Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Page 37
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988.
49
eftir Skaftárelda (að undanteknu
1781) voru aftur á móti mjög köld.
Tuttugasta öldin
í lok 19. aldar haíði veðurfar
skánað nokkuð. Þá höfðu margir
jöklar náð hámarksútbreiðslu eins
og t.d. Breiðamerkurjökull. Hann
lá þar sem þjóðvegurinn hggur nú
yfir Breiðamerkursand og sums
staðar ekki nema örskammt frá sjó.
Þá hafði hann gengið yfir mikið
land og hérað sem fyrrum var í
byggð, ef til vUl 15-20 km vegalengd
frá því „litla ísöldin" hófst. Nokkr-
ir harðir vetur komu framan af 20.
öldinni en aðalhlýindaskeiðið hófst
um og upp úr 1920. í 40 ár voru
þessi kaflaskipti veðurfarsins
greinileg, menn muna líklega best
eftir fremur sólríkum og hlýjum
sumrum. Einna ólygnust eru spor-
in eftir hopandi jökla. Til dæmis
hefur umræddur Breiðamerkur-
jökull hopað um meira en fimm
kílómetra og stórt stöðuvatn (Jök-
ulsárlón) komið undan honum.
Oft er miðað við að hlýindatíma-
bihnu hafi lokið í kringum 1965.
Við tók svalara og úrkomusamara
árferði. Þetta má t.d. merkja af
fleiri sumrum með lélegri gras-
sprettu en áður, minni vexti trjáa
og minnkandi rennsh jökulvatna,
t.d. Tungnaár/Þjórsár. Þá hefur
einnig komið í ljós að hinir brattari
og smærri skriðjöklar ganga fram
og sumir stórir jöklar sýna sömu
tilhneigingar, standa í stað eða
hopa hægar en áður.
Veðurathuganir gefa auðvitað
hka skýra mynd af veðurfarsbreyt-
ingum, en galhn er aftur sá að
samfelldar mæhngar hefjast ekki
fyrr en 1846 hér á landi.
Nokkrir áhrifaþættir
Áður var minnst á hugsanlegar
orsakir stóru veðurfarssveifln-
anna, svo sem breytingar á útgeisl-
un sólar og breytta hafstrauma.
Menn hafa uppgötvað ýmsar fleiri
skýringar, einkum á staðbundnum
veðurfarssveiflum eða á breyting-
um sem kunna að vera að hefjast.
í því sambandi er mikið rætt um
aukið koldíoxíðinnihald (CO, kol-
sýring) í andrúmsloftinu. Við
brennum mikið af kolefnisríku
eldsneyti (t.d. ohu) og framleiðum
þar með sjálf mikið af efnasam-
bandinu. Áf því er að vísu aðeins
htih hundraðshluti í andrúmsloft-
inu en efnið hefur aftur á móti þá
eiginleika að halda hita að jörð-
inni. Aukið koldíóxíðinnihald lofts
getur hækkað hitastig á yfirborði
jarðar. Menn greinir á um töluleg-
ar stærðir en þeir eru sammála um
að áhrifin hafi þegar orðið einhver.
Raunar hefur önnur mengun og
losun efna í iðnaði upp í andrúms-
loftið væntanlega áhrif á hitastig
og þá jafnvel í öfuga átt, mengunar-
efnin skyggja á sólarljósið og lækka
hitastigið. Svipuð áhrif verða af
stórum og öflugum eldgosum. Sam-
band brennisteins og súrefnis er
lofttegund sem binst vatni og
myndar örsmáa brennisteinssýru-
dropa er svífa hátt í lofti og safnast
í geysistór úðaský. Þau valda kóln-
un á tilteknum svæðum. Nýlegar
mælingar staðfesta þetta og í áður-
nefndri grein Bretans í Jökli kemur
fram að mjög kalt hafi verið árin
1783 og 1784 en Skaftáreldar hófust
einmitt síðla vors 1783. Loks má
nefna stækkandi eyðimerkur og
gróðureyðingu í hitabeltinu m.a
vegna skógarhöggs og landbúnað-
ar. Þegar gróður hverfur af landi
breytist orkubúskapur svæðisins
og það hefur aftur áhrif á veðurfar-
ið. Það getur t.d orðið þurrara og
hitafar með stærri hitasveiflum en
áður.
