Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Page 54
66
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988.
Messur
Dómprófasturinn í Reykjavík
Guðsþjónustur í Reykjavíkurpró-
fastsdæmi sunnudag 8. maí 1988.
Rænadagur þjóðkirkjunnar.
Árbæjarprestakall: Guðsþjónusta í
Árbæjarkirkju á bænadegi þjóð-
kirkjunnar kl. 11 árdegis. (Ath.
breyttan messutíma). Orgelleikari
Jón Mýrdal. Sumarferð sunnudags-
skóla Árbæjarsóknar og kirkjuskóla
Grafarvogshverfis að Saurbæ á
Hvalfjarðarströnd sunnudag 8. maí.
Lagt verður af stað frá Foldaskóla
og Árbæjarkirkju kl. 13.15 stundvís-
lega. Sr. Guömundur Þorsteinsson.
Áskirkja: Guðsþjónusta og altaris-
ganga kl. 14. Fermdur veröur
Jóhannes Már Marteinsson, Skipa-
'^sundi 10. Sr. Árni Bergur Sigur-
bjömsson.
Breiðholtskirkja: Guðsþjónusta kl.
11. (Ath. breyttan messutíma). Org-
anisti Daníel Jónasson. Sr. Gísli
Jónasson.
Bústaðakirkja: Guðsþjónusta kl. 14.
Organisti Jónas Þórir. Kvenfélags-
fundur mánudagskvöld. Bræðrafé-
lagsfundur mánudagskvöld.
Æskulýðfundur þriðjudagskvöld.
Dagur aldraðra á uppstigningardag.
Sr. Ólafur Skúlason.
Digranesprestakall: Guðsþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 11. Sr. Þorbergur
Kristjánsson.
Dómkirkjan: Messa kl. 11.00. Kór
Tónlistarskólans í Reykjavík syngur.
Kinsöngur Halldór Vilhelmsson.
Organleikari og stjómandi Marteinn
H. Friðriksson. Sr. Hjalti Gumunds-
son.
Landakotsspítali: Messa kl. 13. Org-
anleikari Birgir Ás Guðmundsson.
Sr. Hjalti Guðmundsson.
Elliheimilið Grund: Guðsþjónusta kl.
10.00. Sr. Gylfi Jónsson.
Fella- og Hólakirkja: Guðsþjónusta
kl. 11.00. Prestur sr. Guðmundur
Karl Ágústsson. Organisti Guðný
Margrét Magnúsdóttir. Mánudagur:
Fundur í æskulýösfélaginu kl. 20.30.
-^í'ríkirkjan i Reykjavík: Barnaguðs-
þjónusta kl. 11.00. Guðspjallið i
myndum, smábarnasöngvar og
barnasálmar. Afmælisbörn boðin
sérstaklega velkomin. Viö píanóið
Pavel Smid. Sr. Gunnar Björnsson.
Grensáskirkja: Messa með altaris-
göngu kl. 11. (Ath. breyttan tíma).
Organisti Árni Arinbjarnarson. Sr.
Guðmundur Örn Ragnarsson.
Hallgrímskirkja: Messa kl. 11. Sr.
Ragnar Fjalar Lárusson. Þriðjudag-
ur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30.
- Beöið fyrir sjúkum.
Landspitalinn: Messa kl. 10. Sr. Karl
Sigurbjörnsson.
Háteigskirkja: Messa kl. 11. Sr. Tóm-
as Sveinsson. Organisti Þröstur
Eiríksson.
Hjallaprestakall i Kópavogi: Guðs-
þjónusta kl. 11.00 í messuheimili
Hjallasóknar í Digranesskóla. Ólöf
Davíðsdóttir sóknarnefndarmaður
flytur stólræðuna. Kirkjukór Hjalla-
sóknar syngur. Organisti Gunnar
Gunnarsson. Aðalsafnaðarfundur
Hjallasóknar að lokinni guðsþjón-
ustu kl. 12.00 í messuheimilinu.
Venjuleg aðalsafnaðarfundastörf en
gestur fundarins verður sr. Einar
Eyjólfsson. Sóknarfólk er hvatt til
þátttöku. Sr. Kristján Einar Þorvarð-
arson.
Kársnesprestakall: Guösþjónusta í
Kópavogskirkju kl. 14.00. Sr. Árni
Pálsson.
Langholtskirkja: Kirkja Guðbrands
biskups. Guðsþjónusta kl. 11.00.
Prestur sr. Sigurður Haukur Guð-
jónsson. Organisti Jón Stefánsson.
