Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1988, Blaðsíða 39
LAUGARDAGUR 7. MAÍ 1988. 51 Mannakomsplata í næstu viku: - segir Magnús Eiríksson sem nú er að jafna sig eftir poppeitrun Eftir tveggja og hálfs árs hvíld læt- ur Magnús Eiríksson loks frá sér heyra og munu flestir telja aö tími til þess sé kominn. Hann segist allur vera að braggast í tónlistinni eftir pásuna. Og mun væntalega láta mik- iö að sér kveða í framtíðinni. Þessí plata hans er sú fimmta í röð- inni af Mannakomsplötunum og kemur út undir nafninu Bræðra- bandalagið. Pálmi Gunnarsson syngur öll lögin á plötunni nema eitt en það lag syngur Ellen Kristjáns- dóttir. Meðal tónlistarmanna, sem þar koma við sögu, eru Eyþór Gunn- arsson og Gunnlaugur Briem, auk nokkurra góðra gesta. Nánar tiltekið kemur platan út föstudaginn 13. maí, hvorki meira né minna. Við skulum bara vona aö lánið leiki við Magnús þanndag. Af þessu tilefni leituðum við til Magnúsar og spurðum hann að því af hveiju hefði liðið svona langur tímiámilli. „Ég fékk svokallaða poppeitrun eft- irþettaEurovision.Égvarbara - búinn og tók mér því hvíld í tvö ár. En svo kom þetta aftur og þá fór ég að semja svolítið öðravísi lög. Það má segja að lögin séu eins konar full- orðinspopp á köflum.“ - Eraðfinnaeinhverjagullmolaá plötunni? „Þetta eru dægurlög eins og ég hef verið að semja. Já, ég held að það hljóti að finnast einhverjir gullmolar á plötunni. Ég er mjög ánægður með þessaplötu." - En hvað hefur þú verið að gera undanfarin tvö ár? „Ég hef verið að dunda mér við að semja hljóðfæratónlist sem er ekki í neinu sambandi við þessa plötu. Einnig samdi ég lög fyrir Næturgal- ann sem Hótel Saga sýnir um þessar mundir og það eru einmitt nokkur lög af þessari plötu sem eru frum- flutt í Næturgalanum. En draumur- inn er að gefa út blúsplötu sem ég hef í hyggju að gera. Hingað til hef ég aðeins lætt einu og einu blúslagi með á plöturnar mínar. Og mig lang- ar að fá marga blúsmenn til að spila með mér, til að mynda eru strákarn- ir í Centaur fínir. En þeir eru margir góðir. Það er nóg til af góðum hljóm- hstarmönnum sem gaman væri að gefa tækifæri til að spila.“ Við eigum skilyrðis- laustaðtakaþátt íEurovision Eins og allir vita var Magnús Ei- ríksson fyrsti íslendingurinn sem átti lag í Eurovisionkeppninni, Gleði- bankann, sem hafnaöi í sama sætinu ogtvösíðarilögin. Þegar hann var spurður hvaða augum hann liti á þessa keppni í dag, svaraði hann að þrátt fyrir að hafa fengið poppeitrun hefði verið „Ég held aö að þaó hljóti að finnast einhverjir gullmolar á plötunni. Ég er mjög ánægður með þessa plötu," segir Magnús Eiríksson um væntanlega Mannkornsplötu sina. mjög gaman að taka þátt í keppn- inni. „Maður kynnist fjölda fólks frá öðram löndum og getur komist í alls konar sambönd sem era mjög mikils virði fyrir hljómlistarfólk þannig að ég held að við eigum skilyrðislaust að taka þátt í þessari keppni. Við eig- um bara að gera það með stíl og vera ekkert aö æsa okkur yfir einhverjum sætum. Það er ekki aðalmálið. Það er bara einn sem vinnur í þessari keppni en allir hinir tapa. Ég minnist þess þegar ég tók þátt í þessari keppni að söngkona frá Sviss varð í öðru sæti. Hún fór hágrátandi út úr salnum þar sem hún tapaði í raun fyrir sigurvegaranum.