Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. Erlendar bækur BRITISH *cx, poana, rti *act% tmat (XKU TMí NATtON COHftLED B Y ]D í Aí TWOOO /| CAHTOONÍHV TONY HUtBAND V Hvað finnst Bretum? 100% BRITISH. Tekið saman af Jo Eastwood. Penguin Books, 1988. Hefurðu áhuga á að vita að 100% breskra bankastjóra telja að bindi gefi til kynna þjóöfélags- stöðu manna? Eða að 68% bre- skra kvenna eru á því að neglur eiginmanna þeirra séu alltaf vel snyrtar, 74% breskra presta trúa á meyjarfæðinguna og að 2% bre- skra kvenna hafa sofið hjá meira en eitt hundrað karlmönnum? Sé svo, þá er þetta bók við þitt hæfi. Jo Eastwood hefur safnað sam- an í þessa bók niöurstöðum fjölmargra skoðanakannana sem gerðar hafa verið á síðustu árum í Bretlandi um viðhorf Breta til flests milli himins og jarðar. Svörin flokkar hún í kafla eftir tölulegu vægi en ekki efni. Fyrsti kaflinn heitir einfaldlega 1% og hefur að geyma þau svör sem 1% svarenda i hinum ýmsu könnun- um gáfu. Síðan er sérkafli fyrir hvert prósentustig allt upp í 100%. Það er því hægt að fletta upp í þessari bók til að vita hvað til dæmis 44% bresku þjóðarinn- ar finnst samkvæmt skoðana- könnunum um hitt og þetta, en ekki hvað Bretum finnst um til- tekið málefni. Megináhersla er sýnilega lögð á persónuleg málefni, svo sem sam- búð hjóna og kynlíf. Og vissulega koma ýmsar tölur hér á óvart. 0 UTOLISll • [)E-SKIU.I\(i ’ KNGEl 1 FEMlNISiM - GRWIP-JIWÍEMON '■ INIMKTION ■ MKHfKinHCY'Nlt l.ktli E4MIÍ.V • ORfitNIZA'nONTH iOitV • l’RLIIDKi: ■ (|LAUTATIVi; AALVSIS • líKlll (TKIMSVl • SUAIH • THEOfliCY' IIRR4MZATI0N • VI ILSTKIILN ■ TOBUIVIKW • Z0MÍ (H Uppsláttarrit um félagsfræði DICTIONARY OF SOCIOLOGY. Höfundar: Nicholas Abercombie, Stephen Hill og Bryan S. Turner. Penguin Books, 1988. Komin er út ný og endurbætt útgáfa af uppsláttarriti Penguin um félagsfræði. Ritið er einkum ætlað nemendum -í framhalds- námi en kemur ekki síður áhugamönnum um félagsfræði- leg efni að góðum notum. Höfundarnir, sem ailir eru reyndir kennarar í þessum fræð- um, gefa hér stuttar og hnitmið- aðar skilgreiningar á ýmsum þeim hugtökum og kenningum sem félagsfræðingar hafa einkum fengist viö. Þá segja þeir einnig stuttlega frá helstu verkum og hugmyndum áhrifamanna í þess- ari ungu vísindagrein gegnum tiðina. í lok hverrar klausu eru vísað til skýringa á öðrum tengdum hugtökum sem um er fjallað í bókinni, en henni fylgir einnig allítarleg skrá um merkustu rit félagsfræðilegs eðlis. Þetta er aðgengilegt uppflettirit. Textinn ber vitni skýrrar hugs- unar og tilgeröarleysis höfund- anna, sem snúa sér beint að aðalatriðunum og gera ílóknum hugtökum og kenningum oft skil á ótrúlega hnitmiðaðan hátt. Bandarísk leynistríð í forstjóratíð VEIL: THE SECRET WARS OF THE CIA 1981-1987. Höfundur: Bob Woodward. Pocket Books, 1988. í kosningabaráttunni fyrir forseta- kosningamar í Bandaríkjunum árið 1980 lagöi Ronald Reagan, sem þá var frambjóðandi repúblíkana gegn Jimmy Carter forseta, áherslu á nauðsyn þess að stokka upp spilin hjá CLA, bandarísku