Sóknarnefndin.
Laugarnesprestakall: Laugardagur:
Guðsþjónusta í Hátúni lOb 9. hæð kl.
11. Sunnudagur: Messa kl. 11. Aitar-
isganga. Laufey Geirlaugsdóttir
syngur einsöng. Sóknarprestur.
Neskirkja: Guðsþjónusta kl. 11. (Ath.
breyttan tíma). Orgel- og kórstjórn
Reynir Jónasson. Guðmundur Óskar
Ólafsson. Þriðjudagur: Opið hús fyrir
aldraða kl. 13-17. Miðvikudag: Fyrir-
bænamessa kl. 18.20. Guðmundur
óskar Ólafsson.
Seljakirkja: Laugardagur: Guðsþjón-
usta í Seljahlíð kl. 11.00 f.h. Sunnu-
dagur: Guðsþjónusta kl. 11. Steinar
Magnússon syngur einsöng. Kór-
söngur. Guðsþjónusta með altaris-
göngu kl. 14. Starfsfólk KFUM & K
tekur þátt í guðsþjónustunni. Sókn-
flrprestur.
Seltjamarneskirkja: Messa kl. 14.
Organisti Sighvatur Jónasson. Prest-
ur Solveig Lára Guðmundsdóttir.
Sóknarprestur.
Fríkirkjan í Hafnarfirði: Laugardag-
ur: 7. maí: Basar kvenfélagsins í
Góðtemplarahúsinu kl. 14. Sunnu-
dagur 8. mai: Barna- og fjölskyldu-
samkoma kl. 11. Sagt verður frá
væntanlegu vorferðalagi barna-
starfsins sem farið verður laugar-
daginn 14. maí nk. Einar Eyjólfsson.
Hafnarfjarðarkirkja: Guðsþjónusta
kl. 14. Organisti Helgi Bragason. Sr.
Gunnþór Ingason.
Tónleikar
Sellótónleikar í Egilsstaða-
kirkju
Gunnar Björnsson heldur tónleika í Eg-
ilsStaðakirkju sunnudaginn 8. maí kl. 17.
Á efnisskránni eru þrjár svítur fyrir ein-
leiksselló eftir J.S. Bach, nr. 1 í G-dúr,
nr. II í D-moll og nr. III í C-dúr. Bach
samdi- þessar tónsmíðar meðan hann
vann hjá Leópold, kjörfursta af Cöthen,
á árunum 1717 til 1723. Þær gera ýtrustu
kröfur til flytjenda, bæði um tónskilning
og tækni. Það mun nær einsdæmi hér á
landi að áhorfendum gefist kostur á að
hlýða, á einum og sömu tónleikunum, á
þrjú þessara snilldarverka Bachs.
Söngtónleikar í Valaskjálf
Agústa Ágústsdóttir sópran og Agnes
Löve píanóleikari halda tónleika í Vala-
skjálf á Egilsstöðum mánudaginn 9. maí
kl. 20.30. A efnisskránni eru sönglög eftir
Arna Björnsson og Sigvalda Kaldalóns,
Edvard Grieg og Jean Sibelius, ljóða-
söngvar eftir Richard Strauss og óperu-
aríur eftir Puccini, Verdi og Bellini.
Tónleikarnir eru haldnir á vegum Tón-
listarfélags Fljótsdalshéraðs.
Tónleikar Selkórsins
á Seltjarnarnesi
Selkórinn á Seltjarnarnesi heldur hina
árlegu tónleika sína fyrir styrktarfélaga
og aðra söngunnendur laugardaginn 7.
maí kl. 17 og sunnudaginn 8. maí kl. 17
í sal Tónlistarskóla Seltjarnamess. Á fjöl-
breyttri efnisskrá eru bæði innlend og
erlend lög. Einsöngvari með kórnum er
Hulda Guðrún Geirsdóttir. Stjórnandi er
Friðrik V. Stefánsson, undirleikari er
Jónína E. Árnadóttir og nemendur Tón-
listarskóla Seltjamamess taka einnig
þátt í tónleikunum. Hinn árlegi vordans-
leikur Selkórsins verður svo haldinn
föstudaginn 29. apríl í Félagsheimili Sel-
tjamamess. Hljómsveitin Kaktus heldur
uppi fjörinu frá kl. 22-03. Kórfélagar
bregða á leik að venju. Allir velkomnir
meðan húsrúm leyfir.
