Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 46
58 LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990. Afmæli Bjamheiður Brynjólfsdóttir Bj amheiöur Brynj ólfsdóttir veit- ingakona, Stangarholti 34, Reykja- vík, er níræöídag. Bjarnheiöur fæddist aö Flauta- gerði í Stöövarfirði og flutti til Seyö- isfjaröar um tíma en lengst af bjó fjölskylda hennar á Norðfirði. Bjamheiöur fór ung suður til Reykjavíkur og lærði matreiðslu hjá frú Ástu Hallgrímsson í Templara- sundi 3. Allt frá árinu 1924 haföi Bjamheiður kostgangara og rak matsölu fyrst á Skólavörðu 3, síðar í Hafnarstræti 18 og frá 1953 í Stang- arholti 34. Bjarnheiður giftist 1.12.1940 MagnúsiGuðmundssyni,f.21.1. . 1894, d. 31.1.1951, en hann fórst í flugslysi meö Glitfaxa. Magnús starfaði við síldarmat og útgerð, sonur Guðmundar Jónssonar, bónda í Hörgsholti í Hrunamanna- hreppi og Katrínar Bjarnadóttur. Dóttir Bjarnheiðar og Magnúsar er Edda Magnúsdóttir, f. 30.4.1941, starfsmannastjóri HÍ, búsett í Kópa- vogi, gift Rögnvaldi Jónssyni, um- dæmisverkfræðingi hjá Vegagerð ríkisins, og eiga þau þrjú börn. Stjúpsynir Bjarnheiðar, synir Magnúsar og Jakobinu Einarsdótt- ur sem lést frá þeim ungum: Haukur Magnússon, f. 25.1.1925, d. 1957, tæknifræðingur, ókvæntur, og Magnús Magnússon, f. 26.11.1923, d. 1989, blikksmíðameistari í Kópa- vogi, kvæntur Margréti Karlsdóttur og eignuðust þau átta börn. Bjarnheiður átti fjögur systkini og eru tvö þeirra á lífi. Systkini Bjarn- heiðar: Kristín Brynjólfsdóttir, f. 31.12.1894, d. 1957, húsmóðir á Stöðvarfirði, var gift Helga Erlends- syni, sem er látinn fyrir nokkrum árum, og eignuðust þau tvö börn; Þórdís Brynjólfsdóttir, f. 18.10.1902, búsett í Reykjavík, ógift; Snorri Brynjólfsson, f. 1.12.1909, sjómaður, nú búsettur í Reykjavík en bjó lengst af í Neskaupstað, var kvænt- ur Lilju Berendsdóttur, sem er látin fyrir nokkrum áram, og eignuðust þau þrjú börn, og Garðar Brynjólfs- son, f. 23.10.1914, d. 1942, ókvæntur. Foreldrar Bjamheiðar voru Brynjólfur Björnsson, sjómaður í Neskaupstað, og Kristín Ásgríms- dóttir húsmóðir. Brynjólfur var Austfirðingur en Kristín var úr Vestur-Skaftafellssýslu. Bjarnheiður Brynjóifsdóttir. Bjarnheiður dvelur á sjúkrahúsi um þessar mundir. Ólafur Guðmundsson Ólafur Guðmundsson, deildar- fulltrúi hjá Rafmagnsveitu Reykja- víkur, Réttarholtsvegi 31, Reykja- vík, er sjötugur í dag. Ólafur fæddist í Grindavík og ólst þarupp. Kona Ólafs var Elín Elíasdóttir, f. 12.11.1913, d. 13.3,1971. Sambýliskona Ólafs er Guðrún Ólafsdóttir. Böm Ólafs og Elínar eru Hjördís Þorsteinsdóttir, f. 14.12.1945, gift Sigfúsi Thorarensen; Sigríður Ól- afsdóttir, f. 9.10.1949, í sambúð með Guðmundi Guðmundssyni; Elías Ólafsson, f. 16.4.1951, kvæntur Halldísi Ármannsdóttur, og Benóný Ólafsson, f. 25.4.1955, kvæntur Jen- ettu Bárðardóttur. Systkini Ólafs: Benóný, f. 1915, d. 1924; Kristín, f. 1924; Hulda, f. 1928, og Ólafur Benóný, f. 1932, d. 1948. Foreldrar Ólafs: Guömundur Ben- ónýsson, f. 1892, d. 1975, útvegsbóndi á Þórkötlustöðum í Grindavík, og kona hans, Sigríöur Ólafsdóttir, f. 1899, d. 1981, húsfreyja. Ólafur og Guðrún taka á móti gest- um í Félagsheimili Rafmagnsveitu Reykjavíkur við Elliðaár 23.6. klukkan 17-19. Ólafur Guðmundsson. Sviðsljós Renee Simonsen fyrirsæta: Nýir lifnað- arhættir Aðdáendum Renee til huggunar birtist hér mynd af henni en hún á ekki eftir að sjást mikið á síðum tískublaðanna á næstunni. Renee Simonsen, sem þekkt er sem fyrirsæta, er hætt þeim störf- um og hefur flutt aftur heim til Árósa í