Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 33
— LAUGARDAGUR 7. MAI 1988. 45 Georges Simenon bíðnr endunnats Verður belgiski reyfarahöfundurinn Georges Simenon afskrifaður í bók- menntasögunni sem hver annar framleið- andi glæpasagna eða verður hann settur á bekk með stórskáldum þessarar aldar? Þetta er spuming sem aðdáendur hans vilja fá svar við og eru ekki í vafa um að honum beri sess með stórskáldunum. Simenon er þekktastur fyrir sögur sína um leynilögreglumanninn Jules Maigret. Hann er með afkastamestu rithöfunum allra tíma og um 500 milljón eintök af bókum hans hafa selst á 45 tungumáum. Aðeins verk Lenins og Biblían hafa farið víðar'. Simenon er nú 85 ára. Hann hefur hægt um sig og býr í Lusanne í Sviss. Aðdáendurnir taka lífinu ekki með sömu ró ogf reyna þessa dagana að sannfæra bókmenntafræðinga um að hann sé merk- ur rithöfundur en ekki bara framleiðandi glæpasagna. „Það er algengt að fólk segist lesa Simen- on þegar það veikist eða fer í frí eða í lestarferðum," er haft eftir Daniellé Bajomee, lektor í bókmenntum við háskól ann í Liege í Belgíu. „Það merkilega er að fólk virðist alltaf þurfa að benda á ein- hverja réttlætingu fyrir því að lesa Simenon.“ Nýlega komu aðdáendur Simenons og fjölmargir bókmenntamenn saman á ráð- stefnu um Simenon í Belgíu. Helsta vandamálið við rannsókir á verkum meistarans er hvað þau eru mörg. Hann hefur skrifað 425 skáldsögur og reiðinnar ósköp af smásögum, greinum og minning- um. „Hann skrifaði of mikið og of hratt. Gagnrýnendur áttu engann möguleika á að fylgja honum eftir,“ segir Hendrik Veldman sem nýlega hefur sent frá sér bókumSimenon. Frægastar eru sögurnar 80 um þann gamla pípureykingamann Jules Maigret. Þetta þykja haganlega gerðar spennusög- ur sem sæki styrk sinn meira til lýsinga á umhverfi og andrúmslofti en úthugsaðr- arfléttu. „Það kemur mörgum á óvart, sem ekki þekkja til Simenons, að sögur hans geta varla talist hefðbundnar leynilögreglusög- ur, því mannlegi þátturinn er miklu ríkari hjá honum en í venjulegum leynilögreglu- sögum,“ segir gagnrýnandinn Michel Lemoine. „Áhuginn hjá Simenon er allur á sálfræðilegri greiningu persónanna." Á ráðstefnunni í Liege var reynt að draga fram í dagsljósið þær bækur Simen- on sem ekki fjalla um Jules Maigret. Þessar bækur hafa notið viðurkenningar fyrir einfaldan stíl. „Það eru engir stór- brotnir tilburðir í stíl hjá Simenon," segir Bajomee. „Hann reynir alltaf að skrifa á sem einfaldastan hátt. Þetta hefur gert það að verkum að mjög auðvelt er að kvik- mynda sögurnar." Simenon hóf feril sinn sem blaðamaður við blað í Liege. Þar lærði hann hröð vinnubrögð og þegar hann var á hátindi ferilsins tókst honum að ljúka við eina sögu í fullri lengd á tveim vikum. Simenon hefur gefið handrit sín og minnisblöð til hóps í Liege sem rannsakar verk hans. Safnið er nú geymt í klaustri rétt utan við borgina. Ferðamenn geta skoðað safnið og séð hvemig hann skráði hjá sér, með ör- smárri skrift, nöfn, heimilisföng og ævisögur persónanna sem hann bjó til. Þessum upplýsingum safnaði hann í gul umslög og sagði að hann þyrfti ekki nema eitt slíkt umslag til að byrja á sögu. Sögu- þráðurinn varð til um leið og hann skrif- aði. Innri spenna Sérfræðingar í verkum Simenons segja að í þeim birtist innri spenna sem höfund- urinn bjó yfir. Samband hans við móöur sína var erfitt og það á að koma fram í sögunum og einnig ást hans á vændiskon- um. Simenon gaf út minningabók árið 1980 þar sem hann leit yfir feril sinn og lýsti erfiðleikunum í lífinu, svo sem eins og þegar dóttir hans framdi sjálfsmorð árið- 1978. Nú lifir Simenon kyrrlátu Mfi í Sviss og neitar öllum viðtölum og lét áttugasta og fimmta afmæhsdaginn líða án þess að bæra á sér. Sagt er að hann sé staðráðinn í að koma aldrei aftur til heimalandsins. Sérfræðingarnir í verkum meistams eru sannfærðir um að verk hans standist tímans tönn og lesendahópurinn eigi eftir að stækka. „Ég er sannfærður um að margir eiga eftir að uppgötva Simenon. Hann er þekktur á röngum forsendum og ekki fyrir þá hæfileika sem hann býr í raun og veru yfir.