Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Page 20

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Page 20
20 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. Reykjavík 2. maí Kæri vin Hér eru enn verkfÖU í gangi þótt verslunarmenn í Reykjavík séu hættir stræknum. Nokkuð hefur verið um slagsmál í flugstöðinni við KeflavíkurvöU því verkfalls- menn hafa megnustu vantrú á að fólk eigi að fara af landi brott fyrr en þeim þóknast. Þarna hefur víst gengið á ýmsu og Sigurður Flug- leiðaforstjóri hefur verið að tékka inn farþega á þeirri forsendu, eftir fréttum að dæma, að hann hafi fuUa heimfld tfl að ganga í störf aUra sinna undirmanna. Ef þetta er rétt eftir haft þá ætla ég bara að vona aö flugmenn fari ekki í verk- faU á næstunni. En ég get vel skilið óánægju verslunarmanna sem vilja fá hærri lágmarkslaun, eins og ég hef sagt þér áöur. Stjórnendur fyrirtækja mega víst yfirborga starfsfók sitt eins og þeir vUja, en þeir mega ekki hækka grunnlaun þéirra lægst launuðu og er sagt aö það sé krafa annarra verkaiýðs- félaga að halda láglaunahópnum áfram á smánarlaunum. Ekki veit ég alla fleti á þessum málum, en margir atvinnurekendur sömdu víst við sitt fólk um hækkun lág- markslauna. Þá reiddust vinnu- veitendamenn heiftarlega og hyggja á hefndaraðgerðir gagnvart þessum júdösum sem ekki fara eft- ir leikreglum, útgefnum í Garða- stræti. Og ég sem hélt að við værum frjálsir menn í frjálsu landi. En það er víst lítil huggun fyrir þrjátíuþúsund króna fólkið að heyra vinnuveitendastjórann lýsa því yfir að við séum ein ríkasta þjóð í heimi meðan allt það ríki- dæmi byggist á að hækka ekki lægstu launin svo neinu nemi. Það var oðið mjólkurlaust hér í höfuðborginni. Morgun einn heyrði ég í útvarpi að það væri komin mjólk í tiltekna verslun. Ég fleygði frá mér ritvélinni og ók eins og óður maður að þessari búð. Greinilegt var að fleiri höfðu heyrt fréttina þvi fólk streymdi að úr öll- um áttum og það myndaöist fljótt örtröð við mjólkurkælinn. Sumir fylltu vagna af þessum dýrmæta vökva sem hafði verið fluttur alla leið frá Homafirði. Það var einhver sælu og samsærissvipur á fólkinu sem var að komast yfir þennan for- boðna varning og bláókunnugt fólk fór að spjalla saman í hinu mesta bróðerni, líkt og það væri á fjórða glasi í koktleilpartíi. Kaupmaður var sjálfur við afgreiðslu ásamt fjölmennu skylduliði. Þaö er 'merkilegt hvað kaupmenn verða bammargir í svona verkföllum og sumir gerast meira að segja sekir um fjölkvæni um stundarsakir. Viðskiptavinir blessuðu kaup- manninn hástöfum og lofuðu framtak hans, áræöni, dugnað og þjónustulund. En þegar kaup- maður varð þess var að sumir vom með þetta allt upp í 20 potta af mjólk og fæstir af þeim fastir kúnn- Bréftilviiiar Sæmundur Guðvinsson ar þá tilkynnti hann hárri raustu að enginn mætti kaupa meira en fjóra potta. Kom þá upp kurr í mannskapnum og blessunarorðun- um fækkaði. Var þess í stað farið aö senda kaupmanni glósur en hann reyndi að halda uppi vömum og sagðist þurfa að borga stórfé með mjólkinni. Sumir þeirra mjólkurþyrstu brugðu á það ráð að kaupa íjóra potta, bera þá út í bíl sinn og koma svo aftur og kaupa annan skammt. Þetta minnti mig á bemskudaga þegar epli voru skömmtuð í verslunum fyrir jólin. Ég náöi mínum skammti og er varla hálfnaður með hann. En í þann mund að verkfall versl- unarmanna í Reykjavík var blásið af stigu þeir Sverrir Stormsker og Stefán HUmarsson á svið í Dubhn og sungu sig inn í 16. sætið í júróví- sjonkeppninni. Um morguninn sá ég haft eftir Sverri í Mogganum, að ef þeir höfnuðu 1 16. sæti þá myndi hann breyta heiti dúettsins í „Skíthoven". Strákurinn hefur verið ófeiminn að láta allt flakka sem honum dettur í hug og er ekki laust við að sumt hafi