Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1990, Blaðsíða 35
LAUGARDAGUR 23. JÚNÍ 1990. 47 Lífsstm Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egilsstöðum; Útimarkaður hefur verið rekinn á Egilsstöðum í sex sumur. Hann var opnaður í sjöunda sinn fimmtudaginn 7. júní, daginn sem Norræna kom í sína fyrstu ferð, og þar með var sumarið komið á Aust- urlandi. Markaðurinn er „til húsa“ við Fagradalsbraut skammt frá at- hafnasvæði Kaupfélags Héraðs- búa. Það var Egilsstaðabær sem byggði upp aðstöðuna og leigir hana síðan út. Þama er myndarlegt sölutjald, skúr þar sem meðal ann- ars má hita kaffi og í sumar var komið upp palh sem verður tjaldað yfir. Markaðurinn verður opinn upp á hvem dag í sumar til loka ágúst. Og hvað er hægt að kaupa? Jú, það er allt milh himins og jarð- ar, bæði ætt og óætt, handavinna, lopavara og listiðnaður, kaffibrauð Hér sýnir Sigríður á Vaðbrekku heimaprjónaða lopapeysu úr óblandaðri íslenskri ull. Þau hjón þvoðu ull heima og sendu I lopa og reynslan sýnir að flíkur úr henni erta ekki húð. DV-myndir SB Egilsstaðir: Útimarkaðurinn setur svip á bæinn margs konar og margt annað mat- arkyns, minjagripir af ýmsu tagi, vörar fyrir safnara og svona mætti- lengi telja. Vörumar koma aðal- lega frá Austurlandi en þó er nokk- uð um að fólk frá öðrum lands- fjórðungum vhji koma vörum sín- um þar á framfæri. Salan fer venjulega rólega af stað en þegar kemur fram í endaðan júní og ferðamannastraumurinn nálgast hámark er oft líflegt á markaðnmn. Einkum þegar veðrið er gott, sem er miklu oftar en hitt. Síðan opnað var um daginn hefur verið sólskin á hveijum degi. Nýbúgrein Markaðnum var komið á fót th að gera fólki kleift að koma vörum sínum í verð og th að auka skemmthegum þætti í bæjarlífið. Fyrstu árin tók sá sem rak markað- inn vörur í umboðssölu. Hin síðari ár hefur það færst í vöxt að fólk komi sjálft og selji sínar vörur. Sumir taka hehan eða hálfan dag annað slagið, aðrir koma einu sinni í viku með framleiðslu sína. Guðrún Sigurðardóttir hand- menntakennari er nú með útimarkaðinn í fjórða sinn. Hún hefur unnið markvisst að því að auka þekkingu og áhuga fólks á minjagripagerð og hvers konar handavinnu. Hún hefur á undan- fömum árum haldið fjöldamörg námskeið, bæði fyrir kvenfélög og á eigin vegum. En hefur áhugi á þessum málum aukist að undan- fómu? „Já, vissulega hefur áhuginn aukist en þó vantar enn mikið á að fólk aimennt sýni þessu nægi- legan áhuga og gefi sér tíma th að sinna handmennt. Það hefur Uka Konur i Eiðaþlnghá með egg og brodd og handmálaða boli. Broddurinn selst alltaf vel. Guðrún Sigurðardóttir, sem rekur útimarkaðinn, ásamt tveim starfsstúlk- um sínum, þeim Höllu og Hebu. vhjað brenna við að þeir sem hafa verið á námskeiðum fara út í fram- leiðslu án þess að hafa aflað sér næghegrar kunnáttu. Námskeiðin, sem ég hélt, vora yfirleitt miðuð við að vekja áhuga og kynna ýmis- legt, eins og leirmunagerð og mál- un á tré og tau. Síðan er eftir að læra en ég held samt að þetta sé aht á réttri leið.“ Prjónað á milli rollna Já, áhuginn er sjálfsagt misjafn, svo og tíminn sem menn hafa th slíkrar framleiðslu. Þó eins og allt- af sannast hið fomkveðna að ef áhuginn er fyrir hendi má alltaf fmna tíma. Konur hafa lengi verið þekktar fyrir að kunna að nýta sín- ar tómstundir og þær kunna það enn. Besta dæmið um það er líklega Sigríður á Vaðbrekku sem prjónaði Ferðir eina og hálfa peysu á meðan hún sat yfir ánum í sauðburði. Hún hafði næturgæsluna á hendi og prjónaði á mihi þess sem hún sinnti ánum. Pijónaði á milli rohna, eins og dóttir hennar sagði. Af ávöxtunum skuluð þér... Ávaxtaboröið á útimarkaðnum er ekkert slor. Það er án efa það fjölbreyttasta á landinu og þohr samanburð við stórmarkaði í höf- uðborginni. Aht að 70 tegundir af ávöxtum og grænmeti hafa fengist þar í einu. Guðrún lætur jafnvel sérpanta fyrir sig erlendis frá teg- undir sem ekki fást annars staðar. Sem sagt, fáist ávöxturinn ekki á Eghsstöðum fæst hann trúlega hvergi hérlendis. Sölufólkinu fjölgar í vor tók Búnaðarsamband Aust- urlands að sér að kynna enn frekar þennan möguleika th tekjuöflunar, einkum í sveitum. Fólk hringir á skrifstofu BSA og pantar einn ein- stakan dag eða hópur tekur sig saman um að vera einu sinni í viku. Þessi starfsemi fór seint af stað í vor en vonast er eftir að þetta átak veröi th þess að auka heimilisiðnað að mun og nú taki allir th óspihtra málanna að hausti við hvers kyns_ Ust- og handiðnað. Ormsteiti Nú í vor tóku hagsmunaaðilar í ferðaþjónustu höndum saman til að kynna hvað er á boðstólum fyrir ferðamenn á Egilsstöðum. Þetta eru Hótel Valaskjálf, útimarkaður- inn, Ferðamiðstöð Austurlands, Kaupfélag Héraðsbúa og Félag ferðaþjónustubænda. Meðal ann- ars gefa þessir aðhar út auglýsinga- blað í hverri viku þar sem greint er frá því sem er við að vera á staðnum, svo og hvað er áhuga- verðast á útimarkaðnum þann og þann daginn. Hestaleiga verður starfrækt í sumar, að minnsta kosti tvo daga í viku til að byija með. Á pahinum góða við útimarkaðinn verður ýmislegt til skemmtunar, svo sem hljóðfæraleikur, þjóðdans- ar o.h. Þá mun Hótel Valaskjálf bjóða upp á sumarblót og verður það eftirlíking af þorrablóti. Ekki er ólíklegt að erlendum ferða- mönnum þyki það forvitnhegt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.