Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 14
14
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÖNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK.SlMI (91 >27022 - FAX: (91)27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Tvíhliða viðræður beztar
Alvaran er byijuð í viðræðum um tengsli íslands og
annarra ríkja Fríverzlunarsamtakanna við Evrópu-
bandalagið. Samningamenn Evrópubandalagsins eru
búnir að fá samningaumboð, sem fengið hefur misjafnar
undirtektir í löndum Fríverzlunarsamtakanna.
Brezka tímaritið Economist, sem mest íjölmiðla hefur
skrifað um Evrópubandalagið, telur, að viðræður um
sameiginlegt efnahagssvæði í Evrópu muni ekki leiða
til árangurs. Miklu vænlegra sé að stefna að tvíhliða
viðræðum Evrópubandalagsins við einstök lönd.
Tvíhliða viðræður njóta vaxandi fylgis þessa dagana.
Talað er um, að sérþarfir einstakra ríkja séu yfirleitt
afmarkaðar og því umsemjanlegar. ísland er tekið sem
gott dæmi um slíkt. íslendingar vilji bara tala um fisk
og því megi tala afmarkað um fisk við íslendinga.
Þegar hins vegar búið sé að raða mörgum og mismun-
andi sérþörfum nokkurra ósamstæðra ríkja saman í
einn stóran og flókinn pakka, sem kallaður sé „sameig-
inlegt efnahagssvæði“, sé máhð orðið miklu erfiðara
viðfangs fyrir umboðsmenn Evrópubandalagsins.
Economist heldur fram, að Evrópubandalagið meini
lítið með sameiginlegu viðræðunum, sem nú eru að
hefjast. Bandalagið sé að nota viðræðurnar til að tefja
fyrir aðild ríkja á borð við Austurríki, sem vilja komast
inn, en bandalagið hefur ekki tíma til að taka við.
Economist vill í staðinn fara tvær leiðir. Annars veg-
ar verði samið um skilyrðislausa og skjóta aðild ríkja
eins og Austurríkis. Hins vegar verði gerðir tvíhliða
viðskiptasamningar við ríki á borð við Sviss. Tímanum
sé ekki eytt of mikið í evrópskt viðskiptasvæði.
Hér á landi hefur nokkrum sinnum, meðal annars í
leiðurum DV, verið bent á að gott sé að leggja aukna
áherzlu á að þreifa á nýjum viðskiptasamningi við
bandalagið, þar sem ekki séu líkur á árangri í okkar
hagsmunum undir regnhlíf Fríverzlunarsamtakanna.
Líkur eru að aukast á, að þokukenndir heildarsamn-
ingar náist ekki, heldur eigi ríki Fríverzlunarsamtak-
anna hvert fyrir sig kost á skilyrðislausri uppgjöf og
inngöngu í Evrópubandalagið eða á tiltölulega einföld-
um, tvíhliða viðskiptasamningi við bandalagið.
Þetta hefur farið fyrir brjóstið á utanríkisráðherra
íslands, sem finnst í þessu felast vantraust á starfi hans
í fyrra sem formanns samninganefndar Fríverzlunar-
samtakanna. Svo er alls ekki. Það er bara söguleg tilvilj-
un, að beinar, tvíhliða viðræður koma að meira gagni.
Til þess að þrýsta á tvíhliða viðræður þurfum við að
óska formlega eftir tvíhliða viðræðum við Evrópubanda-
lagið um takmarkaða útvíkkun á viðskiptasamningi,
sem þegar er í gildi. Bandalagið getur ekki neitað svo
einfóldum viðræðum, ef formleg ósk er komin fram.
Flest bendir til, að við getum ekki lengi lagt mikið
traust á ósamstæð Fríverzlunarsamtök, sem smám sam-
an eru að gufa upp. Við verðum annaðhvort að ná við-
skiptasamningi við Evrópubandalagið eða hreinlega
gefast upp og ganga í bandalagið á eftir Norðmönnum.
Síðari kosturinn er ekki girnilegur. Okkur mun vegna
efnahagslega betur sem tiltölulega sjálfstæðri þjóð með
vondum ríkisstjórnum innlendum, heldur en sem einum
af landbúnaðarútkjálkum Evrópubandalagsins, jafnvel
þótt við verðum áfram að sæta saltfisktollum.
Nýjasta umræðan í íjölmiðlum Evrópu bendir til, að
tillögur um tvíhliða viðræður íslands við Evrópubanda-
lagið séu þær, sem líklegastar eru til að ná árangri.
