Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 53

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 53
i LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. 65 DV Afmæ] Þórir S. Guðbergsson Þórir S. Guðbergsson félagsráð- gjafi, Selbraut 11, Seltjarnarnesi, er fimmtugur í dag. Þórir Sigurður er fæddur í Reykjavík og lauk stúd- entsprófi frá MR 1958. Hann lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla ís- lands 1959, var í félagsráðgjafanámi í Stafangri 1973-1976 og lauk þar námi í félagsráðgjöf. Þórir vann nokkur ár sem starfsmaður sumar- búða KFUM í Vatnaskógi og hjá Sambandi ísl. kristniboðsfélaga. Hann var kennari í Reykjavík og skólastjóri í Vogum á Vatnsleysu- strönd. Þórir var félagsráðgjafi hjá sálfræðideild skóla í Reykjavík 1976-1978 og undanfarin ár hjá Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkurborg- ar. Hann er nú yfirmaður ellimáladeildar hjá Reykjavíkur- borg. Þórir hefur ritað tvo tugi barna- og unglingabóka og þýtt um tíu barnabækur. Hann hefur skrif- aö leikrit fyrir útvarp og sjónvarp, tvö rit fyrir fullorðna, Þegar ég eid- ist og Lífsstíll og leiðir, og fjölda greina í blöð og tímarit um féjags- mál, ennfremur hefur hann ílutt erindi í útvarp. Þórir kvæntist 24. ágúst 1963 Rúnu Gísladóttur, f. 8. september 1940, kennara og myndlistarmanni. Foreldar hennar voru Gísh B. Kristjánsson, ritstjóri Búnaðar- blaðsins Freys, og kona hans, Thora M. Kristjánsson. Börn Þóris og Rúnu eru Kristinn Rúnar, f. 3, nóvember 1964, Hlynur Örn, f. 17. mars 1967, Þóra Bryndís, f. 17. apríl 1971, og Hrafn Þorri, f. 19. febrúar 1984. Systkini Þóris eru Guðlaug Elísabet, fulltrúi hjá heimilishjálp Reykjavíkurborgar, og á hún sjö börn, Jón Konráð, fulltrúi hjá Fé- lagsmálastofnun Reykjavíkur, kvæntur Sigurborgu Sveinbjörns- dóttur fóstru og eiga þau fjögur börn, Sævar Berg, félagsráðgjafi hjá svæðisstjórn Suðurlands, kvæntur Klöru Björnsdóttur fóstru og eiga þau ijögur börn. Foreldrar Þóris eru Guðberg J. Konráðsson, verkamaður og bíl- stjóri í Reykjavík, og kona hans, Herdís Þ. Sigurðardóttir. Faðir Guðbergs var Konráð, b. á Hall- bjarnareyri í Eyrarsveit, Jónsson, b. á Keisbakka á Skógarströnd, Jóhannessonar, b. á Keisbakka, 111- ugasonar, b. á Keisbakka, Þor- steinssonar. Móðir Jóns var Guðrún Þorsteinsdóttir, b. í Móa- búð í Eyrarsveit, Jónssonar. Móðir Konráðs var Guðlaug Bjarnadóttir, b. í Hraunholti í Kolbeinsstaða- hreppi, Jónssonar, b. í Hlíð í Kolbeinsstaðahreppi, Jónssonar. Móðir Guðlaugar var Guðrún Jónsdóttir, b. í Hlíð, Jónssonar og konu hans, Rannveigar Jónsdótt- ur. Móðir Guðbergs var Elísabet Stefánsdóttir Hjaltalín, b. á Garðs- enda í Eyrarsveit, Vigfússonar Hjaltalín, b. í Laxárdal á Skógar- strönd, Jónssonar Hjaltalín, prests og skálds á Breiðabólstað á Skógar- strönd, Oddssonar Hjaltalín, lög- réttumanns