Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990. 3 Fréttir Banaslys í umferðinm: Fleiri lát- ist nú en síðustu ár Þaö sem af er árinu hafa fimmtán látist í umferðarslysum hér á landi. Það er tveimur fleira en létust í um- ferðinni á fyrstu sex mánuðum síð- asta árs. Á fyrstu sex mánuðum ársins 1986 létust finimtán manns í umferðar- slysum. Á fyrri hluta árains 1987 lét- ust níu í umferðinni. 1988 létust einn- ig níu manns fyrstu sex mánuði þess árs. Þrjátíú manns létust í umferöar- slysum á síðasta ári. 1988 létust þrjá- tíu og þrír. 1987 létust tuttugu og sex og 1986 létust tuttugu og fimm í um- ferðarslysum. _sme Dauðaslys í umferðinni Fyrstu 6 mánudina Landsmót hestamanna: Vigdís með í hóp- reið á lokadegi Miklar líkur eru taldar á því að forseti íslands, Vigdís Finnbogadótt- ir, taki þátt í hátíðarathöfn á Lands- móti hestamanna sem fer fram á Vindheimamelum í Skagafirði fyrstu vikuna í júlí. Samkvæmt heimildum DV mun Vigdís ríða fremst í hópi 600 til 700 hestamanna sem taka þátt í mikilli hópreið inn á keppnissvæðið. Verður riðin um tveggja kílómetra vega- lengd að heiðursstúkunni og er gert ráð fyrir að þetta hefjist klukkan hálfellefu á sunnudagsmorguninn. Þetta er lokádagur landsmótsins sem hefst þriðjudaginn 3. júlí. Þegar kemur að stúkunni mun Vig- dís stíga af baki og verður henni fylgt til stúku. Verða þá ræðuhöld og flytja meðal annars Sigurður Guðmunds- son vígslubiskup, Steingrímur J. Sigfússon landbúnaðarráðherra og væntánlega Jónas Jónsson búnaðar- málastjóri ræður. Sömuleiðis flytur formaöur Landssambands hesta- manna, Kári Arnórsson, tölu. Aö þessari athöfn lokinni verður haldiö að trjálundi sem heitir Hóf- tunga og er ætlunin að forsetinn gróðursetji þar tré. í þessum sama trjálundi hafa unglingar frá Sauðár- króki þegar gróöursett um 3500 trjá- plöntur. -SMJ Þorna sérðu Magnús og Dóru á heimleið eftir SVi árs útivist. Þau létu drauminn rætast án þess að ganga á eigur sínar. Þau hjónin komu að landi 2. júní sl. og höfðu þá siglt u.þ.b. 40.000 sjómílur. Fyrir nokkrum árum ákváðu þau að selja íbúðina og láta drauminn rætast, - að sigla á skútu til framandi slóða, laus við áhyggjur hins venjubundna lífs. Dóra og Magnús hafa nú verið á ferðinni í 5Vi ár. Spánn, Kanaríeyjar, Grænhöfðaeyjar, Suður-Ameríka, Panamaskurðurinn, Kyrrahafseyjar, Ástralía, Indlandshaf, Súesskurður og Miðjarðarhaf eru nokkur þeirra svæða sem þau nutu í félagi við hafið og skútuna Dóru. Allan tímann var andvirði íbúðarinnar í vörslu Verð- bréfamarkaðar Fj árfestingarfélagsins. Vextir umfram verðbætur sem þar fengust nægðu þeim til framfærslu í þessari frábæru ferð. Eftir ógleymanlega hnattferð standa þau fjárhagslega í sömu sporum og áður, því að uppreiknaður höfuðstóll stendur óhaggaður. Þau gætu þess vegna keypt sömu íbúð aftur. Velkomin heim Dóra og Magnús, - og til hamingju! Q}> VERÐBREFAMARKAÐUR FJÁRFESTINGARFÉLAGSINS HF HAFNARSTRÆTI28566 • KRINGLUNNI 689700 • AKUREYRI11100

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.