Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Page 10
10
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988.
Svaraðu strax, annars________________________
Bryndís og Bjami Dagur taka upp þráðinn
Það er ekki hægt að segja annað
en að spurningaþættir tröllríði
landanum um þessar mundir
enda hafa skoðanakannanir
eindregið bent til þess að slíkt
eigi upp á pallborðið hérlendis.
Síðasta dæmi þess er spurn-
ingaþættir sjónvarpsins, Hvað
heldurðu?, sem byggðust upp á
þjóðlegum fróðleik og gáfu-
mönnum, og spurningakeppni
framhaldsskólanna, sem að
vísu.féll þetta árið í skuggann
fyrir Ómari, Heiði, Flosa og
fleirum. Og nú tveimur vikum
síðar hefur Stöð 2 tekið upp
þráðinn með nýjan spurninga-
þátt með Bjarna Dag og
Bryndísi Schram í broddi fylk-
ingar. Mun þátturinn verða
vikulega á fimmtudögum fram
að vetrarmánuðum.
Sambland af lottói og
léttum spumingum
Gæfan er afar fallvölt í svona
þáttum. Til dæmis er mjög auðvelt
að verða gjaldþrota eftir að hafa jafn-
vel verið með sólarlandaferð innan
seilingar. Það má því segja að þessi
leikur sé sambland af lottói og léttum
spurningum. Það vill nefnilega oft
gerast, þegar keppandi er að nálgast
fullt hús stiga, þarf að svara lauf-
léttri spurningu og hefur aðeins
fimm sekúndur, aö viðkomandi
springi á limminu. Taugastríðið hjá
óvönu sjónvarpsfólki getur auðveld-
lega náð yfirhöndinni.
DV var viðstatt fyrstu upptökuna
á Svaraðu strax sem send var út síð-
astliðiö fimmtudagskvöld. Upptakan
átti fyrst að fara fram á þriðjudags-
kvöldið en vegna tækniöröugleika
varö að hætta við á síöustu stundu,
Áður en keppnin hófst var hitað upp og slakað á. I bakgrunni má sjá Ellý
Vilhjálms á tali við Eddu Briem.
Ættliðirnir þrír voru að vonum ánægðir, enda ekki á
hverjum degi sem flugferðir koma í fangið á þeim. Þær
eru Anna María Jónsdóttir yngst, Ásta Sigvaldadóttir í
miðjunni og Erla Gunnarsdóttir er elst.
stigataflan virkaði ekki. Og heim fóru lionessurnar sem
höföu bæði hlakkað og kviðið fyrir kvöldinu. Ákveðið var
að reyna áfram næsta kvöld og enn mættu lionessurnar
uppábúnar með bros á vör. Enda hafði þeim verið ráðlagt
kvöldið áöur að mæta vel sminkaðar vegna þess að tilviljun
réði því hver stæði í nærmynd fyrir framan sjónvarpsvéhna.
Bjórinn hjálpar
Upptakan hófst eftir upphitun á kaffistofunni þar sem
glær vökvi var framreiddur í plastglösum. En þaö mun
vera siður hjá mörgum erlendum sjónvarpsstöðvum, til aö
mynda BBC, að hafa opinn bar fyrir gesti meö sviösskrekk.
Ef bjórinn væri kominn hingaö til lands myndi hann vafa-
laust hjálpa stressuðum sjónvarpsgestum. í kjölfarið létu
andstæðingar víns og anda í sér heyra.
- En hvað um það. Bryndís og Bjarni höfðu undirbúið
„ljónynjurnar" vandlega fyrir upptöku og skýrt þeim frá
hvernig hlutirnir gengju fyrir sig í sjónvarpssal.
Ellý Vilhjálms gjaldþrota
Þegar ballið svo byijaði fór heldur að hýrna yfir konun-
um. Enda aldrei að vita hver myndi hreppa stóra vinning-
inn. Fyrsta lotan hófst á því að sætanúmer var dregið úr
hatti. Þrjár ungar konur fóru upp á svið og hófu leikinn.
Upptakan gekk ekki mætavel í byrjun, en svo fóru hjólin
að snúast. í fyrstu lotunni kom sólarlandaferð í hlut Erlu
Gunnarsdóttur, lionessu á besta aldri. Reglurnar eru þær
að vinningshafinn í hverri lotu snýr aftur til sætis. Og aftur
var dregið úr hattinum. Svo skemmtilega vildi til að það
kom í hlut söngkonunnar Ellý Vilhjálms, sem jafnframt er
honessa, að taka þátt í næstu hrinu sem byggðist upp á að
geta upp á bókstöfum í eyður og fá að lokum út málshátt.
