Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Qupperneq 27
MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. 27 • Lilja María til hægri og Berglind Bjarnadóttir sem varð i þriðja sæti í kjörinu. DV-mynd Þórhallur Ásmundsson Iþróttir Lilja best á Króknum - vann gull og tvö brons í Seoul Þórhallur Asrruindsson, DV, Sauðárkróki; Lálja María Snorradóttir sund- kona var á ársþingi UMSS um fyrri helgi útnefnd íþróttamaður ársins. Liija hlaut flest atkvæði í kíörinu sem fram fór nýlega. í öðru sæti varð Eyjólfur Sverrisson og Berglind Bjarnadóttir í því þriðja. Öll eru þau úr Tindastóli. Það ætti öllum að vera ljóst sá frá- bæri árangur sem Lilja María náði á síðasta ári og kórónaði á heimsleik- um fatlaðra í Seoul þar sem hún hlaut ein gullverðlaun og tvenn bronsverðlaun. Eyjólfur Sverrisson var frábær í körfuknattleiknum og knattspymunni á síðasta ári og náði meðal annars sæti í U-21 landshðinu í knattspymunni. BergUnd Bjama- dóttir er geysilega mögnuð frjáls- íþróttakona og hefur þegar hreppt nokkra íslandsmeistaratitla, meðal annars í fjölþrautum bæði úti og inni. í Uórða sæti í kjörinu varð Ágúst Andrésson, spjótkastari úr Gretti, og í fimmta sæti Helgi Sigurðsson, stökkvari og spretthlaupari í Glóða- feyki, en þeir voru ásamt BergUndi valdir í unglingalandsUðið til keppni á meginlandinu á síðasta hausti. UEFA breytir leikstað VaUameínd knattspymusam- bands Evrópu (UEFA) ákvað á fundi sínum að leikstaðurinn í úrsUtaleik Evrópukeppni bikar- hafa skyldi breytt. Upphaflega átti leikurinn að fara fram í Lausanne í Sviss. Nefiidin komst hins vegar aö þeirri niðurstöðu að af öryggisá- stæðum yrði leikurinn í Bern. Leikvangurinn í Lausanne tekur 25 þúsund áhorfendur en Wank- dorfleikvangurinn í Bem tekur um 50 þúsund áhorfendur. Wankdorfieikvangurinn var byggður þegar heimsmeistara- keppnin var haldið í Sviss 1958. Þess má geta aö Ellert B. Schram, formaður KSÍ, er formaöur nefndar sem sér um vallarmál innan UEFA. -JKS Knattspyma: Mótí Eyjum um páskana Knattspymufélagið Týr í Vest- manneyjum mun um páskana standa fyrir Coca Cola mótinu í knattspyrnu. Ura er að ræða 3. flokk karla. Mótið var haldið í fyrsta skipti í fyrra og tókst það vel að ákveðið var að halda mót aftur í ár. Sex félög taka þátt í mótinu að þessu sinni. Þau era Týr og Þór frá Vestmannaeyjum, Stjaman, KR, FH og ÍR. Mótið byijar á skírdagskvöld kl. 20.00 með innanhússknatt- spymu. Hvert lið verður með 3 lið þ.e. a, b og c lið, þar sem a, b, og c liöin spila innbyrðis í tveim- ur riðlum. Veitt verða síðan verð- laun fyrir fyrsta og annað sætið í a, b og c liðum. Riölaskipting er eftirfarandi: A riðill: Týr, Stjarnan, ÍR. B rið- ili: Þór, FH og KR. Tvö efstu liðin leika síðan til úrslita. Á föstudaginn langa hefst úti- mótið og leika allir viö alla. Þrjú efstu liðin fá verðlaun. Sigurveg- ari í fyrra varð Fram. -JKS Knattspyma: Sfuttgart gegn Dresden Dregið hefur verið um hvaða lið mætast á Evrópumótunum í knattspyrnu. Á mótunum þrem- ur stefhir allt í hörkuleiki. í Evrópukeppni meistaraliða leika Steaua Búkarest og Galatas- ary og hins vegar Real Madrid og AC Milano. Leikirnir fara fram 5. og 19. apríl í Evrópukeppni bikarhafa leika Barcelona og CSKA Sofia og Mec- helen leikur gegn Sampdoria. í Evrópukeppni félagsliða (UEFA) dróst Stuttgart gegn Dynamo Dresden og Napoli gegn Bayem Múnchen. -JKS nii! ' Kirkjuhvoli-simi 20160 Frá fimmtudegi 16. mars til fimmtudágsins 23. mars Verðiir verslunin Pelsinn meö tilboð á eftirtöldum vörum, sem erfitt er að hafna: ■ ★ Pelsar ★ Hattar og húfur ★ Kvenkápur úr leðri í öllum stærðum ★ Kvenfatnaður úr leðri, kápur, buxur, pils, dragtir og kjólar ★ Minkapelsar og aðrir pelsar á sértilboði í litlum númerum ★ Angórapeysur ★ Ullardragtir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.