Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 22
22 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. Euroyision-keppnin eftir á 4 Sendum Hófí með klarinettið næst - ásamt hljóðmanni og reynslumiklum blaðafulltrúa Hluti islenska hópsins, Sverrir með bjórinn, Anna Björk Birgisdóttir, eigin- kona Stefáns Hilmarssonar, Björn Emilsson, Stefán, Guðmundur Jónsson og Edda Borg hljómborðsleikarar. Eurovision keppnin er afstaðin og Dublinarbúar þakka sjálfsagt sínum sæla fyrir það. Þeir töldu sig fyrir keppni ekki í stakk búna til að halda hana. Keppnin bar þess líka merki að ákveðið hafði verið að eyða ekki of miklu fjármagni í hana. Samt tókst írum að láta hana kosta um 1,6 millj- ónir punda, sem er um milljarður íslenskra króna. Langmest af þeim kostnaði var þó greiddur af Sony, írska flugfélaginu Ryanair, Philips og fleiri aðilum. Til samanburðar má geta þess að Eurovison-keppnin í fyrra, sem haldin var í Brussel, kostaði 3,8 milljónir punda. íslendingar, sem hafa þrisvar verið með í keppninni, eru enn að læra. Áhugi hér á landi er meiri en hjá öðrum þjóðum og er þaö skiljanlegt þar sem nýjabrumið hefur enn ekki farið af þátttöku okkar. Að sögn írskra blaðamanna var mun meiri áhugi fyrir Eurovision á írlandi fyrir tíu árum en núna. „Áhuginn hefur smám saman dvínað eftir því sem árin hafa liðið. Margir telja líka að keppninni hafi farið aftur og minna sé lagt upp úr að senda vönduð og góð lög,“ sagði írski blaðamaðurinn. Engu að síður lagði írska sjón- varpið allnokkuð á sig til að halda þessa keppni sem byrjaði strax á laugardeginum viku fyrir keppni. Þá kom íslenska sendinefndin til Du- blinar, fyrst keppenda. Fyrstu dagarnir í Dublin voru þétt- skipaðir dagskrá fyrir keppendur og þeirra fylgdarlið. Veislur voru á kvöldin en á daginn var farið í ferða- lög. Á fimmta degi voru menn orðnir bæöi þreyttir og leiðir á öllu fíniríinu og hafði Stormskerið á orði að ef svona héldi áfram yrðu keppendur dauðþreyttir og illa haldnir þegar að útsendingunni kæmi loks. Á fimmtu- dag og föstudag tóku menn lífinu rólega, sumir illa haldnir af flensu, aðrir af svefnleysi. Þegar laugardag- urinn gekk í garð voru menn ágæt- lega hressir og á sunnudaginn andvörpuðu allir af feginleik. Að vera meö í Eurovision í heila viku er heilmikið erfiði þótt menn eigi eflaust góðar endurminningar þegar heim er komið og þreytan horfm. Veikindi settu sinn svip Með sexmenningunum í Beat- hoven var fylgdarlið frá sjónvarpinu. Björn Emilsson tók við starfi Hrafns Gunnlaugssonar nánast frá byrjun en Hrafn átti að vera formaður sendi- nefndarinnar. Björn var sendur til að stjórna sviðsframkomu Beatho- ven og hafa umsjón með störfum sjónvarpsmanna hjá írsku sjón- varpsstöðinni. Hann fékk einnig önnur störf til að inna af hendi, eins og að bjóða gesti velkomna á íslend- ingahátíð sem haldin var miðviku- dagskvöldið fyrir keppnina. Þá þurfti hann einnig að útvega lækni til að líta eftir með Stefáni Hilmarssyni þegar hann veiktist. Ragna Fossberg, fórðunarmeistari hjá sjónvarpinu og sambýliskona Björns, fór á keppnina á eigin vegum. Hún fékk engu að síður það verkefni að sminka Beathoven-hópinn þegar í ljós kom að þær írsku voru nánast óhæfar til þess. „Það var hræðilegt að sjá útlitið á Eddu Borg eftir förð- unina hjá þeim írsku,“ sagði Ragna og taldi réttara að taka málið í sínar hendur. Ragna, sem fór til Bergen fyrir tveimur árum sem förðunar- meistari frá sjónvarpinu, sagði að gríðarlega mikill munur væri á öllu tilstandi í Bergen eða í Dublin. „Norðmenn stóðu sig óaðfinnanlega og þar var lagt miklu meira upp úr öllum aðbúnaði. Þetta tvennt er ekki hægt að bera saman." Ágústa Kristinsdóttir er skrifstofu- stúlka hjá sjónvarpinu. Hún fór með til Dublinar og sá um öll samskipti sjónvarpsins við keppnishaldara. Heilmikil pappírsvinna fylgir keppn- inni og sá Ágústa um aö koma skilaboðum á milli manna. Hennar þáttur í ferðinni var mjög stór og greinilegt að nauðsynlegt er aö hafa slíkan milligöngumann varðandi ýmis samskipti milli keppenda og sjónvarpsins. Hrafn skandaliseraði Hrafn Gunnlaugsson lét starf sitt af hendi til Björns Emilssonar fljót- lega eftir að komið var til Dublinar. Hrafn setti þó fyrsta blaðamanna- fund íslenska hópsins og það var hann en ekki Sverrir Stormsker sem skandaliseraði í Dublin er hann kynnti Stefán sem Sighvat Björg- vinsson. Hrafn átti skýringu á þessu: „Ég er svo nafnblindur maður.