri svaraði hann: „Það er satt að ég var mjög jarðbundinn. Þó var búið að blunda meö mér í langan tíma að skoða nýja möguleika. Ég byrjaði að starfa við endurskoðun árið 1963 og lærði hjá N. Manscher, sem er nafn á Dana sem var einn fyrsti löggilti endurskoöandinn í landinu. Það voru reyndar lærisveinar hans sem urðu mínir lærifeður. Þeir voru Jón Guðmundsson og Sigurð- ur Jónsson. Síöan tók ég og fimm aðrir við stofunni árið 1970, þá var Jón látinn og Sigurður heilsuveill. Ég var í forsvari fyrir þeim hópi frá þeim tíma. Skrifstofan stækkaði mjög mikið eftir að við tókum við henni og var orðin fimmtíu manna fyrirtæki auk þess að hafa útibú á fimm stöðum á landinu. Ég hafði aldrei haft í rauninni áhuga fyrir þeim þætti starfsins sem var bein endurskoðun. Minn áhugi beindist fremur að reikningsskilaþættinum og hvemig mætti gefa fyrirtækjum sem bestar upplýsingar um rekstur þannig að hægt væri að taka ákvarðanir út frá þeim. Þannig þróaðist starfið hjá mér út í ráðgjöf samfara öðru. Við störfuðum fyrir fjölda fyrirtækja og í gegnum þetta öðlaðist maður mikla þekkingu á íslensku atvinnulífi. Þetta var kveikjan að því að ég fór að hugsa um að athugandi væri að reka fyr- irtæki sjálfur og í raun nýta það sjálfur sem maður hafði verið að ráðleggja öðrum. Þegar mér bauöst þetta starf var ég búinn að skoða aðra möguleika en hafði ekki ákveðið neitt.“ IVÍikiI áhætta „Þegar mér bauðst þetta starf varð mér ljóst að það væri mikil áhætta að taka það. Fyrirtæki sem haíði gengið brösullega og var orð- ið illa statt. Að taka að sér að stýra því og gera tilraun til að rétta það við var áhætta fyrir minn starfs- feril sem var flekklaus fram að þessu. Hópurinn, sem stóð að baki félaginu, reið baggamuninn. Þegar maður tekur starf sem þetta að sér hefur maður í raun ekki skýra mynd af því hverju er gengið að. Það má gera ráð fyrir að ýmislegt geti komið upp sem máður þekkir ekki og þarf að samlagast. Helst kom mér á óvart hversu það reynd- ist tiltölulega auðvelt að blása baráttuanda í hópinn. Hér var starfsfólk sem hafði fylgt félaginu í gegnum miklar raunir og kannski farið að bogna í baki undan þeim átökum. Það var því ánægjulegt hversu fljótt menn voru tilbúnir til að snúa við blaðinu og komast í fullt baráttustuð. Áður en ég var ráðinn var búið að taka allar meg- inákvarðanir um fækkun á starfs- fólki þannig að það var ekki mikið sem ég gerði í þeim efnum.“ Margt ennþá ógert „Fram að þessu hefur flestallt gengið upp sem við höfum ætlað okkur en við eigum mikið starf ógert. Það er ljóst að fyrirtækið þarf að vaxa til að komast í þá stærö sem þaö þarf að vera í til að verða arðbært. Það má þó segja að það hafi verið mjög athyglisvert að félagið hafi komið út með hagnað á síðasta ári, miðað við að það rek- ur aðeins eina ílugvél. Það gefur vissulega góðar vonir um að það verði hægt að gera það að mjög arðbæru fyrirtæki þegar það stækkar. Staðan getur auðvitað breyst með þjóðfélaginu. í dag er frelsi í sambandi við flugrekstur mjög lítið. Það þarf leyfi til allra hluta og venjulega er það heilmikið mál. Lönd innan Efnahagsbanda- lagsins stefna á að breyta þessum reglum fyrir árið 1992 sem mun virka á aÚa Evrópu. Þá getur verið að æskileg stærö á rekstrinum verði allt önnur en við teljum hana í dag. Miðað við daginn í dag teljum við að hægt sé að ná góðum rekstri með tvær, þijár vélar.“ * Markaður fyrir Itali „Fyrir stuttu tók Arnarflug í notkun aðra þotu sem það fékk til leigu með kauprétti. „Þessi nýja vél er sams konar og sú eldri nema hvað að eldri vélin er svokölluð combi-vél sem má breyta frá degi til dags fyrir vöruflutninga. Þaö hefur verið hagkvæmt meöan verið var að byggja upp áætlunarstaðina að hafa combi-vél en hún er aldrei aðlaðandi því það sér meira á vél- um sem bæði eru fyrir vörur og farþega. Til þess að ná þeim ár- angri, sem við ætlum okkur í farþegaflutningum, þurfum við að aðskilja þetta tvennt. Nýja vélin er með fallegri innréttingum og glæsi- legri að innan. Við fljúgum til þriggja landa og það fjórða bætist við í sumar. Daglegt flug er til Amsterdam, tvisvar í viku til Ham- borgar og Zúrich er árstíðabundið yfir sumarið og skíðatímann. Við settum Mílanó inn þar sem ferða- mannastraumur virðist mjög vaxandi frá Ítalíu hingað til lands. Á síðustu árum hefur það skorið úr hvað ítalir sækja okkur heim í auknum mæli. HoOendingar geta komið til íslands daglega en það eru jafnmargir ítaUr sem komu til íslands þó þeir hafi ekki haft beint flug. Norður-Ítalía er líka vel fjár- hagslegt dæmi. Það hefur verið mikið spurt um þetta flug en þaö er svo að samkeppni við leiguflúg er aUtaf erfitt. Ferðaskrifstofurnar fljúga leiguflug allt í kring. Megin- reglan er sú að sætin þar eru ódýrari en í áætlun. Við höfum því lagt meiri áherslu á Ítalíumarkað- inn og nú eru flest sæti uppbókuð frá Ítalíu í sumar. Við settum tak- markað framboð á þennan markað með flugi einu sinni í viku þennan háannatíma til að fara varlega. Það er aðeins einn þriðji af þeim Itölum, sem komu hingað á síðasta ári, sem við getum flutt. Við fjölgum örugg- lega flugi næsta sumar miðað við þessar móttökur.