Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 41

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 41
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. 53 DV spyr: Til hvaða staðar eða lands langar þig helst að feiðast? Stígilr Ágústsson: Rússlands, þaö er öðruvísi heldur en önnur lönd. Mig langar að kynnast sæluríkinu af eigin raun. fna Edda Þórsdóttir: Til Frakklands. Það er örugglega fallegt land. ólíkt öðrum löndum og því forvitnilegt. Eiríkur Hjaltason: Búlgaríu, ég fer reyndar þangað í ágúst. Sigþór Magnússon: Mexíkó, enda hef ég heyrt að þar sé ódýrt að vera og ég hef komið á svo marga aðra staði. Ósk Ingadóttir: Til einnar af grísku eyjunum eða bara í heimsreisu. ________________________________________________________Lífestm Fargjaldafnrniskóguriiin: Hvað era normal-, pex- og apex-fargjöld? Hin ýmsu farmiðaverð rugla fólk gjarnan í ríminu. Þessir farþegar hafa trúlega borgað aðalfargjald. Hvað er átt við þegar talað er um norm- al-, apex- og pex-fargjöld? Þessi orð eru meðal þeirra sem notuð eru af flugfélögun- um til að aðgreina hina ýmsu verðflokka fargjalda. Mismunur á verði leiðir af sér mismun á ferðamöguleikum. Til að skýra algengustu flokkana birtum við hér nöfn og skýringar á þeim. Aðalfargjald Þetta gjald er stundum kallað normal- gjald. Gildistími farseðils er eitt ár. Engar frekari takmarkanir eru á hámarks- eða lágmarksdvöl. 50% barnaafsláttur. Almennt sérfargjald Oftast er gjaldið kallað 6-30 daga gjald- ið. Segir það til um hámarks- og lágmarks- dvöl á gjaldinu. Þetta er þó ekki án undantekninga. í flestum tilfellum er hægt að hafa viðdvöl í fleiri borgum erlendis án aukagjalds. Afsláttarmöguleikar fyrir fjölskyldur og börn eru gjarnan fyrir hendi. Anna-gjald Um viðskiptamannafargjaldið gUdir það að lágmarksdvöl er engin en hámarks- dvöl er 5 tU 7 dagar. Mismunandi er hvort leyft er að stoppa í öörum borgum á leið- inni. Pex-fargjald Gildistími er takmarkaður hvað varð- ar lágmarks- og hámarksdvöl. Farseðil þarf að greiða um leið og bókun er gerð. Henni er ekki hægt að breyta. Ef afpantaö er fyrir brottfór éndurgreiðist hluti gjalds- ins. Ekki er leyft að stansa í öðrum borgum á leiðinni. Apex-fargjöld Gildistími á hámarks- og lágmarksdvöl takmarkaður. Farseðil þarf að greiða um leið og pöntun er gerð. Panta þarf minnst 14 dögum fyrir brottför. Ekki er leyft að stansa í öðrum borgum en áfangastað. Super Apex-fargjöld Um þetta gjald gUda svipaðar reglur og Apex-fargjöldin. Frábrugðið er þó að þessi gjöld eru aðeins í gUdi á ákveðnum dögum. Önnur gjöld Ýmis önnur gjöld eru fil. Sem dæmi má nefna unglingagjöld . Afsláttur hvers kyns eru einnig oft í boði og er væntanleg- um ferðalöngum bent á að spyijast fyrir um það þegar keyptir eru farmiðar. -EG. Þýskaland: Helmingsaukning ferða- manna frá íslandi - segir Knut Hánschke, framkvæmdastjóri þýska ferðamálaráðsins „Á síðasta ári var 48 prósent aukning á ferðamönnum frá íslandi til Þýskalands. Þessi mikla aukning sýnir að viö erum á réttri leið með kynningu og sölu á ferðum tU Þýskalands. Ég tel að viö eigum eftir að ná jafnvel meiri árangri á næstu árum þótt aukning mUli ára veröi kannski ekki eins mikU,“ sagði Knut Hánschke, fram- kvæmdastjóri SkandinavíudeUdar þýska ferðamálaráðsins. Knut var hér eina ferð- ina enn að kynna land sitt og þjóð fyrir íslendingum. DV ræddi við hann til að for- vitnast um ferðir íslendinga til Vestur- Þýskalands „Ég er áhugamaður um ísland og allt sem ísland snertir,“ byrjar Knut á að segja. „Það er kannski engin furða þar sem ég var starfsmaður Flugleiða í mörg ár og kynntist í gegnum starf mitt bæði landi og þjóð. Mér er sérlega ljúft að heimsækja Island og kann vel við mig hér á landi. Sem betur fer hefur markaðs- og sölustarfið hér skUað árangri, þannig að heimsóknirnar hafa borgaö sig. 70 þúsund gistinætur íslendingar virðast kunna vel að meta Þýskaland og sést þaö best á aðsókninni. Við mælum aðsókn ferðamanna í svoköll- uðum gistinóttum. íslendingar dvöldu um 70.000 gistinætur í Þýskalandi á síðasta ári. TU samanburðar má geta að Finnar dvöldu 280 þúsund gistinætur. Þegar bor- inn er saman íbúafjöldi þessara tveggja þjóða þá segir sig sjálft að árangurinn á Islandi er töluverður. Þeir íslendingar, sem fara tU Þýskalands, eru flestir að fara í sumarleyfi eða viðskiptaferöir. Þetta er Knut Hanschke, framkvæmdastjóri Skandinaviudeildar þýska ferðamála- ráðsins. í sjálfu sér ipjög góður viðskiptavinahópur en nú viljum við reyna að bæta við ann- ars konar ferðamönnum. Við höfum náð nokkrum árangri í að fá til okkar ferða- fólk sem er að koma í verslunarleiðangra. Ég veit að það er hægt að stækka þennan hóp fólks til muna enda er ákaflega hag- stætt að versla í Þýskalandi. Eins er áhugi á að fá tU okkar gesti sem stoppa styttri tíma. Þessir gestir eru oft kallaðir helgar- ferðamenn. Mjög góð tíðni er á flugi tengdu Þýskalandi og ætti að vera hægt að auka ferðamannastrauminn tU muna. Einstæð náttúrufegurð Nú er ég kominn tíl landsins tíl að kynna Saarland héraöið. Þetta svæöi ligg- ur mjög nálægt Luxemburg og aetti að henta vel sem áfangastaður fyrir íslend- inga. Saarland býr yfir einstæðri nátt- úrufegurð og er þekkt fyrir góðan mat og drykk. Viö erum að reyna að benda íslend- ingum á þennan valkost og held ég að þeir sem fari þangað komi aftur ánægðir. Þýskaland hefur ýmislegt upp á að bjóða ogfjölbreytnin er mikU. Eg held að ég láti vera að halda langa tölu um kosti og ferða- möguleika tíl lands míns en upplýsingar Uggja hjá öUum söluskrifstofum og þar getur fólk fengið ágætis upplýsingar um landið. Eins getur hver og einn skrifað til skrifstofu DZT (þýska ferðamálaráðsins) í Kaupmannahöfn og svörum við öUum fyrirspumum. Sendum við gjaman bækl- inga með upplýsingunum ef þeir era fyrir hendi. Árlega svörum við um 70 þúsund fyrirspumum á skrifstofunni og er mér sérlega kært að svara íslenskum bréf- um,“ segir Knut Hánschke. Við látum heimUisfang DZT í Kaupmannahöfn fljóta með hér: Tysk Turist-Central, Vesterbrogade 6 D DK-1620 Kobenhavn Danmark
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.