Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Page 57

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Page 57
LAUGARDAGUR 7. MAl 1988. 69 DV__________________________________________________________________________________Sviðsljós „Ég hef aðeins elskað tvo menn" - segir Elísabet Taylor 1 nýútkominni ævisögu í myndinni Þrir menn og barn. Tom „Magnum" Selleck: Vinsælasti, saetasti og kynþokka íyllsti karlmaðuriim „Ég hef aðeins elskað tvo menn í lífinu, sá fyrri var Mike Todd og hinn síðari Richard Burton,“ segir Elísa- bet Taylor í nýútkominni ævisögu sinni sem kom út á dögunum og nefn- ist „Elizabeth takes ofT‘ eða Elísabet nærsérástrik. í þessari bók lýsir hún meðal ann- ars samskiptum sínum við sjö eigin- menn sína, en þeir voru Nicky Holton, Michael Wilding, Mike Todd og Eddie Fischer, Richard Burton, John Warner og Victor Luna. Auk þessa hefur hún átt í mörgum ástar- samböndum, nú síðast viö milljóna- mæringinnn Malcolm Forbes og gamla vin sinn, George Hamilton. Og hún segist ennfremur vera að velta áttunda hjónabandinu fyrir sér. Mike Tódd kynntist hún þegar hún var enn gift Michael Wilding. Með þeim tókust smám saman ástir og um leið og hún skildi við Wilding giftist hún Todd. En sem kunnugt er fórst Todd í flugslysi nokkrum mán- uðum eftir að þau giftu sig. Hún segir um Todd í ævisögu sinni „Sérhveija konu dreymir um að eignast eigin- mann eins og Mike Todd. Undir hans ástúðlegu umsjá óx sjálfsöryggi mitt. Ég blómstraði," skrifar hún. Aðeins nokkrum mánuðum eftir að hún giftist í þriðja sinn hitti hún Richard Burton, eða árið 1959. Sem kunnugt er léku þau saman í Kleópötru. „Það var ást við fyrstu sýn,“ segir hún. Á sínum tima stóð heimurinn agndofa þegar sýningar hófust á Kleópötru. Slúðurdálkarnir voru ekki lengi að birta myndir af parinu og töluöu um ástarsamband aldarinnar. Elísabet segir í bók sinni að margt hafi verið líkt með með Mike Todd og Richard Burton. „Þeir voru báðir skapmikhr hugsjónamenn sem stormuðu inn í líf mitt,“ segir hún. Nú eru báðir þessir menn látnir. Hún segir einnig í bók sinni frá aðdragandanum að dvöl sinni á Betty Ford stofnuninni og segist sjálf hafa verið orðin útbrunnin fyllbytta áður en hún fór í meðferðina. „í 56 ár hef upplifað mikla hamingju og djúpa sorg en ég hef alltaf náð mínum tak- mörkum í lífinu. Ég er kona sem stjómast af ástríðum og lifi hátt.“ Tom „Magnum“ Selleck hefur ekki átt sjö dagana sæla. Kvennamál hafa helst gert honum lífið leitt. Samt sem áður var Tom Selleck nú nýlega kjör- inn fallegasti karlmaðurinn í Bandaríkjunum, sá kynþokkafyllsti, best klæddi og vinsælasti. Fyrir utan allt þetta þarf maðurinn ekki að kvarta um blankheit því að á síðasta ári þénaði hann um 18 milljónir dala. Tom Selleck gerir nú garðinn fræg- an í kvikmyndinni Þrír menn og barn sem náö hefur feikimikilli að- sókn hvar sem hún hefur, verið sýnd. Hann er sagður dugnaðarforkur, reykir ekki, drekkur lítið áfengi og er á móti fíkniefnum. Tom Selleck er mikill trimmari og frábær kokk- ur. Aðeins á einu sviöi gengur honum ekki vel, honum helst ekki á konum. Hann er tvígiftur og segir að þegar hann skildi við fyrri konu sína hafi engin kona litið við honum. Tom Selleck brá sér til London, fór á söngleikinn Cats og viti menn, þar sá hann leikkonuna Jillie Mack sem hann féll umsvifalaust fyrir. Hann þurfti þó að sjá sýninguna níu sinn- um þar til hún trúði því að öll matarboðin sem hann hafði boðið henni í væru í alvöru. Þau giftu sig í ágúst í fyrra en hjónabandið hefur ekki gengið vel. Fyrir stuttu til- kynnti Jillie Mack að hún væri orðin ástfangin af öðrum manni og vildi skilnað. Vinsælasti maður Banda- ríkjanna ætti varla að vera í erfið- leikum með að finna sér nýja konu nú... IKVÖLD LENNON v/Austurvöil SKEMMjlSTA^'RNip - cct ccm fceíacctd / „Stjörnustæling ’88“ Tvífari Michaels Jackson í Evrópu í kvöld MARKÓPÓLÓ dúettinn leikur föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld Sálin hans Jóns míns verður i „bananasluói“ á efstu hœd- inni með Stefán ,,sextánda" i fararbroddi. Alchtrstaknuirk 21) úr. Adgöngumidaverd kr. 700 Helgarskemmtun vetrarins - síðasta sýning í kvöld, laugardagskvöld. í Súlnasal Tónlist eftir Magnús Eiríksson Aðalhlutverk: Pálml Gunnars- son, Jóhanna Llnnet, Eyjólfur Kristjánsson og Ellen Kristj- ánsdóttlr. Miðaverð kr. 3.500,- Núerlag! MÍMISBAR er opinn föstudaga og laugardaga frá kl. 19 til 03 PROGRAM leikur Hollendingurinn Peter Van Der Meer er kominn til /slands sérstak- lega til aá kynna keppnina „stjörnustalingu ’8S" semframfer i lok inaí. Verálaunin eru tvter helg- arferóir til Hollands og aögöngu- mióar á tónleika Mieltaels Jackson. Peter er þekktasti tvifari Jacksons i Evrópu og er ineá „slunv" sem stendur fyllilega jafnfietis þvi upp- runalega. Stefán „sextándi“ Hilmarsson veróur á efstu htedinni. DAN5HI/I5IÐ í Qœsibœ HUÓMSVEIT ANDRA BACKMAN gömlu og nýju dansamir Rúllugjald kr. 500,- Opið kl ío00^00 Snyrtilegur klaeðnaður.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.