“ Reuter/-GK Aðdáendur Georges Simenon segja að hann sé meira en framleiðandi glæpasagna. Laxá í Aðaldal og nokkur skáld hennar Laxá í Aðaldal í Þingeyjarsýslu er örugglega ein af fegurstu og vin- sælustu veiðiám landsins. Margir hafa mært hana í ljóði og lausu máli og Jakob V. Hafstein frá Húsa- vík, söngvari og lögfræðingur, sem látinn er fyrir nokkrum árum, rit- aði um hana leiðbeiningabók fyrir laxveiðimenn og náttúruunnend- ur. í þessari bók eru margar vel kveðnar stökur. Hún er aðalheim- ild þessa þáttar. Þá gefum við Trausta Ámasyni Reykdal orðið en hann ólst upp í nágrenni við ána eins og höfundur bókarinnar. Trausti er frá Hólmavaði: Hér við Laxár hörpuslátt harmi er létt að gleyma. Ég hef, finnst mér, aldrei átt annarsstaðar heima. Guðmundur á Sandi En frægasta skáld árinnar er auð- vitað Guðmundur Friðjónsson á Sandi. Hann yrkir fyrst og fremst um fuglana þar, og mannlífssam- bandið við þessa miklu lífæð margs konar bjargræðis og fegurðar. - Um straumöndina: Heillar sál í hróðrardreng hýr í morgungljánni, bröndukvik um bárustreng brimdúfan á ánni. Og í kvæðinu um helsingjana er þessi, ein af bestu ferhendum höf- undarins: Laus við svima flýgur frjáls fugl með hvimi skyggnu lætur brima um bijóst og háls bláa himinlygnu. Og um ána sjálfa segir skáldið: Hún á eyjar vaxnar víði, vöfðum allskyns grasaprýði. ÆðarfugM og andalýði er þar búin griðasveit. Steingrímur í Nesi og Egill á Húsavík Jakob Hafstein birtir í bók sinni bréf frá vini sínum, Stenigrími Baldvinssyni í Nesi, sem látinn er nú fyrir nokkrum árum. Þaðan tek ég traustataki nokkrar vísur bréf- ritara og vinar hans, sem enn er á Mfi háaldraður, Egils Jónassonar, en báðir eru þeir vinsælir braga- smiðir: EgiM: Labba ég enn á laxamið, lukkunnar er hurðin knúð, það er aldrei vonlaust við Vitaðsgjafa og Skriðuflúð. Steingrímur: Á fræga staði fyrst skal bent, fleira á þó Laxá til. Bregðist þessir, þá skal rennt í Þvottastreng og Eyrarhyl. EgiM: Löngum hef ég yndi átt, á, við flúðir þínar. Oft mér gáfu dýran drátt Dýjaveitur mínar. Steingrímur: Ef að rétt með flugu fer fimur stangarmaður, Kirkjuhólmakvíshn er kjörin veiðistaður. EgiM: Þegar hvergi er fisk að fá, flest viM benda á dauða, Grástraumamir geta þá glatt hinn vonarsnauða. Steingrímur: Svo um Presthyl segja má, sjaldan bregst hann vonum. Seint í ágúst löngum lá lax á Skerflúðonum. EgMl: Veiöistaðir út og inn eru kærir vinir. Stundum gat hann Móri minn miðlað eins og hinir. Lokavísan í bréfinu til Jakobs Haf- stein er eftir þá báða, sem þar yrkja: Áður en lýkur erM dags og okkur nóttin skMur, gefðu mér nú góðan lax, gamli Oddahylur. Kunnir veiðistaðir Ekki þykir mér nógu glöggt fram tekið í bók Jakobs að Egill á Húsa- vík sé höfundur þeirra vísna er nú koma, en tel það samt ótvírætt, því hann leikur sér aMs staðar að því að nefna bestu veiðistaðina og lýsa landsháttum: Flúð við Eskey, austurlút, undirstraumi hlaðin. Fertugt þarf að fleyja út . flugu á tökustaöinn. Hló sú dásemd dátt við mér dags í ljósi heiðu: Laxar voru að lyfta sér á Litlu-Núpa-breiðu. Sá ég lyftast löðursnúð líkt og ólgu í flaumi, sporði lax á SpegMflúð spyrnti móti straumi. Rokan sú varö kyngikröpp, kvöddu þeir, sem bitu. Oft var það við Uxaklöpp að þeir vænstu slitu. Þegar flugan fríð og prúð flutti óskir mínar, bauð mér jafnan Brúarflúð bestu krásir sínar. Kasti ég út á Austurstreng eftirlætisspæni, gefur löngum ljúfan feng laxhængurinn væni. Ef ég hreyfing enga sá eða veiði senda, fengsæl jafnan fannst mér þá flúð við Heiðarenda. Mjósund okkur áður gaf aMajafnan góðan feng, en nú er minna orðið af aflasælum veiðistreng. Út á Breiðu flugu fleygi, fógnuð kastið vekur. Aðra beitu brúka ég eigi. Bráðum laxinn tekur. Stend ég fast við Stórafoss, strauminn skynja innar. Hann hefur löxum látið koss og löðrunga á kinnar. Kistuhylur kostamið kaMar oft til fanga. Hann er vahö veiöisvið. Veður laxaganga. Margur drengur fær á flös feng á hverju ári. Þar má Mta laxakös leika í morgunsári. Eftir þessa góöu leiðsögn þeirra félaganna, Steingríms og EgMs, lát- um við gamla skáldið Indriða á FjalM eiga síðasta oröiö, f. 1869, d. 1943: Ljóða geymir Ijúflings mál, léttan hreim um dalinn. Finn ég streyma og fyMa sál fógnuð heimaalinn. Utanáskrift: Jón úr Vör, Fannborg 7, Kópavogi. t~ I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.