Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 9
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990. 9 BERGSVEINN 19 9 0 Kvikmyndastjarnan og kyntrölliö Richard Gere slær sannarlega í gegn um þessar mundir meö leik sínum í myndunum „Internal Affa- irs“ og „Pretty Woman“. Þetta átrúnaðargoð milljóna kvenna um heim allan birtist nú aftur á hvíta tjaldinu eftir nokkurt hlé. í þessum kvikmyndum sýnir hann á sér nýjar hliðar og þykir víst aldrei hafa verið betri. Einnig fylgir það sögunni að hann ku eld- ast mjög vel og gráu hárin falli víst vel að smekk fjölda kvenna. Richard Gere hefur svo sem ekki þurft að kvarta undan verkefna- skorti frá því hann kom fram á sjónarsviðið. En hann hefur jafnan verið í hlutverkum þar sem hann hefur meira þurft að sýna sjálfan sig en að fást við alvarlegan leik. Og það hefur svo sem nægt áhorf- endunum sem flykkst hafa á mynd- irnar hans til þess að berja goðið augum. í myndinni „Officer and a Gentle- man“ þótti hann sýna mjög góðan leik og þá var fyrst farið að tala um hann sem eitthvað annað og meira en bara kyntröll. Hann var orðinn leikari. Og nú með leik sín- um í myndinni „Pretty Woman" sýnir hann og sannar að hann er fyrsta flokks leikari og sumir telja hann jafnvel hafa nú komist í hóp bestu leikara hvíta tjaldsins. Og mikils er vænst af honum í framtíð- inni. „Fyrir um ári fór ég að velta því fyrir mér hvers vegna mér byðust bara ákveðin hlutverk. Hlutverk sem reyndu ekki mikiö á leikara- hæfileikana. Að vísu hef ég útlit sem eftirsótt er í ákveðin hlutverk. En ég var orðinn leiður á þannig innantómum hlutverkum. Ég var á tímabili alvarlega farinn að hugsa um að hætta í þessu starfi og taka mér eitthvaö allt annað fyrir hend- ur. En svo var löngunin svo sterk til að taka aö mér alvöruhlutverk Roseanne hyggst verða forseti að ég hætti við að hætta. Svo vildi þannig til að þessar tvær nýjustu myndir mínar voru annars eðjis en þær fyrri og allt gekk upp. Ég er mjög ánægður með útkomuna enda hafa viðtökurnar líka verið frábær- ar,“ segir Richard. -Kvikmyndaframleiðendur og aðrir í kvikmyndaiðnaðinum segja að fyrir mann með hans útlit sé erfitt aö vera tekinn alvarlega. „Hann virtist nú heldur ekkert hafa á móti því aö vera í hlutverki kyntrölls," segir einn samstarfs- maður hans. „Það bar ekki á öðru en hann nyti þess jafnvel og áhorf- endurnir þegar hann fækkaði föt- um fyrir framan myndavélarnar. Og sjálfur viöurkennir Richard aö hann hafi haft gaman af þvi á meðan á því stóð en svo hafi hann fengiö nóg. „Mér fannst það bara ævintýri aö sýna á mér kroppinn. Það hlýtur að kitla hvern karl- mann að fá borgaðar himinháar upphæöir fyrir að fara úr að ofan vegna þess að milljónir kvenna vilja sjá hann þannig. En nú hef ég ekki þörf fýrir þetta lengur og vil breyta til, “ segir Richard. Þeir sem þekkja Richard segja hann hafa allt aðra manneskju að geyma en gera megi sér í hugar- lund miðað við þá ímynd sem hann hefur út á við. Þessi „töffari“ sem birtist í kvikmyndunum; kaldur karl í krapinu, er annar í raun og veru. Einn náinn samstarfsmaður hans segist hafa orðið verulega hissa þegar hann hitti hann fyrst. „Ric- hard er mjög alvarlegur og tilfinn- ingaríkur maður - mjög vel lesinn og vel að sér í ýmsum málefnum. Hann hefur látið til sín taka og gert mjög góða hluti í baráttunni við eyðni. Richard er sannur lista- maður sem hefur þó þurft aö líða margt misgott í kvikmyndaheimin- um. Hann hefur náö frægð vegna útlitsins en þetta er harður heimur Roseanne Barr, sem leikur sjálfa sig í samnefndum sjónvarpsmynda- flokki, hefur nú lýst því yfir að hún hyggist verða fyrsti kvenforseti Bandaríkjanna. „Það er kominn tími til að við kon- umar tökum völdin í þessu þjóð- félagi,“ segir Roseanne, „og ég treysti engri betur en mér sjálfri. Svo held ég að þetta hljóti að vera skemmti- legt starf." Ekki hefur leikkonan tilkynnt fyrir hvorn ílokkinn hún muni bjóða sig fram en hún hefur ekki verið virk í stjórnmálastarfi hingað til. Hún hef- ur ekki heldur sagt hvort hún hyggst stefna að forsetaembættinu í næstu kosningum eða síðar. „Auðvitað hef ég fengið góða aug- lýsingu í gegnum sjónvarpsþættina og eignast fjölmarga aðdáendur sem myndu örugglega styðja mig,“ segir hún. Svo er bara að bíða og sjá hvað leik- konan gerir en óneitanlega mundi Roseanne hressa upp á hvaða kosn- ingabaráttu sem er. og menn þurfa að nota allt til að komast áfram. En nú fer hann von- andi að geta sannað sig sem alvöru- listamann.“ Og Richard hefur alltaf ætlað sér að ná langt og öðlast frægð. Kona, sem vann á veitingastað í Green- wich Village í New York, riíjar upp þegar Richard kom þangað inn fyr- ir tæpum tuttugu árum. Hann vann þá fyrir sér sem aðstoðarþjónn á veitingahúsi á milli þess sem hann tók að sér smá aukahlutverk í leik- húsunum. Þegar hann kemur inn á þennan veitingastað situr þar Robert DeNiro sem þá var að leika í kvikmyndinni Taxi Driver. Eng- inn þorði að yrða á leikarann fræga en Richard vindur sér strax að honum og segir: „Heyrðu væni, bíddu bara. Einn daginn verð ég orðinn jafnfrægur og þú.“ Richard Gere sem nú slær í gegn i myndunum „Internal Affairs" og - „Pretty Woman". í þessum myndum þykir hann sýna að hann er alvöru- leikari en ekki bara augnakonfekt. Sviðsljós Kyntröllið sýnir á sér aðrar hliðar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.