Öll þessi atriði og önnur þekkt
og óþekkt munu hafa áhrif á veður-
far hér á íslandi í framtíðinni. Það
er ekki hægt að spá hvort eða hven-
ær „kuldakastið“ sem hófst á 7.
áratugunum heyrir sögunni til,
hvort „htlu ísöldinni" sé í raun lok-
ið og hvort nýtt jökulskeið gangi
einhvem tíma í garð. Enn sem
komið er spá menn stutt fram í tím-
ann og með misjöfnum árangri,
sem betur fer höfum við þá líka nóg
að tala um: Þetta óáreiðanlega veð-
urfar sem við búum við.
Ari Trausti Guðmundsson
VARMASKIPTIR
(air conditioner) TIL SÖLU
Er sérhannaður fyrir 2000 rúmmetra samkomuhús.
Fæst á góðum kjörum.
Upplýsingar í símum 651110 - 652501 - 985-27285
Halldór
Nám fyrir starfandi
stjórnendurískólum
Haustið 1988 hefst í fyrsta skipti framhaldsnám fyrir starf-
andi skólastjóra og yfirkennara við grunn- og framhalds-
skóla. Námið fer fram á þremur 5 eininga námskeiðum og
tekur u.þ.b. eitt og hálft ár. Hvert námskeið hefst með
tveggja vikna vinnu í Kennaraháskóla íslands og síðan
tekur við fjarkennsla. Námið hefst í byrjun október 1988.
Fjöldi þátttakenda verður takmarkaður við 20 á ári hverju.
Umsóknarfrestur er til 15. júní.
Nánari upplýsingar um nám þetta, inntökureglur og um-
sóknareyðublöð fást á skrifstofu skólans, Stakkahlíð - 105
Reykjavík - sími 688700.
Rektor Kennaraháskóla íslands
KENNARA-
HÁSKÖLI
ÍSLANDS
Útboð
Hvammstangavegur, Norðurlandsvegur -
Hvammstangi, 1988
Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan-
greint verk. Lengd vegarkafla 4,5 km, efnis-
magn 63.000 m3.
Verki skal lokið 1 5. október 1 988.
Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins
á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera)
frá og með 9. maí nk. Skila skal tilboðum á
sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 24. maí 1988.
Vegamálastjóri
FRÁ MENNTAMÁLA-
RÁÐUNEYTINU
Lausar stöður við framhaldsskóla
Við Nýja hjúkrunarskólann er laus til umsóknar ein
og hálf staða námstjóra. I stöðunum felst fagleg
ábyrgð á námsbraut, skipulagning og stjórn, auk
þess kennsluskylda að hluta til.
Viðfangsefni næsta ár verða:
gjörgæsluhjúkrun,
félags- og heilsuverndarhjúkrun,
hjúkrunarstjórnun
geðhjúkrun, svæfinga- og skurðhjúkrun.
Ráðið verður í stöðurnar til eins árs. Nánari upplýs-
ingar eru veittar í síma 622150 klukkan 10-12 alla
virka daga.
Við Framhaldsskólann á Húsavík eru lausar kennara-
stöður í eftirtöldum greinum: þýsku, frönsku, ensku,
viðskiptagreinum, stærðfræði, tölvufræði og hálf
staða í tónmennt. Jafnframt er óskað eftir sérkenn-
ara til að kenna nemendum með sérkennsluþarfir.
Við Menntaskólann og Iðnskólann á ísafirði eru lausar
eftirtaldar stöður:
Ein og hálf staða í íslensku og stærðfræði, heilar
stöður í þýsku, vélstjórnargreinum, rafvirkjun, raf-
eindavirkjun, grunnnámi rafiðna og þjálffræði íþrótta
og skíðaþjálfun.