leyniþjón- ustunni. Sú áhersla sem repúblíkan- ar lögðu á endurskipulagningu leyniþjónustunnar kom reyndar ekki á óvart. CIA hafði að baki langt svart tímabil þar sem alvarlegir ágallar höfðu komið í ljós í starfsemi stofnunarinnar. Nýjasta dæmið þá var íran. Bandarískir útsendarar höfðu komið gjörsamlega af íjöllum þegar íranskeisari flúði land og Kho- meini og stuðningsmenn hans tóku við völdum. Það var sýnilega eitt- hvað alvarlega bogið við upplýsinga- öflun og stöðumat leyniþjónustu- mannanna sem áttu að sjá til þess að forseti Bandaríkjanna hefði ávallt sem nákvæmastar og réttastar upp- lýsingar um það sem væri að gerast í öðrum löndum. Gamall OSS-maður í stólinn Reagan valdi gamlan vin sinn og kosningastjóra, lögfræðinginn Will- iam Casey, til að koma skikk á leyniþjónustuna. Casey, sem hafði mun meiri áhuga á embætti utanrík- is- eða varnarmálaráðherra, var í upphafi tregur til en féllst svo á beiðni forsetans. Hann hafði nokkrar taugar til stofnunarinnar þar sem hann starfaði á vegum fyrirrennara CIA, Office of Strategic Services eða OSS, á stríösárunum og hafði haldið tengslum viö ýmsa gamla samstarfs- menn sína frá þeim tíma. Casey var um margt umdeildur VEIL: The Secret Wars of the CIA 1981-1987 A r-k^ítUf: jiKiftJðftSt Ui:\ :ð-; :::- Ttlfcí t> itlf vVá(.tm l.xU-', : ‘■ÍKW pv’t á.wKj.pyípespíuS. maður. Hann hafði efnast vel á eftir- stríðsárunum og að sumra áliti staðið í ýmsum vafasömum viðskipt- um. Á hinn bóginn var Casey ljóslega maður athafna og því vel fallinn til þess aö dusta rykið af opinberri stofnun sem skilaði ekki tilætluðum árangri. Skipun Casey sem forstjóra CIA vakti strax deilur í bandaríska þing- inu, sem að hluta til var andsnúið veigamiklum atriðum í stefnu Reag- ans í utanríkismálum, þar á meðal í málefnum Mið-Ameríku. Casey leit hins vegar á sig fyrst og fremst sem mann Reagans: hann vildi koma því í verk sem hann taldi að væri Reagan að skapi. Ef ekki var hægt að gera þaö opinberlega þá skyldi það gert meö leynd. Contra-herinn byggður upp Bob Woodward, sem öðlaöist heimsfrægð er hann átti mikinn þátt í því ásamt félaga sínum, Bemstein, Casey á blaðinu Washington Post að af- hjúpa þau myrkraverk í Hvíta húsinu sem urðu Nixon forseta að faUi, rekur í þessari snjöllu bók hvernig Casey fór að því að koma „vilja Reagans" í framkvæmd með leynilegum og að hluta til ólöglegum aögerðum. Frásögn sína byggir hann á viðtölum við fjölda fólks sem þekkti vel til gangs mála þar á meðal mörg- um samtölum við Casey sjálfan. Woodward rekur hér margháttað- ar leynilegar aðgerðir sem Casey stóð fyrir sem forstjóri CIA. Þar kennir margra grasa en veigamestar voru þó aðgerðirnar gegn sandínista- stjórninni í Nicaragua. ítarlega er sagt frá því hvernig CIA-menn byggöu contra-herinn upp úr nánast engu og lögðu síðan allt í sölurnar til að viðhalda fjársteymi til contr- anna. í því efni skipti það að lokum Casey og samstarfsmenn hans í Hvíta húsinu engu máli hvort að- gerðir þeirra vörðuðu við lög. Þær voru einfaldlega taldar nauðsynlegar frá