á Reyðará, Jónssonar Hjaltalín, sýslumanns í Reykjavík, ættfóður Hjaltalínsættarinnar. Móðir Vigfúsar var Guðrún Jóns- dóttir, prests i Bjarnarnesi, Bergs- sonar og konu hans, Herdísar Hjörleifsdóttur, prófasts og skálds á Valþjófsstöðum, Þórðarsonar. Móðir Stefáns var Þorbjörg Sigurð- ardóttir, hreppstjóra og skálds á Haukabrekku, Daðasonar. Herdís er dóttir Sigurðar, b. í Dal í Unaðsdal, Guðmundssonar, b. í Dal, Þorleifssonar, b. á Gelti í Súg- andafirði, Jónssonar, b. á Veðrará í Önundarfirði, Ásgrímssonar, b. á Grafargili, Ólafssonar, b. í Tungu, Ásgrímssonar. Móðir Guðmundar var Sigríður Brynjólfsdóttir, b. á Vöðlum, Brynjólfssonar. Móðir Sigurðar var Þóra Jónsdóttir, hreppstjóra á Hóli, Guðmundsson- ar, b. í Arnardal, Ásgrímssonar, b. í Arnardal, Báröarsonar, b. í Arn- ardal, Illugasonar, ættföður Arnardalsættarinnar. Móðir Herdísar var Elísabet Jónsdóttir, b. á Kollsá í Grunnavík- urhreppi, Arnórssonar á Höfða- strönd í Grunnavík Hannessonar, prests á Stað í Grunnavík, Arnórs- sonar, prófasts í Vatnsfirði, Jóns- sonar. Móðir Arnórs Hannessonar var Þórunn Jónsdóttir, prófasts á Breiðabólstað á Skógarströnd, Gíslasonar og konu hans, Hallgerð- ar Magnúsdóttur, prests á Kvenna- brekku, Einarssonar. Þorkell Jónsson Gunnar Þorvaldsson Þorkell Jónsson, húsasmíða- meistari og yfirverkstjóri, til heimilis að Birkihvammi 12, Kópa- vogi, er sextugur í dag. Þorkell fæddist að Smjördölum í Árnessýslu og ólst þar upp. Hann lærði húsasmíðar hjá fóður sínum og vann við smíðar á Selfossi þar til hann hóf störf á Keflavíkurflug- velli árið 1951. Þorkell hefur unnið óshtið við byggingaframkvæmdir fyrir Varnarliðið síðan, fyrst hjá Sameinuðum verktökum, en síðan 1957 verið yfirverkstjóri hjá ís- lenskum aðalvertökum. Tómstundir Þorkels hafa síðustu árin farið að mestu , í hesta- mennsku. Hann hefur stundað tamningu og þjálfun gæðinga sinna og á sumrin farið í ferðalög á hest- um vítt og breitt um hálendi landsins. Einnig hefur hann verið virkur félagi í hestamannafélaginu Gusti og setið þar í stjórn og nefnd- um. Þorkell kvæntist 6.2. 1960 Sigur- björgu frá Þóreyjarnúpi í Vestur- Húnavatnssýslu, f. 22.9. 1930, dóttur Gísla Jakobssonar frá Þverá í Vesturhópi og Jónínu Ólafsdóttur frá Þóreyjarnúpi. Börn Þorkels og Sigurbjargar eru: Kristín, f. 1959; Jón Gísli, f. 1961; Guðjón, f. 1962; og Árni, f. 1963. Sonur Þorkels og Þorbjargar Guðjónsdóttur frá Hrygg í Árnes- sýslu er Sigurbjörn Guðjóns, f. 1951. Þorkell á einn bróður, Sigurjón, f. 1929, en hann tók við búi fóður þeirra í Smj ördölum og býr þar nú. Foreldrar Þorkels voru Kristín Vigfúsdóttir frá Þorleifskoti í Hraungerðishreppi og Jón Þorkels- son, smiður og b. í Smjördölum. Móðurforeldrar Þorkels voru Sólveig Snorradóttir frá Þórustöð- um í Ölfusi og Vigfús Jónsson frá Iðu í Biskupstungum. Sólveig var dóttir