Ellý Vilhjálms var með þeim óheppnari þetta kvöldið og
varð gjaldþrota hvað eftir annað á lukkuhjólinu þrátt fyrir
að svörin stæöu ekki á sér. Verðlaunin komu því í hlut
Sveinbjargar Gunnarsdóttur, hvorki meira né minna en
utanlandsferð.
Fór óvænt í keppnina
í samtali við DV eftir keppnina sagðist hún ekki trúa
sínum eigin augum. Hún var mjög hrærð að sjá. Hún var
ekki síst ánægð þar sem hún var gestur einnar lionessunn-
Nöfnin
skipta máli
Það er þvi nokkuð augljóst aö
nöfnin skipta heilmiklu máli við
stjórnun slíkra þátta. Bryndísi
þekkja allflestir, enda hefur hún ver-
ið inni í stofu hjá okkur undanfarin
ár, en Bjarni Dagur hefur smám sam-
an verið að ná tökum á fólki með
sálfræðiþáttum sínum á Stjörnunni.
Þáttur þeirra er með allt öðru sniði
en Hvaö heldurðu? þótt nafniö, Svar-
aðu strax. hljómi ekki ólíkt.
Hafa unnið
heilu
einbýlishúsin
Þessum þætti svipar mjög til
Happ í hendi (sumir liéldu að nafnið
væri Happy ending) sem Bryndís fór
af stað með í fyrravetur. Hann er
unninn eftir erlendri fyrirmynd
þátta sem gengið hafa um allan heim
og nefnast Wheel of fortune eða
Lukkuhjólið. Erlendis er spilað um
stórar peningauppliæðir og stundum
hafa vinningshafar fengið eitt stykki
hús með öllum innréttingum og bún-
aði, en ekki krullujárn eða neitt slíkt,
eins og Bjarni Dagur orðaði það. Þó
er ekki amalegt að fá sólarlandaferð-
ir fyrir tvo í vinning, en það er hæsti
vinningurinn í þessari keppni.
, l -1. I 1 1 * i 1 í 1 j Éf ■ U il
í' I 1 1 ■" J*”***0* .iÁ ” '''V
Hæðarmunurinn leynir sér ekki. Bryndis spyr hvort ekki sé kominn tími til að hefja keppnina.
,,Eg var ekki tilbiiinn fyrr"
- segir Bjami Dagur, medstjómandi Bryndísar
Bjarni Dagur Jónsson er að
reyna fyrir sér í fyrsta sinn fyrir
framan myndavélina, en hann er
siöur en svo óvanur að vinna við
sjónvarp. Hann starfaði lengi vel
sera teiknari hjá ríkissjónvarpinu
og hóf í framhaldi af því að reyna
smám saman fyrir sér í þáttagerð.
Á sínum tíma vann hann viö þætt-
ina Kvöldstund í sjónvarpssal með
Agh Eövarðssyni þar sem ýmsir
frægustu gamanleikarar sam-
tímans voru að stíga sín fyrstu
skref. Auk þess hefur hann unnið
mikið með Bimi Björnssyni sem
einmitt er stjómandi Svaraðu
strax.
Nýtt og spennandi
Bjami var spurður að því af
hverju hann legði leið sína nú í
sjónvarpssal?
„Ég fór i þetta til þess að prófa eitt-
hvað nýtt og spennandi. Svo varð
það fyrir tilstuðlan gamals vinar
míns, Bjöms Bjömssonar stjóm-
anda þáttanna, sem löngum hefur
hvatt mig til þessa. Ég var einfald-
lega ekki tilbúinn fyrr,“ sagði
Bjarai. „Um áframhaldandi vinnu
viö sjónvarp veit ég ekki enn. Það
veröur bara að koma í ljós.“ En
sagðist spenntur að vinna með
Bryndísi í sumar.
Þarf ekki að
kvíða aðgerðaleysi
Bjarni rekur eigin auglýsinga-
stofu auk þess sem hann er dag-
skrárgerðarmaður á Stjörnunni.
Hann þarf því ekki að kvíða að-
gerðaleysi á sumri komanda.
Hann segir dagskrárgerðina hjá
útvarpinu og þekkingu sína á inn-
viðum sjónvarpsins koma sér aö
góðum notum á Stöð 2. En í útvarpi
sé hann hins vegar ætíð í beinni
útsendingu þar sem hlutimir verði
aö ganga upp. Á þessu væri örlítill
munur. -Gkr