Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. 9 I ÁTVR kynnir í sumar Dillon lávarð - þurrt íslenskt gin Ástarsaga frá síðustu öld ræður nafni ginsins Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, fór gætilega með nýju gin- flöskuna sem ríkið ætlar að setja á markaðinn í sumar. Ginið hefur fengið hið virðulega nafn Dillon lá- varður - þurrt íslenskt gin og angar af sögu ekki síður en einibeijum. DV-menn komu til fundar við Höskuld í Dillonshúsi í Árbæjar- safni. Það er eitt af sögufrægum húsum Reykjavíkur og var reist á lóðinni Suðurgötu 2 vorið 1835 af þeim sama Dillon og ginið hefur nú fengið nafn sitt frá. Höskuldur sagði að upphaflega hefði átt að kenna ís- lenska ginið við Consul Thomsen, en hann var danskur og ginið er að uppruna enskara en allt enskt og því varð það nafn sem leiddi hugann að upprunanum. Virt aðalsætt Nafngiftin kom upp í samræðum Höskuldar við Pál Líndal lögfræðing og þótti þegar kjörið því Dillon sá sem stóð fyrir húsbyggingunni var af virtri enskri aðalsætt sem enn er til. Afkomendurnir búa nú í Lundún- um og þar situr Dillon lávarúur, sá 22. í röðinni, í skjóli móður sinnar. Hann er flmmtán ára gamall. Gin Dillons lávarðar er einkum ætlað fyrir innlendan markað, enda taldi Höskuldur vonlítið að keppa á heimsmarkaðnum við gamalgrónar tegundir sem Englendingar setja saman. Hér er þó ekki kastað til höndunum því leitin að hinni réttu ginblöndu hefur staðið í allan vetur og enn hefur ekki verið skorið úr hver af fjórum útgáfum verður boðin íslendingum til sölu. í fyrstu voru 10 blöndur sendar til „þekktra ginkarla“ víða um land og þeir beðnir um að velja þrjár þær bestu. Karlarnir voru nokkuð sam- dóma í áliti sínu og eftir þennan fyrsta hreinsunareld voru fjórar blöndur eftir. Þær hafa nú veriö sendar til um flörutíu manna sem taldir eru manna dómbærastir um kosti gins og er nú beðið álits þeirra. Umbúðirnar utan um ginið eru þegar tilbúnar og prýðir þær skjald- armerki Dillonættarinnar. Það er notað með leyfi frá flölskyldunni, eins og fram kemur í viðtalinu við lafði Dillon hér á opnunni. Ginið kemur á markað um mitt sumar þeg- ar sérfræðingarnir hafa komist að niðurstöðu. Ástarsaga úr Reykjavík Dillon leggur gininu ekki til nafn af því einu að hann lét byggja hús í Reykjavík fyrir 153 árum heldur vegna þess að við nafn hans er tengd ein hjartnæmasta ástarsaga sem gerst hefur á íslandi. Arthur Edmund Dennis Dillon lá- varður, sá 16. með því nafni, steig fyrst fæti á íslenska grund, í flöruna þar sem nú er Hafnarstræti, þann 31. ágúst árið 1834 og var í fór með Tóm- asi Sæmundssyni Fjölnismanni. Dillon, sem ætlaði að hafa vetursetu í Reykjavík, kom hingað með dönsku herskipi sem var hér að sækja Frið- rik Danaprins. Prinsinn hafði verið hér í hetrunarvist því það þótti ekki sæma í Danmörku að ríkisarfinn héldi meira upp á dansmeyjar við Konunglega ballettinn en drottning- arefnið. Betrunarvistin reyndist þó gagnslítil því í Reykjavík var prins- inn fljótlega kominn í slagtog við þá virðulegu frú, maddömu Sire Otte- sen. í fyrsta kuldakasti haustsins var vinur okkar, Arthur Dillon, kominn í hólið til hennar líka og þar hefst ástarsagan. Höskuldur Jónsson með Dillon lávarð - þurrt islenskt gin. Lávarðurinn kemur við íslenska sögu vegna ástarævin- týris sem hann átti hér