Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 10
10 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990. Hvemig væri aö vera allt í einu kominn með vængi og geta flogið um hvert þangað sem hugurinn stefndi? Fljúga um loftin blá, yfir ljöll og firn- indi eins og ekkert væri sjálfsagðara - og það með eigin vængjum. Oneit- anlega draumkennd tilhugsun. En hópur hressra stráka lætur þennan draum verða að veruleika hvenær sem viðrar til. Þeir fljúga um á svif- drekunum sínum; setja á sig vængi, æða upp á næsta fjallstind og fljúga af stað. Hljómar einfalt, en það er ekki laust við að skelfmgu setji að sumum við lýsinguna. Blaðamanni og ljósmyndara helgarblaösins lék forvitni á að vita hvernig þetta færi nú allt fram og í leiðinni að athuga hvort svifdrekaflugið heillaði kannski. Viö fengum til liðs viö okkur sér- stakan fylgdarmann og svifdreka- fiugmann til tíu ára, Jón Rósmann Mýrdal. Og upp í fjöllin var haldið. Þar biðu okkar nokkrir aörir vaskir svifdrekaflugmenn, tilbúnir að leiöa okkur í allan sannleik um þessa sér- stöku íþrótt. , .Líklega kemst maður ekki nær því að líkjast fugli en í svifdrekaflug- inu,“ segir Jón Rósmann, „þaö er alveg stórkostleg tilfinning að fljúga svo frjáls um loftin." Og víst er hann tekinn trúanlega. En nú átti að sýna okkur hvernig svifdrekaflugið færi fram. Byrjað var á toppi Úlfarsfells þar sem er einn af flugtaksstöðum félaga Svifdreka- félags Reykjavíkur. Flugmönnunum leist nú ekki nógu vel á veðrið þegar þangaö var komið. Vindáttin haföi breyst mjög skyndilega frá því haldið Óneitanlega giæsilegur í loftinu og landslagið spillir ekki fyrir. Það er fjórfaldur islandsmeistari, Árni Gunnarsson, sem hér svífur svo glæsilega. Hann setti reyndar nýtt íslandsmet fyrir skömmu er hann komst i fjögurra stunda flug sem náði allt frá Úlfarsfelli til Holtavörðuheiðar. var upp á fjallið. Reyndar voru á þessari stundu mjög óvenjulegar veðuraðstæður í Mosfellssveitinni. Hitalægð lá yfir sveitinni og engin ríkjandi átt. Þá var haldið á Helgafell. Gert klárt fyrir flugió Þegar þangað var komið reyndist komin ríkjandi norðaustanátt sem er ákjósanleg fyrir svifdrekaflugið. Og þá var ekkert annaö að gera en að taka drekana af bílunum og gera þá klára fyrir flugið. Löng og fagur- lituð seglin þöktu jörðina og hamast var við að setja drekana saman og koma þeim upp. Og þá var komið aö því. Með 20-30 kíló á bakinu skriðu þeir áfram, hver á fætur öðrum, og hentu sér fram af himinhárri fjalls- brúninni. Dálítið skrýtin tilfmning fór um blaðamann þegar sá fyrsti tók að svífa út í loftið. Skrýtna tilfmning- in breyttist fljótt í tilfinningu kallaða öfund: „Að hugsa sér að geta flogið svona!“ og aðdáunartónn hljómaði í röddinni. Enda virtust þeir svo ör- uggir með sig að ekki var hægt annað en að dást að. Nokkrar fallegar dýfur voru teknar fyrir ljósmyndavélina en annars flugu þeir um í rólegheitum og nutu sín í háloftunum. Eins og fagurlitað- ir, tignarlegir fuglar. Á meðan lágum viö ljósmyndari uppi á fjallinu, horfðum á, mynduðum og bitum gras. Það var gaman aö heyra þá tala saman um veðrið, vindáttir, lægðir, hitaský og fleira. Auðheyrt að þeir þurfa að velta þeim hlutum mikið fyrir sér. Mikilvægt að þekkja á veðrið „Þaö er mjög mikiivægt að þekkja á veðrið. Það kemur með reynslunni ,Já var komið að greinarhöfundi að prófa vélknúinn svifdreka. A meðan allt var gert tilbúið voru auðvitað aðstæður reyndar. Fylgdarmaðurinn, Jón Rósmann, greinarhöfundur, Sveinn Ásgeirsson og flugmaðurinn snjalli, Magnús Sigurðsson, undirbúa flugið. en maöur verður aö lesa og læra mann. „Þegar við fljúgum er sífellt ýmislegt um veörið til að geta náð verið að vinna með veðrinu. Við fór- almennilegum tökum á þessu og vita um upp í „vindhanginu", sem er þeg- hvaö er að gerast," segir Jón Rós- ar vindurinn blæs á fjallshlíð og fer Litríkur og tignarlegur; eins og fuglinn fljúgandi. Fylgdarmaðurinn okkar, Jón Rósmann Mýrdal, er hér kominn i fuglsgervið. svo var Dara ao sKena ser i gallann, setja upp hjálminn og bregða sér aftur fyrir Magnús. Og þá varð ekki aftur snúið; af stað var farið í loftið. upp. Þegar við erum komnir upp þá bíðum við eftir hitauppstreyminu og getum hringað okkur upp með því eins og fuglarnir. Svo þegar við kom- umst upp undir skýjabotna þá getum við flakkað um. Flogið á milli skýja- bólstra og komist þannig í yfirlands- flug.“ Svifið um loftin blá - helgarblaðið bregður sér í svifdrekaflug

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.