póhtísku sjónarmiði: þær voru, að þeirra mati, vilji forsetans og það eitt skipti máli. Margslungin persóna Höfuðpersóna frásagnarinnar er William Casey. Woodward tekst að sýna hann sem margbrotna persónu sem telur það höfuðskyldu sína aö þjónar sínum herra af trúmennsku. „Ég trúði“ hefur Woodward eftir Casey í umdeildu viðtali sem tekið var er CLA-forstjórinn lá banaleguna á sjúkrahúsi. Það er ljóst að Casey var klár mað- ur og framkvæmdasamur með afar fastmótaðai- skoðanir á mönnum og málefnum. Hann var mjög á sömu pólitísku bylgjulengd og forsetinn, sá óvini víða og taldi þaö skyldu sína að berjast gegn þeim með öllum til- tækum ráðum. En mönnum sem þannig trúa og hafa yfir að ráða stofnun eins og bandarísku leyniþjónustunni er hætt við að fara yfir þá línu sem skilur að það sem er löglegt og ólöglegt í lýðræðisríki. Tilgangurinn fer að helga meðalið og það jafnvel svo að réttlætt geti ráðagerðir um hreina hryðjuverkastarfsemi svo sem pólit- ísk morð. Woodward er í toppformi í þessari bók sem er afar fróðleg lesning um sjö örlagarík ár í sögu bandarísku leyniþjónustunnar og þann sérstæða persónuleika sem stóð þar við stjórn- völinn. Þeir voru nánir vinir William Casey og Ronald Reagan: Casey leit á það sem sitt hlutverk að koma vilja Reagans í framkvæmd. Metsölubækur Bretland Söluhæstu kiljurnar: 1. Sally Beauman: DESTINY. 2. Catherine Cookson: THE PARSON'S DAUGHTER. 3. Melvyn Bragg: THE MAID OF BUTTERMERE. 4. Colleen McCullough: THE LADIES OF MISSOLONGHI. 5. J. G. Ballard: EMPIRE OF THE SUN. 6. Craig Thomas: WINTER HAWK. 7. Philippa Gregory: WIDEACRE. 8. Margaret George: THE AUTOBIOGRAPHY OF HENRY VIII. 9. Weis & Hickman: THE MAGIC OF KRYNN. 10. Wllllam Golding: CLOSE QUARTERS. Rit almenns eðlis: 1. Rosemary Conley: THE HIP AND THIGH DIET. 2. Richard Dawkins: THE BLIND WATCHMAKER. 3. Robert Hughes: THE FATAL SHORE. 4. Bob Ogley: IN THE WAKE OF THE HURRI- CANE. 5. P.L. Fermor: BETWEEN THE WOODS AND THE WATER. 6. Edward Behr: THE LAST EMPEROR. 7. James Fox: WHITE MISCHIEF. 8. Bill Cosby: FATHERHOOD. 9. Kenyon & Franklín: GARDENER’S WORID HANDBOOK. 10. Whítley Strleber: C0MMUNI0N. (Byggt á The Sunday Times) Bandaríkin Metsölukiljur: 1. Danielle Steel: FINE THINGS. 2. Jonathan Kellerman: OVER THE EDGE. 3. Dean R. Koontz: WATCHERS. 4. Dick Francis: BOLT. 5. Colleen McCullough: THE LADIES OF MISSALONGHI. 6. LaVyrie Spencer: vows. 7. Sally Beauman: DESTINY. 8. Piers Anthony: OUT OF PHAZE. 9. John Gardner: NO DEALS. MR. BOND. 10. Larry McMurtry: TEXASVILLE. 11. Rosemary Rogers: BOUND BY DESIRE. 12. Pat Conroy: THE PRINCE OF TIDES. 13. A. C. Crispin: TIME FOR YESTERDAY. 14. Alistair MacLean: SANTORINI. 15. David Eddings: GUARDIANS OF THE WEST. Rit almenns eðlis: 1. Whltley Strleber: COMMUNION. 2. M. Scott Peck: THE ROAD LESS TRAVELED. 3. Carsten Stroud: CLOSE PURSUIT. 4. Robert Hughes: THE FATAL SHORE. 5. Judlth Viorst: NECESSARY LOSSES. 6. Sam Donaldson: HOLD ON, MR. PRESIDENT! 7. Bette Davis/M. Herskowitz: THIS’N THAT. 8. Dorls K. Goodwin: THE FITZGERALDS AND THE KENNEDYS. 