Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 27
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. 27 Nýjarplötur Bros - danshúsatónlist. Bros - Push: Tilyalid í eróbikkið Þaö fer ekkert á milli mála að diskómenningin er í uppsveiflu á ný eftir nokkra lægö. Hún hefur þó breyst í takt viö tímann og nútíma- diskótónlist er þó nokkuð frábrugðin diskóinu sem tröllreið öllu fyrir um það bil einum áratug. Takturinn er auðvitað sá sami, munurinn er sá að nú eru það tölvur og hljóðgervlar sem sjá um að slá taktinn og fyrir vikið er nýja diskóið mun vélrænna en það gamla. Hvort það er betra eða verra skal ósagt lát- ið en það eiga þessar tónlistarstefnur sameiginlegt að ekki er þetta spenn- andi tónlist til að setjast niður með og njóta. Bros-tríóið er mjög svo dæmigert nútímadiskófyrirbæri. Tónlistin er klæðskerasniðin fyrir danshúsin og þá ekki síður eróbikksalina. Þetta er sem sagt tónlist fyrir fætur fyrst og fremst og stærri salarkynni en síður fyrir heimahús og höfuð. Engu að síður mega þessir piltar eiga þaö að þeir gera það vel sem þeir eru að gera og það er kannski það sem mestu máli skiptir að menn séu trúir sinni köllun, þó svo ein- hverjum þyki hún hundleiðinleg. Tilgangurinn helgar líka meðalið: þeir spyrja á plötunni When Will I Be Famous? Og svarið er hér. -SþS- Rick Springfield - Rock of life: Gengur ekki upp Eftir dágott frí frá rokki og róli er Rick Springfleld kominn á kreik aftur. Og heldur er hann áheyrilegri á nýju plötunni, Rock of Life, en þeirri síðustu þar á undan, Tao. Samt þykir mér eins og eitthvað gangi ekki upp hjá honum. Springfield naut mikillar hylli upp úr 1980 fyrir lögin Jessie’s Girl, I’ve Done Everything for You og fleiri. Þokkalegustu rokklög sem skáru sig lítt úr fjöldanum. Það virðist hafa angrað Springfield að hljóma svipað og allir hinir, svo ekki sé minnst á að fólk ruglaði honum hvað eftir annað saman við Bruce Springsteen (lagið hans She Called Me Bruce fjall- ar einmitt um þann rugling). Á endanum virtist hann til í hvað sem er til að vera öðruvísi en allir hinir. Það tókst með plötunni Tao. En hún skildi Springfield eftir gjörsamlega hugmyndasnauðan, útbrunninn. Platan Rock of Life leiftrar svo sem ekki af hugmyndaauðgi. En hún er alls ekki alvond heldur. Svona rétt í meðallagi. Best heyrist mér Spring- field og meðreiðarsveinum hans takast upp í laginu (If You Think You’re) Groovy sem fengið er að láni hjá Small Faces. Það leynir sér ekki hver er á ferð- inni þegar Rick Springfield rokkar. Að því leytinu hefur honum tekist að skapa sér séreinkenni. En hætt er við aö þau kosti hann þær vin- sældir sem hann hefur sannað að hann getur náð með því að semja og spila sölutónlist samkvæmt banda- rísku rokkformúlunni. -ÁT- Sæl nú!... sveitarinnar Twisted Sister, Dee Snider, hefur sagt skilið við félaga sina og hyggst stofna eigin hljómsveít... deildinni, Judas Priest er að senda frá sér nýja plötu, Ram It down og i kjölfar sem stendur fram á haust. Platan var tekin upp í Dan- mörku og fyrstu tónleikarnir verða i Svíþjóð á morgun ... Frank gamli Zappa er ekki dauður úr öllum æðum þó minna fari fyrir honum en áður. Um daginn var hann á ferð i Bretlandi til að kynna nýju plötuna sina, IVIy Guitar Wantsto Kill Your Mama og það vakti nokkra athygli á tónleikum sem Zappa hélt á Wembley að sonur hans, Dweezil, brá sér upp á svið til að hjálpa gamla mannin- um... Big Audio Dynamite er með nýja breiðskífu