Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 33
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990.
45
Knattspyma unglinga
Keppni um sæti í Reykjavíkurmóti
6. flokks fór fram á Valbjamarvelli
sl. laugardag. Fylkir sigraði Fram í
úrslitaleik A-liða, 4-1, en í úrslitaleik
B-liða vann Fram aftur á móti Fylki,
4-2. Verðlaunapeningar voru fyrir
tvö efstu sætin.
Veður var ekki upp á það besta því
það gekk á með suðaustan roki.
Krakkarnir létu það engu spilla og
var hreint út sagt stórkostlegt að sjá
hvað þessum htlu hnokkum tókst vel
til. Tæknilega séð er þetta með því
besta sem gerist og leikskipulag tókst
einnig með miklum ágætum. Þessi
góðu tilþrif krakkanna þarf að reyna
að varðveita sem best. En hvernig
er það best gert? Það er atriði sem
við verðum að reyna að hugsa i botn.
Ljóst er að þjáífarar mega á engan
hátt spilla þessum góðu kostum, sem
5. og 6. flokks leikmenn eru gæddir,
með innígripum sem spiha bara fyr-
ir. Sem betur fer eru margir góðir
unglingaþjálfarar starfandi í dag, svo
við ættum af þeim sökum að geta lit-
ið björtum augum til framtíðar.
Fylkir vann í A-liði
Úrshtaleikurinn var milli Fylkis
og Fram og sigruðu Fylkisstrákarnir
4-1, eftir þrælskemmtilegan leik.
Framarar leiddu í hálfleik, 1-0, með
góöu marki Bjarna Þórs Pétursson-
ar. Arnar Úlfarsson jafnaöi fyrir
Fylki snemma í síðari hálfleik og
urðu mörkin ekki fleiri á venjulegum
leiktíma.
í framlengingunni, 2x5 mínútur,
voru Fylkisstrákarnir mjög einbeitt-
ir og bætti Jón Hermannsson við 2
Framarar urðu Reykjavikurmeistarar í B-liði 6. flokks. Liðið er þannig skipað: Stefán Stefánsson, Örn Ingólfsson, Kristmundur Sverrisson, Gunnar Sig-
urðsson, Hafþór Theódórsson, Eyþór Theódórsson, Trausti Jósteinsson, Ásgrímur Albertsson, Kristinn Jóhannsson, Arnór Blomsterberg og Brynjar
Halldórsson. Þjálfari þeirra er Magnús Einarsson. DV-mynd Hson
Reykjavíkurmót 6. flokks:
Fram og Fylkir
með bestu liðin
næstu mörkum með stuttu milhbhi.
Það var síðan Amar Úlfarsson sem
innsiglaði stóran sigur Árbæjarhðs-
ins með 4. markinu undir lokin með
fóstu skoti. Leikurinn var stór-
skemmtilegur á að horfa og virtist
htlu skipta hvort strákarnir léku
gegn sterkum vindinum. Hér áttust
við tvö góð liö sem reyndu ávallt að
spila, sem er náttúrlega stærsta mál-
iö, og tókst báðum vel. Meira af svo
góðu.
B-lið Fram sigraöi
Fram og Fylkir léku til úrshta í
B-hði og var sá leikur engu síðri hin-
um leiknum að gæöum hvað varðar
tæknilegu hliðina og spihð frábært.
Fylkisstrákarnir náðu forystu með
marki Bjöms Viðars Ásbjörnssonar.
Hafþór Theódórsson jafnaði fyrir
Fram eftir skemmtilegt gegnumbrot.
Það var síðan Trausti Jósteinsson
sem kom Frömurum yfir, 2-1, undir
lokin. í síðari hálfleik var hart barist
og mikið sótt á báða bóga en aðeins
1 mark skorað, þegar Björn Viðar
jafnaði fyrir Fylki, 2-2, undir lok
leiksins.
v
Það þurfti því að framlengingu og
bættu Framarar við 2 mörkum tví-
burabræðranna Eyþórs og Hafþórs
Theódórssona og 4-2 sigur í höfn. Það
var hrein unun að horfa á spil
hnokkanna og greinhegt að framtíð-
in er björt hjá þessum félögum, ef fer
sem horfir.
Óhætt er reyndar að fullyrða aö í
þessum aldursflokki stöndum viö
jafnfætis bestu knattspyrnuþjóðum.
Við höfum því góð sph á hendinni,
en það er hreint ekki sama hvernig
sphað er úr þeim.
