Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 30
42 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990. Mjaðmir, læri og brjóst fengu að fjúka á þriðja áratugnum. Konan skyldi vera mjög grönn og allt að því stráksleg. Þegar Twiggy varð fyrirmynd ann- arra stúlkna var það „slánaútlitið" sem réð rikjum. Madonna erfyrirmynd margra stúlkna í dag - stælt og nýtur sín þrátt fyrir að hún hafi ekki þetta dæmigerða fyrirsætuútlit. Fyrirmyndarútlit konunnar - fær tískan að ráða rass- Hvaöa kona kannast ekki við að vilja breyta útliti sínu á einhvern hátt - þótt ekki væri nema örlítið? Að brjóstin væru orðin pínulítið stærri eða talsvert minni, maginn ílatari, leggirnir lengri, rassinn sætari, nef og hár fallegra, hend- urnar fmlegri, kinnbeinin hærri og guð má vita hvað. Það fyrirfmnst vart sú kona sem er fullkomlega sátt við útlit sitt. Jafnvel ungar stúlkur, sem tekið hafa þátt í fegurðarsamkeppni og öðrum hafa þótt óaðfinnanlegar, eru að láta stækka á sér bijóstin eða laga nefiö. Það er ekki laust við að sumum áhorfendum bregði. Hversu langt er hægt að ganga í því að gera sig fallegan, án þess að það lýsingarorð sé skilgreint neitt nánar? Hversu langt er hægt að ganga i því að hugsa um útlitiö og reyna að líkjast stöðluðum fyrir- myndum sem mest, fyrirmyndum sem birtast á síðum tískublaðanna og bisnessmenn hafa búið til? Og fyrirmyndirnir eru ólíkar á mis- munandi tímum. En margir eru á því að konan sé aldrei ánægð með sjálfa sig sem manneskju nema hún sé ánægð með útlit sitt. í gegn- um útlitið öðlist hún sjálfstraust. Og ekki þarf aö fara mörgum orð- um um alla þá peninga og allan þann tíma sem fer í það hjá konum að halda sér fallegum, né tísku- og fegrunariðnaðinn sem er ekkert smádæmi. Það er aldagamalt fyrir- bæri að konan hafi áhyggjur af út- liti sínu og að kröfur séu gerðar umaðhúngeri það. Eins ogtálgaður tannstöngull eða... Kvennatímarit, sem gefið var út í Bandaríkjunum fyrir röskum hundrað árum, birti eitt sinn grein um þetta efni þar sem gengið var svo langt að segja að kona gæti ekki upplifað sig sem sanna konu nema hún hefði einhvern tíma fundið fyrir því að útlit hennar væriaðlaðandi. Og um öld síðar eru kvennatíma- rit enn og aftur að fjalla um þetta efni. Þótt í þeim blöðum birtist greinar, sem hvetja konur til að hafa ekki sífelldar áhyggjur af út- liti sínu og stöðluðu fyrirmynd- inni, þarf ekki annað en að fletta þessum sömu blöðum áfram til að sjá á næstu síðum myndir og viðtöl einmitt við þessar konur sem allir vilja og eru að reyna að líkjast. í gegnum tíðina hefur fyrirmynd- in að hinu fullkomna útliti kon- unnar verið æði breytileg, allt frá því að það þótti fallegast að konan væri sem feitust niður í það aö æskilegast þótti að líta út eins og tálgaður tannstöngull. Tískan varðandi útlit og lögun kvenlík- amans hefur breyst rétt eins og öll önnur tíska. Munurinn er samt sá að það er nokkuð auðveldara að skipta um gluggatjöld og sófa í stof- unni eða fá sér nýja dragt heldur en að breyta útliti sínu og líkama. Við fæðumst ólík í heiminn og er- um öll sérstök, hvort sem okkur líkar betureðaverr. En óhætt er að fullyrða að á síð- asta áratug hafi gætt nokkurra til- slakana í þessum efnum. Að minnsta kosti tilrauna til þess að slaka á. Reynt hefur verið að leggja áherslu á að sérkenni hvers og eins fái að njóta sín og að hinn full- komni líkami sé ekki til. Þetta hef- ur verið reynt með sæmilegum ár- angri en eins og áður segir þá eru fyrirmyndimar enn einhæfar í út- liti. Fyrirmyndin breytist ört brjóstastærð kvenna? A fyrri hluta 19. aldar átti konan að vera fíngerð, viðkvæm og undirgef- in og áttu þessir eiginleikar að endurspeglast i útliti hennar. Á fyrri hluta 19. aldar átti konan að vera fíngerð, viðkvæm og undir- gefln. Þessir þættir áttu að endur- speglast í útliti hennar. Hún átti að virðast nánast brothætt. Lítil, smábeinótt og bústin. Niöurlút með hangandi axlir, breáða handleggi, grannt mitti, breiðar mjaðmir, stór læri, litlar hendur og fætur, seið- andi varir. Breskar dans- og söngkonur á seinni hluta aldarinnar höfðu áhrif á að ímyndin um hiö fullkomna útlit fór að breytast. Konurnar urðu enn bústnari og þrýstinn vöxtur komst í