Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 60
FRETTASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000 krón- ur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Augiýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. Virðisaukinn: Milliþinga- nefhd leysi vandamálin Ekki er búist við því að umræður um virðisaukann dragist á langinn enda stuttur tími til stefnu. Frum- varpið verður afgreitt sem lög frá Alþingi á þriðjudaginn og sent til milliþinganefndar sem mun fá það vandasama verk að slípa frumvarp- ið. Það er mikið verk sem bíður þess- arar nefndar enda streyma nú inn ályktanir gegn ýmsum liðum frum- varpsins utan úr þjóðfélaginu. Það er ljóst að Alþingi nær ekki að vinna úr þeim umkvörtunum heldur verð- ur milliþinganefndinni ætluö mikil 'Teglugerðarsrbíð. Páll Pétursson, þingflokksformað- ur framsóknarmanna, sagöi að það væri á hreinu að virðisaukinn yrði afgreiddur nú í gegnum þingið en þeir framsóknarmenn ætiuðu milli- þinganefndinni mikið starf við frumvarpið. Eitt af þvi sem þyrfti að skoða betur væri hugmynd um tvö skattstig. Þingflokksformaður sjálfstæðis- manna, Ólafur G. Einarsson, sagði að afgreiðslan á virðisaukanum væri *svipuð og staðgreiðslufrumvarpinu, þ.e.a.s. milliþinganefnd væri ætlað mikið hlutverk við útfærslu frum- varpsins. Sagði Ólafur að það væri mikil reglugerðarsmíð sem biði nefndarinnar. Hún verður skipuð fulltrúum stjórnarflokkanna. -SMJ Sölumiðstöðin: Gengið fallið í aðalfundarsamþykkt Sölumið- stöðvar hraðtrystihúsanna í gær er gengisfellingar krafist og í ályktun- inni er raunar ekki éfast um að svo verði því þar segir orðrétt. „Þegar gengi krónunnar hefur ver- ið leiðrétt, sem er óhjákvæmilegt, er nauðsynlegt að aðgerðir fylgi til að ávinningur gengisbreytingarinnar haldist innan útflutningsatvinnu- veganna. Annars þarf önnur gengis- breyting að fylgja strax í kjölfarið.'1 -S.dór LOKI Virðisaukinn er kominn á Hraðferð-Kleppur! Um 3,7 milfjarða viðskiptahalli fyrstu þijá mánuðina: Allt að 15 milljarða halli á árinu öllu Af innstreymi erlends fjármagns inn í landið fyrstu þijá mánuði þessa árs og rýrnun gjaldeyris- foröans má ráða að viðskiptahall- inn í ár verði um 13-15 milljarðar króna. Þjóðhagsstofhun spáði í mars að hallinn yrði um 10-12 milljarðar. Þar sem Hagstofan hefur ekki getað sent frá sér verslunarskýrsl- ur er ekki enn hægt að segja til um það hver út- og innflutningur fyrstu þriggja mánaðanna var. Við- skiptahalli þessara mánaða er því óþekkt stærð. En það er hægt að áætla hann með nokkurri ná- kvæmni með þvi að bera saman innstreymi erlends fjármagns og rýmun gjaldeyrisforðans. Innstreymi erlendra lána varð rétt rúmir 3 milljarðar á fyrstu þremur mánuðum ársins. í endur- skoðuðum lánsfjárlögum frá því í mars er gert ráð fyrir rúmlega 9 milljarða lántöku á árinu. Þriðj- ungur þessarar fjárhæðar kom inn í landið á fyrsta fjórðungi ársins. Ekki liggja fyrir tölur um skamm- tímahreyfingar erlends fjármagns, það er útflutning sera ekki hefur verið greiddur og innílutníng sem greitt hefur verið fyrir með vöru- kaupalánum. Þessi þáttur er litill, innan við 10 prósent af innstreymi fjármagns og skekkir því myndina lítið. Viö þá 3 milljaröa, sem komu inn i erlendum lánum, bætist síðan rýmun gjaldeyrisforöans sem varð um 700 milljónir fyrstu þrjá mán- uði ársins. Viðskiptahallinn þessa mánuði varð þvi nærri 3,7 millj- örðum króna. Ef jafnmikill halli verður á öðr- um fjórðungum ársins má gera ráð fyrir um 14,8 milljarða halla á þessu ári. Sé hins vegar miðaö viö þróun viðskiptahallans i fyrra má gera ráð fyrir nokkm rninni halla, Þá varö hallinn 2 milljarðar á fyrstu þremur mánuðunum en á árinu í heild varð hann um 7 millj- arðar. Ef gert er ráð fyrir að fyrstu þrir mánuðir þessa árs vegi jafn- þungt og sömu mánuðir í fyrra má áætla viðskiptahalla þessa árs rétt tæpa 13 milljarða króna. -gse sjá einnig bis. 7 Samningamenn í kjaradeilunni í álverinu i samræðum við Guðlaug Þorvaldsson sáttasemjara i gær. Það er Jakob Möller, lögmaður álversins, sem er að ræða við sáttasemjara en við hlið hans stendur Örn Friðriksson, formaður málm- og skipasmiðasambandsins og yfirtrúnaðarmaður i álverinu. DV-mynd GVA Samningaviðræður á bláþræði í gær var haldinn sáttafundur í deilu verkalýðsfélaganna í Vest- mannaeyjum og viðsemjenda þeirra. Um tíma héngu viðræðurnar á blá- þræði og var þá allt eins búist við að upp úr slitnaði. Það gerðist þó ekki og um kvöldmatarleytið var ákveðið að halda annan fund í dag klukkan 13. Deiluaðilar í álversdeilunni komu á fund sáttasemjara síðdegis í gær og var búist við að sá fundur stæði til miðnættis. Þá hófst vinnustöðvun í álverinu sem tekur þó tvær vikur að komi til fullra framkvæmda. Ákveðið hefur verið aö vísa kjara- deilu starfsfólks á hótelum og veit- ingastöðum til sáttasemjara. Upp úr samningaviðræðum deiluaðila slitn- aði á flmmtudaginn. Sáttasemjari hafði ekki fengið málið til meðferðar síðdegis í gær. -S.dór Veðrið um helgina: Suðlægar áttir ríkjandi og vætusamt sunnan- og vestaniands Á sunnudag og mánudag er búist við suðlægum áttum um land allt og hita á bilinu 5-10 stig. Ýmist verða skúrir eða rigning um sunnan- og vestanvert landið en þurrt að mestu og öllu bjartara veður á Norðausturlandi. Enginn gáma- útflutningur í næstu viku Utanríkisráðuneytið hefur bannað útflutning á þorski og karfa í gámum frá og með mánudeginum 9. maí til mánudagsins 16. maí. Ástæðan fyrir banninu eru horfur á offramboði á mörkuðum í Englandi og Þýskalandi. Ástæða er til að ætla að verðið fari niður fyrir hið skráða viðmiðunarverð Evrópubandalags- ins. í fréttatilkynningu frá utanríkis- ráðuneytinu um þetta mál er ekkert tekiö fram um hvort ferskfisksala togskipa verði leyfð meðan markað- urinn er svona viðkvæmur. -S.dór 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 4 é
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.