Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Síða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 20.03.1989, Síða 37
MÁNUDAGUR 20. MARS 1989. 37 dv Fréttir Unglingar sniffa kveikjaragas - kveikjaragasið selt í verslunum þrátt fyrir bann Seyöisfjörður: i Jóhann Jónsson, DV, Seyðisfirði: Enn er unnið við að hreinsa brunaskemmdir sem urðu á kirkjunni þegar eldur varð laus í henni 20. febrúar sl. Farið verö- ur í endurbyggingu og lagfæring- ar svo fljótt sem auöið er. 'Safoaðarstarf hefúr raskast verulega vegna brunans. Ferm- ingu, sem vera átti á skírdag, hefur verið frestað og veröur fermt í Egilsstaðakirkju á hvíta- sunnu. Að öðru leyti fer safnað- arstarf nú fram í skólanum. Sauðárkrókur: Bygging kaupleigu* íbúða eru í undirbúningi Þórhallur Ásrmmdssan, DV, Sauöárkr.: Á fundi bæjarráðs Sauðárkróks nýlega bar á góma mikla hús- næðiseklu í bænum. Var ölefhið fjöldi umsókna um tvær íbúðir í verkamannabústöðum sem aug- lýstar voru fyrir stuttu. Sam- þykkti ráðið að leitað yrði allra leiða til að hægt yrði að hefja nú þegar byggingu kaupleiguíbúða. Snorri Bjöm Sigurðsson bæjar- stjóri hafði í framhaldi af þessu samband við Katrínu Atladóttur hjá Húsnæðisstofnun ríkisins og sagðist hún ekkert sjá því til fyr- irstööu að frumhönnun á kaup- leiguíbúðunum færi þegar af stað. Sauðárkrókur fékk úthlutað lánsloforðum um 8 kaupleigu- íbúðir á siðasta sumri. Nokkur stæni fyrirtæki í bænum bund- ust samtökum, um byggingu kaupleiguíbúöanna og er mein- ingin að gengið verði formlega frá stofnun byggingarfélags. Reiknað er með að kaupleiguíbúðirnar verði byggðar viö efstu götuna í Túnahverfinu en ekki hefur enn verið byrjað á framkvæmdum við þá götu. Selfoss: Veitingastofa við brúar- sporðinn Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Veitingastofa var opnuð 3. mars við brúarsporöinn á Selfossi. Eig- endur era Stefán Einarsson mat- reiðslumaður og Ægir Magnús- son. Veitingastofan er í húsinu að Eyrarvegi l sem er 60 ára, vel byggt og tignarlegt hús og heitir Inghóll. Veitingastofan tekur 28 manns, dúkuð borð og viöarborö með rauöum renningi og grænum dúkum á borðum. AUt hlýlegt. Staöurinn býður upp á ódýra matarrétti og kafFi. Tvíréttaö með kaffinu, heit eplakaka og vöfilur með rjóma. Hægt að velja úr sex matarréttum og kostar maturinn frá 510 í 620 krónur. Staðurinn er í alfaraleið. í góðviöri veröa dúk- uð borð úti í hinum vel hirta garði með stórum trjám og minnir á Hressingarskáiann í Reykjavík í gamla daga. Lögreglan hefur gert upptæka um 200 kveikjaragasbrúsa. Brúsarnir voru til sölu í almennum verslunum og sölutumum þrátt fyrir að slíkt sé ólöglegt. Kveikjaragasbrúsa má ein- ungis selja á bensínstöðvum. Nokkuð hefur borið á því að unglingar hafi verið að sniffa gasið og hefur ein stúlka verið flutt á sjúkrahús vegna þessa. Gasið er stórhættulegt og get- rnr haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem þess neyta. Fyrir um tveimur árum var tals- vert magn af kveikjaragasi gert upp- tækt og reglugerð um sölu þess sett í framhaldi af því. Ljóst er að margir brjóta gegn reglugerðinni - bæði smásalar og heildsalar. Annar af stærstu innflytjendunum er I. Guö- mundsson hf. Þórólfur Ámason hjá I. Guðmundssyni var spurður hvort heildsalar vissu ekki um takmarkan- ir á sölu og dreifmgu kveikjaragass. „Við vissum það á sínum tíma. Við höfum frá því að þessi reglugerð var sett gert kaupmönnum grein fyrir því að þetta er vara sem er óleyfilegt að selja og á þar af leiðandi að af- greiða hana alveg sérstaklega. Það var mjög umtalað þegar hin rassían fór fram. Þetta er nauðsynjavara og við afgreiðum þetta ekki nema gera mönnum grein fyrir því að þetta sé vara sem ekki á að stilla upp í hill- ur. Eins á ekki að selja þetta nema til þeirra sem er treystandi fyrir því,“ sagði Þórólfur Amason hjá I. Guðmundssyni sem er umboðsaðili fyrir Ronson. - Nú segir í reglugerðinni að gasið megi einungis selja á bensínstöðvum. „Það er alveg rétt. Síðan uppþotið varð, fyrir tíma reglugerðarinnar, hefur salan minnkað mikið. Það má eflaust víða finna birgðir frá því að reglugerðin var sett. Hluti af þessu er því gamlar birgðir," sagði Þórólfur Ámason. -sme A tímamótum, eins og fenningar eru í lífi flestra unglinga, er rétt að huga að framtíðinni. Þekking er ein af undirstöðum framfara og lifsfyllingar. Hjá Eymundsson fœrðu fermingargjafir sem efla hug og hönd. Komið og skoðið úrval af fermingargjöfum í öllum deildum. Hjá Eymundsson hefur þú leitina — og lýkur henni með réttu fermingargjöfinni. (h> IKSwndssoíT” Austunstroeti og Eiðistorgi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.