fyrir 153 vetrum. DV-mynd KAE Dillon var rétt kominn á þrítugs- aldur þegar þeta gerðist - ungur maður að skoða heiminn. Maddama Sire Ottesen var glæsileg kona af ættum kaupmanna og ekki alltaf að góðu getið í bæjarslúðrinu. Hún var fráskilin og hafði átt tvö börn í lausa- leik og með Dillon átti hún eina dóttur. Hún var á þessum árum hús- móðir í klúbbnum, helsta samkomu- stað betri borgara í Reykjavík. Hrollur í lávarðinum Dillon ætlaði að vera einn vetur í Reykjavík. Hann fékk leigt húsnæði sem átti að duga honum til vorsins en Sire Ottesen átti að sjá um alla þjónustu. Vetur gekk snemma í garð þetta haust en engin tök voru á að kynda húsnæði lávarðarins. Því fór það svo aö áður en nóvembermánuð- ur var allur var Dillon kominn í hlýjuna í klúbbnum hjá Sire Ottesen og er ekki vitað til að hann hafi kvartað undan kulda eftir það. Hann hélt bréfasambandi við ætt- ingja sína á Englandi um veturinn og þegar tekur að vora árið 1835 seg- ir hann bróður sínum að hann „muni ekki eiga afturkvæmt til Englands í langan tíma“. Þá var hann staðráð- inn í að setjast hér að og var farinn að huga aö landakaupum og búinn að læra íslensku svo vel að hann gat lesið Nýja testamentið. Menn tóku líka eftir því aö Sire Ottesen fékk lóð undir hús skömmu eftir að Dillon var kominn undir verndarvæng hennar og um vorið var ráðist í húsbygginguna og ekkert til sparað. Þarna reis Dillonshús. Yfirvöld sögðu nei Bæjarbúar tóku líka eftir því þetta vor að Sire Ottesen var ófrísk, Hún eignaðist dóttur 13. júni. Sú fékk nafnið Henriette Dillon eftir móður lávarðsins. í kirkjubókum var svo látið heita að „reisandi enskur mað- ur væri faðirinn". Vitað er að þau Sire Ottesen og Dillon ætluðu að ganga í hjónaband en svo fór þó ekki því þeim var meinað að eigast. Áður en dóttirin fæddist fór Dillon fram á að fá að „mega með persónu- legum eiði í stað svaramanna sanna fyrir fógetaréttinum, að ekki sé um að ræða af hans hálfu neina þá mein- bugi, er séu þessari hjúskaparstofn- until hindrunar". Beiöni lávarðarins fór fyrir dönsk yfirvöld og svarið var einfaldlega nei. Dillon fór af landi brott skömmu eftir að dóttir hans fæddist. Hann kom aldrei aftur til landsins og nefndi aldrei ævintýri sitt hér. Áður en hann fór gerði hann þó erfðaskrá sína þar sem hann arfleiðir Henri- ettu að fimmtán hundruð sterlings- pundum og barnsmóöur sína að sjö hundruð. Ævintýri Dillons á íslandi fór leynt í ættinni og ekki um það annað talaö en að lávarðurinn hefði komið til landsins og soðið egg í goshver. Henrietta vitjar ættmennanna Það var ekki fyrr en flörutíu árum síðar að kona, á að giska fer- tug, fríð sýnum og björt yfirlitum barði að dyrum hjá Dillon lávarði þeim 17. og sagöist vera hálfsystir hans frá íslandi. Dillon faðir hennar var þá á lífi en ekki er vitað til að þau feðgin hafi sést en það er þó lík- legt. í Þjóðminjasafni íslands er geymd silfurkanna sem á er letrað að hún sé gjöf til Henriettu frá fóður hennar. Henrietta átti einn son með manni sínum sem var danskur kaupmaður. Sonurinn fékk nafnið Pétur Arthur. Ævi hans var stutt því hann hvarf ungur að árum í Danmörku og er ekkert vitað um afdrif hans. Með honum hvarf seinasti afkomandi Dillons sem átti einnig ættir að rekja til íslands. -GK I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.