Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Side 26
26 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. Popp Crossroads - risavaxið safn með lögum Erics Claptons Aðdáendur Erics Claptons - og þeir eru sagðir allnokkrir - hafa talsvert á að hlusta næstu dagana. Út er kom- inn dágóður plötupakki með gitar- guðinum sem kallast Crossroads. Sex vinylplötur eöa fjórir geisladiskar, ef menn kjósa það form heldur. Á Crossroads er farið yfir tuttugu og fimm ára feril Claptons í sjötíu og þremur lögum. Sá sem valdi lögin heitir Bill Levenson og hann hóf verkið um haustið 1986. Sá hefur sannarlega vandað valið! Á þessu álitlega safni segja kunn- ugir að glöggt megi rekja hvernig Eric Clapton hafi breyst og batnað sem gitarleikari, allt frá því er hann kom fram á sjónarsviðið með hljóm- sveitinni Yardbirds þar til nú á okkar dögum. Nýjasta upptakan á Crossro- ads er einmitt gamalkunnur Clap- ton-smellur, After Midnight. Liðsmenn U2 þykja hafa verið óheppnir er þeir völdu sér ævisöguritara. Ef marka má bókadóma í erlendum poppblöðum er opinber ævisaga hljómsveitarinnar U2, Unforgettable Fire, harla ómerkileg lesning. Höf- undinn, Eamon Dunphy, völdu liðsmenn U2 sjálfir til starfans. Ómögulegt er að átta sig á því hvers vegna Dunphy varð fyrir valinu. Fyrir það fyrsta: Dunphy hefur ekkert vit á rokktónlist. Hann er fyrrverandi fótboltakappi og starfar nú sem blaðamaður í Dyflinni. Þar af leiðandi þekkir hann höfuðborg írlands vel og sömuleiöis getur hann lýst stjórnmála- og trúarástandi þjóðarinnar vel. Dunphy rekur æsku Bonos, Edges, Mullens og Claytons af mikilli nákvæmni, helst til mikilli að sögn ritdómara, jafnframt því sem hann eyðir miklu púðri í að gera merkilega, jafnvel stórkostlega, hversdagslega æsku fjórmenning- anna. Þaö sem fer mest í taugarnar á rit- dómurum eru staðreyndavillur í bókinni Unforgettable Fire. Eamon Dunphy segir kinnroðalaust að Bítl- arnir og Rolling Stones hafi „hvorki hreyft varirnar né leikið á hljóð- færi“ á hljómleikum sínum í Banda- ríkjunum á sjöunda áratugnum. Dunphy getur ekki skrifað nafn rokkarans Eddies Cochrans rétt. Þá fullyrðir hann að gamalt lag hljóm- sveitarinnar Velvet Underground hafi Bono samið á bar í Atlanta. Þegar Dunphy hefur lokið ævi- söguritun sinni er bókin Unfor- gettable Fire langt frá því að vera þykk og matarmikil bók. Því er Til að auka gildi Crossroads-safns- ins enn frekar en annarra safnplatna með Eric Clapton eru aUnokkrar upptökur frá hljómleikum og úr hljóðverum sem ekki hafa áður verið gefnar út. Þar má nefna lög sem Eric Ciapton lék meö Cream, Blind Faith, Derek And The Dominoes og all- nokkrum hljómsveitum sem hann stjórnaði á áttunda og níunda ára- tugnum. Lauslega áætlað er um það bil þriðjungur safnsins áður óútgefið efni. Bill Levenson segist vonast til að eiga eftir að vinna enn meira með efni tengt Eric Clapton í framtíðinni. Hann hefur fundið nokkrar hljóðrit- anir tii viðbótar frá því er Layla var tekin upp. Sömuleiðis bönd sem hafa að geyma leik Claptons og Duane Allmans af fingrum fram. Þá hefur hann í fórum sínum hljómleikaupp- tökur með The Allman Brothers Band þar sem Clapton kom fram sem gestur og loks viðbótarefni frá Rain- bowtónleikunum frægu árið 1973 þar sem Pete Townsend og Steve Win- wood taka lagið með gömlu gítar- hetjunni. — Loks segir Levenson að vel komi til greina að gefa út á plötu eða plöt- um tónleika með hljómsveitinni Blind Faith sem og tónleikaupptöku þar sem þeir leiddu saman hesta sína Eric Clapton og Muddy Waters. Verði öll þessi útgáfa að veruleika mega Claptonunnendumir, sem fyrr var getiö, sannarlega fara að leggja fyrir til plötukaupa. Á m Ævisaga U2 fær slæma dóma Popp Ásgeir Tómasson brugðið á það ráð að endurprenta fjórar greinar um hljómsveitina U2 eftir írska poppskrifara. Jafnvel þær fá haröa dóma. Höfundarnir eru sagðir hafa fengiö stjörnur í augun er þeir rituðu um samlanda sína, stórrokkaranaíU2. -ÁT- Hanison með tónleika síðar á árinu? George Harrison vill einungis gamla jálka ef hann lætur verða af því að leika á tónleikum. George Harrison, gamli Bítillinn, ætlar kannski að koma fram á nokkrum hljómleik- um síðar á þessu ári. Kannski. Platan hans, Cloud Nine, hefur nú selst í meira en milljón eintökum í Bandaríkjunum einum. Þaö telst ákaflega gott miðað við fyrri árangur Harri- sons. „Ef ég treð upp á árinu þá fæ ég Ringo, Jeff Lynne, Eric Clapton, Elton John og einhverja fleiri gamla vini til aö spila með mér,“ segir George Harrison. „Skilyrðið er að þeir séu komnir yfir fertugt. Yngri menn komast ekki í hljómsveitina hjá mér!“ - Paul McCartney á ekki möguleika á að fá að vera með. Gömlu félagarnir talast ekki við þessa dagana. Það vakti mikla athygli er George Harrison valdi Jeff Lynne, aðalmann hljómsveitarinn- ar ELO, til að stjórna upptökum plötunnar Cloud Nine. Það samstarf virðist hins vegar hafa gengið upp. Lynne hefur verið önnum ( kafinn upp á síðkastið við aö hjálpa upp á sakirnar hjá Tom Petty, Brian Wilson og Roy Orbison. Af Ringo Starr er það hins vegar að frétta að honum var nýlega boðið hlutverk í sjónvarpsmyndinni Flipsida. Hún fjallar um rokkstjörnu sem reynir að halda íjölskyldu sinni saman. -ÁT- Mr. Mister móðgar einræðisherra Er hljómsveitin Mr. Mister kom fram á Vina del Mar hátíöinni í Chile á dögunum flutti hún meðal annars lagið Higher Gro- und sem Stevie Wonder gerði vinsælt hér á árum áður. Áður en trommarinn taldi í lagið tilkynnti Richard Page, söngvari hljómsveitarinnar, aö hann langaði til að tileinka það öllum þeim íeikurum og öðr- um leikhússtarfsmönnum í Chile sem herforingjastjórn Pinochets hefði bolað frá störfum. Áöur en liðsmenn Mr. Mister fóru frá Chile kröfðust embættismenn landsins þess að Page tæki orö sín til baka. Hann þoröi ekki annað en að láta undan. Eftir að hljómsveitin var komin til síns heima á ný var gefin út yfirlýsing þar sem meöal annars sagöi aö mikilvægt væri að vekja athygli á listamönnum sem væru kúgaðir, hótaö limlestingum og dauða og beittir ööru harðræði af mönnum sem hefðu þaö eitt að markmiði að kæfa sköp- unargáfu þessara listamanna. Það er ljóst að Mr. Mister leikur ekki í Chile á næstunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.