“ Engin útþensla Kristinn sagði að enn lægi ekk- ert fyrir um fleiri áfangastaði en sagði að þeir væru alltaf með augun á kortinu. „Við vUjum gera eitt skref í einu og hafa það almenni- legt. Ég get kannski ekki beint sagt að við höldum að okkur höndunum þó við séum ekki með neina stór- kostlega útþenslu. Við hugsum fyrst og fremst um að bæta þann þátt rekstursins sem við lögðum áherslu á að vera í. Það er ekkert leyndarmál að við stefnum á mjög mikla aukningu í farþegaflutning- um á þessu ári en höfum lítið horft á annan rekstur og höldum kannski að okkur höndum þar. Við ætlum að láta það duga okkur í bih. Ég vona að hagnaðurinn á þessu ári verði mun meiri en í fyrra því sá hagnaður var í sjálfu sér ekki stór í þessum rekstri. Við hefð- um þurft að sjá miklu stærri tölur en verðbólgan fór úr böndum og ýmislegt varð þess valdandi að hagnaðurinn var ekki meiri. Auk þess vorum við á síðasta ári að brjótast út úr erfiöleikunum." Kristinn sagði ennfremur að það væri kannski fullmikið að segja að Arnarflug væri komið úr erfiðleik- unum. „Það eru ennþá miklar skuldir á bakinu frá fortíðinni og við þurfum að vinna okkur út úr þeim. Á þessu ári er verið að auka hlutafé verulega sem bætir stöð- una. Við reiknuðum aUtaf með að það tæki þrjú til fimm ár að rétta félagið við. í öllum rekstri geta komið skelUr sem geta gengið frá fyrirtækjum, jafnvel þótt þau standi miklu betur en Arnarflug. Ég sé hins vegar ekkert því tU fyrir- stöðu að okkur takist að vinna fyrirtækið upp smátt og smátt eins og verið hefur.“ Kvæntur starfinu Kristinn Sigtryggsson er mjög rólegur í fasi og yfirvegaður. Hann mætir snemma tU vinnu á morgn- ana og fundarhöld eru mikil. Kristinn var kvæntur í átján ár en skUdi fyrir tveimur árum. Hann býr nú í vesturbænum meö 14 ára syni sínum. „Æfii ég sé ekki giftur vinnunni," útskýrði hann. Kristinn segist vera ættaöur úr Dýrafirði en fluttist ungur til Reykjavíkur. „Eft- ir að ég lauk skóla hef ég unnið við endurskoðun alla tíö þar til ég byrj- aði hér. Það var hægt að gera endurskoðunarstarfið býsna fjöl- þætt og fá míkið út úr því. Endur- skoðunarskrifstofan okkar var orðin mjög umsvifamikið fyrir- tæki. Við stofnuðum til samstarfs við alþjóðlegt endurskoðunarfyrir- tæki, Cooper og Lybrand, sem hefur komið fyrir í fréttum hér. Það var hlegið að okkur í fyrstu vegna þessa þar sem svona samstarf er venjulega milli fyrirtækja í stærri löndum og þá í sambandi við fjöl- þjóðafyrirtæki þar sem sama stofan vinnur fyrir sama fyrirtæki í Englandi, Frakklandi eða annars staðar. Lítið er um svona samstarf hér á landi þar sem ísland er svo lokað fyrir erlendri fjárfestingu. Okkar hugmynd með þessu var aö koma endurskoðuninni hér á landi á hærra plan, eiga aðgang að tækniþekkingu erlendra fyrir- tækja. Við sóttum talsvert af námskeiðum hjá Cooper og Ly- brand og höfðum gagn af.“ Kristinn segist þrátt fyrir allt hafa tíma til að sinna sínum áhuga- málum sem eru skiði, badminton og bridge. „Yfir veturinn spila ég alltaf badminton tvisvar í viku en skíðin eru meira þegar tími vinnst til. Bridge spila ég alltaf einu sinni í viku á veturna. Ég hef þó aldrei verið í neinu af þessu sem keppnis- maður. Bridgemennskan er meira eins og saumaklúbbur þar sem við hittumst félagarnir úr skóla og höfum gert mjög lengi.“ Kristinn sagði að áður en hann byrjaði hjá Arnarflugi hefði hann feröast mjög lítið eða eins og geng- ur og gerist eins og hann orðaði það. „Núna þarf ég oft að skjótast í einn eða tvo daga. Stundum er maður mikið á ferðinni og stundum er það minna.“ Hann var að lokum spurður hvort hann væri ánægöur í starfinu eftir að hann kynntist því: „Ég er mjög ánægður. Starfið er lifandi og gefur manni mikið. Ég hef ekki einn dag séð eftir að hafa tekið það að mér.“ -ELA Framkvæmda- stjóri Arnarflugs hefur, þráttfyrir að hann sé kvænturfyrirtæk- inu einsog hann orðar það, tima til aö sinna áhugamálum sinum. Einu sinni i viku fer hann i badminton þar sem þessi skemmtilega mynd var tekin. DV-mynd
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.