Jónas Kristjánsson
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990.
Skærur háðar
í Kreml fyrir
höfuðorrustu
Fargi alræöis eins forréttinda-
flokks undir óheftu miöstjórnar-
valdi er smátt og smátt að létta af
sovésku þjóðfélagi. Á stofnfundi
fyrstu víötæku, frjálsu verkalýðs-
samtakanna í Sovétríkjunum í tvo
þriðju aldar ákváðu fulltrúar millj-
óna námumanna, saman komnir í
Donets í fyrri viku, að þeir vildu
ekkert með Kommúnistaflokk Sov-
étríkjanna né afskipti hans hafa.
„Sá flokkur er ekki okkar flokk-
ur,“ segir í ályktuninni. „Við hvetj-
um til fjöldaúrsagna úr flokknum.“
Stjómarskrárákvæðið um for-
ustuhlutverk kommúnistaflokksins
á öllum sviðum þjóðlífsins var af-
numið á síðasta ári. Alríkisþing og
lýðveldaþing, sem síðcm voru kosin,
að jafnaði í keppni milli mismun-
andi frambjóðenda, starfa sjálfstætt
eftir umboðinu frá kjósendum en
lúta ekki lengur í bhndni ákvörðun-
um alráðrar flokksforustu.
Nýverið hafa Míkhaíl Gorbatsjov
Sovétforseti, frumkvöðull breyt-
ihganna, og samstarfs-keppinautur
hans, Borís Jeltsín Rússlandsfor-
seti, báðir gefið í skyn að þeir kunni
að láta af flokksembættum í því
skyni að snúa sér eingöngu að því
að gegna forustustörfum í nýja
valdakerfinu sem byggt er á al-
mennum kosningarrétti þar sem
mismunandi skoðanir og stjórn-
málaöfl takast á um fylgið.
Forsetarnir viöhöfðu þessi um-
mæli á fundi á þriðja þúsund full-
trúa félaga í kommúnistaflokknum
í Rússneska sambandslýðveldinu
sem gerður hefur verið að stofn-
þingi sérstaks lýðveldisflokks þar
sem enginn var fyrir. Eins og við
var að búist hafa íhaldsmenn í
flokknum gert þessa samkomu að
atlögu gegn breytingum síöustu
ára, út á við f samskiptum við
umheiminn og inn á við í stjórn-
kerfi Sovétríkjanna, og frumkvöðl-
um þeirra.
Þetta er svo aðdragandi að meiri
háttar uppgjöri á þingi Kommún-
istaflokks Sovétríkjanna sem hefst
annan mánudag. Þar ætla íhalds-
menn undir forustu Egors Lígatsj-
ovs stjórnmálanefndarmanns að
gera hríð að Gorbatsjov og sam-
herjum hans. Verður þeim kennt
um bágborið ástand efnahagsmála
og átakanlegan vöruskort í
landinu, þjóðerniserjur og upp-
lausnartilhneigingar í sambandi
Sovétlýðveldanna og ekki síst að
hafa grafið undan flokknum og
veldi hans yfir þjóðlífmu.
Andsósíahsk öfl eru aö eyðileggja
flokkinn innan frá, sagði Lígatsjov
í aðalræðu sinni. Hann átaldi að
úrslitaákvarðanir í þjóðmálum
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
skyldu ekki lengur bomar undir
miðstjórn flokksins og stjórnmála-
nefnd heldur ráðið til lykta í stofn-
unum sem bera ábyrgð fyrir þjóð-
kjörnum fulltrúum. Núverandi for-
usta rekur hreinræktaða endur-
skoðunarstefnu, sagði Lígatsjov og
vitnaði þar sérstaklega til upptöku
markaðskerfis í rekstri og vísi að
fjölflokkakerfi í stjómmálum.
Erlendir fréttamenn í Moskvu
taka til þess hve Gorbatsjov sitji
sallarólegur undir öllum þeim
reiðilestrum sem á honum hafa
dunið á fundi rússnesku flokks-
fulltrúanna. Engu sé líkara en
hann sé aö fylgjast með fram-
kvæmd sem gangi nákvæmlega
eins og hann hefði helst kosið. Þetta
gæti farið nærri lagi. Ekki er lang-
sótt að ætla að Gorbatsjov telji það
styrkja stöðu sína að við blasi á
opinberum vettvangi, rétt fyrir
flokksþingið, við hverja hann hefur
að kljást og hvað þeir vilja í raun
og veru, hverfa aftur til fyrri tíma.
