Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. 13 Dómur íra um söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva Sigur formsins yfir innihaldinu Andrés Eiríksson, DV, Dublin; Sýningahöllin, sem hýsti söngva- keppni evrópskra sjónvarpstöðva um síðustu helgi, hefur nú breytt töluvert um svip. Búið er að rífa svið- ið, fjarlægja tækjabúnað og sópa saman kampavínsflöskunum. í stað söngvakeppninnar er komin árleg landbúnaöarsýning Hins konung- lega Dyflinnarfélags. í stað evróp- skra ungmenna, raulandi léttrokkuð dægurlög, er komið rammírskt sauð- fé og nautgripir sem hafa í frammi sit.t klassíska jarm og baul en fá þó ekki svo mikið fyrir sem „un point“ frekar en austurrískt söngvakeppni- lag. Sigurvegaramir Athygli írskra fjölmiðla eftir keppnina hefur mest beinst aö þeim sem nefndir eru hinir raunverulegu sigurvegarar. Þeir eru Ferðamálaráð írlands, írska sjónvarpið og nokkur írsk og alþjóðleg fyrirtæki. Undan- farin ár hefur írsk ferðamannaþjón- usta misst spón úr aski sínum vegna slæmrar stöðu írska pundsins gagn- vart dollaranum og ótta Bandaríkja- manna við hryðjuverk. Nú hyggjast írar bæta sér upp vöntun á amerísk- um ferðamönnum með því að laöa til landsins Evrópubúa og fagna því söngvakeppninni sem einni risa- stórri auglýsingu fyrir írland, dreift til 600 milljóna sjónvarpsglápenda í Evrópu og víðar. Forystumenn ferðamálaráös benda á að straumur erlendra ferðamanna til Noregs jókst um 40% árið eftir keppnina í Björgvin og írar telja að svipað verði uppi á teningnum hjá þeim. Því er heldur ekki að neita að útsendingin var það sem við íslend- ingar köllum góða landkynningu. A milli laganna var brugöiö upp rómantískri mynd af landi og þjóð. Dularfullir miðaldakastalar í ósnortinni náttúru og lífsglaðar al- þýðuhetjur vöppuðu um græna grundu, leikandi á fiðlu. Aldrei þessu vant var heldur engin rigning. Yfir aUri dýrðinni svifu svo flugvélar Rayanair sem virtust sveima jafnört yfir írskum sveitum og breskar her- þyrlur yfir Belfast. Hárgreiðslan úr lagi Rayanair var einn helsti styrkt- araðili keppninnar ásamt Sony, Yamaha, Phihps, ferðamálaráði, raf- veitunni og fleirum. Alls styrktu 46 fyrirtæki og stofnanir keppnina og lögðu í hana rúma mhljón írskra punda af þeirri einu og hálfu mhljón sem áætlað er að hún hafi kostað. Eitthvað mun þetta lið fá fyrir snúð sinn, góð sambönd og heljarmikla auglýsingu og geta því glaðst aö hætti viðskiptajöfra. Þá má írska ríkisútvarpið líka vera ánægt meö sinn hlut. Þótt þaö græddi ekki fjárhagslega þá komst það til- tölulega ódýrt frá keppninni og stóð Austurriski söngvarinn kennir al- þjóðlegu samsæri gegn Kurt Waldheim um að hann fékk ekkert stig. sig með miklum sóma. írskir sjón- varpsmenn eru ennfremur lukkuleg- ir meö að írar skyldu ekki vinna aftur, því svona stórvirki eru ekki th að standa í ár eftir ár. t Það er almennt mál manna aö keppnin hafi verið hin glæsilegasta og stóráfoh engin nema hárgreiðslan á kynninum Michelle Rocca í síðari hluta keppninnar. írskir fjölmiðlar hafa fjallað langmest um sjálfa fram- kvæmd keppninnar en mun minna um tónhstina sem þeir virðast yfir- leitt áhta frekar ómerkilega og nánast algert aukaatriði. Þó ber þess að geta að lagið Sókrates hefur feng- iö hrós fyrir að koma öhum lýð í gott skap strax í byrjun. Alþjóðlegt samsæri Dagblaðið Irish Indipendent kall- ar keppnina sigur formsins yfir innihaldinu og Rolls Royce umbúöir utan um Renault 4 tónlist. Sigurveg- arinn lætur vitaskuld shkar háðs- glósur sem vind um eyru þjóta. Hún var enn í sjöunda himni þegar hún yfirgaf Dublin nú í vikunni. Aðspurð sagðist hún ætla að verða ákaflega heimsfræg. Ekki voru þó alhr jafnhressir og ofangreindir aðhar. Austurríski söngvarinn og lagasmiðurin Wilfred Schutz átti erfitt með að kyngja því að fá akkúrat ekkert stig og kenndi þar um alþjóðlegu samsæri gegn Kurt Waldheim. Ennþá reiðari var skoski söngvar- inni Scott Fitzgerald sem tapaði svo naumlega fyrir Svisslendingum. Sérstaklega gramdist honum að Hol- lendingar gáfu honum ekkert stig. Scott dvelur að jafnaði í Amsterdam og er einn ástsælasti söngvari i Hol- landi þegar hann segir sjálfur frá. Fannst honum sem þeir gætu ekki minna gert en að gauka að honum nokkrum stigum í þakkarskyni. Með frekar smekklausum hætti benti breski hópurinn Amster- dambúum á ónefndan hluta manns- líkamans þar sem þeir mættu troða sínum frægu túhpönum. Þannig end- aði 33. söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í sannri evrópskri samstöðu og vinsemd. Nú er haldin árleg landbúnaðarsýning í höll söngvakeppninnar. YmtuÍzvmn (Ladies night) fóstudagskvöldið 13. maí Húsið opnað kl. 20 Dregið úr seldum miðum Sú heppna hlýtur ferðavinning með Arnarflugi til Hamborgar Krúttmagarnir frá Akureyri sjá um að halda uppi jjörinu. Aðgöngumióaverð með fordrykk og mat aðeins kr. 2000,- Pantið borð timanlega símar 29098 og 23335 Karlmenn fá ekki inngöngu r fyrr en eftir miðnætti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.