tísku, sem og annað ögrandi útlit. Horaðar konur þóttu vitni óheilbrigði og voru lítt eftir- sóttar á meðan þéttari konur voru taldar vera í góðu jafnvægi og að öðru leyti vel á sig komnar. Þær konur, sem með engu móti tókst að bæta dálitlu á mjaðmir sínar, rass og handleggi, notuðust við alls kyns púöa og dúllur sem stungið var inn undir flíkurnar og gerðu viðkomandi þéttari. Um aldamótin breyttist tískan enn. Konumar áttu nú að grenna sig talsvert og hærri konur urðu vinsælli. En enn voru það mjaðma- og brjóstamiklar konur sem þóttu fegurstar. Það er svo á þriðja ára- tugnum, um það leyti sem kvik- myndaiðnaðurinn komst á skriö, sem algerra áherslubreytinga fór að gæta. Nú var þaö fínast að vera meö sem grennstar mjaðmir og allra minnst brjóst. Konur voru orðnar þvengmjóar og klipptu hár sitt beint og stutt og urðu karl- mannlegri í útliti. Allar fallegustu, feitu konurnar fóru í megrun og tóku til við líkamsæfmgar - tískan gjörbreyttist. Grannar konur verið í fyrirrúmi Konur voru farnar að láta til sín taka á fleiri sviðum en innan veggja heimilisins og tískan fylgdi þeim sviptingum. Nú mátti sjást í fót- leggi kvenna og pilsin snarstyttust. Síðan hefur konum þótt eftirsókn- arverðast að vera sem grennstar og lagt ýmislegt á sig til þess. Og granna konan hefur verið í fyrirr- úmi sem fyrirmynd annarra kvenna - með misjöfnum áherslum þó. Fönguleg brjóst, læri og mjaðmir urðu aftur í tísku í byijun sjötta áratugarins er Marilyn Monroe kom fram á sjónarsviðið. Og svo var það Twiggy um flmmtán árum síðar. Þá hurfu aftur brjóstin og mjaðmirnar og konan átti að líta úteinsog sláni. Það var ekki fyrr en í upphafi síðasta áratugar sem vöðvar fóru að þykja gjaldgengir á konum. Stæltir kroppar komust í tísku og heflsuræktarbylgja skall á. í kjöl- farið hefur hraustlegt útlit verið það æskilegasta og undir því yfirskini hafa margar konur nú frekar sætt sig við að vera ekki þvengmjóar heldur lagt áherslu á að líta frísklega út og ekki lagt líf sitt í rúst vegna fáeinna aukakílóa. En á þessum sama tíma eru fyrir- sætur tískuritanna þó enn þvengmjóar þótt sum heilsutíma- ritin hafi fengið til liðs við sig fyrir- sætur sem hafa „þokkalegustu" læri og rass en eru stæltar og hraustlegar - frískleikinn upp- málaður. Fegrunaraðgerðum ferfjölgandi Þrátt fyrir tilhneigingar til breyt- inga í þessa átt er ekki eins og „megrunarmanían" sé á undan- haldi. Jafnvel stæltar og grannar konur eru að berjast við þessi 2-3 kíló því innræting undanfarinna ára og áratuga um að eitthvert „aukaspik" eigi ekki að sjást hefur verið svo sterk og lifir góðu lífi í hugum þorra kvenna. Konum, sem hafa veikst og jafnvel dáiö úr megr- unarveiki, fer fjölgandi. Fegrunaraðgerðir hafa heldur aldrei verið eiris vinsælar. Ríka, fina fólkið í útlöndum, sem hafði ekkert annað við tímann og pen- ingana að gera, sótti í slíkar aðgerð- ir. En nú er það almenningur sem lætur bæta í rasskinnarnar á sér, soga óæskilega fitu burt, minnka og stækka á sér brjóstin, laga nefiö, lyfta augabrúm og svo mætti lengi telja. Jafnvel kornungt fólk bíður í lengri tíma eftir að komast í fegr- unaraðgerðir af þessu tagi. Enda eru fyrirmyndirnar flestar búnar að láta „flikka" aðeins upp á sig. Kvikmyndastjörnurnar yngj- ast með hverju árinu og ljósmynda- fyrirsæturnar eru skyndilega komnar með stærri brjóst. „Vertuþú sjálf' En erlendir sérfræðingar, sem taka að sér að skrifa um þessi mál, telja að fram undan sé tilslökun í þessum efnum. Tískuútlitið sé orð- ið mun frjálslegra en oft áður, rétt eins og varðandi aðra tísku. Það er jú staðreynd að við eigum bara einn líkama - þennan sem við fæð- umst í - og aðalatriðið sé að láta sér líða vel í honum, fara eins vel með hann og unnt er og leyfa hon- um aö njóta sín eins og hann er. Þessir sömu sérfræðingar álíta að öfgakenndar tilraunir kvenna til að breyta útliti sínu og reyna þann- ig að líkjast fyrirmyndunum sem mest séu á undanhaldi - þrátt fyrir að í dag bjóöi tæknin upp á mögu- leika til að gera ótrúlegustu hluti og margir muni eflaust áfram not- færa sér það. En framtíðina sjá þeir fyrir sér þannig: „Þú ert sér- stök-vertuþúsjálf.“ -RóG.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.