Snorra, b. á Þórustöðum, Gíslasonar og konu hans, Kristínar Oddsdóttur ljósmóöur. Móðir Snorra var Sólveig, dóttir Snorra ríka í Engey, Sigurðssonar, langafa Péturs, afa Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra, en Snorri var jafnframt langafi Ólafar, móður Bjarna vígslubiskups. Móðir Kristínar var Jórunn Magnúsdóttir, dóttir Hólmfríðar Árnadóttur ljósmóður, systur Val- gerðar, ættmóður Briemættarinn- ar. Vigfús frá Iðu var sonur Jóns Vigfússonar Jónssonar Þorsteins- sonar sem allir bjuggu í Iðu frá því um miðja 18du öld en Jón afi Þor- kels var kominn í beinan karllegg í tíunda lið frá Einari Sigurðssyni, presti og sálmaskáldi í Eydölum. Föðurforeldrar Þorkels voru Sig- ríður Magnúsdóttir frá Vola í Hraungerðishreppi og Þorkell Jónsson Þorkelssonar Jónssonar sem allir bjuggu í Smjördölum frá árinu 1825. Sigríður var dóttir Magnúsar Magnússonar, b. í Vola, og Sigríðar Gísladóttur, b. í Péturs- ey, Guðmundssonar, b. á Bólstað, Guðmundssonar. Jón Þorkelsson, langafi Þorkels, var sonur Margr- étar Bergsteinsdóttur, lögréttu- manns í Bræðratungu, Guðmundssonar. Gunnar Þorvaldsson, vestur- íslenskur línumaður, sem dvalið hefur hér á landi undanfarna mán- uði, til heimilis að Safamýri 87, Reykjavík, verður sextugur á morgun. Gunnar fæddist í Oak Point í Manitoba í Kanada og ólst þar upp. Hann lauk tólftu gráðu í kanadíska skólakerfmu og hóf síðan störf hjá símafélaginu CN Telecommunic- ations, þar sem hann starfaði frá 1949-1983 sem línumaður, fulltrúi og við ýmis önnur störf, en m.a. kenndi hann mikið línulagnir hjá fyrirtækinu í áraraðir. Vegna margra ára starfs hjá sama fyrirtæki komst Gunnar á eftirlaun 1983 og hefur hann feröast mikið síðan. Gunnar kom fyrst til íslands 1971 í hópi Vestur-íslendinga og síðan kom hann hingað aftur 1986 og var þá hér í þrjár vikur. Hann hefur nú dvalið á Islandi í tæpt ár, starfað hjá Sláturfélagi Suðurlands á Sel- fossi, hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur og stundað nám í íslensku. Hann ráðgerir nú að fara til Kanada í júní en koma aftur til ís- lands í haust til lengri dvalar. Gunnar á þrjú börn. Þau eru Helgi Gary, bankastarfsmaður í Vancouver, f. 31.1.1958; Cindy Lou, háskólanemi í matvælafræði Al- berta, f. 13.4. 1960; og Carla Ann, hárgreiðsludama í Edmonton, f. 1.8. 1962. Foreldrar Gunnars voru Helgi Borgfjörð, f. í Winnipeg, 21.2.1898, d. í Oak Point, 7.9. 1957, og kona hans, Margrét Kristín Tómasson, f. í Heklubyggð í Kanada, 28.12. 