Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 43
55 LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. _ DV LífsstQI „Róbínson Krúsó hefði verið stoltur af kunnáttu okkar i kókoshnetutínslunni." Bahamafararnir á einni af hinum fjölmörgu eyðieyjum. Dópdrottningin sýndi Islendingunum eyjuna sína áður en hún byrjaði baksturinn. Kortið sýnir leiðina sem félagarnir sigldu. Aðeins sjást stærstu eyjarnar en aragrúi smárra eyðieyja er á þessu svæði. I fótspor Róbínson Krúsó „Stefnan var tekin á Biminieyjar," segir Ásgeir. „Rétt er aö lýsa stað- háttum þarna lítillega. Bahamaeyjar eru um þúsund talsins. Þarna er mjög grunnt og er erfitt að sigla um á stærri bátum. Stærsti hluti eyjanna er óbyggður. Ætlun okkar var að sigla um í tvær vikur og lifa eins konar Róbinson Krúsó lífi. Við sett- um okkur gróft ferðaplan en vildum ekki stressast á of miklu spani. Fynd- ist eyja eða staður sem væri heillandi var ákveðið að stoppa eins lengi og hugur stæöi til.“ „Fyrst þú minnist á Róbínson Krúsó,“ bætir Sigurlaug við, „þá varð okkur oft hugsað til hans. Við vorum að furða okkur á æðibunuganginum í blessuðum karl- inum aö komast heim til sín.“ „Áður en við fórum var búið að hræða okkur á ýmsum hættum sem fylgdu því að sigla um þessi höf. Þarna átti að vera aragrúi sjóræn- ingja og annar hver fiskur var hákarl eða barracuda. Maður átti von á að verða étinn eða drepinn fljótlega. Raunin var auðvitað önnur. Vanir menn bentu okkur á að ránfiskar gera sjaldan eða aldrei árás á stóra bráð. Á þessum slóðum er gnótt af minni bráð og sjórinn er tær. Það var himneskt að kafa um ævintýralega neðansjávarheima,“ segir Ásgeir. „Aldrei varð maður leiður á að skoða lífríkið neðansjávar. Við notuðum oftast grímur með öndunarpípum. Sjórinn var svo tær að hægt var að sjá til botns í tunglskini og það þó væri tíu metra dýpi. Lífið í sjónum var fjölbreytilegt og stórkostlegt var aö fylgjast með mislitum fisktorfun- um skjótast milli kóralrifjanna." íslensk sjómannalög við kóraleyjar „Þegar sást til fállegrar eyjar var akkeri kastað og farið í land. Þar var síðan dólað á hvítum ströndum með pálmatrén í baksýn. Ef einhvern þyrsti var klifrað upp í næsta tré þar sem náð var í kókoshnetu og safinn drukkinn. Allir höfðu nóg að gera. Ekki var tími til að standa í elda- mennsku í hádeginu heldur voru kvöldmatnum gerð því betri skil. Á meðan beðið var eftir grillinu var lagið tekið. Einn af hópnum var með lítinn skemmtara meðferðis og voru íslensk sjómannalög gjarnan sungin fyrir kvöldmat. Stemningin var oft svo góð að slegiö var upp balh á þil- farinu eftir matinn. Yfirleitt var þó farið snemma að sofa því allir voru dauðþreyttir eftir annríki dagsins.“ „Stundum sigldum við á næturnar og var þá unnið á vöktum," segir Sigurlaug. Hjón tóku þá saman vakt- ina og var ólýsanlega rómantískt að sigla undir stjörnubjörtum himnin- um og finnast sem enginn annar væri til í heiminum. Ég held að ég gleymi því aldrei." Kerlingin var dópdrottning „Við urðum uppiskroppa með brauð einn daginn og ákváðum að koma í land á byggðri eyju til að bæta við kostinn. Stutt frá var ein- mitt ein slík sem einhver virtist búa á. Þegar við komum þangað komu 12 stórir, geltandi varðhundar á móti okkur út í sjóinn. Okkur leist ekkert á blikuna en stuttu síðar birtist kerl- ing og róaði hundana. Viö báöum um leyfi að koma í land og samþykkti hún það. Á ströndinni lá flottasti hraðbátur sem við höfðum séð og var hann með tvo geysistóra utanborðs- mótora. Okkur fannst einkennilegt að kerlingin, sem bjó í hreysi, skyldi eiga svo kröftugan bát og alla þessa varðhunda. Hún tók erindi okkar vel og bauðst til að baka fyrir okkur. Leyfði hún okkur að ráfa um eyna og benti á fallega strönd hinum megin á eyj- unni. Þangað var haldið. Þar sem við nutum lífsins á ströndinni birtust allt í einu hundarnir og voru þeir froðufellandi af bræði. Viö uröum skelfingu lostin og gátum lítið gert annað en staöið kyrr. Eftir smástund kom kerlingin og baðst afsökunar á hundunum. Hún rétti okkur jafn- framt barefli til að siða þá með. Ekki kom til þess því brauðin voru tilbúin. Seinna fréttum við, hjá öðrum ferða- mönnum, að kerlingin væri einn frægasti eiturlyfjasmyglari þarna um slóðir. Hvað um það, þá kunni hún svo sannarlega að baka,“ segir Ásgeir. Strandið „Við lentum aðeins einu sinni í óhappi með bátinn. Siglt var inn í vík á eyju einni sem hét því róman- tíska nafni Hveitibrauðsdagaströnd. Innsiglingin inn í víkina var þröng og ekki ráðlegt að vera þar í ákveð- inni vindátt. Fylgdumst við vel með veðurfréttum og kom að því að áttin breyttist. Þegar við reyndum að setja vélarnar i gang tókst það ekki á stóra bátnum. Sigldi ég minni skútunni út og kom henni í var. Sú stærri varð eftir og legufærin voru treyst. Um nóttina var barist við að halda henni frá ströndinni. Um morguninn end- aði þetta með strandi. Það eina sem við gátum gert var að reyna að halda skútunni uppréttri og freista þess að ná henni út á næsta flóði. Kallað var í talstööina og látið vita af ástandinu. Seinna um daginn kom bátur frá bandarísku landhelgisgæslunni. Höfðu þeir heyrt um vandræði okkar í talstöðinni og brugðu skjótt við. Þetta voru hinir almennilegustu menn og drógu þeir okkur á flot. Það eina sem þeir vildu þiggja í björgun- arlaun var viskíflaska. Þótt enginn hefði verið í lífshættu þá var erfitt að standa í þessu,“ segir Ásgeir. „Annars var ferðin eitt stórt ævin- týri og væri endalaust hægt aö tala um hana. Við erum ákveðin í aö end- urtaka þetta eftir nokkur ár. Fólk segir að svona ferðir fari maður bara einu sinni um ævina en ég er ekki tilbúin aö kyngja þeirri staðhæf- ingu,“ segir Sigurlaug og Ásgeir kinkar kolli til samþykkis. -EG
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.