Blásið á Skaga
Blásarakvintett Reykjavíkur mun halda
tónleika í safnaðarheimilinu Vinaminni
á Akranesi nk. mánudag, 9. maí, kl. 20.30.
Tónlistarskóli Akraness hefur veg og
vanda af tónleikunum. Flutt verður tón-
list við allra hæfi. Þetta er sjöunda
starfsár Blásarakvintetts Reykjavíkur en
hann hafa skipað frá upphafi: Bemharð-
ur Wilkinson flautuleikari, Daði Kol-
beinsson óbóleikari, Einar Jóhannesson
klarinettuleikari, Hafsteinn Guðmunds-
son fagottleikari og Joseph Ognibene
hornleikari.
Félag harmonikuunenda í
Rangárvallasýslu
fagna vori í Gunnarshólma 7. maí kl. 21.30
með tónleikum, söng og dansi.
Tilkyimingar
Félag eldri borgara
Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, á morg-
un, sunnudag. Kl. 14, frjálst spil og tafl,
kl. 20, dans til kl. 23.30.
Færeyskar konur með kaffi-
sölu
Færeyskar konur í Reykjavík og ná-
grenni hafa lagt fram mikið fé og vinnu
við að koma upp hinu færeyska sjó-
mannaheimili að Brautarholti 29. Á
hveijum vetri og vori um margra ára
skeiö hafa þær haldið basar og síðan
kaffisölu og verður kaffisalan í sjó-
mannaheimilinu sunnudaginn 8. maí
milli kl. 15-22.30. Allir velkomnir.
Flóamarkaður félags ein-
stæðra foreldra
verður haldinn í Skeljahelli, Skeljanesi
6, laugardaginn 7. maí kl. 14-17. Mikið
úrval af húsgögnum, gluggatjöldum og
alls konar húsbúnaði. Komið og gerið
reyfarakaup.
Félag harmónikuunnenda
heldur síðasta skemmtifundinn á starfs-
árinu í Templarahöllinni sunnudaginn
8. mai frá kl. 15-18. Harmóníkuleikarar
spila vel valin lög og boðið verður upp á
kaffi. Allir velkomnir.
Snyrtistofan Snót flutt
Snyrtistofan Snót er flutt að Þinghóls-
braut 19, Kópavogi. Þar er boðið upp á
almenna snyrtingu auk fótaðgerða. Unn-
ið er úr vörum frá Sothys og Astor og eru
þær einnig til sölu. Opið er á mánudögum
kl. 13-18, þriðjudaga til fóstudaga kl. 9-17.
Eigandi Snyrtistofunnar Snótar er Guð-
munda Árnadóttir fótaaðgerða- og snyrti-
fræðingur. Sími Snótar er 46017.
Breiðfirðingafélagið
í Reykjavík
heldur árlegt kaffiboð fyrir eldri félaga •
sína sunnudaginn 8. maí í safnaðar-
heimili Bústaðakirkju og hefst það með
guðsþjónustu kl. 14. Upplestur, söngur
o.fl.
Kaffiboð fyrireldri
Húnvetninga
Húnvetningafélagið í Reykjavík efnir til
hins árlega kaffiboðs fyrir eldri Hún-
vetninga sunnudaginn 8. maí í Domus
Medica, Egilsgötu 3, kl. 15. Félagið vænt-
ir þess að sem flestir komi.
Opið hús hjá slökkviliðum
Laugardagjnn 7. maí nk. veröur opið hús
hjá slökkviliðum landsins. Tilefnið er að
kynna almenningi störf slökkviliða og
sýna notkun á tækjabúnaði þeirra eftir
því sem við verður komið. Ýmsar uppá-
komur verða hjá sumum slökkviliðanna
og einnig fræðsla. Unnið hefur verið að
myndasamkeppni er varðar slökkviliðin
í 1., 2. og 3. bekk grunnskóla víða um
landið. Viðurkenningar fyrir bestu
myndirnar verða afhentar hjá viðkom-
andi slökkviliði þennan dag. Stefnt
verður að því að hafa einn kynningardag
árlega hjá slökkviliðum landsins í fram- ;
tíðinni og einnig reglubundna fræðslu í •
brunavörnum í grunnskólum í samráði
við menntamálayfirvöld.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugardagsganga Hana nú í
Kópavogi verður á morgun, laugardag-
inn 7. maí. Lagt af stað frá Digranesvegi
12 kl. 10. Við röltum um bæinn í maisól-
inni. Samvera, súrefni og hreyfmg. Allir
velkomnir. Nýlagað molakaffi.