9. Beryt Markham: WEST WITH THE NIGHT. 10. Richard Bach: THE BRIDGE ACROSS FOR EVER. (Byggt á New York Times Book Review) Danmörk: Metsölukiljur: 1. Jean M. Auel: MAMMUTJÆGERENE. (1). 2. Wassmo: DET STUMME RUM. (2). 3. Jean M. Auel: HULEBJ0RNENS KLAN. (3). 4. Jean M. Auel: HESTENES DAL. (4). 5. Helle Stangerup: CHRISTINE. (5). 8. Godfred Hartmann: CHRISTIAN. (10). 7. Isabel Allende: ÁNDERNES HUS. (6). 8. B. Wamberg: JOHANNE LUISE HEIÐERG. (9). 9. Andersen-Nexö: PELLE EROBREREN. (-). 10. Isabel Allende: KÆRLIGHED OG MÖRKE. (-). (Tölur Innan svlga tákna röð bókar vikuna é undon. Byggt á Polltiken Sondog) Umsjón: Elías Snaeland Jónsson Tíu stjórar á toppnum THE NEW ELITE. Höfundar: Berry Ritchie og Walter Goldsmith. Penguin Books, 1988. Hver er kúnstin á hak viö við- reisn fallandi stórfyrirtækis? Hvað hafa þeir stjórar einkum til brunns að bera sem geta tekið við slíkum fyrirtækjum á brauðfót- um og komið þeim á traustan grundvöll? Leitast er við að svara þessum spumingum frá bresku sjónar- horni í „The New Elite“. Hér er íjallað um tíu risa í breska fjár- málaheiminum sem eiga það sameiginlegt að hafa tekið við stórfyrirtæki á erfiöleikatímum og snúið vörn í sókn svo um munar. Meðal fyrirtækja era Jaguar, BP og British Airways. Höfundarnir, sem þekkja báðir mjög vel til bresks fjármálalífs og hafa skrifað um það aðrar bækur, rekja feril hvers þessara tíu forstjóra og benda síðan á þann lærdóm sem draga megi af vinnubrögðum þeirra við lausn á risavöxnum vandamálum fyrir- tækjanna. Einnig er getið þeirrar umbunar, sem þessir galdra- menn viðskiptalífsins hljóta að launum. í ljós kemur að meðal- laun þeirra eru um 15 milljónir íslenskra króna á ári og eru þá engin fríðindi meðtalin. Þetta er hnitmiðuð, vel skrifuð bók sem veitir áhugaverða inn- sýn í störf fjármálamanna sem náð hafa góðum árangri. í Ijónabúrinu THE LIONS’ CAGE. Höfundur: John Clive. Penguin Books, 1988. Breski leikarinn og rithöfund- urinn John Clive byggir skáld- sögur sínar gjarnan á raunveru- legum persónum og atburðum en getur í skjóli breyttra nafna á sögupersónunum tekið sér veru- leg skáldaleyfi. Þessi skáldsaga, sem gerist á árum síðari heimsstyrjaldarinn- ar, er þannig byggð á raunveru- legri reynslu hollenskrar stúlku og bresks hermanns sem hér eru nefnd Lissette og Joe. Lissette hefur unnið sér það til óhelgi að eiga vingott við þýskan hermann. Þegar Þjóðverjar eru reknir frá Hollandi undir lok styrjaldarinn- ar verður hún fyrir hefndar- aögerðum eins og margar aðrar stúlkur sem áttu vingott við þýska hermenn í hernumdum löndum. Joe er hins vegar hálf- gerður villingur sem sér ekkert rangt við að reyna aö græða svo- lítið á stríðinu. Höfundurinn leiðir þessar per- sónur saman í Antwerpen þar sem örlög þeirra ráðast með af- drifaríkum hætti. Þetta er spennandi lífsreynslusaga frá þeim tímum haturs og hefndar- þorsta þegar ást á manni af „röngu“ þjóðerni taldist hofuð- synd ef ekki beinlínis landráð. HBti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.