Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 42
54 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. Lífsstíll að er ólýsan- lega rómantískt að sigla undir stjörnubjörtum himni Karíba- hafsins og finnast maður vera einn í heiminum,“ „ segjahjónin Ás- geir Ásgeirsson og Sigurlaug Pálsdóttir er óau sögðuDV 'rá skútusigl- ingum sínum um Karíba- hafið. Varð að klípa sig í handlegginn „Fyrst var flogið til Orlando og þaðan farið til Fort Lauderdale. Þar biðu okkar skúturnar. Við pöntuöum tvær skútur," segir Ásgeir. „Önnur var 37 feta löng en hin var 43 feta. Ætlunin var að ég stjórnaði annarri skútunni en við leigðum okkur skip- stjóra með hinni. Hét sá mæti maður Kristinn Þorsteinsson og fylgdi bróð- ir hans, Ólafur, með í kaupunum. Ég varð síðan að taka smápróf til að bandarískum lögum og tryggingar- skilmálum væri fullnægt." Það er rétt að taka fram að Ásgeir er vanur skútustjórnandi. „Skútumar voru hinar vistlegustu og fór vel um okkur þar. Áður en við lögðum af stað þurftum viö að birgja okkur upp af vatni og vistum. Flestar eyjarnar í Bahama eyjaklasanum eru óbyggðar og ekki er hægt að fá mikia þjónustu á þessum byggðu," segir Sigurlaug. „Til dæmis tókum við ís um borð í Fort Lauderdale til að halda matvæl- um ferskum og var ísgæslumaðurinn með ábyrgðarmesta starflð fyrir utan auðvitað starf skipstjórans,“ bætir Sigurlaug viö lítur á Ásgeir og hlær. „Fyrstu nóttina var siglt yfir sund- ið sem golfstraumurinn streymir um. Ferðalagið varð strax ævintýri hkast. Það var einkennilegt aö sitja um nætur undir stjörnubjörtum himni Karíbahafsins og þjóta um hafflötinn. Ég varð að klípa sjálfa mig í hand- legginn til að sannfæra mig um að ég væri vakandi," segir Sigurlaug. Rakel, dóttir Asgeirs og Sigurlaugar, fékk þessa forláta húfu sem sárabætur fyrir að sitja heima. kynninguna varð ekki aftur snúiö. Við hittumst einu sinni í mánuði og lögðum alltaf eitthvað í púkkið,“ segir Ásgeir. „Svo má ekki gleyma ballhaldinu,“ bætir Sigurlaug við og brosir. „Jú, við leigðum tvisvar hús- næði og héldum böll,“ segir Ásgeir. „Reyndar höfðum við svo gaman af þessu stússi að engu máh hefði skipt þótt fjármagnsöflunin hefði verið rýr. Eitthvað fengum við samt í sjóð- inn,“ segir Ásgeir. Vegna barneigna varö að fresta ferðinni í nokkur skipti. En þegar barneignir og brjóstagjafir voru yfirstaðnar hélt þessi fríði flokkur af stað. Brottfarar- dagur var fyrsti apríl á þessu ári. að stefha á Karíbahafið. Við höfðum heyrt af íslenskum manni sem leigði skútur til siglingar um það. Stuttu seinna var hann staddur hér á landi. Sigurður Þorsteinsson kom til að kynna okkur þjónustu sína. Eftir Saumaklúbbur bóndans „Það var í saumaklúbbnum mín- um sem þessi hugmynd skaut fyrst upp kolhnum,“ segir Ásgeir og glott- ir. „Við erum nokkrir skólafélagar sem höfum haldið hópinn eftir að skóla lauk. Fyrir rúmum tveim árum kom upp sú hugmynd að fara saman í ferðalag. Strax í byrjun var ákveðið Ferðir Meðal dópdrottninga og hákarla íslenskir víkingar sigla um Karíbahafið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.