“ Feginnþvíað Englendingurinn vannekki „Ég var mjög ánægður með lag Sverris Stormskers og söngvarann einnig. Ég var mjög feginn því að þessi Englendingur vann ekki, þaö hefði verið vont mál. En mér þótti, eins og mörgum, einkunnagjöfin frá dómnefndinni hér heima mjög skrýt- in.“ - Hefurðueinhverframtíðaráform? „Mig langar til að semja einhvem tíma söngleik fyrir leikhús al veg frá grunni með einhvem góöan mér við hlið. Ég er þegar kominn meö fullt af hugmyndum þar að lútandi." -GKr Námsaðstoð LÍN skólaárið 1988-89 Skilyrði LÍN eru: Hlutverk Lánasjóðs íslenskra námsmanna er að veita íslenskum - Fyrirhugað nám verður að falla undir ákvæði laga og námsmönnum, sem fullnægja skilyrðum sjóðsins varðandi láns- reglugerðar um aðstoðarhæft nám. hæfni, fjárhagsaðstoð til framhaldsnáms. _ Fullnægja þarf kröfum LÍN um árangur og eðlilega framvindu í námi. - Viðmiðunartekjur mega ekki fara yfir ákveðin mörk. Aðstoðarhæft nám A. Hérlendis. 1. Nám í háskólum og sérskólum: Bændaskólinn á Hvanneyri (búvísindadeild) Fiskvinnsluskólinn (2. og 3. ár) Fósturskólinn Háskólinn á Akureyri Háskóli íslands Iðnskólar (framhaldsd.) íþróttakennaraskólinn Kennaraháskólinn Leiklistarskólinn Ljósmæðraskólinn Myndl.- og handíðaskólinn Nýi hjúkrunarskólinn Samvinnuskólinn (rekstrarfræðideild) Stýrimannaskólar Tónlistarskólar (7. stig og ofar) Tækniskólinn (nema undirbúningsdeild) Tölvuskóli Verslunarskólans Tannsmíðaskólinn Vélskólar 2. Annað sérnám ef umsækjandi hefur náð 20 ára aldri: Bændaskólar (búfræði) Fiskvinnsluskólinn (1. ár) Garðyrkjuskólinn Hótel- og veitingask. Iðnskólar (allt nema almennt nám og fornám) Kirkjubæjarskóli (fiskeldi) Lyfjatæknaskólinn Meistaraskóli iðnaðarins Sjúkraliðaskólinn Undirbúningsdeild Tækniskólans B. Erlendis. 1. Allt viðurkennt nám á háskólastigi (ekki er veitt lán til greiðslu skólagjalda í fyrrihlutanámi sem hægt er að stunda hérlendis). 2. Veigamikið sérnám eða starfsréttinda- nám sem ekki er hægt að stunda hér- lendis og tekur minnst 1 námsár. Tegund aðstoðar: Almennt námslán vegna - framfærslu á námstíma - bóka- og efniskaupa - skólagjalda Ferðastyrkur Lán vegna sérstaks.aukakostnaðar Umsókn Umsækjandi um námsaðstoð verður að fylla út sérstakt eyðublað sem fæst í afgreiðslu sjóðsins, sendiráðum íslands erlendis og flestum lánshæfum skólum hérlendis. Umsókn skal skila í síðasta lagi 2 mánuðum áður en nám hefst. Nýliðar Byrjandi í lánshæfu námi fær 1. hluta námsláns afgreiddan í lok fyrsta misseris ef hann fullnægir kröfum sjóðsins um námsárangur. Lánskjör Námslán eru til 40 ára, verðtryggð en vaxtalaus. Upphæð árlegrar end- urgreiðslu miðast við 3,75% af brúttótekjum ársins á undan. ( sumar (15. maí-31. ágúst) erskrifstofa LÍN að Lauga- vegi 77 í Reykjavík opin á þriðjudögum, miðvikudögum og fimmtudögum kl. 8.15-15. Símatími ráðgjafa er kl. 8.15-11.30 alla daga og viðtalstími þeirra er kl. 12-15 alla daga nema fimmtudaga. Skrifstofan er lokuð á tímb- ilinu 27. júní-13. júlí. Þroskaþjálfaskólinn Lánasjóður íslenskra námsmanna Laugavegi 77,101 Reykjavík. Sími 91-2 50 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.