Leikir um sæti
A-lið:
1.-2. sæti:...Fylkir-Fram.....4-1
3.-4. sæti: KR-ÍR.............0-0
5.-6. sæti: Valur-Þróttur.....4-1
7.-8. sæti: Víkingur-Leiknir..4-2
B-lið:
1.-2. sæti: Fram-Fylkir.......4-2
3.-4. sæti: Valur-ÍR..........3-1
5.-6. sæti: KR-Leiknir........4-0
7.-8. sæti: Pjölnir-Þróttur...2-1
Riólakeppnin
Lokastaðan varð eftirfarandi í
riölakeppni Reykjavíkurmóts 6.
flokks sem fór fram helgin áður.
A-lið - riðill 1:
Fylkir....................4 4 0 0 17-0 8
KR.....................4 2 11 6-4 5
Valur.....................4 2 0 2 11-5 4
Víkingur..................4 1 0 3 7-12 2
Fjölnir...................4 0 1 3 2-21 1
Riðill 2:
Fram......................3 3 0 0 23-1 6
ÍR........................3 2 0 1 5-8 4
Þróttur.......:........3 0 1 2 4-13 1
Leiknir................3 0 1 2 6-16 1
Reykjavikurmeistarar Fylkis í A-liði 6. flokks: Róbert Gunnarsson, Arnar
Þór Úlfarsson, Magnús Jónsson, Jón B. Hermannsson, Theódór Óskars-
son, Guðmundur Kristjánsson, Markús Árnason, Sveinn P. Svanþórsson,
Hlynur Hauksson og Páll Arnar Þorsteinsson. Þjálfari strákanna er Gunnar
Baldursson. DV-mynd Hson
B-lið - riðill 1:
Fram.....................3 3 0 0 31-0 6
ÍR.......................3 2 0 1 14-6 4
Leiknir..................3 1 0 2 2-17 2
Þróttur..................3 0 0 3 1-25 0
Riðill 2:
Fylkir..................4 4 0 0 13—2 8
Valur..............;....4 3 0 1 18-6 6
KR......................4 2 0 2 11-6 4
Fjölnir.................4 1 0 3 5-16 2
Víkingur............:...4 0 0 4 2-19 0
TVær þrennur
á Skaganum
Sigurgeir Sveinssan, DV, Akranesi:
4. flokkur KR-inga gerði góða ferð
upp á Akranes þann 15. júní og vann
stórsigur á heimamönnum. KR-
strákamir spiluðu mjög vel í þessum
leik þrátt fyrir strekkingsvind sem
stóð á annað markið og skoruðu 5
mörk í fyrri hálfleik, undan vindi.
Strax í upphafl síðari hálfleiks gerðu
Skagamenn sitt eina mark, beint úr
aukaspyrnu af um 30 metra færi og
var þar aö verki Jóhannes Harðar-
son. KR-ingar voru ekki af baki
dottnir og bættu við 2 mörkum fyrir
leikslok og unnu sanngjarnt, 1-7.
Mörk KR gerðu þeir Bjarni Jónsson
3, Andri Sigþórsson 3 og Óli B. Jóns-
son 1 mark.
Tommamótió í Vestmannaeyjum:
Mótið hefst á miðvikudaginn
Hið vinsæla Tommamót Týs í
knattspymu 6. flokks hefst í Vest-
mannaeyjum nk. miðvikudag, 27.
júní, kl. 20.30 með meiriháttar setn-
ingarathöfn. Þátttaka er mjög góö
aö vanda og áætlaö aö keppendur
auk fararsfjóra verði samtals um
1100 hundruð aö þessu sinni. Raðað
hefur veriö í riðlana og eru þeir'
þannig skipaðir. Keppt er í A- og
B-liðum.
A-riðill:
Valur, Týr V., Reynir S., ÍR, Stjarn-
an og Grindavík.
B-riðiIl:
Akranes, Selfoss, Haukar, Þór A.,
KR og Keflavik.
C-riðilI:
Fram, FH, Afturelding, Þór V.,
Breiðablik og Þróttur R.
D-riðiIl:
KA, Víkingur R., Grótta, ÍK, Fylkir
og Völsungur.
Það er ekki að efa að krakkarnir,
og reyndar fuhorðnir Uka, bíða
spenntir eftir að komast á þessa
miklu knattspymuhátíð Eyja-
manna. DV mun fylgjast með og
birtist umfjöllun um mótið strax
að því loknu.