Danmörku. Fyrir ári keypti hún þar hús nálægt fjölskyldu sinni og er byrjuð í menntaskóla aftur. Renee er nú 25 ára gömul og var búin að fá nóg af glanslífi stórborg- anna. Fyrir um einu og hálfu ári ákvað hún að fara til ísraels á sam- yrkjubú. Þar var hún í fjóra mán- uði og hugsaði ráö sitt. Að lokum komst hún að þeirri niðurstööu að hana langaði ekki að lifa í plastver- öld lengur. Upp úr sambandi Renee og Johns Taylor, liðsmanns Duran Duran, slitnaði eftir þetta. Hún ákvað að breyta lifnaðarháttum sínum og flytja til heimahaganna. „Þegar farið er að borga manni 10.000 dollara (um 600.000 ísl. kr.) á dag eru aðrir farnir að eiga mann. Ég ákvað að hætta þegar ég sá að persónuleiki minn fékk ekkert að njóta sín heldur átti ég alltaf að vera í ákveðnum hlutverkum,“ sagði Renee. „Nú er ég byrjuð í skóla og langar seinna til að eign- ast börn og mann.“ Renee er komin með nýjan kær- asta upp á arminn en gefur ekki upp hver þaö er. Hún segist hafa lært mikið af reynslunni og veit að peningar veita frelsi en hamingja er þó besta frelsið. Hún saknar frægðarinnar stundum en sér ekki eftir þeirri ákvörðun sem hún tók. afmælið 23. júní 80 ára 50ára Gísli Ólafsson, Grenilundi 11, Akureyri. 75 ára Björn Gunnlaugsson, Vesturbergi 64, Reykjavík. Benedikt Hallgrímsson, Steinahlið 8A, Akureyri. Gunnar Eyþórsson, Seljavegi 27, Reykjavik. Yngvi M. Gunnarsson, 40 ára Björg Kristmundsdóttir, Björk Kjartansdóttir, I Ijaröarlundi 12. Akureyri. Klúku, Fljótsdalshreppi. Ann Fri S. Johannesen, Brimhólabraut 12, Vestmannaeyj- um. _ Lilja Skarphéðinsdóttir, 60 ára Baughóli 21, Húsavík. Ingibjörg Broddadóttir, Þóra Jóhannsdóttir, Áifheimum 62, Reykjavík. • Steinunn Sigurðardóttir, Suðurhólum 28, Reykjavík. Þórhallur Bj ar nhéðinsson, Þórður Haukur Jónsson, Framnesvegi 55, Reykjavík. Markarflöt 9, Garðabæ. Jóhann W. Jóhannsson, Álfheimum 64, Reykjavík. Ágúst Þórhallsson, Klifvegi 4, Reykjavík. Símon Hannesson Símon Hannesson, Hátúni 10, Reykjavík, verður sjö- tíu og fimm ára mánudaginn 25. júní. Símon erfæddur í Vestmanna- eyjum og ólst upp í Keflavík. Hann var vélstjóri á Fáskrúðsfirði og b. á Arnheiðarstöðum í Hálsasveit 1960-1974. Símon giftist 29. maí 1939 Sigurbjörgu Runólfsdóttur, f. 25. maí 1921. Foreldrar Sigurbjargar voru: Runólfur Guðmundsson, verkamaður á Fáskrúðsfirði og Jensína Magnúsdóttir. Börn Símons og Sigurbjargar eru: Birgir, f. 26. febrúar 1939, vinnuvélastjóri á Sel- fossi; Arnheiður, f. 5. nóvember 1942, skrifstofumaður í Rvík; Kjart- an, f. 5. nóvember 1942, vinnuvéla- stjóri í Keflavík, og Emil, f. 22. júlí 1944, bifreiðastjóri á Eyrarbakka. Systkini Símonar eru: Sigurður, f. 20. maí 1913, bifreiðastjóri í Garðabæ; Guðlaug, f. 21. mars 1918, d. 7. júní 1971, húsmóðir í Garðabæ; Jón, f. 3. apríl 1920, bifvélavirki í Keflavík; Kristján, f. 15. nóvember 1921, b. á Lambeyri í Tálknafirði; Sigríður, f. 2. september 1924, hús- móðir í Hveragerði, og Páll, f. 3. ágúst 1927, hreppstjóri á Stöðvar- firði. Foreldrar Símonar voru: Hannes Simon Hannesson. Jónsson frá Spákonufelli, verka- maður í Hafnarfirði, og kona hans, Sigurborg Sigurðardóttir frá Garðs- horni í Keflavík. Foreldrar Hannes- ar voru: Jón Benjamínsson og kona hans, Sigríður Símonardóttir. For- eldrar Sigurborgar voru: Sigurður Gíslason og kona hans, Guðrún Þór- arinsdóttir. Símon tekur á móti gestum á Kleppsvegi 132 á íjórðu hæð eftir kl. 15.30 á sunnudaginn. Missið ekki af nyjasta Úrval - kaupið það NÚNA STRAX á næsta blaðsölustað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.