“ Síð- ari hluta vikunnar lét Hrafn lítið fyrir sér fara meðal íslendinganna og hélt sig helst frá þeim. Hann bauð Stormskerinu með sér í kráarferð þegar aðrir héldu í veislu til ríkis- stjórnarinnar. Þar sem Stefán var í rúminu var dúettinn Beathoven ijarri góöu gamni þá kvöldstund. Hermann Gunnarsson var kynnir heim til íslands og stóð sig mjög vel. Hann hafði lítið að gera þessa viku og sagði að nóg hefði verið fyrir sig að koma miðvikudag eða fimmtudag. Tæknimenn sjónvarpsins höföu ekki sagt Hermanni áður en hann hélt til Dublinar að hann þyrfti að hafa með sér sérstök hljóðtæki og einnig létu þeir það vera að kenna honum á þau. Það var blaðamaður DV sem kom hljóðtækjunum út fyrir sjón- varpið og tæknimenn írska sjón- varpsins fengu það hlutverk að tengja þau fyrir Hemma Gunn. Þar sem Hemmi var einn þeirra sem fengu flensu lá hann fyrir og sagðist hafa horft þrisvar sinnum á bíó- myndina Heartbum eða Bijóstsviða, eins og hún nefnist á íslensku. Eins og Hermanni einum er lagið gerði hann mikið grín að sjálfum sér fyrir þessa ást á myndinni. Fundað í diskóteki Gunnar Már, sem er umboðs- maður Greifanna, fór með hópnum fyrir hljómplötuútgáfuna Steinar. Ferð hans bar brátt að því að daginn fyrir brottför kom hann inn á skrif- stofu Steinars til að semja um hljómplötu en var sendur þess í stað til írlands daginn eftir, eins og kemur fram í viðtali viö hann. Gunnar Már fór með hópnum sem blaðafulltrúi en hafði hvorki reynslu, plötur eða fyrirskipanir með sér í farteskinu. Með tilliti til þessa stóð Gunnar Már sig með ágætum. íslendingarnir héldu blaðamanna- fund sinn ekki í sérstökum fundar- sal, eins og aðrir keppendur, heldur á diskóteki. Ágætismæting var á þann fund en Jón Páll átti ekki síður heiðurinn af því en keppendur. Á Íslendingahátíð, sem haldin var mið- vikudagskvöldið, var hins vegar færra fólk. Jón Páll var þar samt mættur og blés hitapoka upp eins og íslendingar þekkja og hefur vakið athygli. Þar fyrir utan voru aðeins ljósmyndarar frá DV og Morgun- blaðinu mættir á staðinn. Hvar voru hinir? Á opnunarhátíð, sem haldin var fyrir gesti er tengdust Eurovision á mánudagskvöldið, kom Jón Páll inn á miðju kvöldi, beint frá Glasgow. Jón Páll, sem er reynslumikill í „Show business", vissi umsvifalaust hvað hann átti að gera til að vekja athygli og græddi á því mynd af sér og þeim félögum Sverri og Stefáni í kynningarmynd sem sex hundruð milljónir manna horfðu á í beinni útsendingu. í sjálfu sér var það óvit- laus hugmynd hjá Steinari Berg að senda Jón Pál með hópnum en hugs- anlega vakti hann meiri athygli en sjálfir keppendurnir. Til dæmis var stöðugt óskað eftir honum í viðtöl á meðan ekki var tekið eftir Beatho- ven-hópnum sjálfum. Jón Páll er góð landkynning en spurningin er hvort hann geti ekki stolið senunni frá að- alatriðinu. Misstu athyglina Fyrsta og annað árið sem íslend- ingar tóku þátt í Eurovision vöktu þeir mikla athygli. í Bergen var Icy- tríóið, sem fékk 19 stig, en Pálmi þjáðist af flensu eins og Stefán núna. í Brussel fengum við 28 stig og Halla Margrét og Valgeir vöktu mikla at- hygli blaðamanna. Reyndar gerði Icy-hópurinn það líka, þar sem ísland sendi þar sína fulltrúa í fyrsta skipti. Núna fengum við 20 stig en Storm- skerið er líklega ekki nógu fallegt fyrir ljósmyndara og Stefán missti af þeim því athyglin beindist að stúlkunum frá Noregi og Sviss. Silf- urrefurinn breski hefur verið nógu kvenlegur í útliti því að eftir honum var tekið. Ef hægt er að hafa einhveijar hug- leiðingar um Eurovision og af hveiju íslendingar fengu ekki meiri athygli, þrátt fyrir að með í förinni væri sterkasti maður heims, þá hlýtur dæmið að snúast um kvenlega feg- urð. Einhver henti á lofti að líklegast væri eina ráðið að senda Hófí næst og láta hana spila á klarinettið. Góð- ar blaðaumsagnir um alla Evrópu hljóta að vera það sem íslendingar þurfa á að halda til þess að allir viti að þeir séu með. Að minnsta kosti er ekki nóg að vera fyrstur á sviðið. Fáir frá sjónvarpinu Stundum hefur verið talað um að Sjónvarpið sendi of marga menn með keppendum. í ár voru þeir fjórir. Stefán Hilmarsson kominn á fætur ásamt kynninum Hemma Gunn. Hér sýna þeir sig ásamt keppendum frá Spáni. Spánn lenti í tíunda sætinu sem margir höfðu spáð okkur. Við gáfum þeim tvö stig en þeir gáfu okkur ekki neitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.