Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Page 41

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Page 41
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. 53 DV spyr: Til hvaða staðar eða lands langar þig helst að feiðast? Stígilr Ágústsson: Rússlands, þaö er öðruvísi heldur en önnur lönd. Mig langar að kynnast sæluríkinu af eigin raun. fna Edda Þórsdóttir: Til Frakklands. Það er örugglega fallegt land. ólíkt öðrum löndum og því forvitnilegt. Eiríkur Hjaltason: Búlgaríu, ég fer reyndar þangað í ágúst. Sigþór Magnússon: Mexíkó, enda hef ég heyrt að þar sé ódýrt að vera og ég hef komið á svo marga aðra staði. Ósk Ingadóttir: Til einnar af grísku eyjunum eða bara í heimsreisu. ________________________________________________________Lífestm Fargjaldafnrniskóguriiin: Hvað era normal-, pex- og apex-fargjöld? Hin ýmsu farmiðaverð rugla fólk gjarnan í ríminu. Þessir farþegar hafa trúlega borgað aðalfargjald. Hvað er átt við þegar talað er um norm- al-, apex- og pex-fargjöld? Þessi orð eru meðal þeirra sem notuð eru af flugfélögun- um til að aðgreina hina ýmsu verðflokka fargjalda. Mismunur á verði leiðir af sér mismun á ferðamöguleikum. Til að skýra algengustu flokkana birtum við hér nöfn og skýringar á þeim. Aðalfargjald Þetta gjald er stundum kallað normal- gjald. Gildistími farseðils er eitt ár. Engar frekari takmarkanir eru á hámarks- eða lágmarksdvöl. 50% barnaafsláttur. Almennt sérfargjald Oftast er gjaldið kallað 6-30 daga gjald- ið. Segir það til um hámarks- og lágmarks- dvöl á gjaldinu. Þetta er þó ekki án undantekninga. í flestum tilfellum er hægt að hafa viðdvöl í fleiri borgum erlendis án aukagjalds. Afsláttarmöguleikar fyrir fjölskyldur og börn eru gjarnan fyrir hendi. Anna-gjald Um viðskiptamannafargjaldið gUdir það að lágmarksdvöl er engin en hámarks- dvöl er 5 tU 7 dagar. Mismunandi er hvort leyft er að stoppa í öörum borgum á leið- inni. Pex-fargjald Gildistími er takmarkaður hvað varð- ar lágmarks- og hámarksdvöl. Farseðil þarf að greiða um leið og bókun er gerð. Henni er ekki hægt að breyta. Ef afpantaö er fyrir brottfór éndurgreiðist hluti gjalds- ins. Ekki er leyft að stansa í öðrum borgum á leiðinni. Apex-fargjöld Gildistími á hámarks- og lágmarksdvöl takmarkaður. Farseðil þarf að greiða um leið og pöntun er gerð. Panta þarf minnst 14 dögum fyrir brottför. Ekki er leyft að stansa í öðrum borgum en áfangastað. Super Apex-fargjöld Um þetta gjald gUda svipaðar reglur og Apex-fargjöldin. Frábrugðið er þó að þessi gjöld eru aðeins í gUdi á ákveðnum dögum. Önnur gjöld Ýmis önnur gjöld eru fil. Sem dæmi má nefna unglingagjöld . Afsláttur hvers kyns eru einnig oft í boði og er væntanleg- um ferðalöngum bent á að spyijast fyrir um það þegar keyptir eru farmiðar. -EG. Þýskaland: Helmingsaukning ferða- manna frá íslandi - segir Knut Hánschke, framkvæmdastjóri þýska ferðamálaráðsins „Á síðasta ári var 48 prósent aukning á ferðamönnum frá íslandi til Þýskalands. Þessi mikla aukning sýnir að viö erum á réttri leið með kynningu og sölu á ferðum tU Þýskalands. Ég tel að viö eigum eftir að ná jafnvel meiri árangri á næstu árum þótt aukning mUli ára veröi kannski ekki eins mikU,“ sagði Knut Hánschke, fram- kvæmdastjóri SkandinavíudeUdar þýska ferðamálaráðsins. Knut var hér eina ferð- ina enn að kynna land sitt og þjóð fyrir íslendingum. DV ræddi við hann til að for- vitnast um ferðir íslendinga til Vestur- Þýskalands „Ég er áhugamaður um ísland og allt sem ísland snertir,“ byrjar Knut á að segja. „Það er kannski engin furða þar sem ég var starfsmaður Flugleiða í mörg ár og kynntist í gegnum starf mitt bæði landi og þjóð. Mér er sérlega ljúft að heimsækja Island og kann vel við mig hér á landi. Sem betur fer hefur markaðs- og sölustarfið hér skUað árangri, þannig að heimsóknirnar hafa borgaö sig. 70 þúsund gistinætur íslendingar virðast kunna vel að meta Þýskaland og sést þaö best á aðsókninni. Við mælum aðsókn ferðamanna í svoköll- uðum gistinóttum. íslendingar dvöldu um 70.000 gistinætur í Þýskalandi á síðasta ári. TU samanburðar má geta að Finnar dvöldu 280 þúsund gistinætur. Þegar bor- inn er saman íbúafjöldi þessara tveggja þjóða þá segir sig sjálft að árangurinn á Islandi er töluverður. Þeir íslendingar, sem fara tU Þýskalands, eru flestir að fara í sumarleyfi eða viðskiptaferöir. Þetta er Knut Hanschke, framkvæmdastjóri Skandinaviudeildar þýska ferðamála- ráðsins. í sjálfu sér ipjög góður viðskiptavinahópur en nú viljum við reyna að bæta við ann- ars konar ferðamönnum. Við höfum náð nokkrum árangri í að fá til okkar ferða- fólk sem er að koma í verslunarleiðangra. Ég veit að það er hægt að stækka þennan hóp fólks til muna enda er ákaflega hag- stætt að versla í Þýskalandi. Eins er áhugi á að fá tU okkar gesti sem stoppa styttri tíma. Þessir gestir eru oft kallaðir helgar- ferðamenn. Mjög góð tíðni er á flugi tengdu Þýskalandi og ætti að vera hægt að auka ferðamannastrauminn tU muna. Einstæð náttúrufegurð Nú er ég kominn tíl landsins tíl að kynna Saarland héraöið. Þetta svæöi ligg- ur mjög nálægt Luxemburg og aetti að henta vel sem áfangastaður fyrir íslend- inga. Saarland býr yfir einstæðri nátt- úrufegurð og er þekkt fyrir góðan mat og drykk. Viö erum að reyna að benda íslend- ingum á þennan valkost og held ég að þeir sem fari þangað komi aftur ánægðir. Þýskaland hefur ýmislegt upp á að bjóða ogfjölbreytnin er mikU. Eg held að ég láti vera að halda langa tölu um kosti og ferða- möguleika tíl lands míns en upplýsingar Uggja hjá öUum söluskrifstofum og þar getur fólk fengið ágætis upplýsingar um landið. Eins getur hver og einn skrifað til skrifstofu DZT (þýska ferðamálaráðsins) í Kaupmannahöfn og svörum við öUum fyrirspumum. Sendum við gjaman bækl- inga með upplýsingunum ef þeir era fyrir hendi. Árlega svörum við um 70 þúsund fyrirspumum á skrifstofunni og er mér sérlega kært að svara íslenskum bréf- um,“ segir Knut Hánschke. Við látum heimUisfang DZT í Kaupmannahöfn fljóta með hér: Tysk Turist-Central, Vesterbrogade 6 D DK-1620 Kobenhavn Danmark

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.