Sovéskir listamenn á
kvöldskemmtun MÍR
Hópur sovéskra ferðamanna er komin til
íslands og mun dveljast hér á landi í viku-
tíma á vegum félagsins Sovétríkin-Ísland
og fyrir milligöngu MÍR, Menningar-
tengsla íslands og Ráðstjómarrílganna.
í hópnum eru m.a. tveir hljóðfæraleikar-
ar, einnig eru með í fór tveir fjöllista-
menn. Þessir skemmtikraftar munu
koma fram á nokkrum stöðum á meðan
hópurinn dvelst hér á landi, m.a. í Hótel
Stykkishólmi laugardagskvöldið 7. maí
og á MÍR skemmtun og fagnaöi í Leik-
húskjallaranum mánudagskvöldið 9. mai
kl. 20.30. Aðgangur að skemmtunum
þessum er öllum heimill.
Baráttudagur gegn
vímuefnum
Lionshreyfmgin á Norðurlöndum hefur
tileinkað sér fyrsta laugardag í maí sem
sérstakan baráttudag gegn vimuefnum.
Laugardaginn 7. mai munu lionsmenn
víða um land standa fyrir einhveijum
uppákomum í tilefni dagsins. í Reykjavík
munu þeir standa fyrir útihátíð á Lækj-
artorgi í tengslum við Bylgjuna og hefst
hún kl. 14 og stendur til kl. 16. Þar koma
fram allir vinsælustu skemmtikraftar
landsins í dag og verður útvarpað beint
frá Lækjartorgi á Bylgjunni og einnig
verður hluta dagskrárinnar sjónvarpað
um kvöldið á Stöð 2. Á meðan á skemmt-
un stendur munu lionsmenn dreifa
túlipanamerkinu.
Eimskip-opið hús
í tilefni af norrænu tækniári 1988 verður
Eimskipafélag íslands með „opið hús“ í
Sundahöfn sunnudaginn 8. maí kl. 13-17.
Veitingar verða á boðstólum. Allir eru
velkomnir.
Félag Snæfellinga og
Hnappdæla í Reykjavík
efnir til hins árlega kaffiboös fyrir eldri
Snæfellinga og Hnappdæli sunnudaginn
8. maí nk. kl. 15.00 í Sóknarsalnum, Skip-
holti 50a. Upplýsingar um fyrirhugaða
sólarlandaferð i haust verða veittar þeim
sem hafa hug á að lengja sumarið. Við
hvetjum fólk til að mæta vel og stundvís-
lega. Skemmtinefndin.
Hallgrímskirkja, starf aldraðra
Á uppstigningardag, 12. maí, veröur farið
að Odda á Rangárvöllum og verið þar við
messu. Kaffi drukkið á eftir. Skráning er
þegar hafin. Nánari upplýsingar gefur
Dómhildur Jónsdóttir í síma 39965.
Reykhyltingar
Þeir sem útskrifuðust 1950-’51, ’52 og ’53,
svo og aðrir árgangar sem áhuga hafa.
Mætum öll 8. apríl nk. í Goðheimum,
Sigtúni 3, Reykjavík kl. 19. Matur og dans.
Hafið samband við eftirtalda: Eyþóra V.
s. 91-74843, Jóhann W. s. 91-671105, Þórir
M. S. 92-37680 og Ólafur J. S. 93-11444.
Fundir
Kvenfélag Breiðholts
fundur verður í Breiðholtsskóla 9. maí
kl. 20.30. Happdrætti og fleira.
Friðarömmur með opinn fund
Friðarömmur halda opinn fund á Hótel
Sögu á mæðradaginn, sunnudaginn 8.
maí kl. 14. Hvernig getum við stuðlað að
betri heimi fyrir barnabörnin okkar? -
Þetta er spurning sem við ætlum að velta
fyrir okkur. Ef þú ert amma, komdu þá,
það munar um hverja og eina.
Tapað fundið
Myndavél tapaðist
Kodak vasamyndavél með filmu tapaðist
fóstudaginn 30. apríl sl. Finnandi vinsam-
legast hringi í síma 75899.
Ferðalög_________________________
Útivistarferðir
Laugardagur 7. maí kl. 10.30.
Fugla- og náttúruskoðunarferð á Suð-
urnes.
Garðskagaviti - Sandgerði - Fuglavík.