farið fyrir brjóstið á smáborguram þessa lands, sem og þeim sem halda að heimspressan birti eitthvað af því sem Sverrir segir í bríaríi. En ég er viss um aö Skíthoven er ekki búinn að syngja sitt síðasta þótt svona færi í Dyflinni. En það var lúmskt hjá Döiium að senda eina kasólétta í keppnina og hafa eflaust fengist mörg stig út á bumbuna. Alltaf er maður að hissast af og til. Frétt í DV vakt athygli mína um daginn, en þar var því haldið fram að hagur Seðlabankans hefði daprast vegna mikils kostnaðar við byggingu svarta kastalans utan um gjaldeyrisforða þjóðarinnar, bankafrysta peninga og skrifborð þeirra sem gæta fjöreggs þjóðar- innar. Ég man ekki betur en bankinn segði á sínum tíma að þessi bygging yrði ókeypis eöa svo gott sem, því tekist hefði að nurla saman fyrir byggingarkostnaði á undanfórnum áram. Getur verið að kostnaðaráætlun hafi ekki stað- ist? Annars skildist mér á fréttinni í DV að ekki fengist uppgefið hvað kastalinn kostaöi og þótti næsta einkennilegt. Maður skyldi ætla að Seðlabankinn hefði allt svona á hreinu. En það kemur kannski eng- um við hvað kostar að byggja eitt stykki Seðlabankahús þótt þaðan séu sendar út tilkynningar í tíma og ótíma þar sem varað er við eyðslu og bruðh í fjárfestingum. Þetta leiðir hugann að fundi Al- þingis sem útvarpað og sjónvarpað var yfir landslýð. Ekki ætla ég að fara að rekja fyrir þér ræðurnar, enda flestar í hefðbundnum tón. En ég má til með aö minnast á eitt atriði sem fer alltaf fyrir brjóstið á mér. Það er þegar þingmenn og ráöherrar era að tala um „fólkið í landinu". Þeir segja að það sé nauð- synlegt að gera hitt eða þetta fyrir „fólkið í landinu", líkt og átt sé við einhvem utangarðslýð sem sé fyrir norðan þá sjálfa og neðan. Ekki veit ég hver byrjaöi á þessu orðatil- tæki, en það hefur náð hraðri útbreiðslu í þingflokkunum. Af hverju má til dæmis ekki segja að þjóðin þurfi hitt eða þetta í stað þess að tönglast stöðugt á þessari viðjóðslegu flatneskju: „fólkið í landinu“? Hafðu það svo ævinlega sem best. Sæmundur Ný DV-getraun A B C D ERÞAÐ 1EÐAXEÐA2 X: HótelSögu 2: Holidaylnn Erþettamerki: I: Útvegsbankans X: Húsnæðisstofnunarríkisins 2: Húseigendafélags Reykjavíkur Málshátturinn„Margurhyggurauð... “ 1: íannarsranni X: íannarsgarði 2: íannarshúsi Þetta er Dukais, forsetafram- bjóðandi demókrata í Banda- ríkjunum. Fornafn hans er: 1: Michael X: Frances 2: John Þettaer merki 1: Apótekarafélags íslands X: Verslunarskólans 2: Verslunarbankans G Flugfélagið Ernir á ísafirði fékk nýlega nýj a flugvél af gerð- inni I: TwinHotter X: TwinOtter 2: OtterTwin I Sendandi íslenska olympíuliðið í knattspyrnu tapaði nýlega fyrir A-Þjóðveijum 1: 4:0 X: 2:0 2: 3:0 HeimiK Rétt svar: A □ B □ E □ . F □ C □ G □ D □ Hér eru sjö spurningar og hverri þeirra fylgja þrír mögu- leikar á réttu svari. Þó er aðeins eitt svar rétt við hverri spurn- ingu. Skráið niður réttar lausn- ir og sendið okkur þær á svarseðlinum. Skilafrestur er 10 dagar. Að þeim tíma hðnum drögum við úr réttum lausnum og veitumþrenn verðlaun, öll frá Póstversluninni Primu í Hafnarfirði. Þau eru: 1. Töskusett, kr. 6.250,- 2. Vasadiskó og reiknitölva, kr. 2.100,- 3. Skærasettkr. 1.560,- í öðru helgarblaði héðan í frá birtast nöfn hinna heppnu en nýjar spurningar koma í næsta helgarblaði. Merkið umslagið: 1 eða x eða 2, c/o DV, pósthólf 5380,125 Reykjavík. Verðlaunagetraunin Átta breytingar hættir hér með en verðlaunahafar fyrir 89 gátu reyndust vera: Brynja Björk Harðardóttir, Tunguvegi 1,260 Njarðvík (útvarpsklukka); Guð- ríður Haraldsdóttir, Flúðaseli 86,109 Reykjavík (kaífivél); MaríaDungal, Stjörnugróf27, 108 Reykjavík (ferðastraujárn). Vinningarnir verða sendir heim.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.