Tveir þriðju úr stöðum í dönsku og skipstjórnarfræð-
um, hálfar stöður í frönsku og eðlisfræði.
Ennfremur starf húsbónda, húsmóður og ritara, allt
hálfar stöður.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri
störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu
6, 150 Reykjavík, fyrir 25. maí næstkomandi.
Menntamálaráðuneytið
Nauðungaruppboð
annað og síðara á fasteigninni Kastalagerði 3, þingl. eigandi Angantýr Vil-
hjálmsson, fer fram i skrifstofu embættisins, Auðbrekku 10 í Kópavogi,
þriðjud. 10. mai '88 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru Skattheimta ríkissjóðs
í Kópavogi, Sveinn H. Valdimarsson hrl., Gjaldheimtan í Reykjavík, Búnaðar-
banki islands, Magnús Norðdahl hdl., Gjaldskil sf., Bæjarsjóður Kópavogs,
Eggert B. Ólafsson hdl., Ævar Guðmundsson hdl„ Ándri Árnason hdl.,
Iðnlánasjóður, Landsbanki Islands og Útvegsbanki íslands.
_____________Bæjarfógetinn i Kópavogi
Góð vara - lágt verð
Marshal - Dunlop
Radial sumardekk
Stærð: Verð:
145x12 1600
155x12 70
135x13 1750
145x13 2050
155x13 2090
165x13 2300
145x14 2150
175x14 2700
185x14 2800
165x15 2500
70 Seria
Stæró: Verð:
155/70x13 2650
165/70/13 2690
175/70x13 2550
185/70x13 2850
185/70x14 2850
195/70x14 3200
205/70x14 3520
65 Seria
Stærð: Verð:
165/65x13 2960
165/65x14 3000
195/65x15 4470
60 Seria
Stærð: Verð:
195/60x14 4300
205/60x15 5470
55 Seria
Stærð: Verð:
195/55x15 5700
75 Seria
Stærð: Verð:
235/75x15 5400
Sendibílar
Stærð: Verð:
215x14 7200
HAGBARÐI H/F
Hjólbarðaverkstæði - Ármúla 1, sími 687377
(ekið inn frá Háaleitisbraut).
Opið virka daga kl. 8-19,
■i laugardaga kl. 9-17.
Samvinnuskólinn
Bifröst
Undirbúningsnám á Bifröst
Frumgreinadeild Samvinnuskólans veitir
undirbúning fyrir rekstrarfræðanám á há-
skólastigi.
Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á framhaldsskólastigi
án tillits til námsbrautar, t.d. í iðn-, vél-, verk-
mennta-, fjölbrauta-, mennta-, fiskvinnslu-, búnað-
ar-, sjómanna- eða verslunarskóla o.s.frv.
Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvugreinar,
enska, íslenska, stærðfræði, lögfræði, félagsmála-
fræði og samvinnumál.
Námsiýsing: Áhersla lögð á sjálfstæð, raunhæf verk-
efni, auk fyrirlestra og viðtalstíma o.fl.
Námstími: Einn vetur, frá september til maí.
Aðstaða: Heimavist, fjölskyldubústaðir, skólaheimili,
félagsaðstaða og mötuneyti á Bifröst í Borgarfirði
ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.s.frv.
Kostnaður: Fæði, húsnæði, þjónusta og fræðsla
áætluð um 32.000,- kr. á mánuði fyrir einstakling
næsta vetur.
Umsóknir: Með persónulegu bréfi til skólastjóra Sam-
vinnuskólans á Bifröst fyrir 10. júní. Umsókn á að
sýna persónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skóla-
göngu með afriti skírteina og upplýsingar um fyrri
störf. Ekki sérstök umsóknareyðublöð.
Veitt er innganga umsækjendum af öllu landinu.
Þeir umsækjendur ganga fyrir sem orðnir eru eldri
en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu.
Samvinnuskólinn á Bifröst,
311 Borgarnesi, sími 93-50000.