1901, d. í Bandaríkjunum 3.3.1978. Föðurforeldrar Gunnars voru Jón Þorvaldsson, b. á Urriðaá í Álftaneshreppi frá 1894-97, er þau hjónin fóru til Ameríku, og kona hans, Sólveig Bjarnadóttir. For- eldrar Jóns voru Þorvaldur Er- lendsson, b. á Litlubrekku í Borgarhreppi, og kona hans, Ses- selja Einarsdóttir. Foreldrar Sólveigar voru Bjarni Sigurðsson, b. á Arnarstapa í Álftaneshreppi, og kona hans, Margrét Ó. Ólafs- dóttir. Móðurforeldrar Gunnars voru Kristján Tómasson og Helga Egils- son. Helga var dóttir Árna Egils- sonar, landnámsmanns í Leiruvík í Mikley, f. 14.6.1848 á Gili í Öxna- dal. Egill var sonur Tómasar á Syðri-Bægisá, Egilssonar á Hjálms- stöðum, Tómassonar, hreppstjóra á Tjörnum, Egilssonar á Guðrúnar- stöðum, Sveinssonar á Guðrúnar- stöðum, Magnússonar á Illugastöð- um. Guðmundur Anton Ingvarsson Guðmundur Anton Ingvarsson, Hofteigi 16, Reykjavík, er sjötíu og fimm ára í dag. Kona hans er Lára Sigríður Sig- urðardóttir. Þau eru ekki heima um þessar mundir. Liney Sigurjónsdóttir Liney Sigurjonsdóttir, snyrtisér- fræðimeistari og fótaaðgerðar- fræðingur, til heimilis að Litlagerði 9, Reykjavík, er sextug í dag. Líney er dóttir hjónanna séra Sig- urjóns Þ. Árnasonar, fyrrv. prests í Vestmannaeyjum, síðar við Hall- grímskirkju í Reykjavík, og frú Þórunnar Eyjólfsdóttur Kolbeins. Líney rekur ættir sínar til Laxa- mýrar, Hafnar, Reykhóla og Ból- staðahlíðarættar. Líney málar í frístundum sínum en hún er félagi í Myndalistarklúbb Hvassaleitis. Eiginmaður Líneyjar er Matthías Matthíasson, yfirverkstjóri Raf- magnsveitu Reykjavíkur. Líney og Matthías eiga þrjár dæt- ur. Þær eru: Þórunn, einkaritari, gift Magnúsi Val Magnússyni vél- virkja; Guðrún, kennari, gift Arnóri Sigurjónssyni varnarmála- fulltrúa; og Þórey Anna, ritari, gift Gunnari Guðmundssyni múrara. Barnabörnin eru nú orðin átta. Líney á sex systkini. Þau eru: Eyjólfur K„ löggiltur endurskoö- andi; Árni, fulltrúi í Útlendingaeft- irlitinu; Þórey J„ barnalæknir; Páll, verkfræöingur; Þórunn Ást- hildur, kennari; og Snjólaug Anna, kennari. Líney verður að heiman á af- mælisdaginn. Gunnþór Gíslason Gunnþór Gíslason umsjónar- maður, Erlurima 4, Selfossi, verður fertugur á morgun. Gunnþór fæddist á Selfossi og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann ók mjólkurbíl um hríð en hefur nú verið umsjónarmaöur Barnaskól- ans á Selfossi um nokkurt skeið. Kona hans er Elísabet, f. 1.7.1942, dóttir Sigurðar Árnasonar, sem var lengst af skrifstofustjóri Rafmagns- veitu Reykjavíkur, en hann er látinn, og eftirlifandi konu hans, Sigrúnar Pétursdóttur. Gunnþór á tvö börn frá fyrra hjónabandi. Þau eru Erna Dís, f. 1975, og Örn, f. 1979. Gunnþór á fimm systkini sem öll eru á lífi. Foreldrar Gunnþórs: Gísli Einar Guðnason, umsjónarmaður við Barnaskólann á Selfossi, en hann er látinn, og Jóna Þ. Vigfúsdóttir. Föðurforeldrar Gunnþórs: Guðni Þorsteinsson múrari og kona hans, Þorbjörg Einarsdóttir. Foreldrar Guðna voru Þorsteinn Vigfússon og Kristín Jónsdóttir sem voru í Bæ í Bæjarhreppi. Móðurforeldrar Gunnþórs voru Steinunn og Vigfús, ráðsmaður í Fornahvammi í Norðurárdal, Guð- mundsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.