Gengið á milli staðanna. Hugað verður
að umferðarfarfuglum og mörgum öðr-
um áhugaverðum fuglategundum: Þátt-
takendur fá nafnalista og fjöldi tegunda
verður tahnn. Viðkoma verður á Bessa-
staðanesi (margæsir) og á Náttúrufræði-
stofu Kópavogs. í ferðinni er hugað að
fleiru í náttúrunnar ríki, t.d. sel. Verð 800
kr., frítt f. börn m. fullorðnum. Leið-
beinandi Ámi Waag. Hafið sjónauka
meðferðis. Brottfór frá BSÍ, bensínsölu.
Sunnudagur 8. maí kl. 10.
Fjallahringurinn 4. ferð.
Skipaskagi - Akrafjall (643 m.y.s.).
Brottför með Akraborg frá Grófar-
bryggju kl. 10. Mætið timanlega fyrir
brottför. Heimkoma kl. 18.30. Verð 1.100
kr. Innifalin er skipsferð báðar leiðir
og rúta. Gengið yfir fjallið. Góð og
hressandi ganga.
Kl. 13 Útivistardagurinn: Reykjavíkur-
ganga Útivstar.
Brottför frá Grófartorgi (bílastæðinu
milli Vesturgötu 2 og 4). Einnig er hægt
að mæta í gönguna á eftirtöldum stöð-
um: kl. 13.45 BSÍ, bensinsölu, kl. 14.15
Nauthólsvík, kl. 15.15 Skógræktarstöð-
inni, F ossvogi. Rútuferðir frá Elliðarár-
stöð að lokinni göngu kl. 17.30. Ekkert
þátttökugjald. Fjölbreytt leið um höf-
uðborgina mikið til í náttúrulegu
umhverfi. Gengið frá Grófinni með-
fram Tjörninni, um Hljómskálagarð-
inn, öskjuhlíð, Fossvog og Fossvogsdal
í Elliðarárdal. Gestir koma í gönguna
og fræða m.a. um fuglalif á Tjörninni,
jarðfræði Öskjuhlíðar og Fossvogs og
skógrækt. Áning í Skógræktarstöðinni
með harmóníkuleik og söng. Tilvalin
fjölskylduganga. Sjáumst.
Ferðafélag íslands
Fuglaskoðunarferð laugardaginn 7.
maí á Suðurnes
Fyrst verður ekið út á Álftanes og
skyggnst eftir margæs, síðan um Hafnar-
fiörð, Garöskaga, Sandgerði og á Hafnar-
berg. Brottfór frá Umferðarmiðstöðinni
austanmegin kl. 10 árdegis. Þátttakend-
um er ráðlagt að hafa með sér sjónauka
og Fuglabók AB. Frítt fyrir börn í ferð-
ina. Farastjórar: Gunnlaugur Pétursson,
Grétar Eiríksson, Haukur Bjarnason og
Jón Hallur Jóhannsson.
Dagsferð sunnudaginn 8. maí.
Kl. 09 Skarðsheiði (1055 m). Gengið frá
Efra Skarði upp með Skarðsá, Verð kr.
1.000.
Kl. 13 Eyrarfjall (424 m). Ekið inn Mið-
dal og gengið frá Eilífsdal á fjalliö. Verð
kr. 800. Brottfór frá Umferðarmiðstöö-
inni, austanmegin. Farmiðar við bíl. Frítt
fyrir börn í fylgd fullorðinna.
Eyjafjallajökull - helgarferð 6.-8. maí.
Brottfór kl. 20 í kvöld. Gist í Skagfjörðs-
skála/Langadal í Þórsmörk. Gengið yfir
Eyjafjallajökul á laugardaginn. Göngu-
ferðir skipulagðar í Þórsmörk fyrir þá
sem ekki ganga á jökulinn
Upplýsingar og farmiðasala á skrifstofu
Ferðafélagsins, Öldugötu 3, s. 19533 og
11798. ATH. Síðasta myndakvöld vetrar-
ins verður 11. mai í Risinu, Hverfisgötu
105.
Leiðrétting
í frétt í DV sl. miövikudag um
kæru vegna heybrennu sagði að leyfi
hefði fengist til heyflutninga frá
dýralækninum í Vík, Gunnari Þor-
kelssyni. Rétt er að Gunnar veitti
leyfið en hann er dýralæknir á
Kirkjubæjarklaustri en ekki í Vík.
Þá sagði í sömu frétt að riðuveiki-
nefndarménn hefðu brennt heyið í
samráði við yfirdýralækni. Svo var
ekki heldur var heybrennan í sam-
ráði við dýralækni Sauðfjárveiki-
varna. Leiðréttist þetta hér með.