Fréttamenn í Moskvu hafa líka
orð á hve snöggur Gorbatsjov var
aö fóta sig á hálum heimavelli eftir
að hann kom úr heimsókninni til
Bush Bandaríkjaforseta snemma í
mánuðinum. í fjarveru hans hafði
þaö meðal annars gerst að Borís
Jeltsín náði kjöri í forsetaembætti
RúsSneska sambandslýðveldisins.
Ljóst var að Sovétforsetinn hafði
haft ýmis útispjót til að reyna að
afstýra þeirri niðurstöðu.
Jeltsín lét veröa eitt sitt fyrsta
verk að taka upp beint samband
við stjórnir Eystrasaltsríkjanna en
þar þjakar Litháen sovéskt viö-
skiptabann í þýðingarmiklum
greinum vegna einhliða sjálfstæð-
isyfirlýsingar þings og stjórnar í
Vilníus. Jafnframt yfirlýsingu um
fullveldi Rússneska sambandslýð-
veldisins hét Jeltsín að leita leiöa
til beinna viðskipta við Litháa.
Gorbatsjov tók á þessum málum
í tveim áíongum. Fyrst kallaði
hann saman Bandalagsráðið, for-
seta allra 15 Sovétlýðveldanna, og
kynnti því áætlun um að endur-
skoða frá rótum bandalagssáttmál-
ann frá 1922 í því skyni að auka
stórlega vald einstakra lýðvelda og
setja valdi alríkisstjómarinnar
skýr mörk.
Eftir þennan fund var andrúms-
loftið gerbreytt. Jeltsín sagði aö
Gorbatsjov hefði mætt sér á miðri
leið og þeir stæðu nú saman um
allt sem mestu skipti. Forsetar
Eystrasaltsríkjanna voru ekki síð-
ur fegnir. Vytautas Landsbergis,
forseti Litháens, kvaðst sjá í hug-
myndum Gorbatsjovs „þætti ríkja-
sambands, þætti bandalags milli
ríkja". Litháen kynni að geta tekið
þátt í „frá hhð, ef svo má segja,“
að leggja drög að slíkum sambúðar-
háttum.
Síðan hefur Gorbatsjov rætt sér-
staklega við forseta Eystrasalts-
ríkjanna. Upp af þeim viðræður
hafa sprottið drög að málamiðlun
milli Sovétstjómarinnar og stjórn-
ar Litháens sem gera ráð fyrir að
framkvæmd sjálfstæðisyfirlýsing-
arinnar verði frestað meðan samn-
ingaumleitanir standa milli stjórn-
anna og viðskiptahömlur falh nið-
ur jafnskjótt og sest er á rökstóla.
Þessi samkomulagsdrög eru nú th
meðferðar í nefndum þingsins í
Vilníus.
í Moskvu þykir mestum tíðindum
sæta að ekki verður betur séð en
Gorbatsjov og Jeltsín hafi náð sam-
an. David Remnick, fréttamaður
Washington Post í Moskvu, hefur
þetta eftir Vjatséslav Shostokovskí,
rektor Æðri flokksskólans og öðrum
tveggja formanna Lýðræðisgrund-
vahar, samtaka róttækra endurbóta-
sinna í kommúnistaflokknum: „Eitt
það besta sem nú gæti gerst í sovésk-
um stjómmálum væri að á eitt legð-
ust hæfileikar Gorbatsjovs tíl aö
veita umbótum forustu og fjöldafylg-
ið sem Jeltsín nýtur."
Vísast em það samantekin ráð
þeirra félaga að láta í það skína á
rússnesku flokksráðstefnunni að
flokksþingið, sem hefst 2. júh, geti
hæglega staðið frammi fyrir því að
hvorki snjahasti né vinsælasti
stjómmálamaður Sovétríkjanna
verði lengur innanborðs ef fuhtrúar
þar kjósa að fylgja kahi íhaldshóps-
ins um afturhvarf til fortíðar.
Eftir málflutning Lígatsjovs á
sömu samkomu er vandséð hvernig
farið getur hjá klofningi í kjölfar
flokksþingsins.
Magnús Torfi Ólafsson
Boris Jeltsín, forseti Rússneska sambandsiýðveldisins, (t.v.) og Nikolaí Ryzhkov, forsætisráðherra Sovétstjórn-
arinnar, ræðast við á fundi rússneskra kommúnista i Kreml á miðvikudag. Flogið hefur fyrir að Ryzhkov
geti orðið fyrir valinu til að veita forustu nýstofnuðum kommúnistaflokki sambandslýðveldisins.