á döfinni. Á gripurinn að heita Dread Astaire og á framhlið plötuumslagsins verður teikning eftir Paul Simonon, fyrrum bassaleikara Clash... David Byme, leið- togi Talking Heads, fékk á dögunum óskarsverðlaun fyrir vinnu sína við tónlistina í verðlaunakvikmyndinni The last Empire, Siðasti keisar- inn.. .Síðasta plata The Smiths kemur út í sumar. Um er að ræða hljómleika- plötu sem tekin var upp í október síðastliðnum. Plat- an ber nafnið, Live at the National.. .New Order stefnir að þvi að verða stórt nafn í Bandaríkjunum og er ekkert til sparað. Þannig var Quincy Jones, upptökustjóri Michaels Jackson, fenginn til að endurvinna nýjasta lag New Order, Blue Monday, en það lag hefur gert það gott á bandariska diskólist- anum.. .David Prater, sem um 23 ára skeið var annar helmingurinn af dúettinum Sam & Dave, lést i bílslysi vestur í Bandarikjunum fyrir skömmu. Sam & Dave áttu mörg vinsæl lög á sínum tíma og það sem mun halda þeirra nafni hvað lengst á lofti er Hold on l'm Com- ing.. .Hugh Comwell, söngvari Stranglers, er með sólóplötu i bígerð og á dög- unum var gefin út lítil plata með lagi af breiðskífunni væntanlegu. Lagið heitir Another Kindof Loveen breiðskífan á að heita WoH.. sæl og blessuð... -SþS- Rick Springfield. Við eigum þá örugglega! 7^ SKRIFSTOFUVÉLAR H.F. Hverfisgötu 33, sími: 62-37-37 Þjónustumiðstöð skrifstofunnar. eykjavíkur. bílastæði við Klapparstíg. Utboð Siglufjarðarvegur um Gljúfurá, 1988 ''/;va Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofan- greint verk. Lengd vegarkafla 2,4 km, efnismagn 23.000 m3. Verki skal lokið 1. júlí 1989. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð rikisins á Sauðárkróki og í Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 9. maí nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 24. maí 1988. Vegamálastjóri Hvaða fylgihluti vantar við tölvuna? Samvinnuskólinn Bifröst Rekstrarfræði á háskólastigi Samvinnuskólapróf i rekstrarfræðum á háskólastigi miðar að því að rekstrarfræðingar séu undirbúnir til ábyrgðar- og stjórnunarstarfa í atvinnulífinu, einkum á vegum samvinnuhreyfingarinnar. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða við- skiptabrautum eða lokapróf í frumgreinum við Samvinnuskólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Markaðsfræði, verslunar- og fram- leiðslustjórn, fjármálastjórn og áætlanagerð, starfs- mannastjórn og skipulagsmál, almannatengsl, lögfræði og félagsfræði, félagsmálafræði, samvinnu- mál o.fl. Námslýsing: Áhersla lögð á sjálfstæð, raunhæf verk- efni og vettvangskannanir í atvinnulífinu, auk fyrir- lestra og viðtalstíma o.fl. Námstími: Tveir vetur, frá september til maí hvort ár. Aðstaða: Heimavist, fjölskyldubústaðir, skólaheimili, félagsaðstaða og mötuneyti á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.s.frv. Kostnaður: Fæði, húsnæði, þjónusta og fræðsla áætluð um 32.000,- kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með persónulegu bréfi til skólastjóra Sam- vinnuskólans á Bifröst fyrir 10. júní. Umsókn á að sýna persónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skóla- göngu með afriti skírteina og upplýsingar um fyrri störf. Ekki sérstök umsóknareyðublöð. Veitt er innganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Miðað er m.a. við reglur um námslán. Samvinnuskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi, sími 93-50000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.