Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 5
' LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990.
5
Eftirmál kosninganna:
Þrjár
kærur til
ráðuneyt-
isins
Þrjár kærur munu berast félags-
málaráöuneytinu vegna deilna sem
komu upp eftir kosningarnar. Kær-
urnar eru frá framsóknarmönnum í
Vestmannaeyjum og alþýöubanda-
lagsmönnum í Keflavík og á Skaga-
strönd.
Búið er að ógilda kosninguna í
Grímsneshreppi. Óákveðið er hve-
nær kosið verður þar á ný. Ákvörðun
um það verður væntanlega tekin í
næstu viku.
í Keflavík og Vestmannaeyjum var
tahð á ný. Niðurstöður kosninganna
breyttust ekki. Á Skagaströnd var
deilt um eitt utankjörstaðaratkvæði
sem var dæmt ógilt þar sem votta
vantaði.
Aðeins munaði einu atkvæði á öðr-
um manni Sjálfstæðisflokks og fyrsta
manni Alþýðubandalags. Alþýðu-
bandalagsmenn treystu á að vafaat-
kvæðið yrði dæmt til þeirra. Ef svo
hefði farið hefði þurft að varpa hlut-
kesti milli fulltrúa Sjálfstæðisflokks
og Alþýðubandalags.
-sme
Pað er ómetanlegt að komast í
gott sumarfrí en það er líka notalegt að
koma heim aftur - ef allt er í lagi. Áður
en við förum göngum við tryggilega írá
öllu. Við greiðum raímagnsreikninginn
svo að heimilistækin geti sinnt skyldum
sínum í fjarveru okkar og þjónað okkur
strax við heimkomuna.
Dreifikerfi Rafmagnsveitu Reykja-
víkur er eitthvert hið öruggasta í heimi.
Viðskiptavinirnir geta treyst á góða og
ódýra orku, ef þeir aðeins greiða fyrir
hana á eðlilegum tíma. Verði misbrestur
þar á bætast við dráttarvextir — og þá er
líka stutt í hvimleiða lokun.
Rafmagnsreikningar eru sendir út á
tveggja mánaða fresti. Gjalddagi þeirra er 5. dagur
næsta mánaðar eftir útgáfudag (15. dagur næsta
mánaðar hjá ellilífeyrisþegum). Ef reikningur hefur ekki
verið greiddur á gjalddaga reiknast á hann dagvextir.
Láttu rafmagnsreikninginn hafa
forgang!
RAFMAGNSVEITA
REYKiAVÍKUR
SUDURLANDSBRAUT 34 SÍMIÓ86222
Fréttir
Borgaðu rafmagnsreikninginn
áður en þú ferð í fríið!
Þáverður heimkoman ánægjulegri
Fundur hrossaræktamefndarinnar:
Samið um vopnahlé
fram yf ir landsmótið
„Við lögðum fram óskir um að það
yrði farið ofan í byggingadómana en
það varð að samkomuiagi að geyma
það til haustsins. Það þótti öllum
rétt að gefa starfsfrið fram yfir lands-
mót enda mikill ábyrgðarhluti að rífa
upp dóma nú rétt fyrir landsmót,"
sagði Einar Gíslason, ráðunautur og
hestamaður á Syðra-Skörðugili, en í
vikunni var haldinn langur og
strangur fundur í hrossaræktar-
nefnd búnaðarfélagsins.
Mikil óánægja hefur verið meðal
hestamanna vegna byggingadóma
frá ráðunautum Búnaðarfélagsins og
var boðað til fundarins vegna þess.
Höfðu heyrst raddir frá hestamönn-
um sem vildu segja sig úr lögum við
Búnaðarfélagið. Hafa þeir ásakað
ráðunautana fyrir misræmi í ein-
kunnagjöf og þá hafa menn miklar
áhyggjur af lækkandi meðaleinkunn
byggingadóma.
Að sögn Einars er langt í frá að það
sé gróið um heilt á milh hestamanna
og ráðunautanna. Á fundinum hefðu
komið fram tölulegar upplýsingar
sem sönnuðu að meðaleinkunn fyrir
byggingadóma hefði lækkað á síð-
ustu þrem árum. Einnig hefði ein-
kunnauppbyggingin ekki verið eins
og menn hefðu viljað. Hann tók þó
fram að fundarmenn hefðu verið
sammála um að á landsmótið kæmu
bestu hestarnir.
Samkvæmt heimildum DV var
nokkuð hart deilt á fundinum en
ráðunautarnir höfðu Halldór Árna-
son, tölfræðing Búnaðarfélagsins,
með sér til fulltingis. Hestamenn
kvörtuðu meðal annars yfir að
ákveðnir eiginleikar hefðu verið
dæmdir hart.
Að sögn Einars er gert ráð fyrir
áframhaldandi fundahöldum meðal
hestamanna og munu þeir ætla að
sameina óánægjuraddir sínar betur.
Það er hins vegar ljóst að þessi fund-
ur nefndarinnar setur málið í bið-
stöðu en um leið heyrast raddir um
að einstaka hestamenn ætli ekki að
mæta með hesta sína á landsmótið.
-SMJ
Frá fundi í hrossaræktarnefnd Búnaðarfélagsins sem haldinn var á Hótel
Sögu á miðvikudaginn. Frá vinstri má greina Víking Gunnarsson, Helga
Eggertsson, Guðmund Jónsson, Kristin Hugason, Þorkel Bjarnason, ráðu-
naut og formann nefndarinnar, Halldór Árnason, Skúla Kristjónsson, Hall-
dór Gunnarsson og Einar Gislason. DV-mynd GVA
ÞÚGETUR
TREYST NÝJU 400 ASA
GULLFILMUNNI
AUK/SlA k91-186